Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 28
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 nn Prinsessan verður vör við baunina „Þaö er kannski kominn tími til að sjðmannasamtökin vakni af vondum draumi. Þau hafa verið steinsof- andi undir þessari þróun undanfarin ár. Það er ekki fyrr en kemur að smá- bátum í þessum málttm að þá er eins og prinsessan verði vör við baunina.' Arthúr Bogason, form. Landssam- bands smábátaeig- enda, í DV. Ummæli Seldi sig „Hann ákvað að selja sig Skaga- mönnum á sunnudaginn, rétt eins og konur í ónefndri starfsgrein gera.“ Páll Guðlaugsson, þjálfari Leift- urs, um brotthvarf Milisic til ÍA, í Degi. Lítil mús hefur fæðst „Um aðkomu Guðrúnar Pétursdótt- ur að þessum lista má segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi lítil mús.“ Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi um framboðslista Sjálf- stæðisflokksins, í Degi. Poppgoð og eiturlyf „I poppþáttum fjölmiðla eru þær einatt gerðar að skáldlegum tragísk- um hetjum í endalausri baráttu viö eiturlyf og minna þeir grátstafir einna helst á goðsagnir um drýgðar dáðir í bardaga við dreka og forynj- ur.“ Árni Björnsson, doktor í menn- ingarsögu, í Morgunblaðinu. Feitir menn í þrívídd „Salir eru yfir- leitt með speglum og maður sér sig í þri- vídd en þaö eitt er nóg til þess að feitur maður fái taugaáfall." Guðjón Sigmunds- son (Gaui litli) um æfingarsali í heilsu- ræktarstöðvum, í DV. Ekki sama hvorum megin „Þmgmenn virðast almennt forðast að koma nálægt heilbrigðismálum, nema þegar þeir eru í stjómarand- stööu." Þórarinn Gíslason læknir, í Morgunblaðinu. Frá Corona-danskeppni sem haldin var í fyrra. Danskeppni á Astro í kvöld fer fram keppni i Corona Lime dansi á Astro. Þetta er danskeppni sem fór sigurför um heiminn á síðasta ári. Keppn- in er opin öllum og það kostar ekkert að taka þátt í henni. Hins Blessuð veröldin vegar eru verðlaun fyrir sig- urparið stórglæsileg, ferð með öllu uppihaldi til Marokkó í Afr- íku þar sem sigurvegarar úr öll- um heimshornum koma saman og keppa innbyröis. Dansinn, sem er búinn til af sömu aðilum' og macarena-dansinn, fer þannig fram að par dansar með sítrónu á milli sin. Engin ein útfærsla er til af dansinum þannig að fólk hefur frjálsar hendur. Sigurður Grétar Helgason guðfræðingur: Hef búið mig vel undir prestsstarfið „Ég hef verið að vinna þessa vikuna með prestum kirkjunnar, Solveigu Láru Guðmundsdóttur og Hildi Sigurð- ardóttur, og kynnst innra starfi henn- ar og hefúr það gengið afskaplega vel. Ég býst við að frá næsta mánudegi verði ég kominn til starfa hér og verði vígður í byijun febrúar og settur inn í embættið nokkru síðar,“ segir Sigurð- ur Grétar Helgason guðfræðingur sem nýlega hlaut kosningu sem prestur í Seltjamameskirkju. Sigurður kvaðst þekkja ágætlega til í kirkjunni: „Ég var hér í ferming- arfræðslu veturinn 1994 og þekki því prestana báða auk þess sem ég þekkti Hildi vel frá skólaárunum en við vor- um samstiga í námi. Ég hef, frá því ég útskrifaðist vorið 1996, verið að þreifa fyrir mér hér í Reykjavík. Oftast er það svo að nýútskrifaðir guðfræðingar fara fyrst út á land. Ástæðan fyrir því að ég kemst ekki út á land er sú að eig- inkona mín, Ragnheiður Ásgrímsdótt- ir, er afskaplega ánægð í sínu starfi. Hún vinnur hjá Marel og fékk nýlega stöðuhækkun, er forstöðumaður i fjár- máladeild fyrirtækisins, þannig að ég gat ekki lengur hugsað eingöngu út frá sjálfum mér. Að hafa svo fengið þessa stöðu er nánast fyrir mig eins og hafa unnið í happdrætti og þakklæti er mér efst í huga. Það hefur verið tekið vel á móti mér af sókn- amefhdinni, Sol- veigu og Hildi, sem flyst nú út á land þar sem eiginmað- ur hennar var að vigjast sem sóknar- prestur norður á Skinnastað. Hér er allt starf mjög lif- andi, mikið um að vera og öflugt bama- og unglinga- starf. Solveig er sóknarpresturinn og hún markar brautina og minn starfsvettvangur er í mörgum atriðum innan bama- og unglingastarfsins. Svo fellur sjálfsagt ýmislegt annað til. í Seltjarnames- sókn er búið að byggja upp öflugt starf sem gaman er að koma inn í og ég lít björtum augum ffam á við enda tel ég mig vera að fá stórkostlegt tæki- færi í lífinu." Sigurður hafði með guðfræðinám- inu búið sig vel undir framtiðarstarfið: „Ég reyndi eftir fremsta megni að leita eftir starfsvett- vangi þar sem ég gæti öðlast sem fjölbreytilegasta reynslu. Ég var í lögreglunni tvö sumur, vann næsta sumar í Fossvogskirkju við kistulagningar og útfarir. Sumar- ið eftir vann ég svo við útfarar- þjónustuna. Áður hafði ég unnið á geðdeild Landspít- alans í sex mán- uði og í sumar- búðum fyrir fótluð böm í Reykjadal. Ég tel mig búa vel að reynslu minni í þessum störfum þegar ég fer að takast á við prest- starfið. Þegar Sigurður var spurður um áhugamál utan starfsins sagði hann það vera mannleg samskipti almennt: „Ég hef gaman af þvi að vera innan um fólk og ræða við það. Þá er ég einnig nátt- úruunnandi." -HK Sigurður Grétar Helgason. Maður dagsins Myndgátan Lausn á gátu nr. 2006: Stríðsmenn munnhöggvast. Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. DV KR og Grindavík, sem hér eigast við, verða bæði í eldlínunni í kvöld. Fimm leikir í úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld hefst þrettánda umferð- in í úrvalsdeildinni i körfubolta og verða leiknir fimm leikir af sex. í Grindavík leika heima- menn gegn ísfirðingum og verður það sjálfsagt einn aðalleikur um- ferðarinnar, en Isfirðingar hafa sýnt inn á milli skínandi leiki og unnið góða sigra. Keflavík á heimaleik á móti ÍR, á Seltjamar- íþróttir nesi leika KR og Njarðvík, Hauk- ar og Skallagrimur leika í íþrótta- húsinu Strandgötu og Valur leik- ur gegn Þór í Valsheimilinu. All- ir leikirnir hefjast kl. 20. Alþjóðlega kvennatennismótið í Tennishöllinni í Kópavogi held- ur áfram og verða í dag leiknir fjórir leikir í tvíliðaleik. Eru þetta síðustu leikirnir fyrir úr- slitaleikina sem leiknir verða á morgun og fóstudag. Margar sterkar evrópskar tenniskonur taka þátt í mótinu. Bridge Þetta skemmtilega spil kom fyrir í 1. Umferð riðlakeppni Reykjavíkur- mótsins í sveitakeppni. Jón Alfreðs- son í sveit Granda varð sagnhafi í 7 hjörtum á suðurhöndina eftir þesssir sagnir, austur gjafari og NS á hættu: 4 ÁG42 4* 843 ♦ ÁKG2 * Á7 4 2 V 76 ♦ D1076 * D105432 4 8 «4 ÁKDG95 ♦ 83 * K986 Austur Suður Vestur Norður - Jón A. - Jón St. pass 1 » 2 * dobl pass 44* pass 4 G pass 5 4 pass 5 G pass p/h 6 4 pass 7 4* Jón Steinar Gunnlaugsson, sem sat í norður, spurði um ása og trompdrottn- ingu með fjórum gröndum (tromp- kóngur talinn sem ás) og 5 spaðar lof- uðu tveimur „ásum“ og trompdrottn- ingu. Fimm grönd var alslemmutil- raun og 6 lauf lofúðu laufkóngnum. Þá ákvað Jón Steinar að veðja á alslemm- una. Útspil vesturs var spaðakóngur sem Jón Alfreðsson drap á ás. Hann sá strax þvingaða vinnmgsleið í spilinu. Tromp tekið tvisvar, laufaás, lauf á kóng, lauf trompað, tígulásinn tekinn, spaði trompaður heim og trompum spilað. Áður en síðasta trompinu var spilað, var staðan þessi: 4 G ♦ KG * - 4 K V . ♦ 95 * - 4 - V 5 ♦ 8 * 9 N * ' V A * D10 s 4 D Vestur varð að passa spaðann, austur laufið og þrettándi slagurinn kom á tígulgosann. ísak Örn Sigiu-ðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.