Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR íþróttir fÚrvalsdeildin í körfuknattleik: Grindvíkingar deildarmeistarar „Ég fann mig vel og þetta var góö- ur sigur hjá okkur. Keflvíkingamir söknuöu greinilega Fals því það vantaði stjómanda í liðið,“ sagði Helgi Jónas Guðflnnsson, Grindvík- ingur, eftir sigur á Keflvíkingum í gær. Með sigrinum tryggðu nýbak- aðir bikarmeistarar sér deildar- meistaratitilinn. Grindvíkingar fóm á kostum í síðari hálfleik og Keflvíkingar réðu ekkert við stórskyttur þeirra. Helgi Jónas var þar fremstur í flokki og skoraöi fimm þriggja stiga körfur í síðari hálfleik og var bestur sinna manna. Konstandin, Pétur og Unn- dór áttu einnig góða spretti. „Þetta var ömurlega slakt hjá okkur. Það vantaði alla hugsun og og við þurfum svo sannarlega að taka okkur saman i andlitinu og at- huga okkar gang,“ sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga. Bandaríkjamaðurinn Spillers lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík og átti þokkalega kafla en annars var liðið langt frá sínu besta. Friörik bjargaði Njarðvík Friðrik Ragnarsson tryggði Njarðvíkingum sigur á Skallagrími þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins á lokasekúndunni. Leikur- inn var kaflaskiptur. Borgnesingum gekk afleitlega í fyrri hálfleik gegn sterkri pressuvörn Njarðvikinga en í þeim siðari snerist dæmið við. Heimamenn söxuðu jafnt og þétt á forskotið, mest fyrir stórleik Páls Axels Vilbergssonar sem var besti maður Skallagríms en hjá Njarðvík voru Teitur og Friðrik bestir. Valur (43) 99 KR (44) 103 0-2, 12-10, 18-18, 26-22, 31-33, (43-44), 53-54, 59-61, 72-79, 81-83, 86-89, 91-98, 99-103. Stig Vals: Warren Peebles 58, Guðmundur Bjömsson 16, Bergur Emilsson 12, Ólafur Jóhannesson 6, Hjörtur Þór Hjartarson 5, Sigurbjöm Bjömsson 2. Stig KR: Keith WasseU 30, Nökkvi Már Jónsson 18, Ingvar Ormarsson 15, Marel Guðlaugsson 12, Sigurður Jónsson 11, Baldur Ólafsson 8, Ósvaldur Knudsen 7, Atli Einarsson 2. Fráköst: Valur 23, KR 35. 3ja stiga körfur: Valur 8, KR 12. Dómarar: Kristinn Albertsson og Erling S. Erlingsson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Warren Pee- bles, Val. Var allt í öllu í Uði Vals. Stórleikur Peebles dugði ekki KR-ingar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum gegn Val að Hlíðarenda í gærkvöldi. Það var á lokasprettinum sem KR-ingar hristu Valsmenn af sér og unnu sig- ur, 99-103. Warren Peebles hjá Val á sér fáa líka en hann raðaði körfum niður í leiknum og átti ijölmargar stoðsendingar. i fyrri hálfleik skor- aði hann 29 stig og átti sjö stoðsend- ingar sem gáfu allar körfu. Hann átti því þátt í öllum körfunum sem Valsmenn skoruðu i hálfleiknum. Það var öðru fremur lítil breidd sem varð Valsmönnum að falli í leiknum eins og öllum öðrum í deildinni. Peebles er kóngur í ríki sínu. Vert er að geta frammistöðu Guðmundar Bjömssonar sem lék ágætlega í vöm og sókn. Keith Wassel var bestur hjá KR. Nökkvi Már var drjúgur sem og Marel Guðlaugsson sem skoraði ein- ungis þriggja stiga körfur í leikn- um, tvær þeirra undir lokin. Góð byrjun Skagamanna Góður byrjunarkafli Skagamanna setti ísfirðinga út af laginu í gærkvöldi, Skagamenn náðu mest 20 stiga mun í fyrri háfleik og höfðu átta stiga forskot í hálfleik og höfðu sett 10 þriggja stiga körfur. ísfirðingum tókst í seinni háfleik aðeins að krækja í muninn í frekar bragðdaufum seinni háfleik, þótt