Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 \ 33 Iþróttir Bland í poka John Garner, landsliðsþjálfari í golfi, verður með fróðlega golfsýn- ingu á léttum nótum í Golfheimi, Vatnagörðum 14 í Reykjavík, á sunnudaginn. Sýningin hefst kl. 16 og stendur í tvo tíma. Aögangur er ókeypis og allir velkomnir. Golfþingiö 1998 er haldið um helg- ina. Það hefst kl. 17 I dag f Garða- skóla í Garðabæ og þingslit eru áætl- uð um kl. 19 annað kvöld. ÍH sigraöi Ármann, 35-27, í 2. deild karla í handknattleik i fyrrakvöld. Larvik, lið Kristjáns Halldórssonar, tapaði óvænt fyrir Lunner, 28-24, í úrvalsdeild kvenna f norska hand- boltanum i fyrrakvöld. Larvik missti þar með efsta sætiö i hendur Byásen. Duisburg er komiö I úrslit þýsku bikarkeppninnar i knattspymu eftir sigur á 2. deildar liði Trier í fram- lengdri vítaspymukeppni. Duisburg mætir Bayem Múnchen í úrslita- leiknum í Berlín 16. maí. -VS Körfuboltalandsliöið til Bosníu og Litháen: Baldur bætist við - tveir mjög erfiðir útileikir íslenska liðsins Baldur Ólafsson, miðherjinn ungi úr KR, er kominn inn í landsliðs- hópinn í körfulmattleik fyrir tvo erfiða útileiki íslands í Evrópu- keppninni. íslenska liðið mætir Bosníu í Sarajevo á miövikudag og Litháen í Vilnius annan laugardag. Baldur, sem er 19 ára, á þrjá landsleiki að baki en er sá eini í 12 manna hópnum sem Jón Kr. Gísla- son landsliðsþjálfari tilkynnti í gær sem ekki hefur spilað í þessari Evr- ópukeppni. Baldur er jafnframt stærstur í hópnum, 2,06 m á hæð. „Ég fer reyndar með tíu menn út en varð að velja tólf til að byrja með. Það er ekki öruggt með alla leikmennina og tvísýnast með Fal Harðarson sem er veikur," sagði Jón Kr. Gíslason i gær. Hópurinn er þannig skipaður: Baldur Ólafsson, KR .................3 Falur Harðarson, Keflavík...........74 Friðrik Stefánsson, KFÍ..............6 Guöjón Skúlason, Keflavík..........112 Guömundur Bragason, BCJ Hamb. 136 Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindav. 26 Herbert Amarson, Antwerpen .... 62 Hermann Hauksson, St. Niklaas ... 49 Jón Amar Ingvarsson, Braine .... 87 Nökkvi Már Jónsson, KR..............44 Sigfús Gizurarson, Haukum.........40 Teitur örlygsson, Njarðvík ........107 íslenska liðið fer til Kaupmanna- hafnar á sunnudag og mætir Dön- um í landsleik þá um kvöldið. Þeir eru líka að búa sig undir Evrópu- leiki á næstu dögum og gripu því fegins hendi að spila, jafnvel þótt heil umferö væri í dönsku úrvals- deildinni fyrr um daginn. Lið Bosníu er efst í riðlinum, hef- ur sigraö Litháen og Holland á úti- völlum og Króatíu á heimavelli. Leikurinn í Sarajevo verður greini- lega mjög erfiður en Jón Kr. sagði í gær að hann hefði mjög litlar upp- lýsingar fengið um lið Bosníu- manna. Litháar eru þekktari stærð en þeir eru í öðru sæti riöilsins eftir útisigur á Hollandi og heimasigur gegn Eistlandi. ísland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum, gegn Hollandi og Króatíu heima og Eistlandi úti. -VS Bland s poka Skövde, sem mætir Aftureldingu á sunnudag, hitaði vel upp 1 fyrrakvöld með því að sigra Ystad, 32-22, í úr- ^ slitakeppninni um sænska meistara- titilinn í handbolta. Staðan var 21-11 i hálfleik. Andreas Agerborn