Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 16
16 — FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 4 íþróttir Höfuðlaus her - Afturelding tekin í gegn af frískum FH-ingum Af tveimur síðustu leikjum Aftur- eldingar er ljóst að liðið þarf svo sannarlega að taka sig saman í and- litinu. Sem stendur er liðið eins og höfuðlaus her. Brottfallið úr Evrópu- keppninni virðist hafa veriö því of- viða. Ef liðið ætlar sér einhverja hluti í úrslitakeppninni verða að eiga sér stað miklar breytingar til batnaðar. I gærkvöld varð liðið fyrir barðinu á þrælfrískum FH-ingum sem léku lengstum á alsoddi og sigruðu, 26-29. Lustenau, liö Helga Kolviðssonar, tapaði, 1-0, fyrir LASK í austurrísku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld. Helgi lék allan leikinn á miðj- unni. Helgi Kolvids- son var valinn i „lið vikunnar" i austurrisku knattspymunni hjá blaðinu Sportzeitung eftir leiki síðustu helg- ar. Barcelona tryggði sér Stórbikar Evr- ópu með 1-1 jafntefli í Dortmund í gærkvöld. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn, 2-0. Giovanni kom Barcelona yfir en Heinrich jafnaöi. Suöur-Afrika vann Þýskaland, 3-1, í landsleik í knattspyrnu kvenna í gær- kvöld. Valdimar Grímsson, þjálfari hand- boltaliös Stjömunnar, fékk skurð á augabrún i leiknum viö Breiöablik í gærkvöld. Hann fékk góða aðhlynn- ingu hjá eiginkonu sinni, Kristínu Gísladóttur, sem er sjúkraþjálfari Stjörnunnar, og gat haldið áfram. Gústaf Bjarnason, fyrirliði Hauka, er enn frá vegna meiösla. Hann getur líklega leikið gegn Víkingi í lokaum- ferö deildarinnar. Bjarni Frostason er fyrirliði Hauka I forfollum Gústafs. -VS/ih/HI Skyldustig Stjörnunnar - gegn Breiðabliki Stjarnan náði í skyldustigin gegn Breiðabliki og 10 mörk að auki í keppninni við HK um átt- unda sæti 1. deildarinnar. Blikar virtust lengi vel ætla aö ná viðunandi úrslitum en sjö Stjörnumörk í röð í seirrni hálf- leik komu í veg fyrir það. Framganga Bjöms Hólmþórs- sonar hjá Breiðabliki vakti einna helst athygli en hann gerði 7 mörk í seinni hálfleiknum. -ih Lokatölur leiksins gefa enga veginn rétta mynd af gangi leiksins því Hafnfirðingar lögðu árar í bát undir lok leiksins og fyrir vikið náðu Mos- fellingar að klóra í bakkann. Með spilamennsku eins og FH- ingar sýndu í þessum leik eru þeir til alls vísir. Það er geysilegur kraft- ur i öllum aðgerðum og leikgleðin skin úr hverju andliti. Til að kóróna allt saman er Lee að verja eins og berserkur. Liðsheild FH-inga var Breiðablik (10) 22 Stjaman (14) 32 1-0, 3-3, 4-5, 6-7, 7-11, 9-12, (10-14), 12-15, 14-16, 14-23, 18-24, 19-27, 21-28, 22-30, 22-32. Mörk Breiðabliks: Björn Hólm- þórsson 8, Brynjar Geirsson 7/2, Bragi Jónsson 3/1, Gunnar Jónsson 3, Magnús Blöndahl 1. Varin skot: Elvar Guömundsson 12/1, Guðmundur Karl Geirsson 3. Mörk Stjömunnar: Hilmar Þór- lindsson 7/3, Heiðmar Felixson 5, Valdimar Grlmsson 4/2, Arnar Pét- ursson 4/1, Viðar Erlingsson 3, Ottó Sigurðsson 2, Sæþór Ólafsson 2, Magnús Agnar Magnússon 2, Jón Þórðarson 2, Bjami Gunnarsson 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 13/1. Brottvísanir: