Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF, Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ekki lúxus heldur nauðsyn List er ekki lúxus, heldur nauösyn, sagöi Thor Vil- hjálmsson rithöfundur við afhendingu Menningarverö- launa DV. Verðlaunin voru afhent í tuttugasta sinn í gær. Menningarverðlaun blaðsins hafa öðlast sess í menningarlífi hérlendis og eru því listafólki sem þau hljóta hvatning til frekari dáða. Sjö listgreinar eru verðlaunaðar, bókmenntir, bygg- ingarlist, listhönnun, tónlist, myndlist, kvikmyndir og leiklist. í tilefni afmælis menningarverðlaunanna voru að auki veitt í fyrsta sinn sérstök heiðursverðlaun fyr- ir ómetanlegt framlag til ísl^nskrar menningar. Allra verðlaunahafanna er getið annars staðar í blaðinu í dag auk viðtals við hvem og einn sem verður í helgar- blaði DV á morgun. Listin er nauðsyn og ekki hægt að hugsa sér mann- lífið án hennar. Verðlaunahafar hverju sinni gleðjast vegna þeirrar viðurkenninar sem fylgir og aðrir þakka framlag þeirra. Að baki liggur, eins og fram kom við af- hendingu verðlaunanna í gær, þrotlaus vinna og ögun listamannanna og jafnvel fórnir. Það er ekki sjálfgefið að það lukkist vel að verðlauna listsköpun. Þekkt em dæmi úr íslenskri menningar- sögu um verðlaunaveitingar sem gengu ekki upp. Menningarverðlaun DV hafa náð fótfestu vegna þess að blaðið hefúr lagt metnað sinn í þau og alúð í allt sem þau snertir. Dómnefndir í hverri listgrein tilnefna verk eða höfunda og komast að lokum að niðurstöðu um verðlaunahafa. Nefndimar skipa sérfræðingar í hverri grein sem hafa algert frelsi í vali sínu. Valið byggir á nákvæmri skoðun og mati. Skiptar skoðanir geta að sjálfsögðu verið á vali dómnefnda en það er gæfa Menningarverðlauna DV, sé litið til undan- genginna tveggja áratuga, að val á verðlaunahöfum hef- ur tekist vel. Verðlaunin hafa því ekki verið umdeild. Verðlaunahafar hafa verið ungir og efnilegir lista- menn og brautryðjendur ekki síður en fullþroska lista- menn. Þá hefúr veiting verðlaunanna ekki síst tekist vel þegar þroskaðir listamenn halda ótrauðir út á nýj- ar brautir. Dæmi um slíkt er Kristján Davíðsson sem í gær tók við Menningarverðlaunum DV fyrir myndlist. Mat dómnefndar var að Kristján hefði sem listamað- ur höndlað hið fúllkomna frelsi. Hann nýtur virðingar fyrir list sína en kaus að nota frelsi listamannsins og ganga enn lengra og yfirgefa skjólið. Eftir þessu er tek- ið og því er listamaðurinn verður verðlaunanna. Auk heföbundinna listgreina veitir DV verðlaun fyr- ir listhönnun og byggingarlist. Þær greinar eiga það sameiginlegt að þær eru ríkur þáttur í okkar daglega lífi. Við búum og störfum í húsum. Vellíðan okkar er undir því komin að vel takist til hjá arkitektinum. Byggingarlistin er hvarvetna í umhverfi okkar og ræð- ur því til dæmis hvort borgir ná því mati að teljast fal- legar. Þá voru listhönnunarverðlaunin að þessu sinni veitt fyrir hönnun stóla „sem búa yfir formrænni feg- urð hvar sem á þá er litið“. Verðlaunagripir Menningarverðlauna DV eru ný listaverk ár hvert. Listamenn eru fengnir til þess verks þannig að eftir stendur tákn um verðlaunin, breytilegt eftir listgreinum. Ónefnt er að matargerðarlistin nýtur sín við afhend- ingu menningarverðlaunanna. Boðið er frumlegt sjáv- arfang, matamýjungar sem hæfa tilefninu. DV óskar menningarverðlaunahöfunum til ham- ingju. Jónas Haraldsson Sagan segir okkur aö einstaklingar og hópar hafi ávallt átt undir högg aö sækja gagnvart ríkisvaldinu, hér á ís- landi ekki síöur en annars staöar, segir m.a. í grein Braga. Brotalöm í stjórnarráðinu Fyrir skömmu skipaði dómsmála- ráðherra nýjan rík- islögreglustjóra. Tveir meðumsækj- endur um stöðuna báru fram kvörtun og héldu því fram að þetta væri pólitísk stöðuveiting þar sem ekki hefði verið tekið tillit til fag- legra sjónarmiöa svo sem menntunar og starfsreynslu. Ráðherra sagðist mundu gera grein fyrir málinu, sem hann mun án efa gera. Nú vill svo til að mér er gersamlega ókunnugt um rök eða gagnrök þessa máls. Hins vegar lít ég svo á að hér sé um að ræða mikil- vægt grundvallar- mál, eitt af mörgum hliðstæðum málum, sem nauðsynlegt er að kryfja til mergj- ar. Kjallarinn Bragi Jósepsson prófessor lega úrskurða öðrum málsaðila í vil. Mér virðist þó ljóst að staða ráðuneytisins sé ólíkt