Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Iþróttir Björn Þór Ólafsson: Kristinn harður af sér „Ég heyrði ekkert í Kristni sjálfum en ég heyrði frá kærustu hans sem tal- aði við hann í dag (í gær) og þá leið honum betur. Ég veit að Kristinn er harður af sér og hann verður vonandi alveg orðinn hress þeg- ar svigkeppnin hefst,“ sagði Bjöm Þór Ólafsson, faðir Krist- ins Bjömssonar, sem verður i eldlínunni í Nagano i nótt í svig- Kristinn Björnsson. mu. Kristinn hætti sem kunnugt er við seinni ferðina í stórsviginu í fyrrinótt vegna flensueinkenna. Fyrri ferðin hefst klukkan hálfeitt í nótt og sú síðari klukkan fjögur. Spenntur og kvíöinn „Maður er auðvitað spenntur og kvíðinn. Ég vona að hann nái skila sér niður meðal 15 efstu í fyrri ferðinni og verði það niður- staðan er aldrei að vita hvað gerist. Ég er ekkert búinn að láta mig dreyma um eitthvert sæti en ef Kristinn gerir sitt besta er ég ánægður. Eitt er vist að keppnin verður hörð en mér sýnist að að- stæður í sviginu geti orðið góðar fyrm Kristinn. Ég veit ekki rás- númer Kristins en það kæmi mér ekki á óvart að hann yrði í 'kringum 16-17 í röðinni," sagði Björn Þór. -GH NBA-deildin: Keypt og selt í nótt Það gekk mikið á hjá NBA- liðunum í nótt því þá rann út frestur til að kaupa leikmenn á þessu tímabili. Jason Caffey fór frá Chicago til Golden State, í skiptum fyrir David Vaughn og tvo valrétti í nýliðavali. Brent Barry fór frá LA Clippers til Miami, i skiptum fyrir Isaac Austin, Charles Smith og valrétt. Terry Cummins fór frá Philadelphia til New York í skiptum fyrir Herb Williams og Ronnie Grandison. Rony Seikaly, sem neitaði að fara frá Orlando til Utah í vikunni, var í staðinn seldur til New Jersey í nótt. Með honum fór Brian Evans en Orlando fékk í staðinn Kevin Edwards, Yinka Dare, David Benoit og valrétt. Cedric Ceballaos fór frá Phoenix til Dallas í skiptum fyrir Dennis Scott. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt. Indiana-Philadelphia....82-77 D. Davis 14, Miller 12, A. Davis 10 - Thomas 16, Coleman 16, Ratliff 13. Toronto-Chicago........86-123 Wallace 19, Christie 18, McGrady 14 - Pippen 22, Longley 21, Burrell 20. Dallas-San Antonio .....81-87 Wells 21, Bradley 13, Anstey 10 - Duncan 26, Williams 14, Johnson 12. Houston-Detroit........100-90 Drexler 29, Barkley 14, Oiajuwon 13 - Dumars 19, Hill 16, Hunter 15. LA CIippers-Miami.......80-89 Taylor 17, Piatkowski 16, Murray 15 - Mouming 28, Hardaway 16, Lenard 12. LA Lakers-Denver ......131-92 Fox 22, Bryant 21, Shaq 19, Bennett 17 - L. Ellis 19, Newman 19, Jackson 11. -VS Vetrarólympíuleikarnir i Nagano i nótt: - Deborah Compagnoni sigraði glæsilega i stórsviginu ítcdska skíðakonan Deborah Com- pagnoni skráði nafn sitt rækilega á spjöld skíðasögunnar í nótt þegar hún vann glæsilegan sigur í stór- svigi kvenna í Nagano. Compagnoni varð með þessu fyrst keppenda í alpagreinum til að hljóta gullverðlaun á þrennum ólympíu- leikum. Hún varð um leið fyrsta konan sem ver ólympíutitil sinn í stórsvigi. Deborah Compagnoni er handhafi heimsmeistaratitlanna í stórsvigi og svigi. Hún missti naumlega af sigri í sviginu í fyrrinótt en í stórsviginu í nótt var hún í sérflokki. Com- pagnoni náði besta tímanum í báð- um ferðum á erfiðri brautinni í Higashidate-fjalli og sigri hennar var ekki ógnað á neinn hátt. Frábær skíðakona „Hún er frábær skiðakona. Ég er mjög ánægð með að hún skyldi hreppa gullið og að ég næði silfr- inu,“ sagði Alexandra Meissnitzer frá Austurríki, sem varð önnur. Katja Seizinger frá Þýskalandi stækkaði sitt verðlaunasafn með því að krækja í bronsið. „Ég held að þetta sé mitt besta mót. Á milli ferðanna varð mér hugsað til þess hvemig ég missti niður gott forskot í sviginu. En nú var ég í minni aðalgrein og réð ferð- inni,“ sagði Deborah Compagnoni. Nýliöinn sigraöi Julia Chepalova, 21 árs Rússi, sigraði