Breiðablik 20 mín., Stjaman 10 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Eliasson, afspymuslakir. Áhorfendur: 74 (samkvæmt taln- ingu blaðamanns DV). Maður leiksins: Hilmar Þór- lindsson, Stjörnunni. geysilega öflug og Guðmundur Ped- ersen var liðinu drjúgur. Hann ber hressilega á dyr landsliðsins um þessar mundir. „Þetta var góður sigur. Sóknin og vörnin voru beitt og markvarslan góð. Erfiðar æfingar eru farnar að skila sér, en við megum ekki sofna á verðinum. Að sjálfsögðu kætumst við þegar vel gengur," sagði Krist- ján Arason, þjálfari FH, við DV eft- ir leikinn í gærkvöld. -JKS Haukar (13) 29 ÍR (11) 22 0-1, 2-1, 4-3, 7-5, 9-6, 10-9, 13-10, (13-11), 15-12, 17-15, 20-16, 22-18, 25-19, 27-20, 28-21, 29-22. Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 8, Daði Pálsson 5, Halldór Ingólfsson 5/1, Þorkell Magnússon 3, Jón Freyr Egilsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Petr Bammk 2/1, Einar Gunnarsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 5/1, Bjarni Frostason 12/1. Mörk ÍR: Ólafur Sigurjónsson 6, Haraldur Þorvarðarson 3, Ólafur Gylfason 3, Ragnar Óskarsson 3, Bjartur Sigurðsson 2, Ingimundur Ingimundarson 2, Brynjar Steinars- son 2, Erlendur Stefánsson 1/1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 13/1. Brottvísanir: Haukar 8 mín., ÍR 6 mín. Áhorfendur: Rúmlega 500. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson. Dæmdu nánast óaðfinnanlega. Maður leiksins: Aron Kristjáns- son, Haukum. ÍBV (15) 27 HK (15) 26 0-1, 3-2, 5-5, 8-9, 10-10, 13-11, 13-13, 14-14, (15-15), 19-15, 20-20, 22-20, 23-22, 25-23, 27-24, 27-26. Mörk ÍBV: Zoltan Belánýi 12/3, Robertos Pauzolis 9, Hjörtur Hinriks- son 2,'Guöfinnur Kristmannsson 2, Sigurður Bragason 1, Erlingur Ric- hardsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk- arsson 11/2. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 7/3, Gunnar Már Gíslason 4, Ás- mundur Guðmundsson 3, Óskar El- var Óskarsson 3, Jón Bersi Ellingsen 2, Guðjón Hauksson 2, Már Þórarins- son 2, Helgi Arason 2/1, Alexander Arnarsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 21/1. Brottrekstrar: iBV 8 mín., HK 4 mín. Áhorfendur: 290. Dómarar: Egill Már Markússon og Láms Lárusson. Sá fytrnefndi góður. Maður leiksins: Hlynur Jóhann- esson, HK. ÍR enn í hættu - Haukar unnu öruggan sigur, 29-22 Haukar áttu aldrei í verulegum erfiðleikum með ÍR-inga á heima- velli sínum í Strandgötunni. Lengst af var munurinn reyndar 2-3 mörk, en það var í lokin sem Haukar settu á fullt og náðu verulega öruggu for- skoti. Þegar upp var staðið var munurinn 7 mörk, 29-22. ÍR er því enn í fallhættu og þarf stig gegn Víkingi á sunnudaginn til að tryggja sæti sitt í deildinni. Uppstilling ÍR-liðsins var óvenju- leg, t.d. spilaði Ólafur Sigurjónsson sem skytta í hominu og leikmenn eins og Ólafur Gylfason og Frosti Guðlaugsson voru hvíldir. Frosti kom reyndar ekki inn á fyrr en fáar mínútur vora eftir. Þessi uppstilling gekk ekki og það eina sem kom í veg fyrir að Haukar næðu betra for- skoti var frábær markvarsla Hall- grims í markinu hjá ÍR. Haukarnir