Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Afmæli Finnur Ingi Finnsson Finnur Ingi Finnsson, bóndi á Skerðingsstöðum I í Reykhóla- hreppi og bílasmiður, er fertugur í dag. Starfsferill Finnurfæddist að Skerðingsstöð- um og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum sem bílsmiður 1983. Finnur starfaði við sina iðn í Bílaskálanum hf. til 1984, vann í Blikksmiðjunni Höfða til 1986, hóf þá störf hjá KK Blikk og vann þar til 1993. Jafhframt þessum störfum var Finnur barþjónn og dyravörður í veitingahúsinu Þórscafé á árunum 1983-93. Hann starfaði hjá Marel hf. á árunum 1993-96 en flutti þá að Skerðingsstöðum að þar sem hann tók við fjárbúi fóðurbróð- ur síns. Fjölskylda Eiginkona Finns er Ás- dís Ámý Sigurdórsdóttir, f. 24.4. 1966, starfsstúlka við Dvalar- og hjúkrunar- heimili aldraðra, f. 24.4. 1966. Þau hófú sambúð 1988 en giftu sig 18.5.1991. Ásdís Ámý er dóttir Sig- urdórs Friðjónssonar, bátsmanns á rannsóknar- skipinu Árna Friðriks- syni, búsettum í Reykjavík, og Ása Árnadóttir ræstitæknir. Sonur Finns og Nönnu Jónsdótt- ur er Steindór Finnsson, f. 10.10. 1980. Börn Finns og Ásdísar Ámýjar eru Ása Guðrún Finnsdóttir, f. 26.10. 1989; Hafldór Finnsson, f. 1.10. 1995. Systkini Finns eru Jón Árni Sigurðsson, f. 13.3. 1954, sjómaður á Reyk- hólum; Kristján Finns- son, f. 8.5. 1956, stjómar- formaður KK Bliks hf. í Reykjavík; Karlotta Jóna Finnsdóttir, f. 1.5. 1957, húsmóðir í Reykjavík; Agnes Finnsdóttir, f. 22.5. 1965, húsmóðir og verka- kona í Hafnarfirði. Foreldrar Finns: Finnur Kristjánsson, bóndi að Skerðings- stöðum H, og k.h., Guðný Sæbjörg Jónsdóttir, húsfreyja þar. Finnur verður að heiman. Finnur Ingi Finnsson. Jónbjörn Björnsson Jónbjöm Björnsson verktaki, Álfabyggð 2, Súðavík, varð fimmtugur á miðvikudaginn var. Starfsferill Jónbjörn fæddist að Svarthamri í Álftafirði en ólst upp að Seljalandi í sömu sveit. Jónbjöm hefur stund- að ýmis störf um dagana til sjós og lands. Hann og fjölskylda hans hafa búið í Súðavík frá 1967. Fjölskylda Jónbjöm kvæntist 28.3. 1968 Ást- hildi Jónasdóttur, f. 27.6. 1950, hús- móður og verkakonu. Hún er dóttir Jónasar H. Einarssonar, sem er lát- inn, og Elínar Á. Jóns- dóttur. Böm Jónbjarnar og Ásthildar eru Jónas Haukur, f. 20.7.1968, véla- maður í Súðavík, en sam- býliskona hans er Sigur- dís Samúelsdóttir og er dóttir þeima Herdís Mjöll; Elín Svana, f. 17.4. 1971, húsmóðir í Svíþjóð, í sambúð með Jóhanni Péturssyni og em synir þeirra Aron Þór, Amar Freyr, Jóhann Atli og Alex Már; Halldór Rúnar, f. 5.7. 1973, verka- maður í Neskaupstað; Sigríður Fanndís, f. 19.4. 1983, nemi; Jón Hilmar, f. 8.8.1984. Systkini Jónbjöms: Guðbjörg Bjömsdóttir, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Margrét Matthildur Bjömsdóttir, húsmóðir í Kópavogi; Jón G. Bjömsson, lagermaður í Hafnarfirði; Kristín Björnsdóttir, verslunarmaður á ísafirði; Sigriður Björnsdóttir, verslunarmaður á Djúpavogi; Hafsteinn Björnsson, fórst í snjóflóðinu í Súðavík, verka- maður í Súðavík; Steinunn Kolbrún Björnsdóttir, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Jónbjöms: Bjöm Jónsson, nú látinn, bóndi í Súðavik, og Stella Guðmundsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Jónbjörn Björnsson. James Daniel Ellis James Daniel Ellis veðurfræðing- ur, búsettur í Florida í Bandaríkj- unum, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill James fæddist í Chicago og ólst þar