Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Itjóma þeir öllu? „Þeir koma með eitthvert bréf sem þeir rit- uðu sáttasemjara og gerðu kröfu til þess að við árit- uðum það at- hugasemda- laust. Það hefur nú varla farið fram hjá nein- um að við höfum átt að stjórna þingi, stjóma ríkis- stjóm og rita lagatexta." Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, í DV. Bara eftir að taka af okkur kosningaréttinn „Eins og staðan er nú á bara eftir að mála okkur svarta og taka af okkur kosn- ingaréttinn." Þorvaldur Svavarsson stýri- maður, í DV. Allir kátir „Mér finnst að nú eigi allir að vera kátir.“ Páll Pétursson al- þingismaður, á Alþingi. Náttúran misskilin „Ranghugmyndir, eins og þær sem koma fram í erlend- um myndum um orma í fiski, sýna okkur og öðrum íbúum norðurslóða hvemig borgar- búar iðnríkjanna misskilja náttúruna." Ólafur Sigurðsson mat- vælafræðingur, í Morgun- blaðinu. Hefja sjálfan sig á stall „Með vísan til eigin smekks og geð- þótta, án stuðn- ings í einhverri trúverðugri heildarsýn á verkið, þá er hann einfald- lega að hefja sjálfan sig á stall sem hann hefur enga heimild til.“ Jón Viðar Jónsson leikhús- fræðingur, um uppfærslu Baltasars á Hamlet. Hjúkka eða sægreifi „Ég hef verið mikið í póli- tík hér og það eru örfáir aðil- ar héma sem eru með rottu- gang og reyna að koma af stað illindum i samféiagi okk- ar sem viö megum ekki við.“ Kristín Þórarinsdóttir, hjúkr- unarkona að sögn - sæ- greifi i Þorlákshöfn, að sögn bæjarbúa, í DV. Sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar Straumnesviti, Q Hornbjargsviti O Grímsey O Rauöignjúpur ■ ' : d I r-'v:d O Fontur Þverfjall Seljalandsdalur QSúöavík Dynjandisheiði J Patreksfjöröur Bjargtangar Gi|sfiör0urJ O Gjögur Siglufjaröarv. Sigiunes SiglufjöröuN' Gufuskáiar O ■dr- O Holtavöröuheiöi Þingvellir 0 Reykjavík Straumsvíkji Ijellisheiði Q GaröskagavitiÓ Búrfell <.. Grindavík Þorlákshöfri O- . . Dalvík Kolka O Neslandatangi O Vopnafjaröarheiöi q Dalatangi Fjaröarheiöi O Möörudalsöræfi J JGagnheiði J Sandbúöir j Þúfuver JVeiðivatnahraun o J Hallormsstaður O Kambanes *I Jökulheimar O Hvanneyri O . Skaftafell / O- Mýrdalssandur 0 Skaröfjöruviti Baldur Trausti Hreinsson, leikari í Meiri gauragangi: Þetta eru strákar með háar hugmyndir „Það er mjög gaman að taka þátt í þessari sýningu, mikið íjör en einnig nokknr alvara, mun meiri alvara heldur en var í Gauragangi," segir Baldur Trausti Hreinsson, annar að- alleikaranna í Meiri gauragangi, sem er sjálfstætt framhald hins vin- sæla leikrits Ólafs Hauks Símonar- sonar, Gauragangur sem sýnt var áttatíu sinnum í Þjóðleihúsinu og ávallt fyrir fullu húsi. Þá voru í hlut- verkum Orms og Ranúr Ingvar E. Sigurðsson og Sigurður Sigurjóns- son. Við þeim hlutverkum hafa nú tekið Baldur Trausti Hreinsson og Bergur Þór Ingólfsson. Baldur sagði að munurinn á þeim félögum nú og þá væri að liðin eru fjögur ár: „Þeir eru nú um tvítugt, listfengir strákar og eru komnir til Kaupmannahafnar, en þangað eru þeir komnir til að koma ljóðum sín- um á framfæri og slá í gegn. Það er samt aldrei langt í grallaraskapinn þótt hugsjónimar séu háar.“ Baldur útskrifaðist frá Leiklistar- skóla íslands síðastliðið vor og hefur síður en svo þurft að leita eftir vinnu í sinni grein. Hann var varla kominn með útskriftarskírteinið í hendumar þegar honum var boðið hlutverk Che i söngleiknum Evita. „Frá því ég lék í Evitu hef ég leikið í kvikmynd, Dansinum eftir Ágúst Guðmunds- son, sem sýnd verður síðar á árinu. Þar lék ég nokkuð stórt hlutverk, ívar, færeyskan sjómann og fór því til Færeyja þar sem tökur fóra fram, síðan lék ég i Krabbasvölunum í Þjóðleikhúsinu í haust, allt öðruvísi hlutverk en ég leik í Meiri gaura- gangi." Baldur sá Baldur Trausti Gauragang á sínum tíma: „Ég hafði mjög gaman af leikritinu og Ingvar og Sigurður voru frábærir. Þetta era samt tvö sjálfstæð verk og varla hægt að bera þau saman þótt aðal- persónumar séu þær sömu. Ég var í fyrstu hræddur um að yrði farið að gera það en ég tel það verði ekki. Bæði verkin eiga það þó sameigin- Maður dagsins legt að hafa lög sem sungin eru og hefur Jón Ólafsson samið ný lög við verkið. Ég fæ þó ekki tækifæri nema til að syngja eitt lag ásamt Bergi.