Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Fréttir
Hefði
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi:
mátt koma I veg
Landsbankamálið
fýrir
Hver ber ábyrgðina í Lands-
bankamálinu? Það er spurning
dagsins, en ljóst er að skýrsla Ríkis-
endurskoðunar hefur verið notuð
sem einhvers konar dómsúrskurður
í málinu. Bankaráðið segir að
skýrslan kvitti sig en hún leggur all-
þungan dóm á herðar ytri og innri
endurskoðenda bankans. Þeir síð-
astnefndu kvarta hins vegar undan
því að endurskoðun hafl verið mjög
erfið því allar reglur hafi í raun
skort. Ríkisendurskoðun hefur á
undanförnum árum innleitt nýjar
verklagsreglur í fjölda opinberra
stofnana sem hafa gert alla endur-
skoðun og innra eftirlit skilvirkara
og öflugra.
DV spurði Sigurð Þórðarson rík-
isendurskoðanda hvort ekki hefði
komið til mála að Ríkisendurskoð-
un hefði lagt til eða hreinlega inn-
leitt þessar reglur í Landsbankann:
„Nei, nei, það hefur ekkert verið í
umræðunni."
- Af hverju kom það ekki til?
„Það veit ég ekkert um, sennilega
vegna þess að við vorum ekkert í
þessari beinu vinnu við þessa end-
urskoðun í bankanum."
- En hefðu slíkar reglur ekki get-
að komið í veg fyrir þessa uppá-
komu í bankanum, ef slíkar reglur
Sigurður Þórðarson.
hefðu t.d. verið til staðar fyrir
tveimur árum?
„Jú, jú, það er alveg klárt. Það er
alltaf hægt að vera vitur eftir á með
þetta „ef ‘ úti um allt.“
- En þið hafið komið þessum
verklagsreglum upp víða í opinber-
um stofnunum:
„Jú, jú, við höfum verið að koma
þessu upp víða með aðstoð margra
annarra, þá höfum við verið að
vinna að auknu eftirliti."
- Verður þetta þá tekið upp núna
í verklagi innan bankans?
„Var ekki verið á síðasta banka-
ráðsfundi að ræða þetta? Hann bað
okkur um það, nýi bankastjórinn að
líta á það með sér hvemig eftirlits-
deildin ætti að virka.“
- En það var sem sagt ekki í ykk-
ar verkahring að gera tillögu um
breytingar í þessa átt í bankanum?
„Það má út af fyrir sig segja að
þetta hafi verið í okkar verkahring,
en við gerðum það ekki. Það er
meira mál.“
- Það má segja að það hafi verið
miður ?:
„Já, já, eins og ég segi þá geta
menn verið vitrir eftir á,“ sagði Sig-
urður Þórðarson ríkisendurskoð-
andi. -phh
Framboð verkafólks
Anna
hjólar í
„Mér líst mjög vel á þetta. Ég tel
okkur eiga góða von í kosning-
unum. Við höfum heimsótt vinnu-
staði og fólk er mjög svekkt eftir
síöustu samninga. Innan raða list-
ans eru aðilar sem börðust gegn
síðustu samningum," segir Anna
Sjöfn Jónasdóttir, efsti maður á
lista Framboðs verkafólks sem
Sjöfn
Halldór
mun bjóða fram í Dagsbrúnar-
kosningunum 24. og 25. aprO nk.
13 eru á lista Framboðs verka-
fólks sem mun bjóða fram gegn
núverandi stjórn A-lista. Anna
Sjöfn mun bjóða sig fram til for-
manns Dagsbrúnar gegn Halldóri
Björnssyni, núverandi formanni.
-RR
Anna Sjöfn Jónasdóttir.
SKÓHÖLLIIM
St. 25-3
Kr. 2.29
EBB
1 áleggi
I miA
fylgir hverju pari
Skemmuvegi 32 • S. 557 5777
Kringlan 8-12 • S. 568 6062
Bæjarhrauni 16 • S. 555 4420
KÓPAVOGI