Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 18
26 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 Iþróttir Mlchael Klim, sá krúnurakaöi, óskar Rússanum Alexander Popov til hamingju meö silgurinn í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í Perth í Ástralíu í gær. Mynd-Reuter Heimsmeistaramótið í Perth í nótt: Orn í 33. sæti og komst ekki áfram - bætti eigin tíma í 100 metra baksundinu. Keppir aftur á sunnudag Bikarinn í handbolta: Fram og Stjarnan llklegust Framarar þykja sigurstrang- legir í bikarkeppni karla í hand- knattleik eftir að dregið var til undanúrslitanna í gær. Þeir fá HK í heimsókn í und- anúrslitunum en ÍBV tekur á móti Val í Eyjum. í bikarkeppni kvenna er Stjarnan líklegust eins og staðan er í dag en Garðabæjarliðið fær ÍBV í heimsókn í undanúrslit- um. Vikingur tekur á móti Gróttu/KR. Allir bikarleikirnir fara fram miðvikudaginn 21. janúar en úr- slitaleikimir verða 7. febrúar I Laugardalshöll. -VS Stórmót ÍR: Ein til Þýski methafmn í stangar- stökki kvenna utanhúss, Andrea Muller, keppir á stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um aðra helgi. Andrea er síöasti keppandinn sem ÍR-ingar semja viö og mótið því fullmannað. Andrea hefur hæst stokkið 4,30 metra og er í Fnnmta sæti á heimslistanum. Stangarstökkskeppnin verður stjömum prýdd og reynt verður við met á alla kanta. -SK Blcmcl í poka Marseille vann góðan sigur á Guin- gamp, 3-0, 1 frönsku 1. deildinni í knattspymu í gærkvöld. Marseille er i fjórða sæti, funm stigum á eftir toppliðinu, Metz. Cannes og Chateau- roux skildu jöfh, 2-2. Panathinaikos, sem er í þriðja sæti í grisku 1. deildinni í knattspymu, lagði stórveldið Ajax frá Hollandi, 3-1, í vináttuleik í Aþenu í gærkvöld. Atletico Madrid á Spáni fékk í gær skipun frá Alþjóða knattspymusam- bandinu um að greiða Juventus það sem eftir er af kaupverðinu fyrir Christian Vieri. Atletico skuldar Juv- entus enn um 160 milljónir og verði þær ekki greiddar á réttum tima á spænska liöið yfir höföi sér þung við- urlög. Racing Santander hefur gripið til þess óvenjulega ráðs að tryggja sig gegn falli úr spænsku 1. deildinni í knattspymu. Tryggingin kostar um 100 miÚjónir króna en fall myndi kosta félagið margfalt meira í töpuð- um sjónvarpstekjum. Athletic Bilbao tapaði óvænt fyrir 2. deildar liði Extremadura, 2-0, í spænsku bikarkeppninni í knatt- spymu. Real Zaragoza lagði Atletico Madrid, 2-0, Mallorca sigraði Celta Vigo, 1-0, Real Sociedad tapaði fyrir Real Betis, 0-2, og Osasuna tapaði fyr- ir Deportivo, 0-1. Valladolid og Mer- ida skildu jöfn, 1-1. Noregur sigraði Egyptaland, 21-20, i vináttulandsleik I handknattleik sem fram fór i Osló í gærkvöld. Geir Ou- storp skoraði 5 mörk fyrir Noreg en Ashraf Mabrouk 11 fyrir Egyptaland. Larvik, undir stjóm Kristjáns HaU- dórssonar, tapaði I gærkvöld fyrstu stigum sínum á tímabilinu í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Larvik tapaði þá fyrir Bækkelaget, 27-19. Larvik og Byásen eru nú jöfn og efst í deildinni með 20 stig en síðan kem- ur Bækkelaget með 16 stig. Ólympiueldurinn, sem japanskir íþróttamenn hlaupa nú með um land sitt fyrir vetrarólympiuleikana, hefur slokknað átta sinnum á leiðinni, af ýmsum orsökum. Þetta hefur verið heldur vandræðalegt en Japanir telja sig nú hafa leyst