Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 13 Fréttir Jónas Freydal Thorsteinsson, at- hafnamaður í Kaupmannahöfn, kveðst munu draga fölsunarkæru sína á hendur Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars Guðnasonar, til baka, sýni það sig að aldrei hafi farið fram rannsókn á tússmynd eftir Svavar sem seld var á sýn- ingu í galleríi í Árósum í Dan- mörku. Mótíf tússmyndarinnar er nauts- haus og var þessi tiltekna túss- mynd meðal verka eftir Svavar sem listaverkasafnari í Danmörku keypti nýlega af galleríi Leifs Jen- sens í Valby í Kaupmannahöfn. Grunur hefur verið uppi um að myndin kunni að vera fölsun. Tússmyndin var meðal mynda sem Ásta Eiríksdóttir lánaði Galleri Profi- len í Árósum á sýn- ingu af verkum Svavars sumarið 1994. Sýningin var sölusýning og að Ásta Eiríks. henni lokinni voru dóttir. Ástu sendar þær myndir sem ekki seldust og gert upp við hana fyrir seldar. Meöal mynda sem gert var upp fyrir var umrædd tússmynd. Á reikningi frá galleríinu sem dag- settur er 30. ágúst 1994 stendur að myndin hafi verið seld á 5.500 dkr. í umboðssölu til viðskiptavinar gallerísins án virðisaúkaskatts. Ekki virðist hún hafa verið af- hent nýja eigandanum þá því á reikninginn hefur verið handskrif- að að hann sé greiddur með tékka 13. mars 1995. Það var Jónas Freydal sem Framboðsmál Eskfirðinga í gerjjun Málverkafölsunarmálið: Óvissa um kærumál DV Eskifirði: Alþýðuflokksfélögin á Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað hafa ver- ið sameinuð og þreifmgar eru meðal félagshyggjufólks í þessum þremur sameinuðu sveitarfélögum um sam- eiginlegt framboð. Greinilegt er að nokkrir sem nú sitja í sveitarstjórn Eskifiarðar verða ekki í framboði i sveitarstjórnarkosn- ingumun í vor. Emil Thorarensen, sem bauð sig fram sem óháður síðast, segir að ekki séu miklar líkur á hann verði í framboði. Ætlar þó að halda fund með stuðningsmönnum sínum áður en hann tekur ákvörðun. í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk- inn nú eru Andrés Elíasson og Friðrik Þorvaldsson, sem ekki ætlar í fram- boð, en Andrés er að kanna stöðuna. Guðrún Óladóttir, Alþýðubandalagi, hefur ekki tekið ákvörðun en sagði umræður í gangi. Keflavík: Fíkniefni fundust við húsleit Lögreglan í Keflavík fann fikni- efni og tæki og tól til fikniefna- neyslu við húsleit í bænum í fyrra- kvöld. 1 húsinu fundust kannabisefiii, tæki og tól til neyslu. Einn maður var hantekinn en honum sleppt eft- ir yfirheyrslur. Fleiri hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og málið tekst upplýst. -RR Hér má sjá umdeilda tússmynd sem Jónas Freydal hefur kært sem fölsun þó hann teljl hana vera ekta. keypti myndina af galleríinu en hann seldi síðan Gallerí Borg hana sem aftur seldi galleríi Leifs Jen- sens myndina. Þar keypti íslensk- ur listaverkasafnari, búsettur í Kaupmannahöfn, myndina ásamt öðrum umdeildum myndum á síð- asta ári. Ekki þykir jafn víst að þær séu allar eftir Svavar Guðna- son. Verð tússmyndarinnar umtöl- uðu virðist hafa lækkað verulega meðan á þessu ferðalagi hennar stóð því aö í myndapakkanum sem safnarinn keypti er hún metin á rúmlega 1.500 krónur danskar. Lögmaður Ástu, Ingi R. Helga- son, sagði í samtali við DV að hann myndi á