Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Sviðsljós Viltu flytja - eitthvað Michael hugsar til bágstaddra Ameríski popparinn Michael Jackson má ekkert aumt sjá. Sérstaklega þegar börn eru ann- ars vegar. Og er það lofsvert. Nú hefur hann ákveðið að halda heljarmikla tónleika í Suður- Kóreu til styrktar vannærðum börnum í Norður-Kóreu. Að sögn fjölmiðla í Suður-Kóreu er rætt um að tónleikamir verði haldnir í október í haust. Fleiri frægir munu væntanlega syngja líka, Pavarotti og Whitney Hou- ston, til dæmis. Lengi er loft í Zeppelin Breska poppsveitin Led Zepp- elin, sem kom á Listahátíð í Reykjavík fyrir um 30 árum, er ekki dauð úr öllum æðum enn. Tveir forsprakkar sveitarinnar, gítarleikarinn Jimmy Page og söngvarinn Robert Plant, komu til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, í vikunni til að spila fyrstu nýju plötuna sina í tuttugu ár. Tveir ungir músikantar eru gamling- unum til halds og trausts. Hvenær skiptir þú um síur síðast ? FRAM abvrað KLOPP Vegmúla 4,108 R.vík. Sími 553 0440 www.frameurope.nl DV Leikarahjónin úr Hollywood eiga núna átta heimili: Tom og Nicole kaupa þakíbúð í Lundúnum Leikarahjónin hugljúfu, þau Tom Cruise og Nicole Kidman, eru svo hrifm af Lundúnum að þau eru búin að kaupa glæsilega þakíbúð í einhverju fallegasta húsinu í ná- grenni borgarinnar, 19. aldar glæsi- byggingunni Stanmore Hall. Þau borguðu ekki nema tæp 900 þúsund pund fyrir, eða um eitt hundrað milljónir íslenskra króna. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og marmaraklædd baðherbergi, arinn og eikarinnréttingar í eldhúsi. Alit hið smekklegasta. Ekki nóg með það, heldur festu þau hjónin kaup á stórglæsilegu húsi í Richmond Park í fyrra fyrir eina milljón pimda. Tom og Nicole eiga því hvorki meira né minna en átta heimili. Sjálfsagt ekki vanþörf á fyrir fólk sem ferðast jafn mikiö og þau og leggur jafn mikið upp úr fjölskyldu- Tom Cruise og Nicole Kidman, huggulegustu hjónin í Hollywood, kunna svo vel aö meta höfuöborg Bretaveldis að þau eiga nú tvö heimili þar. Geri aðr- ir betur sem ekki eru breskir. lífinu og þau gera. Hin heimili þeirra hjóna eru í New York, á Flór'da, i Kalifomíu, Sydney í Ástr- aliu og Monte Carlo, auk þess sem þau eiga búgarð í Kóloradó. Einhvem veginn verður maður svo að komast milli allra heimil- anna. Það veit Tom mætavel og því hefur hann fest kaup á þotu fyrir rúmar 200 milljónir króna til að geta skroppið þangað sem hann langar þegar honum hentar. „Tom og Nicole eiga hús úti um allan heim en þeim fmnst þetta ai- veg æðislegt," segir vinur þeirra og er þar að vísa í nýjustu viðbót- ina. Þau Tom og Nicole hafa haft góð- an tíma til að kynnast Lundúnum og nágrenni. Þau vom í nærri heilt ár við kvikmyndatökur með þeim fræga Stanley Kubrick og gerðu ekkert annað á meðan. Franska kvikmyndaleikkonan Catherine Deneuve geislaði af fegurð þegar hún ræddi við fréttamenn sem fylgjast með kvikmyndahátíðinni í Berlín sem stendur yfir þessa dagana. Deneuve fær sérstakan gullbjörn fyrir ævistarf sitt. Hún er vel að honum komin, hefur enda unnið með öllum helstu leikstjórum álfunnar undanfarna nokkra áratugi. Sfmamynd Reuter Catherine Deneuve heiðruð á kvikmyndahátíðinni í Berlín | Franska kvikmyndaleikkonan Catherine Deneuve er engri lík. Öliu heldur kemst engin kona, að minnsta kosti fáar, með tæmar þar sem hún hefur hælana þegar fegurð og yndisþokki em annars vegar. Auk þess sem hún kann að leika. Forráðamenn kvikmyndahátíðar- innar í Berlín hafa áttaö sig á þess- um mikilvægu staðreyndum lífsins og heiðrað leikkonuna fyrir ára- tugalangt framlag hennar til kvik- myndalistarinnar. Catherine, sem er ekki nema 54 ára, sagði við það tækifæri að það væri kannski held- ur snemmt að heiöra hana fyrir ævistarfiö akkúrat nú. „Ég vinn enn mjög mikið,“ sagði leikkonan fallega áður en hún tók við sérstökum gullbimi í viður- kenningarskyni. „Ég er ekki hrædd við tímann. Ég er miklu hræddari við tímaskort." Á kvikmyndahátíðinni var efnt til sérstakrar sýningar á mynd Romans Polanskis, Repuision, sem nýlega var sýnd í íslenska sjónvarp- inu og þar sem Deneuve leikur aðal- hlutverkið. Fyrir þá mynd fékk Pol- anski silfurbjöminn árið 1965. Sjálf segist Catherine Deneuve vera of upptekin tii að horfa aftur á gömlu myndimar sínar. Um þessar mundir er hún til dæmis að vinna að kvikmynd með syni enn eins ris- ans í franskri kvikmyndagerð, sjálfs Gérards Depardieus. Guillaume heitir stráksinn sá. Catherine segist ekki hafa snúið baki við Hollywood. „Síðan ég lék í Indókína hefúr mér ekki boðist neitt spennandi. Ég vil miklu frekar vinna við frumleg- ar myndir í Evrópu," segir Catherine Deneuve. Hún hefur líka hvatt evrópska kvikmyndagerðarmenn að vera ekk- ert að apa eftir starfsbræðrum sín- á um í Hollywood. Þeim væri miklu nær að gera myndir sem endur- spegluöu fjölbreytta þjóðmenningu ( Evrópulanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.