Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Útlönd Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, til Bagdad í dag: Flytur Saddam ekki neina úrslitakosti Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, flýgur til Bagdad í dag í þeirri von að hon- um takist að koma í veg fyrir loft- árásir Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra með því að sannfæra Saddam Hussein íraksforseta um að heimila vopnaeftirlitsmönnum SÞ að leita óhindrað að gjöreyðingar- vopnum. Bandaríkjamenn og hinar helstu þjóðirnar í Öryggisráðinu hafa geflð Annan leyfi til að ræða ýmsar leið- ir til að leysa hnútinn sem vopnaeft- irlitsdeilan er komin í. Meðal þess Le Pen neitar aö hafa gengið í skrokk á konu Franski hægriöfgamaðurinn Jean-marie Le Pen, leiðtogi Þjóð- arfylkingarinnar, neitaði fyrir rétti í gær að hafa ráðist á stjórnmálakonu í sósíalista- flokknum á síðasta ári. Sjónvarps- myndatöku- menn tóku myndir af árásinni. Le Pen sak- aði saksókn- arana um að reyna að varpa rýrö á hann með því að útmála hann sem ein- hvern Ramhó. Þá gerði hann grín að stjómmálakonunni. Le Pen og þrír félagar hans eiga yf- ir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef þeir verða fundnir sekir. Lögga til atlögu Belgiska lögreglan réðst inn í höfuðstöövar vélhjólagengisins Vitisengla og annarra hópa þeim tengdum I gær vegna gruns um eiturlyfjamisferli. sem Annan mun ræða við íraka er að stjórnarerindrekar fylgi vopna- eftirlitsmönnunum um forsetahall- irnar, sem svo era kallaðar og að- gangur hefur verið bannaður að. Rússar skýrðu frá því í gær að Saddam hefði lofað sendimanni þeirra að allt yrði gert til að tryggja að ferð Annan yrði árangursrík. Leiðtogar vestrænna þjóða eru þó ekki bjartsýnir á að það gangi eftir. „Ég fer ekki með neina úrslita- kosti,“ sagði Kofi Annan við frétta- menn í París, þar sem hann hafði viðdvöl í gær og ræddi við franska ráðamenn. „Ég held að ég hafi með- ferðis hugmyndir sem geti losað okkur úr klemmunni verði þær samþykktar.“ Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði Saddam enn einu sinni í gær að hann gæti aðeins komið í veg fyr- ir loftárásir með því að fara í einu og öllu vopnaeftirlitsskilmálunum sem voru gerðir eftir Persaflóastríð- ið 1991, þegar írakar voru hraktir burt úr Kúveit. Chirac Frakklandsforseti sagði eftir fundinn með Annan í gær að allur heinmrinn styddi við bakið á framkvæmdastjóranum. Hubert Védrine, utanrikisráð- herra Frakklands, og háttsettur diplómat, Bemard Dufourcq, sem hittu Saddam Hussein að máli fyrr í mánuðinum sátu fund Chiracs og Annans til að ræða hvaða rökum Annan gæti beitt til að sannfæra íraksforseta. Kofi Annan ræðir við íraska ráðamenn í dag og á morgun. Hann heldur síðan áleiðis vestur um haf á sunnudag eða mánudag og hefur á ný viðkomu í París. Hann mun svo gera Öryggisráðinu grein fyrir ferð sinni á þriðjudag. Um þrjátiu starfsmenn SÞ yfir- gáfu Bagdad í morgun til að lenda ekki í orrahríðinni miðri, komi til loftárása á írak. Richard Butler, yflrmaður vopna- eftirlits SÞ, skoraði í nótt á Saddam Hussein að heimila vopnaeftirlits- mönnum að ganga úr skugga um að engin gjöreyðingarvopn væru í írak. Reuter Kofi Annan, aöalframkyæmdastjóri SÞ, var í París í gær þar sem hann ræddi viö Jacques Chirac Frakklandsforseta og