“ Allt frá því Baldur útskrifaðist hefur hann verið að vinna og segir að nú sé kom- inn tími til að taka sér smáffí. „Það er ekkert sérstakt fram undan hjá mér fyrir utan Gaura- gang- inn enda kominn tími til að sinna fjölskyld- unni almennilega og hitta vini og kunningja." Fyrir utan leiklistina hefúr Bald- ur eitt áhugamál sem hann hefur gaman af: „Ég og tveir vinir mínir höfum mjög gaman af að búa til létt- vín og teljum það mikla list að gera það rétt og erum alltaf að bæta okk- ur.“ Eigin- kona Bald- urs heitir Harpa Magna- dóttir og eiga þau tvö böm, Tómas og Evu. -HK Kuran Swing leikur á Ála- foss föt best í kvöld. Kuran Swing í Mosfellsbæ í kvöld leikur djasskvart- 'ettinn kunni, Kuran Swing, á kaffi- og veitingahúsinu Álafoss fot best. Kvartettinn skipa Szymon Kuran, Bjami Sveinbjömsson, Ólafur Þórðarson og Björn Thoroddsen. Kuran Swing Tónleikar leikur eingöngu órafmagn- aða tónlist. Tónleikamir hefjast kl. 22. Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Sveinamenn á Álafoss fót best sem er í hverfí gömlu ullarverk- smiðja Álafoss í Mosfellsbæ. Bubbi Morthens í Keflavík Bubbi Morthens verður með tónleika í kvöld á Strik- inu í Keflavík. Leikur hann nýtt efni sem hann hefur verið að vinna að í bland við eldra efni. Tónleikamir hefj- ast kl. 22. Kaffi Akureyri í kvöld skemmtir dúettinn Halli & Palli á Kafii Akur- eyri. Annað kvöld og á laug- ardagskvöld leikur stuð- hljómsveitin Úlrik fyrir gesti staðarins. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2030: Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. Eitt verkanna f Listasafni íslands. Ný aðföng í Listasafni íslands stendur nú yfir sýningin Ný aðfóng. Þetta er fimmta sýningin sem haldin er í safhinu undir þessari yfirskrift. Þeir mynd- listarmenn sem eiga verk á þessari sýningu era Amar Herbertsson, Ásta Ólafsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Finnbogi Pétursson, Helgi Hjaltalin Eyjólfsson, Hulda Hákon, ívar Val- garðsson, Kjartan Ólason, Kristinn G. Harðarson, Kristín G. Gunnlaugs- dóttir, Kristján Davíðsson, Kristján Steingrímur Jónsson, Niels Hafstein, Ólafur S. Gíslason, Sigtryggur B. Baldvinsson, Steingrímur Eyfjörö Kristinsson, Tryggvi Ólafsson, VO- hjálmur Bergsson, Þorri Hringsson, Þór Vigfússon og Þórarinn B. Þor- láksson. Sýningar Þekkt verk eru á sýningunni. Má nefna verk Finnboga Péturssonar, Pendúll, sem er tímamótaverk í sögu íslenskrar samtímamyndlistar; eftir ívar Valgarðsson er Polyfilla innan- húss og Polyfilla alhliða og eftir Níels Hafstein er Svartir og gylltir hestar. Sýningin stendur til 1. mars. Bridge Þetta ótrúlega spil kom fyrir í út- sláttarleik íslendinga og Indónesa í fjórðungsúrslitum síðasta ólympiu- móts. Niðurstaðan í spilinu var sorgleg fyrir íslendinga því mögu- leiki var á að stórgræða í spilinu. Sagnir gengu þannig í opnum sal, norður gjafari og AV á hættu: 4 G 4» 10987 •f 763 * 98652 4 KD9865 4» 64 ■f DG842 4 - 4 Á1043 ff ÁK532 -f ÁK 4 ÁD Noröur austur suður vestur Jón B. Lasut Sævar Manoppo pass pass 1 4 1 4 pass pass dobl 2 4 3* pass 3 grönd pass pass dobl pass pass 4 4 dobl pass pass 4* dobl redobl p/h Útlitið Vcir svo sannarlega bjart í þessum samningi og útlit fyrir að Indónesamir hefðu gert sig seka um alvarlega yfirsjón. En á undraverð- an hátt sluppu þeir með skrekkinn. Útspilið var spaði sem Jón drap á ás, trompaði spaða og svínaði næst laufa- drottningu. Nú tók við algjör martröð því lega spilanna var ná- kvæmlega eins og þurfti fyrir vömina til að taka 4 slagi. Vestur trompaði og AV fengu næstu þrjá slagina á víxltromp í spaða og laufi. Til þess þurftu trompin að vera 2-2 og austur að eiga bæði DG til að eiga yfir trompum sagnhafa. Ef Jón hefði spilað trompi einu sinni áður en hann svínaði laufi hefði hann staðið spilið. Á hinu borðinu yfirkeyrðu Indónesamir sig alla leið í 6 hjörtu sem spiluð vora í norður. Guðmundur Páll gaf Lightnerdobl og Þorlákur spilaði út laufi. Sagnhafi tapaði aðeins einum slag til viðbótar og Indónesar græddu því 3 impa á spilinu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.