Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 15
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 15 Skipulagsmál - græn, róttæk og raunsæ stefna „Við völdum sem sé þá stefnu aö sporna við aukningu einkabílaumferð- arinnar á borgarsvæðinu," segir Guörún m.a. i greininni. Fyrir ókunnugum lítur aðalskipulag út eins og strik á blaði; í besta lagi með margvíslegum litum innan um. Fáum er því eins ljóst og vera þyrfti að aðalskipu- lag er pólitísk stefna en ekki aðeins strik á blaði. Ágreinings- málin sem birtust af hálfu minnihluta Sjálfstæðisflokksins sönnuðu smnpart þessa staðhæfingu, þó að sumar athuga- semdirnar væru ekk- ert smnað en henti- stefnan einber þar sem hvað rekur sig á annars hom. Bogarstjóm Reykjavikur sam- þykkti á síðasta ári nýtt aðal- skipulag fyrir borgarsvæðið sem á að ná til ársins 2016 eða til 20 ára Róttæk ákvöröun Við gerð aðalskipulags Reykja- víkur eru í grófum dráttum uppi tveir kostir. Annar er sá að lúta markaðsöflunum í smáatriðum með því ekki einasta að taka við öllum þeim bílum sem koma án mikilla breytinga inn í umferðina t heldur að ýta frekar undir stór- fellda aukningu einkabílismans. Það er ekki gert í aðal- skipulagi borgarinnar sem nú hefur verið samþykkt. Þannig samþykkti borgar- stjórn tillögu okkar um að auka ekki um- ferðarrýmd vestan El- liðaáa á skipulags- tímabilinu fram til ársins 2016. Þetta er mikil breyt- ing. Þetta er róttæk ákvörðun í umhverfís- málum. Við völdum semsé þá stefnu að sporna við aukingu einkabílaumferðarinn- ar á borgarsvæðinu. Umferðarrýmd - hver er breyting- in? Umferðarrýmd er það pláss sem er til umferðar, aksturs bíla. í aðalskipulaginu er ekki gert ráð fyrir neinni aukningu umferð- arrýmdar vestan Elliðaáa á öllu þessu tímabili. Lokið verður við gatnamótin á mótum Skeiðarvogs og Miklubrautar. Ekki er hins veg- ar gert ráð fyrir mislægum gatna- mótum á Kringlumýrar- braut/Miklu- braut. Þá er í skipulag- inu ekki gert ráð fyrir götu um svokallaðan Hlíð- arfót það er sunnan og aust- an Öskjuhlíðar og draumur- inn/martröðin um hraðbraut um Fossvogsdalinn er endanlega úr sögunni. Þá er stokkur í Miklu- brautina frá Lönguhlíð að Miklat- orgi á dagskrá aðalaskipulagsins. Jafnframt þessu er gert ráð fyrir stóreflingu umferðarkosta fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Allt þetta þýðir miklu minni bí- laumferð en ella væri. Það þýðir aftur minni útblástur gróðurhúsa- lofttegunda, minni mengun i Reykjavík. Þannig eru borgaryflr- völd að gera sitt til þess að íslend- ingar geti staðið við alþjóðlegar umhverfissamþykktir. í aðalskipu- laginu felst pólitísk stefnubreyt- ing. Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi en það má nefna hundruð annarra dæma sem sýna það sem kveðið var i upphafi: Aðalskipu- lagið er ekki bara strik á blaði; að- alskipulagið birtir pólitíska stefnuákvörðun. Það skiptir máli hver stjómar borginni; róttæk og raunsæ græn félagshyggjustefna eða markaðsstefna D-listans. Það væri leiðinlegt ef mengunarstefna Sjálfstæðisflokksins yrði ofan á í borgarstjómarkosningunum í vor. Guðrún Ágústsdóttir Kjallarinn Guörún Ágústsdóttir formaöur skipulags- og umferöarnefndar Reykjavíkur „Allt þetta þýðir miklu minni bíla■ umferð en ella væri. Það þýðir aftur minni útblástur gróðurhúsa- lofttegunda, minni mengun í Reykjavík.