Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Qupperneq 28
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ísland freistandi en erfitt fyrir alþjóölegu olíufélögin:
Statoil lyktaði
af íslenska
bensíninu
- ekki pláss fyrir fleiri seljendur á íslenska markaönum
DVi Ósló:
„Við skoðum að sjálfsögðu alla
möguleika á bensínsölu, einnig á Is-
landi. Niðurstaða okkar var sú að
eini möguleikinn til að komast inn
á markaðinn væri að kaupa sig inn
í þau félög sem fyrir eru. Það er ein-
faldlega ekki pláss fyrir nýja selj-
endur á þessum markaði," segir
Poul Luksehoj, markaðsstjóri hjá
norska ríkisolíufélaginu Statoil, i
samtali við DV.
Hjá Statoil var ákveðið á síðasta
ári að herða markaðssóknina á
Norðurlöndunum og i Eystrasalts-
ríkjunum um leið og bensínstöðvar
í Þýskalandi voru seldar. Statoil lét
kanna hvort möguleiki væri á að ná
fótfestu á íslandi en félagið hefur nú
1 reynd einokun á sögu bensíns og
olíu til íslands.
„Okkur sýndist sem smásölu-
markaðurinn á íslandi væri það
þróaður að það svaraði ekki kostn-
aði að ná þar fótfestu. Við hefðum
þá þurft að koma með nýjar hug-
myndir um sölu á bensíni - sjálf-
sala, afsláttarkort og greiðslukort -
en þetta er allt þegar fyrir hendi svo
við sáum ekki að það væri pláss fyr-
ir okkur,“ sagði Luksehoj.
Markaðsstjórinn var ekkert hrif-
inn af hugmyndinni um að leggja út
í verðstríð við íslensku olíufélögin
enda selur Statoil þeim allt bensínið
nú þegar. Fyrirtækið þykist því
ekki standa svo illa á íslandi þótt
það hafi ekki bensinstöðvar þar.
„Við útilokum að sjálfsögðu ekki
þann möguleika að kaupa að hluta
eða öllu eitthvert þeirra fyrirtækja
sem nú selja bensín og olíur á ís-
landi. Núna i þessum töluðu orðum
eru engin slík áform á döfinni,"
sagði Luksehoj.
Norska ríkisolíufélagið Statoil er
stærsta fyrirtæki landsins og skilar
eiganda sínum árlega um 200 millj-
örðum islenskra króna í hagnað. Fyr-
irtækið er eitt af stærri olíu-, gas-, og
bensínheildsölum í heiminum en
fæst einungis við smásölu á Norður-
löndunum og Austur-Evrópu. -GK
X>
Hvað mein-
ar Friðrik?
Kristín Ástgeirsdóttir alþingis-
maðuit verður með utandag-
skrárumræðu á
Alþingi í dag. Til-
’efnið er ummæli
Friðriks Sophus-
sonar fjármálaráð-
herra 1 Morgun-
blaðinu nýlega um
að jafna út launa-
mun kynjanna
innan stétta en ekki milli þeirra.
„Þetta voru afar sérkennileg
ummæli og ég ætla að inna hann
eftir þvi hvað hann átti við,“ sagði
Kristín Ástgeirsdóttir við DV í
morgun. -SÁ
Sótt á gúmbát
Fólk lenti í vandræðum á sjötta
tímanum i gær þegar féll að við Geld-
inganes. Fólkið var í gönguferð og var
skyndilega teppt á eyrinni þegar fallið
var að. Lögregla brá skjótt við og fór
á gúmbát til að flytja fólkið aftur í
, j^land. Engum varð meint af. -RR
Sjúklingaskrá afhent:
Brot á settum reglum
- segir landlæknir
Skrá um 5000 áfengissjúklinga sem
farið hafa í meðferð hjá SÁÁ á Vogi á
sl. árum var afhent íslenskri erfða-
greiningu á síðasta ári. Markmið ís-
lenskrar erfðagreiningar var að rann-
saka tengsl alkóhólisma og erfða.
Tímaritið Mannlíf segir frá þessu
máli og upplýsir jafnframt að Tölvu-
nefnd hafi uppgötvað þetta við
reglubundið eftirlit hjá fyrirtækinu
og fyrirskipað umsvifalaust að
gögnunum skyldi eytt.
Ólafur Ólafsson landlæknir stað-
festi við DV í morgun að umræddar
skrár hefðu verið afhentar íslenskri
erfðagreiningu.
„Við fengum bréf um þetta mál
frá Tölvunefnd. Ég trúi því að þama
hafi verið misskilningur á ferð.
Þarna er um að ræða algert brot á
settum reglum en skránum hefur
nú verið eytt og ég trúi þvi að mál-
ið sé nú út úr heiminum," segir
Ólafur. -rt
Innbrotsþjófur á ferð
íbúi í Mosfellsbæ tilkynnti til lög-
reglunnar á þriðja tímanum i nótt
að innbrot væri i gangi í söluturnin-
um Bílanesti.
Maðurinn hafði vaknað við brot-
hljóð í söluturninum. Þegar lögregla
kom örstuttu seinna var innbrots-
þjófurinn á bak og burt. Nágranninn
gat lýst innbrotsþjófnum sem ungum
pilti og einnig klæðaburði hans. Lög-
regla leitaði hans en án árangurs.
Hann náði að stela litlum peninga-
kassa sem í var reiðufé auk tóbaks
og 30 strætómiða. -RR
Það getur orðið hart í ári fyrir fuglana á Tjörninni þegar frýs og hana leggur.
En börnin gleyma ekki þessum litlu vinum sínum, og það er greinilegt að
tjarnarbúarnir kunnu vel að meta brauðmolana sem þessi drengur gæddi
þeim á í gær. DV-mynd E.ÓI.
Veðrið á morgun:
Þurrt á
Norður-
landi
Á morgun verður sunnangola
eða -kaldi. Dálítil rigning sunn-
an- og vestanlands en þurrt á
Norður- og Austurlandi.
Veörið í dag er á bls. 37.
Itel jblr*
ásérUlboði
Bílheimar ehf.
opel fPi«r4t] ■■■
Sœvarhöfba 2a Sími:52S 9000