upp. Hann nam veðurfræði við háskólann í Chicago og lauk síðan fjögurra ára herskyldu í Englandi, Wales, Frakklandi, á Ítalíu og á Fil- ippseyjum. Á meðan á herskyldunni stóð lærði James flugumferðarstjórn og aðflugstækni og starfaði eftir það við flugveðurfræði. Hann tók við stööu veðurfræðings á Keflavíkur- flugvelli að lokinni herskyldu og bjó því á íslandi frá 1949-62. Þá fluttist fjölskyldan til Washington DC þar sem James hóf störf hjá aðalveöur- stofu Bandaríkjanna í Suit-land, Maryland, þar sem hann starfaði í samtals átján ár. Hann sérhæfði sig í flugradartækni hjá Bendix, einum stærsta radarframleiðanda heims. Árið 1980 hætti James störfum á veðurstofunni og starfaði eftir það um skeið við rannsóknir við sjálfvirkar skyggnis- og skýjahæðarmælingar hjá NASA. Loks flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Florida þar sem þau búa í dag. Þar syngur James með kirkjukórnum í Dunedin og ekur skóla- bílmrni í bænum. Fjölskylda Fyrri kona James var Ingibjörg Lýðsdóttir en þau slitu samvistum. Seinni kona James er Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir frá ísa- firði. Ættleidd dóttir James og Ingi- bjargar er Kristín, hjúkrunarfræö- ingur í St. Petersburg á Florída. Dætur James og Ragnhildar eru: Ruth Dora, læknir i Chicago; Marta Ann, upp- eldisfræðingur i Clearwa- ter; og Jenny Lynn stjómmálafræðingur. Fyrir átti Ragnhildur þrjú böm með Gísla ís- leifssyni, þau ísleif, flug- virkja hjá Flugleiðum, Finnbjöm, tölvufræðing hjá Reiknistofú bank- anna, og Sigríði, einkarit- ara í Washington DC. Bamaböm James era orðin fjórtán talsins í tveimur heimsálfum. Foreldrar James vora James Ell- is, deildarstjóri hjá póstþjónustunni í Chicago, og Pauline (fædd Wolg- ast), húsmóðir. Pauline var dóttir þýskra innflytjenda. Foreldrar hennar voru ættaðir úr nágrenni Hamborgar. James eldri var af rót- grónum skosk-írskum Kentucky- ættum. James Daniel Ellis. Sjá einnig ættfræði á bls. 42 3^ Gull-úrið Gilbert úrsmiður ✓ Klossar ✓ Festingasett ✓ Borðar ✓ Diskar ✓ Handbr barkar ✓ Skálar ✓ Slöngur ✓ Dælur skálar og diska, allar stærðir. Allar álímingar. © ÁLÍMINGAR Smiðjuvegi 20 (græn gata) Sími 567 0505 Flottir tímaniælar Veríi frá -í.ll 4.5011 Laugavegi 62, Reykjavík, s. 5514100 Víkurbraut 60, Grlndavík Axel Eiriksson úrsmiður Álfabakka 16, Mjóddinni, sími 587 0706. Aðalstræti 22, ísafirði. sími 456 3023 72CS-05 . 28“ Super Black Líne • 2x20w - Surround - Nicam víðóma magnari - Menu- allar aðgerðir á skjá -2x Scart tengi .Textavarp 16:9 breiötjal 70CS-06 I/eríláður79.900,- 2800 - 29“ Super Black Line • 2x20w • Nicam víðóma magnari • Menu- allar aðgerðir á skjá • 2x Scart tengi -Textavarp 16:9 breiðtjald SReykjavík: Byggt og Búið Veaturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðlnga, Borgamesl.Blómsturvelllr, Helllssandi. uðni Hallgrlmsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal Vestflrðlr: Geirseyrarbúðln, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvfk. Straumur, afirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauðárkrókl. Hijómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: Kf. Héraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Suðurland: Árvirkinn, Selfossl. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboglnn.Keflavík. Raiborg, Grindavfk. staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 5505000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.