léku ágætlega þrátt fyrir að þeir hefðu ekki náð að hrista ÍR-inga af sér strax. Aron Kristjánsson átti mjög góðan leik í leikstjómandahlutverkinu. Hann brá sér á línuna seinasta hluta leiksins með ágætum árangri. Þá má einnig nefna góða markvörslu Bjama Frostasonar en hann tók stöðu Magnúsar í síðari hálfleik. Lið ÍR var frekar slakt í leiknum. Hallgrímur varði þó geysilega vel í fyrri hálfleik og Ólafur Sigurjóns- son átti góðan leik þegar hann var settur aftur í skyttustöðuna. -HI IBV enn á skriði - en HK á litla von um sæti í úrslitunum DV, Eyjum: Möguleikar HK á að komast í úr- slitakeppnina eru nánast að engu orðnir eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum, 27-26. Eyjamenn eru hins vegar óstöðv- andi þessa dagana. Ár- angur ÍBV í vetur er mjög athyglisverður, ekki síst í ljósi þess að liðinu var spáð falli í haust. Nú vantar það aðeins tvö stig í tveimur síðustu umferð- unum til jafna besta ár- angur sinn í deildinni, sem var reyndar í fyrra. ÍBV missti helstu skraut- fjaðrir sínar fyrir þetta tímabil en Þorbergur Að- alsteinsson, gamli refur- inn, hefur enn einu sinni sannað hversu afbragðs- snjall þjálfari hann er. Happadráttur ÍBV í vetur er Litháinn Robertas Pauzoulis. Hann er án efa mesta stórskyttan í deild- Sigmar Þröstur varði eins og berserkur í lokin. inni í dag og gegn HK lék hann sér að því í þrígang að stökkva upp fyr- ir utan 3ja stiga skotlínuna í körfu- bolta og þruma í netið. Robert átti frábæran leik eins og hinn útlend- ingurinn í Eyjaliðinu, Zoltan Belánýi, sem stefnir hraðbyri að markakóngstitli í deild- inni annað árið i röð. Maður leiksins var hins Hlynur Jóhannesson í marki HK. Hann varði frábærlega framan af en missti dampinn i lokin. Þessu var öfúgt farið með læriföður hans, Sigmar Þröst. Hann var lengi í gang en varði eins og ber- serkur í lokin og gerði út um leikinn fyrir ÍBV. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og virkilega hart barist. HK-ingum tókst ekki að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar þeir unnu í Eyjum í seinustu umferðinni og héldu sér í deildinni. -ÞoGu & Aftureld. (12)26 FH (17) 29 0-1, 2-2, 44, 6-6, 6-9, 7-10, 7-12, 10-15, (12-17), 12-18, 16-20, 16-22, 18-25, 20-28, 21-29, 26-29. Mörk Aftureldingar: Jason Ólafs- son 8/1, Páll Þórólfsson 8/1, Magnús Már Þórðarson 4, Einar Einarsson 4/1, Sigurður Sveinsson 2. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinss. 6, Sebastian Alexanderss. 8/1. Mörk FH: Guömundur Pedersen 9/2, Guðjón Ámason 5, Valur Amar- son 5, Knútur Sigurðsson 4/1, Hálf- dán Þórðarson 3, Gunnar Beinteins- son 2, Sigurjón Sigurösson 1/1. Varin skot: Suk Hyung-Lee 21/4. Brottvisanir: Afturelding 12 min (Sigurður rautt), FH 6 mín. Dómarar: Guöjón L.Sigurösson og Ólafur Haraldsson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: Suk Hyung-Lee, markvörður FH. Gunnar Andrésson úr Aftureldingu meiddist strax á 4. mínútu og kom ekki meira við sögu í leiknum. Hann fékk skurð fyrir ofan augabrún. Hermann kom Palace yfir - en lið hans steinlá gegn Chelsea Hermann Hreiðarsson skoraði eftir jafna