aöra ráöamenn um íraksdeiluna og hvernig koma megi í veg fyrir loftárásir Bandaríkjanna. UPPBOÐ UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 6, Hvolsveili, þriðjudaginn 24. febr- Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: úar 1998, kl. 15.00, á eftirfar- andi eignum: Bergþórugata 51, 2ja herb. íbúð á 1. hæð t.h., þingl. eig. db. Sigurðar Snævars Há- Fróðholtshjáleiga, Rangárvallahreppi. Þingl. eig. Þorkell St. Ellertsson. Gerðar- beiðandi er Rangárvallahreppur. Geitasandur 4, Hellu. Þingl. eig. Kristjón L. Kristjánsson. Gerðarbeiðendur eru sýslumaður RangárvaUasýslu og Bygg- ingarsjóður ríkisins. konarsonar, gerðarbeiðandi Slippfélagið í Reykjavík hf., þriðjudaginn 24. febrúar 1998 kl. 14.30. Brávallagata 12, ehl. í húsi 11,91%, í lóð 12,38%, þingl. eig. Sverrir Kjartansson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 24. febrúar 1998 kl. 15.00. Grímshagi 8, öll húseignin að undanskil- inni 2ja herb. íbúð á 1. hæð í A-enda, þingl. eig. Þorkell Steinar Ellertsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, B-deild, þriðjudaginn 24. Unhóll, Djúpárhreppi. Þingl. eig. Kristjón Pálmarsson, SiguiÍTmna Pálmarsdóttir og Pálmar Guðbrandsson. Gerðarbeiðandi er Byggingarsjóður rfkisins. . SÝSLUMAÐUR RANGARVALLASYSLU febrúar 1998 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK LAUSAFJÁRUPPBOÐ - Vlð „Shell“-bryggju, Fáskrúðsfirði, kl. 14.00: Eftirtaldir munir verða boðnir upp hjá sýslumanninum á Eski- firði föstudaginn 27. febrúar 1998: Óskrásett skip, sem bar áður heitið Stokksnes VE 700, smíðað 1960, 132 rúmlestir. - Að Strandgötu 52, Eskifirðl, kl. - Að Hafnargötu 21, Fáskrúðsfirði, kl. 13.15: 16.00: SP-645 JS-745 JS-957 IE-856 Grafan MF 50HX. Tveir Camitech-rækjuflokkarar, tegund CT1014, þrjú ryðfrí færibönd, 60 cm breið og alls 18 m á lengd, og Kronberg- Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. suðupottur fyrir rækju. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Handteknir með sýklavopn Bandaríska alríkislögreglan hef- ur handtekið tvo menn sem höfðu undir höndum sýklavopn. Lögregl- an telur að mennirnir hafl verið búnir að skipuleggja hryðjuverk. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fullvissaði bandarísku þjóðina um að engin hætta væri á ferðum og hrósaði yfirvöldum fyrir að grípa skjótt í taumana. Borgarstjórinn í New York, Rudolf Giuliani, kallaði til fréttamannafúndar í gær og vis- aði á bug fregnum um að mennim- ir hefðu haft í hyggju að gera árás á neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Mennirnir tveir, Larry Waine Harris og William Leavitt, voru handteknir fyrir utan tilraunastofu i Henderson sem er úthverfi Las Ve- gas. Mennirnir höfðu undir hönd- um efni sem grunur leikur á aö hafi verið miltisbrandsbaktería. Lögregl- an hafði fengið vísbendingu frá eiganda tilraunastofunnar imi að mennimir ætluðu að gera tilraun með bakteríuna. Leavitt á sjálfur til- raunastofur í Nevada og í Frankfurt i Þýskalandi. Lögmaður hans sagði skjólstæðing sinn einungis hafa ætl- að að reyna að þróa bóluefni gegn miltisbrandi. Samkvæmt fréttum bandarísku fréttastofunnar CNN er Harris fyrr- verandi foringi í samtökum kyn- Larry Wayne Harris, annar hinna handteknu. Símamynd Reuter. þáttahatara, Arian Nation. Hann fékk reynslulausn eftir