þeir kæmust aldrei yflr og þegar um tvær mínútur vora eftir var aðeins tveggja stiga munur en góður lokakafli Skagamanna færði þeim sigurinn. Bestir í liði heimamanna voru þeir Damon Johnson, Bjarni og Alex en hjá ísfirðingum vora þeir David Bevis og Ólafur Ormsson bestir. Bevis er sennilega besti er- lendi leikmaðurinn sem leikur hér á landi og Damon Johnson næst- bestur. Friðrik Stefánsson, lands- liðsmaður ísfirðinga, var í strangri gæslu hjá Skagamönnum en var drjúgur. Spenna í Firöinum Tindastóll vann góðan sigur á Haukum á heimavelli þeirra í Strandgötunni. Stólarnir tryggðu sér sigurinn í lokin eftir að Haukar höfðu náð góðu forskoti um miðjan seinni hálfleikinn. Leikurinn var jafn lengst af. Haukarnir léku grimma vörn og náöu oft að stela boltanum af Tinda- stólunum. Þeir voru hins vegar full bráðir í sókninni og þaö má segja að slakur sóknarleikur hafi orðið lið- inu að falli. Haukar höfðu tíu stiga forskot þegar um fimm mínútur vora eftir en Stólarnir náðu að vinna það upp og Naranjo tryggði síðan sigurinn með tveimur víta- skotum þegar tólf sekúndur voru eftir. Simpson átti hins vegar góðcm leik í vöminni hjá Haukum og Pét- ur og Daníel áttu ágætan dag. Hauk- arnir þurfa hins vegar að bæta sóknarleikinn hjá sér. Leikmenn Tindastóls gerðu það sem þeir þurftu til að sigra. Mið- herjinn Naranjo átti mjög góðan leik og Haukavörnin lenti oft í vandræðum með hann. Torrey John og Sverrir voru einnig góðir. -JKS/ÆMK/ /HI/EP/D V Ó/GH ÍR-ingar á barmi hengiflugs - eftir ósigur gegn Þór á Akureyri „Við lögðum allt undir og þetta gekk upp. Það var mikil pressa á okk- ur en áhorfendur voru frábærir og hjálpuðu okkur mikið,“ sagði Haf- steinn Lúðvíksson, besti maður Þórs sem sigraði ÍR, 81-78, í úrvalsdeild- inni í gærkvöldi. Úrslitin þýða að ÍR verður að vinna tvo af þremur síð- ustu leikjum sínum til aö halda sætinu í deildinni ef Þór tapar öllum þremur leikjum sínum, þannig að staða ÍR-inga er erfið. „Við geram það sem þarf til aö halda sæti okkar. í þessum leik vora Þórsarar betri aöilinn, þeir börðust betur og áttu sigurinn skilið," sagði Karl Jónsson, þjálfari ÍR-inga. Þórsarar byrjuðu með miklum látum í sókninni og skoraðu strax 8-0. Eftir það dofnaði heldur betur yfir sóknarleik þeirra og má reyndar segja að leikurinn hafi allt til loka boriö merki mikilvægis hans. Liðin gerðu aragrúa sóknarmistaka og leikmenn voru „á tauginni". ÍR-ingar komust yfir í upphafi síðari hálfleiks en leikurinn var síðan alveg í jámum, ÍR- ingar í miklum villuvandræðum þegar leið á hálfleikinn, og Hafsteinn, besti maður Þórs, lék með 4 villur á bakinu. Það var þó öðrum fremur hann sem sá um aö innbyrða sigurinn, en auk hans átti Böðvar Krist- jánsson ágætis leik. Hjá ÍR-ingum bára þeir af Kevin Grandberg og Ei- ríkur Önundarson en Eiríkur braut illa af sér af ásetningi í stööunni 69-64 og það breytti miklu um úrslitin því Þór fékk 4 stiga sókn í kjölfar- ið. Mikið fagnað af fjölmörgum áhorfendum sem nutu liðsinnis „trommu- sveitar handboltaliðs KA“ og munaöi um það. -gk 9k rj Staðan fHt m Grindavík 19 17 2 1752-1548 34 Haukar 19 13 6 1577-1375 26 Njarövík 19 11 8 1691-1568 22 Keflavík 19 11 8 1707-1630 22 KFÍ 19 11 8 1643-1553 22 KR 19 11 8 1547-1553 22 íllr ú V- Tindastóll 19 11 8 1481-1433 22 ÍA 19 10 9 1476-1482 20 Skallagrímur 19 7 12 1540-1654 14 mjt * Valur 19 5 14 1554-1677 10 fjf^ æ' Þór A. 19 4 15 1498-1757 8 'í' :- . j■■ % zÆÍÍíSí ■ ' '■ ' /- ■ ÍR 19 3 16 1476-1712 6 Ósvaldur Knudsen sækir hér aö Valsvörninni og skorar eitt af stigum sínum í leiknum aö Hlíðarenda í gærkvöldi. DV-mynd Hilmar Þór Wilson rekinn? Samkvæmt öraggum heimildum DV verður Bandaríkjamaðurinn Darryl Wilson að öllum líkindum látinn fara frá bikarmeisturam Grind- víkinga í körfuknattleik vegna síendurtekinna agabrota. Hann lék ekki með Grindavík í gær en eftir bikarúrslitaleikinn komst upp að hann hefði neytt áfengis tveimur dögum fyrir leikinn. Heimildir blaðsins herma að meirihluti leikmanna vilji losna við Wil- son og Benedikt Guðmundsson þjálfari sömuleiðis. Stjórn körfuknatt- leiksdeildar Grindavikur ræddi málið á fundi í gærkvöldi og um helgina er reiknað með að Wilson verði sendur heim og nýr Bandaríkjamaður verði fenginn í hans stað. -ÆMK/GH Um helgina Borgakeppni Evrópu t handbolta: Afturelding-Skövde..............S. 21.15 1. deild karla: ÍBV-Sfjarnan....................F. 20.00 1. deild kvenna: Grótta/KR-Valur .'..............F. 20.00 Stjaman-Haukar..................L. 16.30 Fram-Vikingur...................L. 16.30 FH-ÍBV..........................L. 16.30 2. deild karla: Ármann-Þór A....................F. 20.00 Fylkir-Þór A....................L. 14.00 Grótta/KR-Selfoss...............L. 16.30 HM-ÍH ....................L. 18.00 1. deild kvenna í körfubolta: Keflavík-KR ..............L. 17.00 1. deild karla: Hamar-Stjarnan ...........F. 20.00 Höttur-Selfoss..................L. 14.00 Þór Þ.-Breiöablik ........L. 16.00 ÍA (52) 96 KFÍ (44) 79 10-3, 23-9, 35-17, 43-23, (52^4) 54-50, 66-58, 74-65, 77-75, 83-77, 86-79. Stig ÍA: Damon Johnson 28, Bjami Magnússon 19, Alexander Ermon- linski 18, Dagur Þórisson 8, Björgvin K. Gunnarsson 5, Trausti Jónsson 5, Pálmi Þórisson 3. Stig KFÍ: David Bevis 32, Ólafur Ormsson 16, Friðrik Stefánsson 12, Marcos Salas 11, Baldur Jónsson 4, Guðni Guðnason 4. Fráköst: ÍA 26, KFÍ 30. 3ja stiga körfur: ÍA 12, KFl 3. Vítanýting: ÍA 12/17, KFÍ 16/21. Dómarar: Leifur Garðarsson og Eggert Þór Aöalsteinsson. Leifur stendur aUtaf fyrir sinu. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Damon John- son, lA. Skallagr. (28)78 Njarövík (45)79 2-5, 5-17, 16-28, 22-35, (28-45), 39-50, 44-64, 59-68, 69-72, 72-75, 76-75, 78-79. Stig Skallagríms: Páll A. Vil- bergsson 31, Seamus Lonergan 22, Bragi Magnússon 9, Sigmar Egilsson 6, Finnur Jónsson 4, Tómas Holton 3, Ari Gunnarsson 3. Stig Njarðvíkur: Pete Sessoms 21, Teitur örlygsson 18, Friðrik Ragnars- son 14, Páll Kristinsson 14, Ragnar Ragnarsson 7, Guðjón Gylfason 5. Fráköst: Skallgrimur 42, Njarðvík 45. 3ja stiga körfur: Skallagrímur 7/32, Njarðvík 6/25. Vítanýting: Skallagrímur 15/21, Njarðvík 11/14. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðars- son og Bergur Steingrímsson, sæmi- legir. Áhorfendur: 250. Maöur leiksins: Páll A. Vil- bergsson, Skallagrími. Gríndavík (49) 95 Keflavík (43)73 0-4, 5-10, 12-14, 22-14, 22-21, 37-31, 46-39, (49-43), 63-48, 69-62, 77-62, 87-65, 93-69, 95-73. Stig Grindavíkur: Helgi J. Guö- finnsson 30, Konstadin Tzardtsaris 16, Pétur Guðmundsson 15, Unndór Sigurðsson 11, Helgi Bragason 10, Bergur Eðvarðsson 8, Guðlaugur Eyj- ólfsson 5. Stig Keflavíkur: Maurice Spillers 22, Kristján Guölaugsson 12, Gunnar Einarsson 12, Guðjón Skúlason 10, Fannar Ólafsson 10, Halldór Karlsson 5, Sæmundur Oddsson 2. Fráköst: Grindavík 37, Keflavík 33. 