á 65. mínútu, 1-1. aðeins 7 mínútur fyrir Crystal Palace gegn Chelsea í úrvalsdeildinni í gær- kvöld. Markið gerði hann með góðu skoti frá vítateig. Það var þó skammgóð- ur vermir því Chelsea vann að lokum stórsigur, 6-2. Palace situr því sem fast- ast á botninum og fall blasir við. Gianluca Vialli 2, Tore Andre Flo 2, Gianfranco Zola og Dennis Wise skoruðu fyrir Chelsea en Marcus Bent gerði seinna mark Palace. Manchester United náði stigi gegn West Ham á Upton Park og mátti þakka fyrir það. Trevor Sinclair kom West Ham yfir og liðið átti mörg færi til að bæta við mörkum. United sótti sig í seinni hálfleik og Paul Scholes náði að Arsenal sækir nú jafht og þétt að Manchester United og vann Wimbledon, 0-1, á Selhurst Park. Christopher Wreah skoraði sigurmarkið. Manchester United er með 60 stig en Arsenal er með 51 stig og á þrjá leiki til góða. Leeds gjörsigraði Blackburn, 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik. Alf Inge Háland 2, Lee Bowyer og Jimmy Floyd Hasselbaink gerðu mörkin. Barnsley vann góðan útisigur á Aston Villa, 0-1, með marki frá Ashley Ward. Bamsley á nú allt í einu góða möguleika á að halda sér uppi. Middlesbrough komst á topp 1. deildar með 6-0 sigri á Swindon. -VS „Gefum ekki mikið fyrir Hafnarfjarðarlögfræði “ - Valsmenn vilja aö dómstóll HSÍ verði skipaður að nýju Valsmenn hafa krafist þess að þeir menn sem sitja í dómstóli HSÍ víki allir og nýir menn verði skipaðir í dómstólinn áður en áfrýjun Framara vegna bikarúrslitaleiksins gegn Val verður tekin fyrir hjá dómstólnum. „Við höfum sent inn greinagerð þar sem þetta kemur fram,“ sagði Karl Jónsson, varaformaður hand- knattleiksdeildar Vals, við DV í gær- kvöld. „Mönnum þykir ekki eðlilegt að þegar nánast er búið að taka niðrum þessa menn í þessum dómstól og þeir nánast búnir að klúöra allri lögfræði sem þeir hafa einhvem tímann lært þá taki þeir aftur á sama málinu. Ekki síst vegna þess að sá úrskurður sem gekk hjá HKRR er algjör þver- sögn miðað við þessa Hafnarfjarðar- lögfræði þeirra. Við gefum ekki mik- ið fyrir hana. Þessir menn vita ekki einu sinni hvernig á að skipa dóm- stól. Það að menn skuli leyfa sér að labba í blaðaviðtöl áður en dómsorð er uppkveðið og úttala sig um það hvemig dómurinn ætli að vinna er auðvitað alveg fáheyrð lögfræði. Menn sem ekki kunna mannganginn í þessu eiga væntanlega að gera eitt- hvað annað en þetta. Ef þessir menn sitja áfram og úrskurðurinn verður okkur óhagstæður munum viö áfrýja. Ef við töpum málinu er ljóst að bikarúrslitaleikurinn verður ekki leikinn fyrir úrslitakeppnina. Þá er kannski eins gott að hafa þennan leik sem eitt af skemmtiatriðunum 17. júní,“ sagði Karl Jónsson. -SK íþróttir Frakkar eru áfram í stuði í stórbikarkeppninni i handbolta* í Þýskalandi. Þeir unnu Rúm- ena, 39-12, í gær. Þýskaland og Króatía eru í sama riðli og skildu jöfn, 23-23. Rússar sigruðu Svía, 25-22, í B- riðlinum og Júgóslavar unnu b- lið Þjóðverja, 23-19. Grótta/KR vann auðveldan sig- ur á Ármanni, 40-20, í 2. deild karla í handbolta í gærkvöld. Thomas Alsgárd frá Noregi varð i gær heimsbikarmeistari