Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Page 4
4 MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Dómsmálaráðherra á Hólmavík: Sýsl u mannsf I u t n- ingur óhaggaður Frá fundi dómsmálaráðherra meö Strandamönnum þar sem fram kom að afstaða bæði ráð- herra og heimamanna er óhögguð og Sigurður sýslumaður fer þvt vestur. Hér eru þeir Þor- steinn Pálsson dómsmáiaráðherra, Þorsteinn Geirsson ráöuneytisstjóri, Ólafur Þór Hauksson, núverandi sýslumaður á Hólmavík, og Björn H. Karlsson héraösráðsmaður. DV-mynd Guð- finnur DV, Hólmavík: Ráðherra dómsmála, Þorsteinn Pálsson, ásamt ráðuneytisstjóran- um í dómsmálaráðuneytinu sýndu Strandamönnum þann heiður um helgina að sækja þá heim þar sem menn skiptust á skoðunum um svonefnt sýslumannsmál, mál sem gárað hefur meira mannlífsvötnin um byggöir Vestfjarða undanfarna daga en gerst hefur í annan tíma. Þorsteinn Pálsson sagði fundinn með héraðsráði Strandamanna hafa verið mjög gagnlegan, sjónarmið ráðuneytisins hefðu verið skýrð í þessu máli og athugasemdir heima- manna verið mótteknar og þær ræddar. Starfsmönnum ráðuneytis- ins þætti miður hversu mikilli óá- nægju vígslun sýslumanna á Hólmavík og Akranesi hefði valdiö meðal Strandamanna. Vilji ráðu- neytisins stæði ekki til annars en að þessi mikilvæga þjónusta yrði eins vel af hendi leyst og nokkur kostur er, í þeim efnum myndi ráðuneytið styðja við bakið á Strandamönnum og veita þeim alla þá liðveislu sem það gæti. Ákvörðuninni sem tekin hefur verið um sýslumannsskiptin verði hins vegar ekki breytt. „Það kom skýrt fram hjá okkur að við erum fyrst og fremst óánægð með þessa ákvörðun ráðherra og við lýstum því yfir margsinnis og óskuðum að hann breytti þessari ákvörðun sinni og báðum hann lengstra orða þess að Strandamenn þyrftu ekki að blandast inn í þessa deilu ráðu- neytisins og sýslu- mannsins á Akra- nesi. Við vorum alls ekki að setja okkur í neitt dóm- arasæti yfir þeim manni, til þess hefðum við hvorki burði né nokkra getu,“ seg- ir Þór Öm Jóns- son, fram- kvæmdastjóri héraðsráðs Strandasýslu, um væntanlegan til- flutning sýslu- mannanna á Hólmavík og Akranesi. „Við létum á okkur skiljast að verði ekki á þessu breyting þurfi að útskýra hana fyr- ir Strandamönnum, nokkurt verk sé þar óunnið sem ráðherra þurfi þá að sinna,“ segir Þór Öm. -GF Dagfari Varaformaður íhaldsins Hannes Hólmsteinn Gissurarson er loksins orðinn spámaður í eigin foðurlandi. Dagfari á að sönnu ekki við það hefðbundna nærhald sem haldið hefur hlýju á viðkvæmustu pörtum íslenskra víkinga gegnum naprar aldir, enda engar heimildir um að Hannes taki íslenska ull fram yfir útlent silki til þess göfuga hlutverks. Nei, hér á Dagfari, sem er gamall aðdáandi Hannesar, við þá einstöku spádómsgáfu sem birtist í framsýni doktorsins fyrr á þessum vetri. Þá lýsti prófessorinn yfir að besta svar stjómarflokkanna tveggja við samrunadansi vinstri flokkanna væri auðvitað að Framsóknarflokkurinn rynni í heilu lagi inn í Sjálfstæðisflokkinn. Hannes Hóhnsteinn er að sönnu gáfaðasti maður á íslandi eins og hann hefur ekki þreyst á að henda á síðustu áratugina. Sömuleiðis er hann langklárasti fræðimaður íslendinga á sviði þeirra stór- merku vísinda sem á lærðu máli nefnast stjómmálafræði, og gott ef það gildir ekki um samanlagða Evrópu norðan Alpa. Um það efast fáir og síst hann sjálfur. Því lögðu menn auðvitað við hlustir þegar hinn vísi doktor viðraði þessa nýstárlegu kenningu í fjölmiðlum. Maður af hans kalíber kemur ekki fram með skoðanir af þessu tagi nema að baki liggi fræðilegar rannsóknir. Þó má draga í efa að þurft hafi ljóngáfur prófessorsins eða yfirburðaþekkingu hans á sviði stjómmálafræði til að benda þjóðinni á þau sannindi að Fram- sóknarflokkurinn ætti hvergi betur heima en í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins. Eftir þriggja ára samstarf flokkanna þarf ekki nema meðalgreindan sjimpansa til að sjá það á löngu færi. En nú hafa þau sögulegu tíöindi gerst að Framsóknarflokkurinn hefur fyrir sitt leyti fallist á boðskap prófessors Hannesar. Það gerðist í síðustu viku þegar Davíð