í 30 km skíðagöngu kvenna í nótt. Það kom verulega á óvart en hún skaut hinum reyndu Stefaniu Belmondo frá Ítalíu og Larissu Lazutinu frá Rússlandi aftur fyrir sig á endasprettinum. Þar með hafa Rússar fagnað sigri í öllum göngugreinum kvenna í Nagano. Norðmenn sigruðu í liðakeppni í norrænni tvíkeppni. -VS Deborah Compagnoni fagnar sigri sínum í stórsviginu í nótt. Símamynd Reuter Naqano aö ólympiuleikunum loknum Áætlaöur kostnaöur Notkun eftir leikana Skíöastökkpallurinn í Hakuba 5.700 millj. Skíöastökk alit áriö Snæharpan Q 3.290 millj. Aðstaöá fyrir göngugreínar Nozawa Onsen rj 1.820 millj. Aöstaöa fyrir göngugreinar Karuizawa 53 Var til staðar Vetur: Ishokkí Sumar: Tennis o.fl. íþróttir Spiral E2Q 5.670 millj. Vetur: Sleöabrautir Sumar: Ymsar tómstundir Bustaöir tjölmiölamanna 490 millj. íbúöarhúsnæöi Aqua Wlng Í3 5.110 millj. Sundlaug allt áriö Miöstöð Ijósvakamiöla (IBC) 1.190 millj. Veröur rifin Stóri hatturinn [3 12.390 millj. Fjölnota íþróttahöll Fréttamannamiöstöö (MPC) 2.555 millj. Ráðstefnusalir/verslanir MWave £2 20.510 millj. Fjölnota höll meö skautabraut Ólympfuþorpiö 24.430 millj. rnLmjm Húsnæði á vegum borgarinnar og verstanir Minami Nagano íþróttaleikvangurinn 5.782 millj. Hornabolti/ýmsar greinar Hviti hringurinn I3E3 9.009 millj. Rmleikahöll Aqua Wing Þakinu má M-Wave fi Áhorfendapallar sem veröa fjarlægöir Hviti hring- urinn I>V MAGAN 500 m skautahl. kvenna: 1. Annie Perreault, Kanada . . . 46,57 2. Yang Yang, Kina .........46,63 3. Chun Lee-kyung, S-Kóreu . . 46,34 (Sigraði í B-úrslitum og fékk bronsið þar sem tvær luku ekki keppni í A- úrslitum) Stórsvig kvenna: 1. Deborah Compagnoni, ít. . . 2:50,59 2. Alexandra Meissnitzer, Au. 2:52,39 3. Katja Seizinger, Þýskal. . . . 2:52,61 Theodóra Mathiesen ..........féil Brynja Þorsteinsdóttir.......féll 30 km skíöaganga kvenna: 1. Julia Chepalova, Rússl. . . 1:22:01,5 2. Stefania Belmondo, Ítalíu 1:22:11,7 3. Larissa Lazutina, Rússl. . 1:23:15,7 Norræn tvíkeppni karla: 1. Noregur...... 54:11,5 - 225,3 (Halldor Skard, Kenneth Bráten, Bjarte Vik, Fred Lundberg) 2. Finnland..... 55:30,4 - 226,5 3. Frakkland.... 55:53,4 - 215,8 (Samanlagöur árangur i skíðagöngu og skíðastökki ræður úrslitum) 5.000 m skautahl. kvenna: 1. Claudia Pechstein, Þýskal. . 6:59,61 (heimsmet) 2. Gunda Niemann, Þýskal. . 6:59,65 3. Ljudmila Prokasheva, Kas. 7:11,14 Skipting verölauna: G S B Þýskaland 10 9 8 Rússland 9 5 2 Noregur 8 8 5 Kanada 554 Holland 5 4 2 Bandaríkin 5 2 4 Japan 413 Austurríki 3 5 7 Ítalía 2 6 2 Finnland 2 4 5 Frakkland 2 14 Sviss 2 13 Suður-Kórea 2 0 1 Búlgaría 10 0 Kína 0 4 0 Tékkland 0 11 Svíþjóð 0 11 Danmörk 0 10 Úkraína 0 10 Hvíta-Rússland 0 0 2 Kasakstan 0 0 2 Ástralía 0 0 1 Belgía 0 0 1 Staðan klukkan 8 í morgun. Chrisíian Mayer, silfurverðlauna- hafi í stórsvigi, hótaði þvi i nótt að hætta að keppa fyrir Austurríki eftir að hann hafði verði settur úr úr svigliði Austurríkismanna. Mario Reiter, ólympiumeistarinn í alpatví- keppni, fékk sæti hans. En Mayer gat tekið gleði sína á ný í morgimsárið. Þá kom í ljós að Sieg- fried Voglreiter var meiddur og May- er keppir í sviginu í hans stað. Fréttastofa Reuters sagði í nótt að ísland ætti möguleika á sínum fyrstu verðlaunum á vetrarólympíuleikum. Kristinn Bjömsson var þar talinn upp í hópi þeirra sem gætu gert það gott í sviginu næstu nótt. -VS Féllu báðar Engin íslensk skíðakona lauk keppni á þessum ólympíuleik- um. Tvær þær síðustu kepptu i stórsviginu í nótt, Brynja Þor- steinsdóttir og Theodóra Mat- hiesen. Hvorug lauk fyrri ferð- inni en þannig fór fyrir 20 kepp- endum af 56. Theodóra var númer 48 í rás- röðinni. Hún byrjaði vel en keyrði út úr brautinni eftir 30 sekúndur. Brynja virtist ætla að ná í mark en féll eftir rúmar 70 sek- úndur. Þá átti hún um 20 sek- úndur eftir í markið. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.