Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 36
> o Q ccO sa o 2 1X3 < y> O ■> s lo FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendíngu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 Röskva sigraði og ^Haki hvarf Röskva, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla íslands, vann stórsigur í kosningum til Stúdenta- ráðs í gær. Röskva hlaut 1393 at- kvæði eða 52,8%, Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta, hlaut 956 eða 36,3%. Haki, félag öfgasinnaðra stúdenta hlaut 123 atkvæði eða 4,2% og missti þar með báða sína menn. Aðeins munaði 7 atkvæðum að sjötti Röskvumaðurinn færi inn í Stúdentaráð. Vaka bætti örlítið við sig frá síðasta ári en fylgi við Haka dróst saman. Vaka og Röskva fengu einn fulltrúa hvor i .Háskólaráð. Kjörsókn var dræm °*feða einungis 45,6%. -rt j'j’íjjuiíi J Jkiijjjj Helgarblaö DV: Listaelítan í helgarblaði DV á morgun er rætt við alla þá listamenn sem —?^ilutu menningarverðlaun DV 1998 en þau voru afhent í tuttugasta sinn við hátíðlega viðhöfn á Hótel Holti 1 gær. Vala Flosadóttir, heimsins besti stangarstökkvari, segir okkur allt um sjálfa sig og afrekin. Rætt er við skipstjóra sem líklega er eini íslendingurinn sem átt hefur fund með forseta Argentínu, Carlos Menem. Hús er tekið á forverði í Ósló sem „flúði" ísland, spjallað við þýskan dagskrárstjóra sem talar íslensku og rætt við Jón Pétursson ísbjarnarbana. Fréttaljósin fjalla um einmanaleika Clintons og skrautleg mál í kringum Franklín Steiner. -bjb/sv Mlkll fagnaðarlæll voru á kosningahátíð Röskvu í nótt þegar Röskva sigraði í kosningum til Stúdentaráðs í áttunda skiptið í röð. DV-mynd Pjetur Sjúkraþjálfarar meö aðgerðir: Hækka gjaldið og taka fulla greiðslu Sjúkraþjálfarar eru nú með að- gerðir í gangi vegna ágreinings við Tryggingastofhun rikisins og trygg- ingafélögin. Þurfa sjúklingar nú að greiða þjálfunargjaldið að fullu og einnig hafa sumir sjúkraþjáifaranna hækkað gjaldið einhliða. Sjúkling- um hefur veriö vísað á Trygginga- stofnun eða tryggingafélögin til að fá endurgreiðslu, en margir þeirra fá hana ekki. Sjúki'aþjálfarar hafa skotið málinu tO tryggingaráðs. „Málið snýst í raun og veru um að Tryggingastofnun hefur einhliða ákveðið greiðsluþátttöku stofiiunar- innar fyrir sjúklinga sem eiga bóta- rétt hjá tryggingafélögunum," sagði Sigrún Knútsdóttir, formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara. „Sú ein- hliða ákvörðun er ekki í neinu sam- ræmi við samkomulag Trygginga- stofnunar og sjúkraþjálfara. Stofii- unin hefur ekki gert neina samn- inga við okkur né tryggingafélögin um þetta mál. Við reyndum að komast að sam- komulagi við tryggingafélögin á síð- asta ári um greiðslutilhögun og -þátt- töku. Upp úr þeim samningaviðræð- um slitnaði og við erum ekki með neinn samning við þau. Við ákváð- um þá að úr því að tryggingafélögin vildu ekkert við okkur tala þá mynd- um við hætta að hafa milligöngu um þessar greiðslur. Okkur er fijálst að krefja sjúklingana um fúlla greiðslu og að þeir leiti réttar síns hjá Trygg- ingastofhun og tryggingafélögunum. En það hefur aldrei staðið til af okk- ar hálfu að bijóta nokkum samning eða lög um réttindi sjúklinga. Hafi einstakir sjúkraþjálfarar hækkað gjaldið er sú hækkun smávægileg. Á það skal bent að af því að samningur við tryggingafé- lögin er ekki fyrirliggjandi megum við ekki vera með samræmda gjaldskrá." „Túlkun Tryggingastofnunar er sú að þama sé um samningsbrot að ræða,“ sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins. „En ég tel mjög gott að fá úr þessu skorið og eðli- legt að sjúkraþjálfarar leiti til tryggingaráðs." -JSS Hanes-hjónin: Sækja um dvalarleyfi Ragnar Tómas Árnason, lögfræð- ingur Hanes-hjónanna, lagði fram beiðni þeirra um dvalarleyfi hjá rík- islögreglustjóra í gær. DV-mynd Hilmar Þór Ragnar Tómas Árnason, lögfræð- ingur Hanes-hjónanna, lagði í gær fram beiðni til ríkislögreglustjóra um að þeim verði veitt dvalarleyfi hér á landi til lengri tíma. Ragnar segir þá niðurstöðu að bandarísk al- ríkisstjómvöld skuli ekki ætla að beita sér í málinu og varpi boltanum til yfirvalda í Arizona breyti i raun engu um stöðu Hanes-hjónanna. Þau hafi mánuðum saman en árangurs- laust reynt að semja við yfirvöld í Maricopasýslu, þar sem þeim yrði gert að afþlána refsingu sína. „Ef þau fengju dvalarleyfi gætu þau treyst því að fá að búa á hér á ís- landi og þau gæta því gert áætlanir lengra fram í tírnann" segir Ragnar. Hann segir að þau vildu gjarnan fá tækifæri til að byggja upp líf sitt hér á landi. Erfitt sé að búa við það ör- yggisleysi sem einkennir líf þeirra í dag þar sem þau geti ekki skipulagt neitt fram í tímann - sérstaklega þar sem þau haldi heimili fyrir 17 ára son Connie Hanes. .-Sól Ingvarí framboð Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði ákvað í gærkvöldi að efht skyldi til opins prófkjörs um 10 efstu sæti flokksins fyrir bæjarstjómar- kosningamar í vor. Prófkjörið fer fram dagana 14. og 15. mars. Gest- ur Gestsson, formaður fulltrúa- ráðsins, hefur þegar leitað til allra sitjandi bæjarfulltrúa flokksins og kannað hvort þeir hafi hug á þátt- töku. Ingvar Viktorsson bæjar- stjóri sagði í viðtali við DV í morgun að hugur hans stefndi að þátttöku í prófkjörinu. -phh Veörið á morgun: Vægt frost Á morgun verður norðangola eða -kaldi. Éljagangur verður norðanlands en úrkomulitið sunnanlands. Síðdegis mun smám saman snúast í suðaustan- kalda suövestanlands. Víðast verður vægt frost. Veörið í dag er á bls. 45. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nvvéi jslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 staerðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 Knur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.