málið. Framleiöandi kyndlanna hefur breytt hönnun þeirra aðeins og nú eiga þeir að loga óslitið þar til leikamir verða settir í Nagano 7. febrúar. -VS Öm Amarson, sundmaður úr SH, varð í fjórða sæti í sinum riðli i 110 metra baksundi á heimsmeistara- mótinu í sundi í Perth í nótt. Öm synti á 58,01 sekúndu og bætti hann sig um 0,11 sekúndur. Hann varð í 33. sæti af 51 keppanda í undanrás- unum. Þjóðverjinn Stev Theloke náði bestum tíma í undanrásunum í nótt, synti á 55,11 sekúndum. Öm Amarson keppir í 200 metra baksundi á sunnudag en sú vega- lengd er hans sterkasta grein. Yan meö annaö gulliö Kínverska stúlkan Chen Yan vann sín önnur gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Perth þegar hún sigraði i 400 metra skriðsundi í gær en áður hafði hún unnið sigur í 400 metra fjórsundi. Yan kom sem ömggur sigurvegari í markið en ólympíumeistarinn Brooke Bennett frá Bandaríkjunum varð önnur. Claudia Poll, sem sigraði í 200 metra skriðsundi fyrr í vikunni, var langt frá sínu besta og lenti í síðasta sæti. Chen Yan synti á 4:06,72 mínút- um, Bennett á 4:07,07 mínútum og þýska stúlkan Dagmar Hase varð í þriðja sæti á 4:08,82 mínútum. Rússinn Alexander Popov varði heimsmeistaratitil sinn í 100 metra skriösundi, synti á 48,93 sekúndum. Hinn geysisterki Ástrali Michael Klim varð í öðm sæti á 49,20 sek- úndum og Svíar hafa eignast sund- mann í fremstu röð en Lars Frölander hreppti bronsverðlaun og synti á 49,53 sekúndum. Popov sýndi það og sannaði að hann er besti sprettsundsmaður í heiminum en sumir vildi meina fyr- ir mótið að honum myndi ekki takast að veija titilinn. Hann hefur verið nær ósigrandi síðan á Evrópu- mótinu í Aþenu fyrir sjö árum. Bandaríkjamenn hafa sýnt styrk sinn á mótinu eins og við var búist. Lea Maurer bar sigur úr býtum í 100 metra baksundi kvenna. Hún synti á 1:0,16 mínútum en Mai Nakamura frá Japan vann silfur á tímanum 1:01,28 mínútum. Hin þaulreynda Sandra Völker frá Þýskalandi lenti í þriðja sæti á 1:01,47 mínútum. Maurer og Nakamura hafa nokkrum sinnum háð harða keppni og síðast þegar þær stöllur mættust sigraði japanska stúlkan en það var á Kyrrahafsleikunum sl. sumar. Fyrrum heimsmeistari og hand- hafi heimsmetsins í greininni, kín- verska stúlkan, varð í síðasta sæt- inu í úrslitasundinu. Heimsmethafinn úr leik Úkraínumenn hafa í gegnum tíð- ina átt sterka sundmenn og á því hefur engin breyting orðiö. Denys Sylantyev vann gullverðlaun í 200 metra flugsundi, synti á 1.56,61 mín- útum. Frakkinn Frank Esposito tók silfrið á 1:56,77 mínútum og brons- verðlaunin féllu Tom Malchow frá Bandaríkjunum í skaut en hann synti á 1:57,26 mínútum. Heimsmethafinn og heimamaður- inn Scott Goodman fékk ekki að verja titil sinn því hann var dæmd- ur úr keppni vegna þjófstarts. -JKS NBA-deildin í nótt: Robinson og Duncan frábærir Denver tapar og tapar og nú varð liðið fyrir barðinu á Lakers í nótt. Denver tapaöi 18. leiknum í röð og stefnir hraðbyri í nýtt met í þeim efnum. Shaquille O’Neal átti mjög góð- an leik og var fyrsti leikmaður liðs- ins til að skora yfir 30 stig í fjórum leikjum í röð í ellefu ár. Úrslit í nótt urðu þessi: Indiana-Detroit ............100-93 Hill 37, Miller 25 - Dumars 23. Toronto-LA Clippers.......109-101 Stoudamire 36, Camby 20 - Murry 23. Atlanta-Dallas..............108-82 Smith 29, Mutombo 21 - Finley 25. Washington-San Antonio . . . 