3ja stiga körfur: Grindavík 13/34, Keflavík 5/20. Vítanýting: Grindavík 11/15, Keflavík 14/23. Dómarar: Jón Bender og Björgvin Rúnarsson, þokkalegir. Áhorfendur: Um 500. Maður leiksins: Helgi J. Guð- finsson, Grindavik. ÞórA. (35) 81 ÍR (32) 78 8-0, 17-15, 17-12, 25-18, 27-24, (35-32), 37-41, 48-47, 50-50, 57-50, 69-58, 69-64, 72-64, 74-70, 79-72, 80-78, 81-78. Stig Þórs: Böðvar Kristjánsson 24, Jesse Ratliff 19, Hafsteinn Lúðvíks- son 17, Sigurður Sigurðsson 9, Davíð Hreiðarsson 5, Magnús Helgason 5. Stig ÍR: Kevin Grandberg 25, Ei- ríkur Önundarson 17, Máms Amars- son 16, Guðni Einarsson 10, Hjörleif- ur Sigurþórsson 6, Ásgeir Hlöðvers- son 4. 3ja stiga körfur: Þór 4, ÍR 7. Vítanýting: Þór 15/26, ÍR 13/19. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Sigmundur Herbertsson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 1000. Mesti fjöldi á körfuboltaleik á Akureyri um ára- bil. Maður leiksins: Hafsteinn Lúð- vfksson, Þór. 31 + FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Iþróttir Ólafur Steingrímsson, eftirlitsmaður á bikarúrslitaleiknum: kk hættur - ég fann hjá mér ákveðna sök í þessu máli, segir Ölafur Ólafur Steingrímsson, eftirlitsmað- ur HSl á bikarúrslitaleiknum fræga á milli Vals og Fram á dögunum, hefur ákveðið að láta af störfum sínum sem eftirlitsdómari. Ólafur skrifaði bréf til móta- og dómaranefndar HSÍ í vikunni þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur störfum. Viö ekki bjóöa handboltanum aö ég sé aö starfa í þessu „Ég tók þá ákvörðun skömmu eft- ir leikinn að ég ætlaði að hætta eft- irlitsstörfum hvernig svo sem dóm- urinn hefði farið. Ég fann hjá mér ákveðna sök í þessu. Mér var falið að sjá um umgjörð leiksins og það má kannski lýsa starfi eftirlitsmanns með einni setningu: við eigum að sjá um að það komi ekkert upp sem getur orðið til þess að leikurinn verði kærður. Ég klikkaði á því og þá vil ég ekki bjóða handboltanun- um upp á það að ég sé að starfa í þessu. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að mæta á völlinn. Ég hef enn gaman af handboltanum nema að hann fari að þróast út í einhver leið- indi eins og hefur gerst undanfama daga,“ sagði Ólafur í samtali við DV í gær. Ólafur hefur verið viðloðandi dómgæslu og eftirlitsstörf í mörg undanfarin ár. Hann hóf að dæma árið 1972 og eftir að hann lagði flaut- una á hilluna tók hann að sér eftir- litsstörf. Tók þetta mjög nærri mér „Ég tók þetta mjög nærri mér og er búinn að vera eyðilagður síðan leiknum lauk. Ég held að við þessir af gamla skólanum viljum leggja okkur fram um að gera þetta eins og vel og við getum. Við ólumst upp við það að fá ekki krónu greitt fyrir þetta en í dag þegar er veriö að borga okkur fyrir starfið finnst mér ábyrgðin enn þá meiri. Ég held að þetta atvik með bikarleikinn hljóti að koma mönnum til að setjast niður og búa til ramma til að vinna eftir. Það er ósanngjarnt að gera þá kröfu til eftirlitsmanna að þeir haldi utan um aila þætti eins og í þessum um- rædda leik með þann aðbúnað eins og var í þessum leik,“ sagði Ólafur. Vill erlenda dómara á leikinn Samkvæmt heimildum DV hefur þeirri hugmynd skotið upp að dómar- ar á bikarúrslitaleiknum númer tvö komi erlendis frá. DV innti Ólaf álits á þessari hugmynd. „Það kæmi mér ekki á óvart. Ekki verða Ólafur og Guðjón látnir dæma aftur, Stefán og Rögnvald geta ekki dæmt en eina hugsanlega parið hér heima sem gæti dæmt eru Skagamenn- irnir