Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Síða 8
8
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Nýjar hugmyndir um lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs:
Netanyahu tilbúinn
að fara til Lundúna
Harmur kveðinn að Paul McCartney:
Linda látin úr krabba
Vill svör um flugvöll
Færeyski jafnaöarmaðurinn
Joannes Eidesgaard, sem situr á
danska þinginu, vill fá svör frá
samgönguráöherra Danmerkur
um hver afstaða dönsku stjórnar-
innar er til lengingar flugbrautar-
innar á flugvellinum í Vágum.
Uffe kveður
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum
utanríkisráöherra Danmerkur,
hefur nú form-
lega látið af
embætti leið-
toga Venstre,
stærsta stjórn-
arandstöðu-
flokksins. Á
flokksþingi um
helgina var
Anders Fogh Rasmussen kjörinn i
hans staö.
Endurbætur í Kirkjubæ
Færeyingar ætla á næstu árum
að gera átak í að vemda rústimar
af miðaldadómkirkjunni í hinni
fornu víkingabyggð i Kirkjubæ,
skammt frá Þórshöfn, svo þær
megi verða heimamönnum og
ferðamönnum augnayndi næstu
árhundraðin.
Raðmorðingi í lestum
Mikill ótti greip um sig á Ítalíu
í gær þegar blöð skýrðu frá því að
kona hefði veriö myrt á laugardag
á salerni lestar á ferð. Þetta var
annaö morðið af þessu tagi á einni
viku í norðvesturhluta Ítalíu.
Auknar vonir um frið
Kambódíumenn gera sér vonir
um að friðvænlegra verði í landi
þeirra eftir dauða hins alræmda
Pols Pots, fyrrum leiðtoga Rauðu
khmeranna.
Reiði vegna morðs
Mikil reiði er nú í Kólumbíu
eftir morðið á einum helsta bar-
áttumanni fyrir mannréttindum í
landinu, lögfræðingnum Eduardo
Umana Mendoza.
Viðræður um verslun
Leiðtogar Ameríkuríkja
ákváðu á fundi sínum í Chile að
heíja viðræður um stofnun
stærstu fríverslunarsamtaka
heimsins, frá Alaska til syðsta
odda Suður-Ameriku.
Á brattann að sækja
Helmut Kohl Þýskalandskansl-
ari viðurkenndi í gær að í kosn-
ingabaráttunni ætti hann á bratt-
ann að sækja. Helstu andstæðing-
ar hans, jafnaðarmenn, njóta mun
meira fylgis í könnunum.
Havel á gjörgæslu
Vaclav Havel Tékklandsforseta
verður haldið sofandi á gjörgæslu
næstu tvo daga og slím verður
hreinsað úr lungum hans þrisvar
á dag.
Andófsmaður vestur
Kínverski andófsmaðurinn
Wang Dan, einn foringja lýðræð-
ishreyfingar námsmanna á Torgi
hins himneska friðar árið 1989,
var látinn laus úr fangelsi um
helgina og hélt til Bandaríkjanna
þar sem hann var lagður inn á
sjúkrahús til eftirlits.
Kíríjenkó brattur
Sergei Kírijenkó sem Jeltsín
Rússlandsforseti hefur þrisvar
sinnum tilnefnt
til embættis for-
sætisráðherra
sagðist í gær
nokkuð viss um
að neðri deild
rússneska
þingsins mundi
samþykkja til-
nefningu hans á fostudag. Þing-
menn hafa tvisvar sinnum hafnað
hinum unga Kíríjenkó.
Klestil endurkjörinn
Thomas Klestil var endurkjör-
inn forseti Austurríkis í gær til
næstu sex ára. Klestil fékk um 64
prósent atkvæða, nærri fimm
sinnum meira en helsti keppi-
nautur hans.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, sagðist í gær vera
reiðubúinn að fara til Lundúna inn-
an eins mánaðar til nýrra viðræðna
um hvernig mætti þoka friðarvið-
ræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins áfram.
Hann skýrði frá hugmyndinni á
sameiginlegum fréttamannafundi
með Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sem er á ferð um Mið-
Austurlönd. Blair sagði boð Net-
anyahus ákaflega mikilvægt.