að hafa setið inni fyrir að hafa keypt svarta- dauðaveiru í gegnum póstverslun. Harris, sem er örverufræðingur, er sagður hafa hótað mörgum sinnum að senda banvæn efni með pósti. Lögreglan útilokar ekki fleiri hand- tökur. Stuttar fréttir i> v ítalir vilja stjórna ítalir sögðust í gær ætla að fá Bandaríkin til að afsala sér réttinum til að rannsaka hugsanlegt saknæmt athæfi þegar bandarísk herflugvél sleit víra á kláfferju með þeim afleið- ingum að tuttugu létust. Fjárlögin rædd Rússneska þingið ræðir væntanlega í dag breytingar á íjárlagafrumvarp- inu sem Boris Jeltsín forseti og stjórn hans segja að nauðsynlegt sé að gera vegna ólg- unnar á fjármála- mörkuðum heimsins að undanförnu. Neðri deildin hefur þegar samþykkt frumvarpið þrisvar og verða atkvæði um það greidd einu sinni enn áður en það fer til efri deildarinnar. Hótar afsögn Nýr leiðtogi Bosníu-Serba, sem Vesturveldin styðja, hótaði í gær að segja af sér nema stjórn hans fengi er- lenda aðstoð sem skriflinnar hefðu taf- ið fyrir. Kjarnorkuver stöðvað Kjarnaofh í rússneska kjamorku- verinu Kursk var stöðvaður í morgun vegna rafmagnsbilunar. Yflrvöld segja að engin geislavirk efni hafi lekið úr ofninum. Tyrkir vilja jafnræði Tyrklandsforseti sagði í gær að Evr- ópusambandið ætti að meðhöndla TÝrki eins og aðrar þjóðir sem vilja ganga í sambandið. SÞ-mönnum rænt Fjórum eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna, SÞ, var rænt í Georgíu í gær. Um 200 lögreglumenn sitja um húsið sem gislarnir eru í. Þorp undir aurskriðu Þrír létu lífið er aurskriða gróf þorp í suðurhluta Kína á miðvikudaginn. 16 er saknað eftir náttúruhamfarimar. Saumþræðir gleymdust Vaclav Havel Tékklandsforseti gekkst undir skurðaðgerð á hálsi á miðvikudaginn vegna sýkinga í önd- unarfærum. Tékk- nesk blöð greindu frá því í gær að sýk- ingamar hefðu staf- að af því að saum- þræðir hefðu gleymst í líkama forsetans er hann var skorinn vegna lungnakrabba- meins 1996. Samkvæmt áætlun á for- setinn að útskrifast af sjúkrahúsinu nú um helgina. Alnæmi í A-Evrópu Alnæmissmituðum fjölgaði gífur- lega í A-Evrópu í fyrra. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna smituð- ust 100 þúsund manns. Hefur ijöldi til- fefla í A-Evrópu þrefaldast á skömm- um tíma. Rubenverk fundið Listaverkasali í Amsterdam kveðst hafa keypt skissu eftir Ruben á upp- boði í París í desember síðastliðnum. Seljendur voru ættingjar listmálarans. Verkið verður til sölu á listamessu í Maastricht í mars. Fíkniefnakóngur gripinn Lögreglan í Kólumbiu handtók í gær meintan nýjan foringja kókain- hringsins i Cali. Fíkniefhakóngurinn, Jose Nelson Urrego, var gripinn við heimUi sitt fyrir utan MedeUin. Úrskurði frestað DómstóUinn í Dublin, sem fjaUar um hvort Sinn Fein, stjórnmálavæng- ur írska lýðveldishersins, hafi rétt tU áframhaldandi þátttöku f viðræðum um frið á N-írlandi, frestaði í gær úr- skurði sínum. Bandaríska utanrikis- ráðuneytið íhugar nú hvernig afgreiða eigi beiðni leiðtoga Sinn Feins, Gerry Adams, um vegabréfsáritun tU Banda- ríkjanna vegna heimsóknar þangað. Hungursneyð Sameinuðu þjóðimar hafa varað við að hundruð þúsunda Súdana geti orðið hungurmorða eða látið lifið vegna stríðsátaka og sjúkdóma á þessu ári fái þeir ekki aðstoð. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.