“ Bættur skal skaðinn, Louise! Ástin getur lyft fátækum öreiga- stúlkum til aðalstignar eða allsnægtalífs. Þeim nægir að tæla auðuga, vel ættaða karlmenn til fylgilags við sig og á þann hátt geta þær gjörbylt kjörum sínum. Þær gætu verið blakkar, rauð- skinnar eða asískar, en hjónaband er alltaf lausnarorðið. Þjóðfélag hvítra býður svörtum, rauðum og gulum körlum ekki upp á sam- bærilega upphafningu. Þeir mega þokast lúshægt upp mannvirðinga- stigann, en það er vissulega drottningargangur manntaflsins sem skilur á milli báginda kvenna og afkomenda þrælalýðsins. Bágindi, ef þau em nógu áber- andi, geta nefnilega orðið til bóta i bókstaflegum skilningi þess orðs. Afkomendur hvítra kvenna og þeldökkra þræla, sem boðnir voru upp á sömu þræla- mörkuðum í Virg- iníu, hafa beinlínis hagnast á yfirlýstri vesöld sinni. Nú er hlaðið undir afkom- endirn hinna ánauð- ugu til að bæta þeim upp árhundr- aða þrældóm í þágu hvitu djöflanna. Ef þetta er rétt- vísi... Sektarkennd og þrúgandi sorg umlykur aðstandendur ellefu mán- aða drengs í Cambridge, Massachusetts. Hann lést í febrúar síðastliðnum eftir að hafa verið í umsjá enskrar „Au pair“-stúlku, Louise Woodward, um hálfs árs skeið. Faðir drengsins var þeldökkur, af indversku bergi brotinn og stundaði lækningar. Móðirin var hins vegar hvít; dæmigerð húsmóðir með háskóla- menntun sem gat ekki hugsað sér að helga sig heimili og bömum eingöngu. Hún var augnlæknir og það var að hennar undirlagi sem Louise var ákærð fyrir morð á bami sem henni hafði verið trúað fyrir. Kviðdómur, skipaður níu kon- um og þremur körlum, dæmdi þessa grandalausu, samviskusömu stúlku í ævilangt fangelsi fyrir morð af fýrstu gráðu. Ef þetta er réttvísin sem ungar illa launaðar barnfóstmr mega framvegis eiga von á, frá kynsysfrum í kviðdómi, þá eiga þær ekki von á góðu. Dóm- arinn, karlkyns að sjálfsögðu, mildaði dóminn eftir að honum hafði verið sýnt myndband sem sýndi framferði ákæruaðilans gagnvart eftirlifandi syni sínum og stúlkukindin hún Louise slapp með skrekkinn. Sjúkleg sektarkennd Myndband af móður drengsins, tekið úr launsátri, sýndi hana löðrunga þriggja ára son sinn er „Auðlegð hjónanna var nýtt til að yfírfæra eigið samviskubit á sak- lausa nítján ára telpuhnátu sem hafði verið ætlað að sjá um heim- ilishald fyrir 35.000 krónur á mán- uði.u hann þverskallaðist við að staðfesta þá söguskoðun hennar að Louise væri ófor- betranlegt flagð. Hann sagði að hún hefði alltaf verið góð við sig og litla ný- látna bróður sinn. Einlægni og sann- leiksást þriggja ára drengs bjargaði lífi Louise. Vanstillt móðir í ham, staðin að því að lúskra á vamarlausu bami sínu, bar, að öllum líkindum, einnig ábyrgð á dauða ung- bamsins. Áverkar sem fund- ust á höfði bamsins við skoðun á spítala vora þriggja vikna gamlir þegar það gaf upp andann. Faðirinn, læknirinn sjálfur, hafði greinilega ekki gefið sér nægilegan tíma til að fylgjast með heilsufari bams- ins. Foreldramir vom greinilega báðir sekir um vítaverða van- rækslu. Sjúkleg sektarkennd og ofsókn- arárátta augnlæknisins illræmda gæti hafa mótast af áreiti umhverf- is, sem fordæmdi hana leynt og ljóst, fyrir að víkja sér undan hefð- bundnum skyldum sínum gagn- vart foreldrum, maka og bömum, með framabrölti sínu. Auðlegö hjónanna var nýtt til að yfirfæra eigið samviskubit á saklausa nítján ára telpuhnátu, sem hafði verið ætlað að sjá um heimilishald fyrir 35.000 krónur á mánuði. Hún var nokkurs konar matvinnungur með ríflega vasapen- inga, hjá nýrri forrétt- indastétt í Bandaríkj- unum. Öfug mismunun Samanlagt höluðu heiðurshjónin, vinnu- veitendur Louise, inn tvær milljónir islensk- ar mánaðarlega, og það jaíhvel þó frúin ynni bara þrjá daga vikunnar. Öfug mis- munun („reverse discrimination") hafði séð þeim fyrir árslaunum upp á 20-30 milljónir ís- lenskar. Þau opinber- uðu sinn innri mann með því að traðka á réttindum fátækrar ungrar stúlku frá Bretlandi, sem vegna atvinnuleysis heima fyrir þurfti að puða fyrir fina fólkið í Cambridge. Hvemig í ósköpunum stendur á, að fólk, sem maður skyldi ætla að hefði persónulega reynslu af öng- strætum fátæktarinnar, skyldi vilja tjóðra unga efhilega stúlku við stall viðvarandi fátæktar og senda hana síðan frá sér í fylgd lögreglu. Jú, einmitt vegna þess að þau þekktu fátækt og eymd af eig- in reynd vissu þau hvað innantóm gylliboð geta auðveldlega raglað óráðna unga stúlku í ríminu. Tak- mark Au-pair vistarbanda er jú að nýta sér neyð hinnar nöktu konu til að kenna henni að spinna. Gísli Þór Gunnarsson Kjallarinn Gísli Þór Gunnarsson MA í samfélagsfræöi frá San Francisco Sfate Uni- versity 1 IVIeð oj á móti i Hefur bensínverð lækkað nægilega? Goir Magnússon, forstjóri Olíufólags- ins hf. Allar lækkanir í verðlagið „Það eru þrír þættir sem hafa áhrif á verðmyndun bensíns: í fyrsta lagi eru það opinber gjöld sem nú eru um 70% af verði hvers lítra. Frá því verðlagning á bensíni var gefin frjáls 1992 hefur lítri af 95 oktana bens- íni hækkað um 16 krónur. Af þessari hækkun hafa opinber gjöld hækkað um 13 krónur eða um 82%. í öðru lagi er það gengi dollars. Breyting á þvi hefur strax áhrif á verðmyndun bens- íns þar sem innkaupsverðið er í Bandaríkjadollurum. í þriðja lagi er heimsmarkaðsverð á bensíni. Innkaupsverð Olíufélagsins hf. á bensíni byggist á mánaðarlegu meðaltali, skráöu á Rotterdam- markaði. Verðlagning á bensíni á íslandi er miöuð við birgöa- verð en endingartími birgöa í landinu getur verið á þriðja mán- uð. Þessi háttur var hafður á all- an þann tíma sem verðlagning bensíns var hjá hinu opinbera. Með þessari aðferð verða verð- sveiflur minni bæði til hækkun- ar og lækkunar. Afkoma olíufé- laganna frá þvi verðlagning var gefin frjáls gefur ekki tO kynna að þau hafi nýtt sér þetta tO að hækka álagningu. Olíufélagið hf. hefur jafnóðum með reglubundn- um hætti skilað öUum þeim lækkunum sem orðið hafa á birgðaverði út í verðlagið. Ef innkaupsverðið í janúar verður svipað að meðaltali og það er nú og að óbreyttu gengi doUars má gera ráð fyrir aUt að þriggja króna lækkun tU viðbótar." A að vera lægra „Heims- markaðsverð hefur lækkað um hátt í 30% frá því í ágúst. Verðið lækk- aði í lok þess mánaðar, snemma í des- ember Og SVO Runólfur Ólafsson, aftur í kring- framkvæmdastjóri um jólin. í nB ljósi þróunar á heimsmarkaði hefðu þessar lækkanir bæði átt aö koma fyrr og svo teljum við einnig eðlUegt miðað við þróun á heimsmarkaði að 3-4 krónur í viðbót ættu að skUa sér til neyt- enda. Þegar verðbreytingar urðu í lok ágúst var sú hækkun rétti- lega rökstudd með hækkuðu heimsmarkaðsverði. Síðan fór heimsmarkaðsverðið að lækka aftur og hefur verið á niðurleið síðan. Þau rök að það beri að hækka þegar heimsmarkaðsverð hækkar eru fúUgUd og á sama hátt á verðið að lækka þegar heimsmarkaðsverð lækkar. Það er fákeppnismarkaður hér á landi og það era aðeins tveir sem flytja inn bensín. Það era sam- eiginlegt fyrirtæki Esso og Olís og síðan Skeljungur sem sér Orkunni fyrir bensíni. Þaö fyrir- komulag sem nú er hér á mark- aði skUar neytendum ekki hag- stæðasta vöruverðinu hverju sinni eins og gerist þegar sam- keppni er eðlileg. Við erum ekki með eðlUegt verð um þessar mundir. Það á að vera mun lægra.“ -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.