Oddsson kvaddi sér hljóðs á Alþingi íslendinga og tilkynnti þau tíðindi að þingflokkur Fram- sóknarflokkins hefði fallist á að hér eftir myndu þeir Halldór Ásgrimsson verða staðgenglar hvor annars. Þetta þýðir að þegar Halldór Ásgrímsson er erlendis, sem er einn helsti dvalarstaður sérhvers utanrikisráðherra, þá er formaöur Sjálfstæðisflokksins í reynd æðsti yfirmaður Framsóknarflokksins. Þetta hlýtur að vera sérstakt gleðiefni fyrir Framsóknarmenn eins og Guðna Ágústsson og Stefán Guðmundsson, sem hafa háð marga kosningahildi undir hinu gamla kjörorði Jónasar frá Hriflu og Eysteins: „Allt nema íhaldið!" Rótin að þessu öllu saman er þó sú hefð Sjálfstæðisflokksins að þar gegnir varaformaður jafnan stöðu forsætisráðherra ef hann er forfallaður. Bjöm Bjamason hefur að sjálfsögðu litið á sig sem kjörinn arftaka Friðriks Sophussonar sem er á leið út úr stjórnmálum. Geir H. Haarde, hinn nýbakaði ráðherra, er á öðm máli. Þessir heiðursmenn munu innan skamms bítast um embætti varaformanns. Fyrir Davíð var því úr sérlega vöndu að ráða. En auðvitaö var hann sammála vini sínum Hannesi um að Framsókn á að verða partur af íhaldinu með formlegum hætti enda þegar orðinn að botnlanga á flokknum. Hann leysti því málin með þeim brilijant-hætti að gera Halldór Ásgrímsson að staðgengli sínum. Með þessu sló Davíð auðvitað tvær flugur i einu höggi; kom í veg fyrir slagsmál um varaformennsku Sjálfstæðisflokksins og innlimaði um leið Framsókn! Dagfari leyfir sér þann munað að óska Framsóknarflokknum innilega til hamingju með þessa brakandi snilld. Það er ekki á hverjum degi sem formanni Framsóknarflokksins hlotnast sú upphefð að taka að sér varaformennsku fyrir Sjálfstæðis- flokkinn! En hvað skyldu þeir Hriflu- Jónas og Eysteinn segja? Dagfari Eiríkur tekinn við Eiríkur S. Jó- hannsson, úti- bússtióri Lands- bankans á Akur- eyri, tók á laug- ardag formlega við starfi kaupfé- lagsstjóra Kaup- félags Eyfirð- inga, KEA, af Magnúsi Gauta Gautasyni. Sameining samþykkt Sameining Starfsmannafélags- ins Sóknar, Dagsbrúnar/Fram- sóknar og Félags starfsfólks í veit- ingahúsum, samþykktu samein- ingu í allsherjaratkvæðagreiöslu með 85% atkvæða. Þátttakan var dræm, aðeins 35,1% greiddu at- kvæði. Almenn ánægja er með þessa niðurstöðu. Ókeypis skirteini í tilefhi 80 ára afmælis Borgar- bókasafhsins munu 7.000 karlar á aldrinum 36-45 ára fá gjafabréf fyr- ir bókasafhsskirteini og konum á sama aldri verður boðin netkynn- ing. Þá fá allir yngri en 18 ára ókeypis bókasafnsskírteini. Hnjúkalisti tilbúinn Bæjarmálafélagið Hnjúkar á Blönduósi hefur samþykkt fram- boðshsta fyrir bæjarstjómarkosn- ingamar. Efstu menn á lista em Sturla Þórðarson, Jóhanna G. Jónasdóttir, Þórdis Hjálmarsdótt- ir, Valdimar Guðmannsson og Björgvin Þórhallsson. Óskalistinn klár Þá er Óskalistinn á Fáskrúðs- firði tilbúinn með sinn framboðs- lista. Efstu menn þar em Helgi Guðjónsson, Ólafúr Niels Eiríks- son, Eygló Ægisdóttir, Kristmund- ur Sverrir Gestsson og Sunna Lind Smáradóttir. Lausn frá störfum Guðmundur Bjamason um- hverfisráðherra hefurveittÁgústi Guðmundssyni lausn um stund- arsakir frá emb- ætti forstjóra Landmælinga ís- lands með vísun til skýrslu Ríkis- endurskoðunar um fjárhagsleg sam- skipti hans við Landmælingar. Þrir forstöðumenn sviða Landmælinga gegna störfum forstjóra. Sorpförgun í lagi Frumathugun Skipulagsstofh- unar á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar sorpfóigunar Byggða- samlagsins Hulu í Eyjafjallahrepp- um og nágrenni leiðir í ljós að framkvæmdin raski hvorki jarð- myndunum á uröunarsvæðum né fomminjum. Minna atvinnuleysi Atvinnuleysi um síðustu mán- aöamót var 3,1% á landinu og hef- ur ekki verið minna síöan í nóv- ember 1991 samkvæmt vinnu- markaðskönnun Hagstofúnnar. Þetta þýðir að um 4.700 einstak- lingar hafi verið án vinnu. Halldór hefur áhyggjur Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra lýsir yfir áhyggj- um vegna auk- innar spennu í samskiptum Rússa og Letta. Hann harmar sprengingar sem hafa átt sér stað í Lettlandi. -ffl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.