í skíðagöngu þegar hann vann heimsbikarmót í 10 km göngu. Lazio er komiö í bikarúrslitin í ítölsku knattspyrnunni eftir 2-2 jafnteíli við Juventus í gær- kvöld. Lazio vann fyrri leikinn á heimavelli Juventus, 1-0. Ned- ved gerði bæði mörk Lazio en Fonseca og Amoruso skoruðu fyrir Juventus. .y§ Það var að vonum ekkert gefið eftir á Hlíðarenda í gærkvöld. Hér stöðvar Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson Framarann Daða Hafþórsson. Valsmenn náðu þó ekki aö stöðva Framara í lokin og máttu sætta sig viö ósigur. DV-mynd Brynjar Gauti Annar í bikar - nema að nú fögnuðu Framarar sætum sigri gegn Val, 25-26 „Þetta var mjög góður sigur fyrir okkur. Bæði lið komu í þennan leik til að spila handbolta. Heiðarleikinn var í fyrirrúmi en baráttan var þó mikil. Við tökum einn leik fyrir í einu og eig- um Breiðablik i næsta leik. Þar stefn- um við að sigri. Ég er fyrir löngu bú- inn að læra það að vanmeta engan andstæðing, hvort sem um er að ræða neðsta eða efsta liðið,“ sagði Guð- mundur Þórður Guðmundsson, þjálf- ari Fram, eftir sigur liðsins gegn Val að Hliðarenda í gærkvöld, 25-26. Fram komst þar með í efsta sæti Nissandeildarinnar og segja verður eins og er að liðið er til alls líklegt. Það sást þó í þessum mikilvæga leik að enn eiga Framarar ýmislegt ólært í íþróttinni. Þeir misstu niður gott for- skot, léku um tíma óagað og gerðu nokkur klaufaleg mistök. Sömu sögu er að segja af liði Vals. Og þrátt fyrir ósigur að þessu sinni er langt frá því að Valsmenn hafi sagt sitt síöasta orð. Klukkan gleymdist í lokin Það var ljóst strax í upphafi að leik- urinn var mikilvægur og taugar leik- manna þandar til hins ýtrasta enda hefur margt gerst í samskiptum þess- ara liða á undanfómum vikum. Leik- urinn var þó allan tímann heiðarlega leikinn og leikmenn beggja liða eiga heiður skilið fyrir þá staðreynd að þeir settu handboltann ofar öllu. í lok- in þegar allt var i háalofti gleymdist að setja klukkuna í gang en röggsam- ur eftirlitsdómari leiksins, Jón Her- mannsson, var með alla hluti á hreinu. Minnti þetta marga á bikarúr- slitin frægu. Leikurinn var köflóttur, rétt eins og bikarúrslitaleikurinn á dögunum. Valsmenn komust í 12-9 skömmu fyr- ir leikhlé en þá fór i hönd slæmur kafli hjá liðinu og Framarar skoraðu næstu sjö mörk leiksins og staðan 12-16 þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Valsmenn ekki skor- að mark í stundarfjórðung. Daníel Ragnarsson byrjaði leikinn með miklum látum, skoraði fjögur mörk i upphafi, og áttu Framarar ekk- ert svar við stórleik hans í byrjun. Guðmundur Hrafnkelsson var hins vegar langbesti maður Vals í leiknum ásamt Inga Rafni Jónssyni. Hjá Fram var markvörðurinn Þór Bjömsson mjög góður og hélt Fram inni í leiknum og vel það eftir að stað- an var orðin 12-9, Val í vil.. Gunnar Berg átti einnig mjög góðan leik og Oleg Titov stóð fyrir sínu að venju. -SK Lokaumferð 1. deildar kvenna í handknattleik: FH náði þriðja sæti - jafntefli við Stjörnuna en Víkingur vann Gróttu/KR FH tryggði sér í gærkvöld þriðja sætið í 1. deild kvenna með því að gera jafntefli, 24-24, við