Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
7
sandkorn
Samkomur
Það er af sem áður var í
Landsbankanum þegar sukk og
hóglífi setti mark sitt á líferni
bankastjómarinnar. Siðvæðing-
in hefur nú flætt
yfir bankann og
nú er það trú-
ræknin sem er í
öndvegi. Helgi
S. Guðmunds-
son, formaður
! bankaráðs, er
annálaður trú-
maður og hag-
ar lífi sínu
sem slíkur fjarri
glaumi veiðihúsanna. Þá er
Halldór Jón Kristjánsson aðal-
bankastjóri ekki síður staðfastur
í trú sinni og líferni enda alinn
upp í kenningum Sjöunda dags
aðventista. Nú hefur bankaráð
formlega tekið ákvörðun um að
hætta laxveiðum og þess er beð-
ið að fundir bankaráðs fái nýtt
og virðulegra heiti í samræmi
við breytta tíma. Þannig er talið
við hæfi að í stað þess að skil-
greina þá sem fundi verði nú tal-
að um samkomur bankaráðs...
Eimskip á Indlandi?
Á vefnum er að flnna heima-
síðu undir slóðinni www.eim-
skip.com. Einhverjir kunna
kannski að halda að Eimskip sé
þarna með alþjóðlega
síðu en svo er alls
ekki. Þetta er heima-
síða indverska kvik-
myndafyrirtækisins
AVM. Mörg ind-
versk fyrirtæki
hafa nefnilega
stundað það að
setja upp heima-
síður með slóðum
sem innihalda
nöfn þekktra
stórfyrirtækja.
Tilgangurinn er
að laða fólk að siðunum.
AVM hefur því haft upp á Eim-
skip og ákveðið að nota nafn
þess í þessum tilgangi. Engum
sögum fer hins vegar að þvi
hvort þessi slóð hafi borið ein-
hvem árangur. Yfir 6.000 manns
hafa að vísu skoðað síðuna en
ekki er vitað á hve löngum
tíma...
Moggafréttir
Morgunblaðið er þekkt fyrir
ítarlegar frásagnir af hinum
margvíslegustu atburðum um
heimsbyggðina. Heldur færðu
menn sig upp á
skaftið í sein-
ustu viku þegar
blaðið fjallaði
um hinn ill-
ræmda Pol
Pot, fyrrum
leiðtoga
Rauðu khmer-
anna. Á inn-
síðum blaðsins var fjallaö um
böðulinn og sagt að hann hefði
fallist á að mæta fyrir alþjóða-
dómstól vegna glæpa sinna. Á
forsíðu sama blaðs greinir Mogg-
inn síðan frá því að Pol Pot sé
látinn. Þarna skildu um 25 blað-
síður milli lífs og dauða...
Á meðan Róm brennur
HaUdór Runólfsson yfirdýra-
læknir brá sér vestur um haf til
Oregon á dögunum til að skoða
hinn brottflutta
Keikó. Það veltur
á mati Halldórs
hvort týndi son-
urinn fær að
snúa heim eður
ei. Ekki eru þó
allir jafn hrifn-
ir af ferðalagi
yfirdýralækn-
is og segja honum nær að
vera heima og huga að hrossa-
sóttinni með því að reisa og fella
varnargirðingar...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is
Fréttir
Forstjóri álversins í Straumsvík segir stefnuna vera reyklaust ÍSAL árið 2000:
Ráðum frekar fólk
sem ekki reykir
Rannveig Rist, forstjóri álversins
í Straumsvík, segir að fyrirtækið
líti fremur til þeirra sem ekki
reykja en þeirra sem það gera. Hún
segir fyrirtækið stefna að því að það
verði reyklaust árið 2000.
„Við erum að ráða inn þessa
dagana menn sem reykja. Þetta er
því ekki alveg svo einfalt. Á hinn
bóginn höfum við sagt við menn
að við hefðum mikinn áhuga á að
koma á reyklausu ÍSAL árið 2000.
Við gerðum þeim grein fyrir því
og að það væri þeirra val hvort
þeir reyktu eða ekki. Þetta atriði
er því ekki alveg klippt og skorið
Rannveig Rist.
og því er tekið tillit til fleiri at-
riða.“
- En þið lítið fremur til þeirra
sem ekki reykja en þeirra sem
reykja:
„Já, við gerum það að öðru jöfnu.
Það er þó ekki þannig að reykinga-
menn séu alveg klipptir út þó við
vildum það gjarnan. Við höfum ver-
ið að fjárfesta hér fyrir marga millj-
arða á síðustu árum í alls konar
búnaði til að bæta umhverfið og þar
með heilsu fólks.“
- Hvað getur þú ímyndað þér að
margir starfsmenn á þessu ári
hefðu fengið framlengingu á tíma-
bundinni ráðningu sinni ef þeir
hefðu ekki reykt?
„Ég hef enga tölu á því. Þetta er
bara eitt af þeim atriðum sem mið-
að er við. Þetta sjá menn auðveldast
sjálfir. Þetta eru menn sem eru
ráðnir tímabundið og þeir eru til-
tölulega fáir. Auðvitað leita menn
skýringa á því að þeir fá ekki fram-
lengingu. En við erum ekki skuld-
bundin til að gefa neinar nákvæmar
útlistanir á því. Við stöndum við þá
samninga sem við gerum en fram-
lengjum ekki ef betri kostir eru í
stöðunni," sagði Rannveig Rist.
-Ótt
Stærsta sportvöruverslun landsins!
Með tilkomu VINTERSPORT á íslandi
hefur þú aðgang að öllu því nýjasta á
sviði íþrótta og útiveru.
Þín frístund er okkar fag.
I dag er opið frá
9 til 18.
Opnum á morgun Id. 9. Jj&gikm.
north(9)br<
vs'sé&sssr
SjHEWUNE'
Okvis
um
COnVERSE
'o.
www.intersport.is
d"*90i,r ■
5i9 frarn við að fa. . ' " ’ ****J..-
ems hagaeða vorumerki íverslun sinni. Starfsmenn Interspórt leiðbeina þér um vöruúrvalið
VINTERSPORT
ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG