Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Side 32
* inn 14.01/98 5 Vinningar vinninga Vinning&upphœð 92.870.000 3-5 at 6 263 5-3 qfr 6,t.. 581 480 Heildarvlnnlng&upphœð 95.451.885 Á Ulandi 2.581.885 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 Kjaradeila sjómanna og útgeröarmanna er í hörðum hnút. Vélstjórar sigla einir sinn sjó og félagar þeirra vilja þá ekki að sama samningaborði. Hér má sjá Kristján Gunnarsson, verkalýðsleiðtoga úr Keflavík, og Þóri Einarsson sáttasemjara í Karphúsinu í gær þar sem árangurslaust var fundað. DV-mynd ÞÖK Kjaradeila sjómanna og LÍÚ í hnút: Kristján að væla út lög - segir Helgi Laxdal, formaður vélstjóra „Við erum ekkert að biöja um að fá að vera við samningaborðið ásamt Sjómannasambandinu og Farmanna- sambandinu. Það er alveg ljóst að þangað fórum við ekki á fjórum fót- um,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, um stöðuna í kjaramálum sjómanna eftir að vél- stjórar frestuðu verkfalli sínu til sam- ræmis við boðað verkfall annarra sjó- manna á miðnætti 2. febrúar nk. Helgi segist ósáttur við framkomu og orð Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LÍU, sem ali á því að sundrung sé meðal sjómannasamtakanna og þess vegna ekki hægt að semja við þau. „Kristján hefur tuggið ósannindi um það æ ofan í æ. Hann klifar á því að krafa okkar um þreytingar á skiptahlut gangi gegn öðrum í áhöfn- um skipanna. Þetta eru hrein ósann- indi og Kristján veit það mæta vel. Hann væri maður að meiru að viður- kenna út á við að hann hafi farið rangt með. Þetta er óþolandi og for- manni LÍÚ ekki sæmandi," segir Helgi. Hann segir ljóst að formaður LÍÚ ali á illindum i því skyni að knýja fram lagasetningu á deiluna. „Hann er alltaf vælandi um að við fáumst ekki til að tala saman. Síðan gerir hann allt sem hann getur til að spilla samkomulaginu milli okkar. Það er greinOegt á öUu hans hátterni að hann er að grátbiðja um lagasetn- ingu á deiluna. Þetta er ótrúleg árátta og hann er eins og hvítþveginn engill aOa daga. Nú þykist hann vera búinn að spila deUunni í þann farveg að lagasetning sé eina leiðin," segir Helgi. Vélstjórar hafa verið boðaðir til sáttafundar ásamt öðrum sjómönnum á morgun. Ekki verða þeir þó sameinaðir heldur aðskildir og því munu vélstjórar tala einir við LÍÚ. Enginn árangur varð á þriggja tíma samningafundi undir- og yfirmanna með LÍÚ í gær. -rt Ók inn um glugga Maður dæmdur í fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik: Fjárblekkingar gegn andlega vanheilum Ökuleið bifreiðar lá um óvenju- legan veg í Raufarseli í gærkvöld. Talið er að hemlabúnaður hafi ver- ið orðinn eitthvað lélegur og haft því nokkur áhrif á að bUIinn stöðv- aðist ekki fyrr en hann hafði fyrst brotið tvær stórar rúður í verslun sem þarna er. Tveir voru fluttir á slysadeild en að sögn sjónvarvotta >“«ar mildi að ekki fór verr þar sem hópur krakka hafði rétt áður verið í spUakössum sem standa rétt við gluggann. -sv „Prófkjörið var ekki bindandi, því er nú verr, og kjörnefnd taldi að list- inn yrði sterkari með þessari uppstiU- ingu. Ég er reyndar ekki sammála því,“ sagði Snorri Hjaltason bygginga- meistari við DV i morgun. Á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins til borgarstjórnarkosninga er J^fiorri í 13. sæti skv. tUlögu kjör- nefndar, en hann hafnaði í 10. sæti í prófkjörinu. Tvær stórar rúður brotnuðu þegar bíllinn ók inn. DV-mynd S „Ég mun gera það sem ég get í starf- inu fyrir flokkinn. Ég vona bara að þetta 13. sæti gefi mér tækifæri tU að vinna að þeim málum sem ég tel brýnt að vinna þurfi'að. Ég held að það skemmi ekki mikið fyrir mér þótt ég sé í 13. sæti en ekki því 10. Ég átti ekki von á að ég yrði færður tU, en að- almálið er að vinna kosningarnar í vor.“ -JSS Stefán Sigurðsson, 53 ára Reyk- vikingur, hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa beitt skipulegum blekk- ingum gegn fjölda fólks, aðaUega kvenfólki, til að taka á sig miklar fjárskuldbindingar sem hann not- færði sér. Þannig er hann dæmdur fyrir að hafa tekist að telja fólkinu trú um að hann myndi greiða skuld- bindingarnar þó svo að honum hafl verið það ljóst að hann hafði enga möguleika á að greiða fólkinu til baka. Refsing sakborningsins var færð niður í ljósi þess hve málið hefur tekið langan tíma í meðförum, sér- staklega hjá dómstólum. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur tók m.a. sérstaklega mið af því að Stefán var fundinn sekur um að hafa blekkt 6 barna móður tU að vera útgefandi víxUs fyrir sig og tekist að fuUvissa hana um að hún þyrfti aldrei að greiða neitt af vixlinum. Stefán kvaðst þurfa að ganga frá útför dóttur sinn- ar fyrir peningana. Dómurinn tók einnig mið af því að Stefán fékk andlega veika konu til að taka skuldabréfalán fyrir sig. Hann fékk einnig veðleyfi í fasteign konu sem var á geðdeUd Landspítal- ans. Annar brotaþoli gat ekki kom- ið fyrir dóm tU að bera vitni vegna andlegrar vanheUsu. Ákæran á hendur Stefáni var rnjög umfangsmikil - í 29 liðum. Hann var sýknaður af hluta þeirra. Fjárhæðirnar sem um er að ræða eru á annan tug mUljóna króna. Ofyrirleitinn sakborningur í dóminum kemur fram að atferli Stefáns beri vott um ófyrirleitni og eindreginn brotavUja auk þess sem hann virðist hafa kært sig koUóttan um afleiðingar gjörða sinna. Stefán var dæmdur tU að greiða tæpa hálfa miUjón króna í skaðabætur. Ekki var faUist á aðrar kröfur. í dóminum kemur einnig fram að tjón þeirra sem ábyrgðust lán fyrir Stefán voru minni en efni stóðu tU - tjónið „virðist bitna aðaUega á þeim bankastofnunum er stóðu að lán- veitingunum," segir í dóminum. Stefán var einnig dæmdur tU að greiða 750 þúsund krónur í saksókn- ara- og málsvamarlaun. Sakborningurinn hefur áfrýjað dóminum. -RR Snorri Hjaltason niður um þrjú sæti: Ekki sammála þessu Veðrið á morgun: Éljagangur norðan og austan til Á morgun verður norðan- og norðaustanátt, gola eða kaldi en stinningskaldi allra austast. Élja- gangur verður norðan og austan til en bjart veður syðra. Frost verður 2 til 12 stig, mest í inn- sveitum. Veðrið í dag er á bls. 37. -Þýskt ebalmerki Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.