deildar- meistara Stjörnunnar í Kaplakrika. Stjaman leiddi nær allan leikinn, 12-15 í hálfleik, en FH náði að jafna undir lokin og var rétt búið að krækja í bæði stigin. Mörk FH: Hrafnhildur Skúladóttir 6, Dagný Skúladóttir 4, Guörún Hólmgeirs- dóttir 3, Hildur Erlingsdóttir 3, Hafdís Hinriksdóttir 3/2, Þórdís Brynjólfsdóttir 2, Drífa Skúladóttir 2, Björk Ægisdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Herdís Sigur- bergsdóttir 5, Ragnheiður Stephensen 5, Inga Fríöa Tryggvadóttir 4, Nína Björns- dóttir 3, Anna Blöndal 2, Hrund Grétars- dóttir 2, Inga Björgvinsdóttir 2, Ásta Sölvadóttir 1. Grótta/KR steinlá í Víkinni Grótta/KR gat náð þriðja sætinu með jafntefli við Víking en steinlá í Víkinni, 31-26. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Víking sem komst í 30-23. Mörk Víkings: Guðmunda Kristjáns- dóttir 9, Halla M. Helgadóttir 9, Kristín Guðmundsdóttir 6, Helga Á. Jónsdóttir 2, Eva Halldórsdóttir 2, Anna K. Árnadóttir 1, María K. Rúnarsdóttir 1, Heiða Erlingsdóttir 1. Mörk Gróttu/KR: Helga Ormsdóttir 7, Anna Steinsen 7, Edda H. Hreinsdóttir 6, Ágústa E. Bjömsdóttir 2, Kristín Þórðardóttir 2, Harpa Ingólfsdóttir 1, Brynja Jónsdóttir 1. Fjórir sáu Fram nálægt sigri Fjórir sáu Hauka vinna Fram, 25-23, tveir fréttamenn og tveir starfsmenn mótanefndar. Haukar urðu að leika án áhorfenda, sam- kvæmt úrskurði aganefndar á dög- unum. Fram virtist lengi stefna í sinn fyrsta og eina sigur á tímabilinu. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir Safamýrarstúlkur og þær komust í 14-20. Á lokakaflanum fengu þær þrjú rauð spjöld og voru mjög óhressar með hlut dómaranna. Mörk Hauka: Auður HermannsdóttiF^ 9/3, Judit Ezstergal 6/1, Harpa Melsted 4/1, Hulda Bjarnadóttir 2, Björg Gilsdótt- ir 2, Thelma Björk Ámadóttir 2. Mörk Fram: Hafdís Guðjónsdóttir 6/2, Kristín Pétursdóttir 5, Kristín Hjaltested 4, Hekla Daðadóttir 3, Hrafnhildur Sæv- arsdóttir 2, Steinunn Tómasdóttir 1, Katrín Gunnarsdóttir 1, Katrín Tómas- dóttir 1. Valur hélt fimmta sætinu Valur hélt 5. sætinu með góðum sigri í Eyjum, 17-22, eftir 10-11 í hálfleik. >, Mörk iBV: Sandra Analyte 8, Sara M. Ólafsdóttir 3, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Guð- björg Guðmarsdóttir 2, Hind Hannesdótt- ir 1, Egle Pletiené 1. Mörk Vals: Gerður B. Jóhannsdóttir 5, Sonja Jónsdóttir 4, Brynja Steinsen 4, Þóra B. Helgadóttir 4, Anna G. Halldórs- dóttir 2, Dagný Pétursdóttir 1, Hafrún Kristjánsdóttir 1, Eivor Pála Blöndal 1. Úrslitakeppnin hefst næsta fimmtudag og hér fyrir neðan sést hvaða lið mætast. -VS Erfitt hjá Víkingi - eftir tap gegn KA, 18-23 Víkingar ætla sér ekki auðveldu leiðina til að sleppa viö fall. Þrátt fyrir slakan leik KA i gær unnu norðanmenn, 23-18, og nú þurfa Víkingar minnst 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum. Vöm Vikinga, með þá Pád og Steinar í fararbroddi, hélt lengst af en það var sóknarleikurinn sem fór með alla möguleika Víkinga. Vík- ingar nýttu aðeins 18 af 41 skoti, þar af 1 af 10 fyrir utan og þar að auki töpuðu þeir 19 boltum í sókninni. „KA-menn voru ekki að skapa þennan sigur heldur