sterkari en mótaðila, vegna þess að ráðherra virðist ekki bundinn af því að þurfa að velja hæfasta umsækjand- ann; það nægi að um- sækjandinn fullnægi lágmarkskröfum, lög- um samkvæmt, til að gegna umræddu emb- ætti. Burtséð frá því hvort ofangreind gagnrýni meðumsækjenda á við rök að styðjast er afar mikilvægt að mál af „Það er ekkert launungarmál að ráðuneyti og aðrar stofnanir framkvæmdavaldsins hafa þrá- faldlega, og það í nafni embætt■ is og valds, brotið á rótti ein- staklinga og hópa.u Hefur ráöherra frjálsar hendur? Meö tilkomu Upplýsingalaga er mun auðveldara en áður að skoða svona mál ofan í kjölinn. Fyrirfram er vitað að ráðuneytiö mun færa rök fyrir máli sínu og þá verður staðan 1-1 eins og það heitir á íþróttamáli. Að því búnu er hugs- anlegt að málið fari til Umboðs- manns Alþingis sem mun væntan- þessu tagi fái hlutlæga skoðun og að einstök ráðuneyti komist ekki upp með óvandað og yfirborðslegt yfirklór eins og dæmi eru til um. Það er löngu orðið tímabært að fá úr því skorið hvort ráðherra geti gengið fram hjá hæfari umsækj- endum og skipað í stöðu hvem þann meöal umsækjanda sem hef- ur fullnægjandi réttindi. Ekki til fyrirmyndar Sagan segir okkur að einstak- lingar og hópar hafi ávallt átt und- ir högg að sækja gagnvart ríkis- valdinu; hér á íslandi ekki síður en annars staðar. Viö skulum ekki ganga með þá grillu að ísland sé eitthvert fyrirmyndarríki þar sem réttur einstaklingsins sé virtur; því fer víðs fjarri; á yfirborðinu ef til vill - en ekki í raun. Það er ekk- ert launungarmál að ráðuneyti og aðrar stofnEmir framkvæmda- valdsins hafa þráfaldlega, og það í nafiii embættis og valds, brotið á rétti einstaklinga og hópa. Það er því full ástæða til að hvetja fólk til að hafa opin augu og eyru og fylgist með framgangi mála eins og þess sem hér er vikið að. Málið snýst um gmndvallaratriði; þess vegna er svo mikilvægt að það sé tekið föstum tökum en ekki látið glutrast niður i gleymsku óaf- greiddra opinberra mála. Jákvæö ummerki Fyrir nokkm var haft eftir ein- um af ráðherrum ríkisstjómar- innar að stefnt væri að því að bæta fagleg vinnubrögð í um- ræddu ráðuneyti. Þetta era góð tíðindi. Þá má einnig lesa í Morg- unblaðinu (4. febrúar sl.) þar sem haft er eftir Ólafi G. Einarssyni, forseta Alþingis, að til standi að setja á stofn nýja fastanefnd Al- þingis sem fái m.a. það hlutverk að skoða og fjalla um skýrslur Um- boðsmanns Alþingis. Þetta er önn- ur góð vísbending um breytta tíma. En hvað sem því líður er fyllsta ástæða til að fylgjast grannt með framgangi þessa máls og annarra hliðstæðra mála sem upp kunna að koma á næstu árum. Bragi Jósepsson Skoðanir annarra Keikó, stærsta vonin „Keikó er eins og Díana prinsessa. Sál í búri. Öll heimsbyggðin er til í að standa á öndinni yfir ferða- lagi dýrsins „heim“ - hvert sem það verður ... Og svo þurfa allir að koma. Hingað. Þetta er draumur Ferðamálaráðs eins og hann bestiu- getur orðið. Hér mun rísa Keikó-stöð með 100 starfsmönnum, eða 1000 ... Og útlendu bömin, harðstjórar heimil- anna: „Mamma, mamma, mig langar til íslands að heimsækja Keikó!“ Og heilu flokkamir munu vilja sjá ..." Stefán Jón Hafstein í Degi 19. febrúar. Ríkisendurskoðun „Sumar ríkisstofnanir eru óþarfar, aðrar gegna hlutverki sínu með sóma. Ríkisendurskoðun er dæmi um ríkisstofnun sem hefur sinnt verkefnum sínum með sóma og komið á aga í ríkiskerfinu sem annars væri ekki til staðar. Starfsmenn Ríkisend- urskoðunar eru ekki óskeikulir frekar en aðrir og þéir geta gert sín mistök, sem betur fer. Þess vegna er Ríkisendurskoöun ekki yfir gagnrýni hafin, frek- ar en önnur mannanna verk. Þingmenn, ráðherrar, fiölmiðlar og almenningur á fullan rétt til að sefja fram málefnalega gagnrýni á störf Ríkisendurskoð- unar.“ Úr forystugreinum 7. tbl. Viðskiptablaðsins. Hjúkrunarheimili „Hvar skyldi nú vera mest þörf á hjúkrunarheim- ili fyrir aldrað fólk á íslandi? ... Ef þörfinni fyrir slík heimili er ekki þegar fullnægt á Suðuríandi, hvar þá? Eða er stefnan að flytja aldraða Reykvík- inga, sem hjúkranarvist þurfa, að hjúkranarheim- ili í öðram landshlutum? Hvers vegna? Eða er ekki talið réttast að byggja hjúkranarheimilin á þeim stöðum þar sem þeirra er mest þörf?“ Ingvar Hallgrímsson í Mbl. 19. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.