Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Spurningin Lesendur Áttu GSM-síma? Ómar Kaldal nemi: Nei, en ég er með símboða. Alfreð Jónsson nemi: Nei, ég þarf ekki á honum að halda. Hans Steinar Bjarnason dag- skrárgerðarmaður: Nei, ég læt símboðann duga. Inga Ýr Ingimundardóttir versl- unarstjóri: Nei. Þóra Björg Ágústsdóttir af- greiðslumaður: Nei, og mig langar ekki í svoleiðis. Júlíus Jónsson rafvirkjanemi: Nei, mig vantar ekki slíkt tæki. Mengun af völd- um bílaumferöar Stórum vöruflutningabílum þyrfti að koma af þjóövegunum, segir bréfritari m.a. Skarphéðinn H. Ein- arsson skrifar: Nýlega sá ég athyglis- verða sjónvarpsfrétt í Bretlandi um mengun af völdum bíla. Eins og margir e.t.v. vita er slík mengun geysilega mikil í Bretlandi. í fréttinni kom fram að jafnmargir látist af völdum mengun- ar frá bílum og í umferð- arslysum. Eru þá lungnasjúkdómar og ýmsir öndunarsjúkdóm- ar helsta orsökin. Margt hefur verið gert til að hvetja fólk til að nota almenningssam- göngur. Bensín hefur og verið hækkað í verði og er nú í kringum 75 kr. ísl. litrinn hér í Bret- landi. Vegaskattur er og hár, um 180 pund á ári eða 22.000 ísl. Einnig eru uppi áform um að bæta járnbrautarkerfið. Þá munu eitthvað um 300 þúsund vöruflutningabíl- ar hverfa af götum borga, bara í Skotlandi einu. Aðrar áætlanir eru í gangi til að takmarka mengun af völdum bif- reiða. Það sama er upp á teningnum í Frakklandi, Þýskalandi og Japan. Þar ganga menn þegar með ryk- grímur á heitum dögum. Hvað á að láta okkur íslendinga gera í málunum, með alla okkar raforku? í Reykjavík mætti auð- veldlega koma upp raf- magnslestum, t.d. tO og frá Breiðholtinu, og úr öðrum borgarhlutum. Hækka mætti skatta af bílum og bæta al- menna samgöngukerf- ið. Sorglegt er að sjá græna reiti hverfa undir malbik því sífellt er verið að breikka götur. Einhvers staðar hljóta mörkin að verða sett. Hvað varðar samgöng- ur út á land þá er besta lausnin að mínu mati sú að flytja vörur sjó- leiðina. Það eru góðar samgöngur og tryggar. Ég tel nauðsyn að koma stórum vöru- flutnigabilum af þjóð- vegum landsins, að undanskildum bílum og tækjum til verk- legra framkvæmda við vegalagnir og bætur. Slagorðið skyldi vera: notum „græna“ orku til ferðalaga og hvenær og hvar sem mögulegt er. „Hvert örstutt spor var auðnustund með þér“ Önundur Ásgeirsson skrifar: Hin stórfallega minningarathöfn um Halldór Kiijan Laxness i Krists- kirkju í Landakoti er og verður öll- um íslendingum minnisstæð. Ákvörðun hans um að útför hans færi fram að kaþólskum sið er síð- asta kveðja hans til samferðamann- anna og framkvæmd hennar var með þeim glæsileika að sams konar athafnir svonefndra mótmælenda blikna og hverfa í skuggann. Prest- urinn sýndi slíka einlægni og inni- leika að það snart alla sem á horfðu. - Æviágripið í lok athafnarinnar var vel samið og flutt. Nafnlaus dálkahöfundur DV (16.2.’98) sér ástæðu tU þess að veit- ast að kirkjuathöfninni og óvirða þannig ákvörðun KUjans. Mér finnst ástæða tU að vekja athygli ritstjómar DV á þessu og óska þess að þetta verði ekki endurtekið. Kaþ- ólska kirkjan á að fá að vera í friði fyrir slíkum vanhugsuðum fordóm- um. Mótmælendakirkjan getur aldrei leyst sig frá ábyrgðinni á morði for- föður allra núlifandi íslendinga, Jóni biskupi Arasyni og sonum hans. Þjóðkirkjan semur nú um hlutdeUd í ránsfeng konungsvaldsins í jörðum og eignum kaþólsku kirkjunnar. Hver skyldi vera hlutur kaþólsku kirkjunnar í þeim skiptum? Dálkahöfundur DV getur etið sín- ar kleinur með kaffinu heima. Hann skUur ekki táknmál kirkjunnar hvort sem er. Skattar þeirra lágu og háu Sigurður Lárusson skrifar: Miðvikudaginn 11. febrúar hlust- aöi ég á morgunútvarp Bylgjunnar. Þar ræddu tveir karlmenn m.a. um skattamál. Þeir sögðu frá því að ný- lega hefði farið fram skoðanakönnun um hvort fólki hér á landi þættu skattar of háir. Niðurstaðan hefði orðið sú að verulegur hluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni hefðu talið að skattar hér á landi væm of háir. Þetta kom þeim ágætu mönn- um ekki á óvart. Hins vegar kom þeim mjög á óvart að mikill hluti fólksins sem hefur lágar tekjur, einkum