Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 7 Fréttir Yfirvofandi stöðvun fiskiskipaflotans getur orðið dýr: Loðnan gefur 200 milljóna verðmæti á dag - markaðir gætu tapast, segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar Komi til langvinns verkfalls verða áhrifin mjög slæm og ná þá yfir fleiri teg- undir en loðnu. Málverkafalsanir: Heildcirútflutnmgsverðmæti loðnuafla var í febrúar í fyrra á milli 5 og 6 milljarðar króna sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun. Þórður Friðjónsson, for- stjóri stofnunarinnar, segir ljóst að gífurleg verðmæti séu undir komi til stöðvunar flskiskipaflotans vegna verkfalls sjómanna og verk- banns útgerðarmanna á miðnætti þann 2. febrúar. Samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar mun verkfallið kosta, standi það út febrúarmánuð, allt að 200 milljónir króna á dag sé litið til loðnunnar einnar. Loðnu- veiðamar hafa þá sérstöðu að veið- amar em bundnar við þetta tímabil þegar hrognataka og frysting stend- ur. Að lokinni hrygningu drepst kvenloðnan og verður því ekki til að bæta afkomu íslensks þjóðarbús. „Það em háar fjárhæöir í húfi komi til langvinns verkfalls. Þetta á sérstaklega við um loðnuafurðir sem era að sjálfsögðu mikilvægast- ar á þessum tíma. Febrúar- og marsmánuður era mikilvægastir þegar litið er til loðnunnar. í febrú- ar í fyrra var verðmæti þessara af- urða um 5 milljarðar króna en á sama tíma árið 1996 vora enn meiri verðmæti vegna þess að meira var fryst," segir Þórður. Hann segir að þó ekki liggi fyrir að verkfallið verði þá virðist stefna Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. í stöðvun flotans. Verði það ofan á muni tjónið ráðast af lengd verk- fallsins. „Verkfall í nokkra daga skiptir auðvitað minna máli og það má bæta upp áhrifin af því. Komi til langvinns verkfalls verða áhrifin mjög slæm og ná þá yfir fleiri teg- undir en loðnu,“ segir hann. Þá er einnig ljóst að slíkt myndi raska mörkuðum. Það liggur fyrir að það hlýst skaði af ef framboð er ekki stöðugt og kaupendur leita þá annað eftir vörunni," segir Þórður. -rt Of mikið er fullyrt - segir talsmaöur Bruun-Rasmussen í Kaupmannahöfn „Hver hefur vald til að segja að myndir séu falsaðar? Er hægt að sanna að allar þessar myndir séu falsaðar?" spyr Peter Christmas Moller, framkvæmdastjóri hjá list- munauppboðsfyrirtækinu Bruun- Rasmussen í Kaupmannahöfn, í samtali við DV. Christmas Moller segir að mál- verkafolsunarmálið, sem verið hef- ur í fréttum undanfama mánuði, sé að sínu mati stórlega ofmetið og hafi án efa stórskemmt málverka- markaðinn á íslandi, ekki síst vegna Ólafs í Morkinskinnu sem ekki kunni sér hóf í yfirlýsingum sínum. „Hann kann að hafa rétt fyr- ir sér, ég skal ekkert fullyrða um það, en það er hins vegar enginn sem andmælir honum og enginn virðist draga yfirlýsingar hans i efa, nema að sjálfsögðu þeir sem liggja undir áburði um falsanir. Gerðu þér grein fyrir því að það er verið að tcda um málverk eftir málara eins og Jón Stefánsson, Kjarval, Svavar Guðnason, Kristínu Jónsdóttur og talað um að stór hluti málverka þessara listamanna sem i umferð eru, séu falsanir. Því til staðfestingar er sagt að engar eig- endasögur fylgi myndunum, en það er ekkert merkilegt við það. Það er engin eigendasaga með níu af hverj- um tíu myndum sem seldar eru á uppboðum, hvort heldur hjá Braun- Rasmussen, Sotheby’s eða Christie’s," sagði Peter Christmas Moller. DV bar ummæli Mallers um að eigendasögur málverka væra afar fátíðar hjá helstu uppboðsfyrirtækj- um heims, undir Aðalstein Ingólfs- son listfræðing. Aðalsteinn sagði að hvað varðaði Christie’s og Sothe- bye’s þá fylgdi eigendasaga með mun stærri hluta málverkanna en sem næmi um einum tíunda. Enn fremur hindraði kerfisbundin skráning verka einstakra málara í Evrópulöndum að menn væra að koma fram með „nýfundnar” mynd- ir í einhverjum mæli. -SÁ Öflugt íþróttastarf er ein bezta afþreying sem völ er á fyrir unga fólkiö í borginni. Kannanir hafa sýnt, aó þeir, sem stunda íþróttir veróa síöur fíkniefnum að bráð. íþróttir fyrir alla og holl útivist er lykillinn að heilbrigðu fjölskyldulífi. „Það skiptir máli fyrir íþróttahreyfinguna að eiga málsvara í borgarstjórn Reykjavíkur hvar í flokki sem þeir standa. Sem höfuðborg landsins þarf Reykjavík ávallt að vera í farar- broddi um uppbyggingu nauðsynlegra íþróttamannvirkja. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi er baráttumaður þess, að í Reykjavík rísi sýninga- og íþróttahús til að hægt sé að leika knattspyrnu og iðka frjálsíþróttir innanhúss. Éa trevsti Alfreð hér eftir sem hinaað til að beita sér í þágu íþróttahreyfingarinnar og stuðla að bættri íþróttaaðstöðu unga fólksins." Ellert B. Schram. Alfreö Þorsteinsson borgarfulltrúi á farsælan feril að baki í íþróttahreyfingunni. Hann hefur verið formaður Knattspyrnu- félagsins Fram og setið í stjórn ÍSÍ ásamt því að vera formaður undirbúningsnefndar að stofnun Lottós á íslandi og stjórnarfor- maður þess um skeið. Stuðningsmenn. „Ég treysti Alfreð hér eftir sem hingað fil..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.