Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 7 Sótt að Sigrúnu Sigrún Elsa Smáradóttir úr Alþýðu- bandalagi var eina unga konan sem fékk bærilega útkomu í prófkjöri Reykjavík- urlistans á dögunum. Hún varð í fjórða sæti af fulltrúum flokks- ins, á undan Guðrúnu K. Óladóttur sem varð í fimmta. Guðrún er for- ystukona úr verkalýðs- hreyfingunni og flokks- maskínan vill hafa hana fyrir ofan Sig- rúnu, sem þar með myndi tapa af sæti varaborgarfull- trúa. Mikil reiði er yfir þessu i hópi stuðningsmanna hennar en á meðal þeirra eru Björgvin Sigurðsson, rit- stjóri Stúdentablaðsins, og Glsli Gunn- arsson, prófessor í sagnfræði. Fullyrt er að margir úr hennar hópi muni ekki kjósa listann verði þetta niðurstaðan... Alþingi heillar Svo sem fram hefur komið í DV ætlar Magnea Guðmundsdóttir, fyrrum for- seti bæjarstjórnar ísafjarðabæjar, ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Magnea er ein af helstu stjömum Sjálfstæðisflokksins og nýtur mikils fylgis inn- an flokks. Þannig fékk hún fljúgandi kosningu i miðstjóm á síðasta landsfundi. Hún segist ekki hætt afskiptum af pólitík og þannig telja margir að hún ætli sér á þing. Fari hún fram mun hún sækja að Einari Oddi Kristjáns- syni, alþingismanni og sveitunga sinum. Það þykir einsýnt að ekki sé pláss fyrir tvo einstaklinga frá Flateyri á sama list- anum. Ekki er því talið ólíklegt, i ljósi vinsælda hennar, að hún myndi hafa betur... Laxbankastjórinn Mál Sverris Hermannssonar, banka- stjóra Landsbankans, verða væntanlega á borði Ríkisendurskoðunar. Þar er um að ræða leigu á Hrútafjaröará sem Landsbankinn hefur leigt af fjölskyldu Sverris. Lík- legt er talið að „Lax- bankastjórinn" verði hreinsaður af ásökun- um um eiginhagsmuna pot enda er málið hon um alls óskylt Það em nefnilega eiginkona hans og sonur sem reka laxveiði- viðskiptin. Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið dugleg við að draga upp mál sem sýna spillingu valdamanna. Samnýt- ing Sverris á einkahagsmunum og banka eru smám saman að koma upp á borðið en ekki er langt síðan upplýst var að banki hins fyrrverandi pólitíkusar hefði keypt sumarhús i grennd við ættaróðal hans, við ísafjaröardjúp. Svo er að sjá sem honum hafi tekist vel að samræma vinnu og tómstundir og þannig náð fram nauðsynlegri hagræðingu með aðstoð eiginkonu og bama... Fréttir Lífsjátning Séra Flosi Magnússon, sóknarprest- ur á Bíldudal, sló í gegn í þættinum Á elleftu stundu þar sem hann lýsti sam- kynhneigð sinni, geðhvarfasýki og öðr- um persónulegum málum af einlægni. Óhætt er að segja að sá hluti þjóðar- innar sem hlýddi á prestinn lýsa málum sínum af alúð hafi hlýtt opinmynntur á lifsjátn- ingamar. Séra Flosi hefur um áraraðir þjónað Bílddælingum og innan safnað- arins eru nokkuð margir sem vissu um kynhneigð hans annars vegar og sjúk- dóm. Fyrir tveimur ámm predikaði hann yfir söfhuði sinum þar sem hann hvatti samkynhneigt fólk til að koma út úr skápnum. Sumir skildu boðskapinn en aðrir fengu svarið í þætti Áma og In- gós. Það er hins vegar til marks um frjálslyndi safnaðarins að hann hefur slegið skjaldborg um prest sinn. Víst má telja að víða annars staðar hefði prestur verið sviptm* kjóli og kalli en Bilddæl- ingar ganga hins vegar á undan með góðu fordæmi... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Ný skólastefna um málefni grunnskólans: Tímasetningin engin tilviljun segir Siguröur Geirdal bæjarstjóri „Það er ekkert nýtt að ráðuneyti sem hefur haft málefni á sinni könnu í áratugi skuli koma upp með nýja og metnaðarfulla stefnu eftir að sveitarfélögin hafa tekið við málaflokknum. Skyldi það nokkuð vera tilviljun að ríkið komi með nýja stefnu í málum grunnskólans?" sagði Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, er hann var spurður álits um skóla- stefnu menntamálaráðuneytisins sem nú er verið að kynna fyrir al- menningi. Sigurður sagði sveitarfélögin byggja skólana, borga laun kenn- ara og fjármagna rekstur þeirra, og því sæi hann ekki ástæðu til að menntamálaráðuneytið gæfl út einhlíta stefnu um innra starf í skólunum, og allra síst ef breyting- arnar hefðu kostnað í för með sér líkt og hér virtist um að ræða. „Ég er ekki að segja að það sé ekki margt gott í þessari skóla- stefnu. Það er gott og blessað að þetta sé notað sem hvatning til sveit- arfélaganna en þau eiga að fá aö móta Siguröur Geir- skólann og stjórna dal bæjar- sínum rekstri stjórii sjálf," sagði Sigurð- ur. Sigurður segir sveitarfélögin sinna grunnskólanum mun betur en ríkið áður og því ætti það ekk- ert með að setja auknar álögur á sveitarfélögin til að bæta skólann. Kópavogur legði metnað sinn í að byggja upp besta grunnskólann á landinu og hann efaðist ekki um að flest sveitarfélög hefðu slíkt hið sama á stefnuskránni. -Sól. Alvöru á fjölda notaðra bíla Nú er tækifærið! Vegna gífurlegrar sölu á nýjum bílum hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við fjölda notaðra bíla og jeppa með alvöru afslætti. Frábær greiðslukjör: Engin útborgun og lán til allt að 48 mánaða Fyrsta afborgun getur verið eftir allt að 3 mánuði Visa/Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða Þú kemur og semur Opið: Mánud.-föstud. kl. 09-18 - Laugard. kl. 12-17 BÍIÁHÚSIE (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.