konur, skyldu vera í miklum meirihluta þeirra sem töldu að skattar væru of háir. Þessir menn muna kannski ekki eftir því að á árunum á milli 1930 og 1940 voru lagðir á stighækkandi skattar, það er að segja þeir sem höfðu lágar tekjur þurftu ekki að greiða nema lága prósentu tekna sinna í skatt. Þeir sem höfðu miðlungstekjur þurftu að greiða verulega hærra hlutfall af tekjum sínum í skatt. Mig minnir að þessu væri breytt á áratugnum 1960 til 1970. Þá voru sjálfstæðismenn og alþýðuflokks- menn í ríkisstjóm og fór vel á með þeim. Þá var gerð sú breyting á skattgreiðslum að allir greiddu sömu skattprósentu. Nú á síðari árum verða allir að greiða sama hlutfall af tekju sínum í skatt, ná- lægt 40%. Finnst ykkur, lesendur góðir, að það sé sanngjarnt að fólk sem hefur t.d. 1,5 milljóna skattskyldar tekjur þurfti að greiða sama hlutfall í skatt og það fólk sem hefur 5 til 12 millj- óna skattskyldar árstekjur? Ég á hér við tekjur hjóna. - Ég hef marg- toft bent á þetta óréttlæti í blaöa- greinum en á það hefur ekki verið hlustað, enda hefur hátekjumönn- um fjölgað mjög og þeir standa eins og hundar á roði við að verja hags- muni sína. Hollvinasamtök Páll skrifar: Mig langar til að færa því fólki þakkir sem leggur á sig mikla vinnu vegna samtaka eins og Hollvinasamtaka Háskólans og t.d. Minja og sögu. En það er sorgleg staðreynd að félög án pólitísks valds eða peninga em gagnslaus. Það er eins hægt að verja tíma sínum í saumaklúbbi. Þessi félög verða aldrei annað en selskabsklúbbur þátttakenda. Ég sá í DV að Pétur M. Jónasson hefði gefið Hollvinasamtökum Háskólans 260 eintök af eigin bók. Þökk sé honum og þeim. En til hvers? Hafa Hollvinasamtökin ekki upplýsingar um Intemetið og gagnsemi þess? Bókasöfn em úrelt fyrirbrigði. - Áfram Holl- vinasamtök inn í nútímann og raunveruleikann. Loforð skulu standa Unnur skrifar: Ég hef heyrt að R-listinn ætli að breyta SVR í hlutafélag vinni hann kosningarnar í vor. Mér er málið skylt og þess vegna hef ég áhyggjur af þessu. Ástæðan er að reksturinn er farinn úr böndun- um og borgar Reykjavíkurborg núna 450 millj. með SVR á ári, miðað við 200 milljónir árið 1994. Ég hef einnig heyrt að Almenn- ingsvagnar hafi sína vagna gula á litinn, rétt eins og vagna SVR, vegna þess að þeir muni taka yfir fyrirtækið þegar því verður breytt í hlutafélag. Það hafi þegar verið rætt við borgaryfirvöld. Svona leynimakk finnst mér al- gjör hneisa. Ekki síst þar sem yf- irlýst hafði verið að SVR yrði ekki hlutafélag. „Fríhöfn" í Garði? íbúi í Garði hringdi: Á Stöð 2 sl. þriðjudagskvöld var rætt um leit að hugsanlegu smyglgóssi á botni Faxaflóa út af Garðskaga. Fréttamaður kom við hér í Garði, fór niður á hafnar- garð og lét sig hafa það að ýja að þvi aö þama kynni að vera heppilegur staður til að skipa upp slíku góssi og einhverjir nefndu bryggjuna gjaman „frí- höfnina" í Garðinum. Þetta er auðvitað algjör uppspuni. Enginn hér myndi vanvirða minningu Unu í Garði (stundum nefhd völva Suðumesja) og umsjónar- manns góðtemplarareglunnar hér um áratuga skeið með því að skipa upp smygluðu víni rétt við hús það er Una heitin bjó lengst af í. - Svona hugsa menn nú hér um slóðir. Þetta skilja þeir Stöðv- ar 2 menn liklega ekki. Innilokun Grafarvogsbúa Konráð í Gerðhömrum skrifar: Það virðist vera alveg sama þótt allir Grafarvogsbúar mót- mæli harðlega sinni innilokun. Og viti að D-listaminnihlutinn í borgarstjóm hafi flutt tilllögu um það í borgarstjórn fyrir ári að breikka Gullinbrú og koma upp fleiri leiðum úr Grafarvogi. Borg- arstjóri R-listans, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, lemur hausnum við steininn og reynir að koma þessu leiðindamáli yfir á rikis- stjómina. - Það kemur í ljós í vor hvort Grafarvogsbúar trúa R- listameirihlutanum. Góð kjallara- grein Ágúst H. Bjarnason skrifar: Ég vil þakka sérstaklega góöa kjallaragrein eftir Glúm Jón Bjömsson í DV í dag (mánud. 16. febrúar). Á íslensku vefsiðunni http: //www.rt.is/ahb/sol er fjall- að ítarlega um þetta mál. Niður- staðan er svipuð, en vandamálið nálgast á annan hátt. - Bestu kveðjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.