skoraði 7 mörk fyrir Skövde og þeir Marcus Wailgren og Jonny Hiltunen gerðu 5 hvor. Skövde er í fjórða sæti en hefur leik- ið einum til tveimur leikjum fleira en liðin sem eru á undan og eftir. Red- bergslid er með 54 stig, Lugi 34, GUIF 32, Skövde 32, Drott 31, Warta 24, Sávehof 23 og Ystad rekur lestina með 19 stig. Dómarar frá Lúxemborg dæma fyrri leikinn í Mosfellsbæ en síðari leikinn i Svíþjóð dæma dómarar frá Litháen. SC" Forsala á leikinn að Varmá er frá kl. 13 til 15 á laugardag og sunnudag. Miöaverö er 1.000 krónur fyrir fuil- orðna og 300 krónur fyrir böm. -VS/JKS Afturelding mætir Skövde á sunnudaginn: Kjúklingarnir í undanúrslit? - stuðningur áhorfenda skiptir öllu máli Afturelding, sem er í efsta sæt- inu í 1. deild karla um þessar mundir, mætir sænska liðinu Skövde í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum borgarkeppni Evrópu í Mosfellsbæ á sunnudagskvöldið. Afturelding hefur einu sinni áöur náð svona lagt í Evrópukeppni en í það skiptið, árið 1996, sló norska liðið Drammen Mosfellinga út úr keppninni. Ákveðnir í að selja sig dýrt Leikmenn Aft- ureldingar eru ákveðnir í að selja sig dýrt í komandi leikjum og í þeirra huga kemur ekkert annað en sigur til greina og sæti í undanúrslitum keppninnar. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, sagði að hann hefði farið hefbundnar leiðir í því að fá upplýsingar um sænska liðið. Hann hefði í því sambandi leitað á náðir íslendinga á svæðinu ytra og hann hefði undir höndum mynd- bandsupptökur úr tveimur leikjum með Skövde í vetur. „Það má alveg ljóst vera að Skövde-liðið er öflugt enda talar frammistaða liðsins í Evrópu- keppninni sinu niáli í þeim efhum. Sænska liðið var í svolitlum öldu- dal eftir áramótin en vaknaði síðan til lífsins og hefur unnið fjóra leiki í röð í deildinni," sagði Skúli Gunnsteinsson á blaðamannafúndi sem efnt var til í tilefni leiksins á sunnudagskvöldið kemur. - Hverjar telur þú líkumar gegn sænska liðinu? Ég met líkurnar þannig að við verðum að eiga toppleik gegn Skövde í fyrri leiknum á heima- velli. Eftir að hafa skoðað mynd- band með liðinu tel ég okkur eiga möguleika en samhliða því verða allir hlutir að ganga upp. Við erum klárir í slaginn Styrkur sænska liðsins liggur í sterkum væng vinstra megin í sókninni og eins hefur liðið á að skipa sterkum hornamanni sem hefur skorað ein 120 mörk fyrir liö sitt í vetur. Skövde leikur 6-0 vöm sem sænskur handbolti er frægur fyrir. Við eram búnir að æfa vel fyrir þessa viðureign og klárir í slaginn. Þetta er skemmtilegt við- fangsefhi og allir eru staðráðnir í að gera sitt besta og leggja Svíana að velli,“ sagði Skúli Gimnsteins- son. Skövde er eina liðiö sem tekist hefúr að vinna Redbergslid í vetur en það lið trónir í langefsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Skövde er hins vegar í fjórða sæt- hjá ítalska liðinu Brixen. Eins og fram hefur komið hafa leikmenn Aftureldingar alfariö sjálfir séð um flármögnun varö- andi Evrópukeppnina. Það kom fram í máli þeirra á fundinum að það dæmi stæði á sléttu eftir útileikina tvo sem fram hefðu farið til þessa og þeir væru bjartsýnir á að svo yrði áfram eins og staöan væri í dag. Fjármögnun