næstu dögum nálgast myndina til að fá hana rannsakaða og úr því skorið hvort um sömu mynd sé að ræða og þá sem Ásta lét af hendi á sínum tíma á sýning- una í Galleri Profilen. Þegar niður- staða er fengin muni hann og skjól- stæðingur hans ákveða með fram- hald málsins og viðbrögð við kæru Jónasar Freydals Thorsteinssonar. -SÁ Bjarmi við bryggju á Tálknafirði. DV-mynd Kristjana Tálknaflöröur: Nýr dragnótabátur DV, Tálknafirði: Bjarmi BA-326, sem er 222 brúttó- tonna stálskip, kom í heimahöfn hér á Tálknafirði í bliðskaparveðri 15. febrúar. Bjarmi er nýuppgerður og tóku breytingarnar hátt í 10 mánuði. Skipið er nú hið glæsilegasta í alla staði. Það var smíðað í Noregi 1969 og hét fyrir breytingarnar Jóhannes ívar og var gert út á Flateyri. Það er Útgerðarfélagið Tálkni hf. sem á skipið. Félagið er í eigu Bása- fells að hálfu og Sigurlaugar Guð- mundsdóttur og fiölskyldu á Tálkna- firði aö hálfu. Bjarmi er eingöngu gerður út á dragnót og verður öllum þorski landað á Flateyri. Annar afli fer á markað. Þetta nýja skip kemur í stað eldri Bjarma sem er 50 tonna bátur og verður hann seldur. Átta manna áhöfn verður um borð og eru flestir þeirra frá Tálknafirði. Skip- stjóri er Níels A. Ársælsson. Fulltrúar Framsóknarflokksins á Eskifirði, Sigurður Freysson og Unn- ar Björgúlfsson, hafa ekki ákveðið hvað þeir gera. Ef af framboði verður hjá Sigurði stefnir hann ekki á öruggt sæti. -ÞH BomuUar- skyrtur Gallabuxur 1.290,- Skeifunm 13 Norourtanga3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagöröum • 108Reykjavík 600Akureyri 220 Hafnarfjöröur v/Holtaveg a 568 7499 462 6662 565 5560 104Reykjavík ■ 588 7499 W Samningaþóf sérfræöinga og Tryggingastofnunar: Kröfurnar í 350 - 400 milljónum - samninganefnd TR þreytt á seinaganginum Hægt hefur þokað í samningavið- ræðum sérfræðinga og Trygginga- stofhunar ríkisins að undcuifömu. Ýtrustu kröfur sem sérfræðingar hafa lagt fram nema um 500 milljón- um króna í kostnaðarauka, sam- kvæmt heimildum DV, en í yfir- standandi samningaviðræðum hef- ur upphæðin lækkað niður í 350-400 milljónir króna. Vinnufundir samn- ingsaðila hafa verið haldnir nær daglega frá áramótmn. Samkvæmt heimildum blaðsins er samninga- nefnd Tryggingastofnunar nú orðin þreytt á þófinu og hyggst ekki sitja mikið lengur yfir því en fram á næstu helgi. Færist ekki meiri kraftur í samningana fram að þeim tíma hyggst hún taka sér hlé. „Það er langt frá þvi að samning- ar séu í höfn,“ sagði Kristján Guð- jónsson, deildarstjóri hjá Trygginga- stofnun, við DV. „Það er ekki búið að leiða mál eins einasta hóps til lykta. Það eru alls staðar eftir ein- hver ágreiningsatriði en þau eru mismunandi mörg eftir hópum. Skurðlæknar eru komnir lengst af þeim hópum sem gengið hafa út en svo eru aðrir hópar, sem ekki hafa gengið út, komnir enn lengra.“ Kristján kvaðst ekki vilja tjá sig um stöðu viðræðnanna né þær upp- hæðir sem væru uppi á borðinu nú en sagði ljóst að þær fælu í sér mik- inn kostnaðarauka. Alls hafa nú um 113 sérfræðingar sagt upp samningi við Trygginga- stofnun. Þar af hafa 73 uppsagnir komið til framkvæmda. Á síðasta ári voru mn 385 sérfræðingar á samningi við stofnunina. -JSS -KA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.