voram það við sem vorum að rétta þeim hann upp Valur (12) 25 Fram (12) 26 1-0, 2-2, 3-3, 4-4, 5-7, 7-7, 8-8, 10-8, 12-9, (12-12), 12-16, 13-17, 16-17, 18-18, 19-19, 21-21, 21-23, 23-24, 23-26, 25-26. Mörk Vals: Valgarð Thoroddsen 7/3, Ingi Rafn Jónsson 5, Daníel S. Ragnarsson 4, Jón Kristjánsson 3/2, Davíð Ólafsson 1, Kári Guðmundsson 1, Ari Allansson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 11. Mörk Fram: Gunnar Berg Vikt- orsson 6, Daði Hafþórsson 6, Oleg Titov 5, Sigurpáll Ánii Aðalsteinsson 3/1, Guðmundur Helgi Pálsson 2, Njörður Árnason 2, Páll Þórir Beck 1, Magnús Amar Amgrímsson 1. Varin skot: Þór Bjömsson 10/1, Reynir Þór Reynisson 1. Brottvísanir: Valur 4 mín., Fram 8 mín. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjarni Viggósson. Áhorfendur: Um 500. Maður leiksins: Þór Björnsson, markvörður Fram. í hendumar," sagði Ámi Indriða- son, þjálfari Víkinga, eftir leik. Víkingar vora samt að berjast, þeir gáfust aldrei upp og misstu KA- menn aldrei frá sér. Annars var leikurinn slakur og fór stór hluti hans út í hálfgert rugl. Mikið um mistök og furðulegar ákvarðanir leikmanna sem töpuðu meðal ann- ars 34 boltum samtals. Markverðimir, Birkir hjá Vík- ingi og Sigtryggur hjá KA, stóðu upp úr hjá báðum liðum og Sig- tryggur skilaði ekki aðeins mark- mannshlutverkinu vel heldur gerði að auki tvö mörk. -ÓÓJ VHdngur (7)18 KA (10) 23 1-0, 1-2, 4-4, 4-8, 6-10, (7-10), 8-10, 9-12, 10-14, 14-17, 16-21, 18-22, 18-23. Mörk Víkings: Þröstur Helgason 7/4, Kristján Ágústsson 2, Birgir Sig- urðsson 2, Hjalti Gyifason 2, Rögn- valdur Johnsen 2, Steinar Birgisson 1, Páll Björgvinsson 1, Hjörtur Arnar- son 1. Varin skot: Birkir Guðmundsson 18/2. Mörk KA: Halldór Sigfússon 6/2, Karim Yala 5, Björgvin Björgvinsson 4, Leó Örn Þorleifsson 2, Sverrir Bjömsson 2, Sigtryggur Albertsson 2, Jóhann G. Jóhannsson 1, Vladimir Goldin 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 18. Brottvísanir: Víkingur 10 mín., KA 12 mín. Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Einar Sveinsson, ekki sannfærandi. Áhorfendur: Um 150. Maður leiksins: Sigtryggur Al- bertsson, KA. %J.DEILD KVENNA Lokastaðan: Stjarnan 21 15 4 2 539-461 34 Haukar 21 12 3 6 537-474 27 FH 21 10 4 7 460-427 24 Grótta/KR 21 11 2 8 430-449 24 Valur 21 9 4 8 421-421 22 Víkingur 21 10 1 10 486490 21 ÍBV 21 6 1 14 456494 13 Fram 21 0 3 18 419-513 3 í átta liða úrslitum mætast: Stjaman - Fram Haukar - ÍBV FH - Víkingur Grótta/KR - Valur n 1. DEILD KARLA Fram 20 14 Afturelding 20 14 KA 20 12 FH 20 11 Valur 20 11 ÍBV 20 11 Haukar 20 11 Stjarnan 20 10 0 6 522-479 28 0 6 519-476 28 3 5 552-490 27 4 5 524-481 26 4 5 487-455 26 2 7 564-528 24 2 7 548-513 24 0 10 516-509 20 HK 20 7 2 11 499-499 16 ÍR 20 5 2 13 487-527 12 Víkingur 20 4 1 15 470-528 9 Breiðablik 20 0 0 20 437-640 0 Um helgina mætast KA-ÍBV, Stjam- an-FH, HK-Valur, Fram-Breiðablik, ÍR-Víkingur og Haukar-Afturelding. Lokaumferöin er leikin 18. mars. Þá mætast Breiðablik-HK, FH-Fram, Valur-KA, Afturelding-Stjarnan, ÍBV-ÍR og Víkingur-Haukar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.