Sigurgeir og Gunnar. Yngri mönnunum yrði enginn greiði gerður með því að setja þá á leikinn. í þessum leik þar sem fyrirséð er að verði mik- ill óróleiki og pirringur fyndist mér að það ætti að koma dómarapar erlendis frá. Ég er ekki að tala um þetta af þvi að ég vantreysti dómuranum hér heima til að gera þetta heldur þegar það eru komin svona leiðindi í þetta þá era miklu betra að fá einhverja utanaðkomandi sem leikmennirnir þekkja ekki og bera virðingu fyrir þeim áður en þeir koma inná,“ sagði Ólafur.. -GH Eyjólfur Sverrisson var á íslandi í vikunni og við læknisskoöun kom í Ijós aö hann var handarbrotinn og gekkst hann undir uppskurö á sjúkrahúsi í Berlín í gær. ÚRVALSDEILDIN Darrel Wilson lék ekki með Grindvíkingum 1 gær þar sem var í agabanni. Bergur Hinriksson hjá Grindavík sleit lið- bönd I fæti á æfmgu i vikunni og óvíst er hvort hann leikur meira á þessu tímabili. Birgir Ö. Birgisson lék ekki með Keflvík- ingum í gær. Hann er meiddur á öxl. Falur Haröarson lék heldur ekki með Kefl- víkingum i gær vegna veikinda og er óvíst með framhaldið hjá honum. Sigfús Gizurarson, leikmaðurinn öflugi hjá Haukum, tók út leikbann í gær og lék hann þvi ekki með gegn Tindastóli. -GH/ÆMK Eyjólfur þríbrotinn - gekkst undir aögerð í gær Haukar (38) 74 Tindastóll (40) 76 0-2, 2-6, 6-6, 6-12, 11-12, 13-18, 17-22, 23-22, 29-29, 34-33, 38-37, (38-40), 42-40, 47-46, 49-50, 60-52, 65-56, 69-59, 73-66, 73-74, 74-74, 74-76. Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 18, Sherick Simpson 17, Baldvin Johnsen 15, Daníel Ámason 11, Þorvaldur Amarsson 8, Ingvar Guðjónsson 3, Björgvin Jónsson 2. Stig Tindastóls: Jose Maria Naranjo 20, Torrey John 20, Sverrir Þ. Sverrisson 12, Hinrik Gunnarsson 12, Láms Dagur Pálsson 6, Amar Kárason 3, Ómar Sigmarsson 3. Þriggja stiga körfur: Haukar 4/13, Tindastófl 7/20. Vítanýting: Haukar 8/14, Tindastóll 12/13. Fráköst: Haukar 34, Tindastóll 19. Áhorfendur: Um 300 Dómarar: Jón H. Halldórsson og Kristján Möller. Dæmdu vel. Maður leiksins: Jose Maria Naranjo, Tindastóli. \ / Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður með þýska úrvals- deildarliðinu Hertha Berlin, handarbrotnaði í leik gegn þýsku meisturunum í Bayem Múnchen um síöustu helgi. Þetta uppgötv- aðist ekki fyrr en nokkram dögum síð- ,ew/Ú' ar og í ljós kom að þetta nýja brot var mun verra en hið gamla. „Ég tók ekki eftir neinu eða man ekki eftir því hvemig þetta gerðist í leiknum. Ég var heima á íslandi í tvo daga í þessari viku og þá fór ég að flnna til verkja í hendinni og hún bólgnaði upp. Ég leitaði til Viðar í - langt bann? /Aganefnd HSÍ mun í dag eða á morgun taka fyrir mál Viðars Símonarsonar, þjálfara kvennaliðs FH, en eins og fram kom í fréttum í gær veittist hann harkalega að leikmanni Hauka í leik lið- anna i fymakvöld. Stjóm handknattleiksdeildar FH ræddi málið á fundi sínum í gær en engin ákvörðun v£æ tekin enda bíða menn eft- ir úrskurði aganefndar um atvikið. Mál þetta er litið mjög alvarlegum augum og er almennt reiknað með aö Viðar geti hlotið 6-10 mánaða bann. -GH Sigurjóns, læknis landsliðsins, og við myndatöku kom í ljós að ég var þríbrotinn. Ég var skorinn upp hér í Þýskalandi í dag (í gær) þar sem settar vora þrjár skrúfur í hand- legginn," sagði Eyjólfur í samtali við DV í gærkvöldi en hann var þá staddur á sjúkrahúsinu. Meö gegn Rostock? Eyjólfur mun dvelja á sjúkrahús- inu til morguns en í