79-89 Webber 27, Howard 21 - Duncan 28, Robinson 22. Milwaukee-Golden State . . . 101-95 Robinson 31, Gilliam 20 - Marshall 20. LA Lakers-Denver .......132-114 O’Neal 34, Jones 19 - Fortson 19. Sacramento-Orlando ......108-96 Richmond 23 - Seikaly 24. Nýliðinn hjá San Antonio, Tim Duncan, og David Robinson yfir- spiluðu þá Juwan Howard og Chris Webber hjá Washington. Fyrirfram var búist við hörðu einvígi þeirra í milli. San Antonio er allt að koma til og vann sinn þriðja leik í röð. Larry Bird, þjálfari Indiana, var ánægður með sína menn og sagði að góð barátta hefði skilað sigri. Indiana hefur átt góðu gengi að fagna í janúar. Steve Smith hjá Atlanta er í stuði þessa dagana. Meðalskor hans í síðustu sex leikjum eru 25 stig. Sacramento er á uppleið og vann sinn sjötta leik í síðustu 7. leikjum. -JKS I>V Sund: Yuan fékk fjögurra ára bann - og þjálfarinn 15 ár Alþjóða sundsamband- ið (FINA) tók loks af skarið í gær og dæmdi kín- verska sund- konu og þjálf- ara hennar í langt bann. Við komu kín- verska lands- liðsins á heimsmeistaramótið í Perth um siðustu helgi lögöu toll- verðir á flugvellinum hald á efni sem þeir töldu vera grumsamlegt. Efnið var sent í efnagreiningu og kom þá í ljós að um hormón var að ræða. Taskan var rakin til Yuan Yuan og dæmdi alþjóða sambandið hana í fjögurra ára keppnisbann. Má lík- legt telja að ferli hennar sem sund- manns sé þar með lokið. Þjálfari hennar, Zhou Zhewen, reyndist við yfirheyrslu vera í samfloti með henni og fullkunnugt um tilraun hennar til að smygla efninu til Ástr- alíu. Hann fékk enga miskunn og var dæmdur í 15 ára bann frá allri þjálfun. Hann verður þvi að leita að annarri vinnu þegar heim verður komið. Kínverskt sundfólk hefur lengi legið undir grun um að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn. Á Kínaleikunum var hvert heimsmet- ið á fætur öðru sett og vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. -JKS NBA-DEILDiN Mikið stuð hefur verið á Chicago Bulls og er liðið nær ósigrandi á heimavelli. I síðustu leikjum hefur liðið unnið 19 þeirra og tapað aðeins einum. Charles Barkley er farinn að leika aftur með Houston eftir að hafa verið frá í tveimur leikjum vegna meiðsla. Hakeem Olajuwon og Clyde Drexler eru hins vegar áfram á sjúkralista. Vancouver hlýtur að fara að hungra í sigur í NBA-deildinni. Liðið vann síðast leik þann 21. desember. Litháinn Zydnmas Ilgauskas hefur slegið í gegn hjá Phoenix það sem af er. Hann hefur vaxið með hveijum leik, skorað grimmt og hirt fjölda frákasta. Denver Nuggets hefur ekki átt jafn- afleitu gengi að fagna i deildinni og einmitt núna I ár. Liðið hefur einungis sigrað í tveimur leikjum til þessa og tapað 32. Bobby Phills, hinn öflugi bakvöröur Charlotte, missir af fimm leikjum i það minnsta vegna tognunar á nára. Donald Royal tekur væntanlega stöðu hans á meðan en hann var leystur undan samningi hjá Orlando í siðustu viku. -JKS/VS í kvöld Úrvalsdeildin i körfubolta: Grindavik-KFÍ ..............20.00 Keflavík-ÍR.................20.00 KR-Njarðvik.................20.00 Haukar-Skallagrímur ........20.00 Valur-Þór, Ak...............20.00 1. deild i körfubolta: Stjaman-Snæfell.............20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.