leikmanna hefur þjappað þeim saman Leikmennirnir voru sammála um að þessar kringumstæður hefðu þjappað mönnum saman og þeir væri tilbúnir að leggja sömu vinnu á sig aftur ef liðinu tækist að ávinna sér þátttöku í Evrópu- keppninni eftir þetta tímabil. í fiármögnunardæminu hafa leikmenn gefið út leikskrá eft- ir gott gengi áð und- anfórnu. \; Skövde leikur mun betur á heima- velli en hefur þótt brothætt í leikjum sín- um á úti- völlum í Evrópu- keppninni í j, gegnum tíðina. Það _ er því mik- ið í mun fyrir Aftur- eldingu að vinna leik- inn hér heima með ekki færri en fimm mörkum. Sá munur yrði liö- inu gott veganesti fyrir leikinn í Skövde sem verður háður annan laugardag. Síðari leikurinn í Skövde verður ekki leikinn í þeirri höll sem sænska liðið er vant að leika í. Ákvörðun hefur verið tekin um að flyta leikinn í íshokkíhöll sem tekur mun fleiri áhorfendur eða alls þrjú þúsund manns i sæti. Jason Ólafsson, einn liðsmanna Aftureldingar, hefur reynslu að leika þar þegar hann var á mála Einar Gunnar Sigurðsson þarf að láta að sér kveða þegar Afturelding tekur á móti Skövde á sunnudaginn. og fyrir leikinn á sunnu- dags- kvöldið væri ákveðið að gefa út árit- unarbók sem yrði sérstaklega ætluð yngri kynslóðinni. Fyrirtæki í Mos- fellsbænum væru enn fremur búin að styðja vel við bakið á liðinu. íþróttahúsið í Mosfellsbænum tekur með góðu móti um 800 áhorf- endur en í úrslitakeppninni í fyrra gegn KA komu 1100 manns sér fyr- ir í húsinu. Leiktíminn á sunnu- dagskvöldið er nokkuð óvenjuleg- ur. Leikurinn hefst klukkan 21.15 en með þeim hætti gefst fiölskyldu- fólki betra færi á að fara saman á leikinn, eins Aftureldingarmenn komust aö orði í gær. -JKS Y4A/BÉ' I vmninga eru ..FLUBBER" töskur. troðfullar af ..FLUBBER" dóti. tölvuleikjum. bíómiðum. húfum. ..FLUBBER" slími o.tl. FLUBBER Vinningshaían í litasamkeppni Krakkaktúbbs DV og Kjöríss 1-3 aðalvinningar: Nlntendo - game-boy - vasa leíkjatölva frá H||ómco 1) SiggaDynja nr. 5379 2) Smári Karvel nr. 9325 3) Berglind Rut Þorsteinsdóttir nr. 12302 4.-39. s»U. Þessir fá sent gjafabréf á ísvelslu fyrir flmm. Móeiður Sif Skúladóttir Helga Sæmundsdóttir Dagmar Hrund Hulda Maria Frostadóttir Erta Salome Olafsdóttir Grétar Stefánsson Rikka E. Böðvarsdóttir Kolbrún Eva Birgitta Sigursteinsdóttir Kristín Eva Lóa Fatonmata Touray Elísa G.EIÍsdóttir Hrannar Eysteinsson Daniel Kari púnar Ingi Guðjónsson Iris & Axel Sigurðarböm Haraldur L Haraldsson Eva. Gummi & Allan Jóhann Þ. Bergþórsson Birgir Þór Þorbjömsson Bjöm Ingi Bjðmsson RagnarT. Bjamason Ama Björg Anton Ingi Rúnarsson Friðrik & Karólina Eygkj Bima Steiánsdóttir Stefán Oli Jónsson Sigurrós Harpa Sigurðardóttir Sitvia Lind Ingóttsdóttir Lilja Eriendsdóttir Þorvaldur Halldórsson Friðjón Pálsson Egilí Stefán Jóhannsson nr. 10884 nr. 02424 nr.6327 nr. 03773 nr. 12514 nr. 12514 nr. 7139 nr. 5179 nr. 7407 nr. 11596 nr. 7133 nr.7953 nr.6278 nr. 03341 nr. 11969 nr. 8039,06409 nr. 05498 nr. 11313.11314,11315 nr. 05640 nr. 8940 nr.9299 nr. 12601 nr. 12451 nr. 12482 nr. 2859,12170 nr. 7504 nr. 7504 nr. 1913 nr. 10659 nr. 05839 nr.12166 nr. 85112 nr.8659

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.