dag verður út- búin spelka fyrir hann. Ekkert er leikið í þýsku deildinni um helgina en ef sárið grær vel er Eyjólfur að gæla við að geta leikið gegn Hansa Rostock um aðra helgi. Eyjólfur fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum gegn Bayem um síðustu helgi og var talinn einn af bestu leikmönn- um vallarins. „Jú, það gekk mjög vel og menn vora að sjálfögðu mjög ánægðir með sigurinn á meisturunum. Það er gríðarlegur knattspyrnuáhugi í borginni og mikil stemning meðal fólksins." -GH Blancfl í polca Brian Laudrup, danski landsliös- maöurinn sem leik- ur meö Rangers I Skotlandi, hefur samþykkt aö gera 3 ára samning við Chelsea og gengur hann i raðir Lund- únaliðsins 1. júlí í sumar. Chelsea hefur boöið 4 milljónir punda í franska landsliðsmanninn Didier Deschamps sem leikur meö Juventus á Ítalíu. Sasa Curcic, leikmaður Aston Villa, hefur samþykkt að ganga í raðir Crystal Palace. Félagaskiptin ganga þó ekki í gegn fyrr en hann hefur fengið atvinnuleyfið endurnýjað. Fjölnir úr Grafarvogi mun taka sæti Reynis úr Sandgerði i úrvals- deild kvenna i knattspyrnu á næsta tímabili en eins og DV greindi frá á dögunum hætti Reynir við þátttöku. Ian Rush, framheiji Newcastle, gæti verið á förum til Sheffield United. Nigel Spackman, knattspymustjóri Sheffield United, vifl fá Rush enda vantar hann framherja eftir að hafa misst Jan Áge Fjortoft og Brian Deane á skömmum tima. Guöný Agla Jónsdóttir tryggði Haukum sigurinn á FH í 1. deild kvenna í handknattleik í fyrrakvöld þegar hún varði vítakast á lokasek- úndunum. DV sagði að það hafði ver- ið Vigdís Sigurðardóttir en svo var ekki og beðist velvirðingar á því. Vigdís mun ekki leika meira með ts- landsmeisturum Hauka á þessu tima- bili. Ástæöan er sú að Vigdís er ófrísk. Mótanefnd HSÍ mun ekki ákveða leikdag á bikarúrslitaleik Vals og Fram fyrr en dómstóll ÍSl hefur tekið fyrir kæm Valsmanna. Visi dómstófl ÍSÍ máli Vals frá veröur leikurinn að öllum líkindum í næsta mánuði. ÍS tryggöi sér sæti í bikarúrslitum kvenna i blaki í gær með 3-0 sigri á Víkingi. Úrslitin í hrinunum urðu 15-9, 15-3 og 15-9. ÍS sigraði Leikni, 70-65, í 1. deild karla i körfuknattleik í gærkvöldi. Daniel Komen frá Kenía setti í gær nýtt heimsmet i 5000 metra hlaupi í móti sem fram fór í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Timi Komens var 12:51,48 mín. en gamla metð átti Eþíópíumaðurinn Haile Gebreselass- ie sem hann setti fyrir ári síðan. Juventus tapaði fyrsta heimaleik stn- um á þessu tímabili þegar liðið beið lægri hlut fyrir Lazio, 0-1, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bik- arkeppninnar. Sigurmarkið skoraði Alen Boksic. Terry Venables hefur verið boðinn nýr samningur við ástralska knatt- spymusambandið sem vill hafa Ven- ables í stöðu lands- liðsþjálfara fram yfir Ólympíuleik- ana í Sydney árið 2000. Stöó 2 greindi frá því í fréttum í gærkvöldi að Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari i handknattleik, hefði hafnað tilboði þýska handknatt- leiksliðsins Dormagen um að taka við þjálfun liðsins. Liðið er neðst í þýsku 1. deildinni en meö þvi leika Héöinn Gilsson og Róbert Sighvatsson. -GH Iþróttir einnig á bis. 32 og 33 2. deild karla í handknattleik Grótta KR - Selfoss laugardaginn 21. febrúar, kl. 16.30 Gróttu-fólk og KR-ingar Sýnum samstöðu, styðjum strákana upp í 1. deild. Grótta KR t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.