Ekki varð ráðið cif orðum leiðtog-
anna hvort um yrði að ræða um-
fangsmikinn leiðtogafund. Blair
sagði þó að viðræðurnar ættu að
byggjast á fyrirliggjandi tillögum
bandarískra stjórnvalda.
Hann sagði að Bretland mundi
ekki gera neitt til að spilla fyrir við-
leitni Bandaríkjamanna til að binda
enda á þráteflið sem hefur ríkt í
meira en ár í friðarviðræðum ísra-
ela og Palestínumanna.
„Ég er reiðubúinn að fara hvert á
land sem er hvenær sem er innan
eins mánaðar, hugsanlega til Lund-
úna, til að þoka friðarferlinu áleið-
is,“ sagði Netanyahu.
Saed Erekat, einn helsti samn-
ingamaður Palestínumanna, tók til-
lögu Netanyahus heldur fálega.
„Ég vildi óska þess að Netanyahu
færi að einbeita sér að efnisatriðun-
um en ekki bara formsatriðunum,"
sagði Erekat við fréttamann
Reuters-fréttastofunnar.
Benjamin Netanyahu og Tony Blair
ræddust viö í ísrael í gær.
Talsmaður Blairs sagði að hug-
myndin um Lundúnafund hefði
komið upp í rúmlega tveggja tíma
löngum viðræðum forsætisráðherr-
anna tveggja. Blair hefði boðið
Lundúnir fram sem fundarstað en
ekki væri þó víst að hann mundi
sjálfur stjórna viðræðunum.
Fundur Blairs og Netanyahus var
liður í ferð breska forsætisráðherr-
ans um Mið-Austurlönd þar sem
hann kynnti hugmyndir Evrópu-
sambandsins um að blása nýju lífi í
friðarviðræðumar. Bretar eru nú í
forsæti ESB.
Dennis Ross, sendimaður Banda-
ríkjastjórnar, er væntanlegur til
Mið-Austurlanda í næstu viku til
frekari viðræðna við ráðamenn.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti þarf ekki aö krækja í neina stórlaxa til að gleðjast yfir fengnum afla. í heimsókn sinni
til Ryutaros Hashimotos, forsætisráðherra Japans, fékk Jeltsín tækifæri til að renna fyrir fisk. Hashimoto þykir
greinilega mikið til afla gests síns koma, ef marka má viöbrögð hans. Símamynd Reuter
Linda McCartney, eiginkona bít-
ilsins Pauls McCartneys, er látin,
aðeins 56 ára að aldri. Banamein
hennar var krabbamein.
Linda lést í Santa Barbara í Kali-
forníu snemma á föstudagsmorgun
en ekki var skýrt frá dauða hennar
fyrr en síðdegis i gær.
Linda greindist með
brjóstakrabba árið 1995. Hún gekkst
undir meðferð og svo virtist sem
hún hefði náð sér. „En því miður
kom í ljós í mars að krabbameinið
hafði komist í lifrina," segir í til-
kynningu sem blaðafulltrúi Pauls
sendi frá sér í gær.
Þau Paul og Linda höfðu verið í
frii í Santa Barbara dagana áður en
kallið kom. Þau höfðu meira að
segja farið í útreiðartúr tveimur
dögum áður en hún lést.
Hjónin höfðu verið saman í þrjá-
tíu ár og allan þann tíma höfðu þau
verið aðskilin aðeins eina nótt.
Paul og börn þeirra Lindu eru nú
saman í Santa Barbara þar sem þau
reyna að hugga hvert annað.
Paul McCartney og Linda eiginkona hans á góðum degi. Linda lést úr
krabbameini vestur í Kaliforníu á föstudag.
„Allir sem þekkja fjölskylduna
vita hversu samhent hún var svo
þetta er hræðilegt áfafl fyrir þau öll.
Þau hafa því beðið um að fá að vera
í friði,“ sagði talsmaðurinn.
Linda var Ijósmyndari að atvinnu
þegar þau Paul kynntust. Hún var
einn erfingja Kodak-auðævanna.
Hin síðari ár framleiddi hún græn-
metisrétti undir eigin nafni.
Slegist um unga
fólkið á vinnu-
markaðinum
Hið opinbera í Danmörku er til-
búið að fara í launastríö við fyrir-
tæki í einkageiranum til að
tryggja sér ungt fólk til starfa í
framtíðinni.
Bæði bæjar- og sveitarstjómir
og ríkið vilja greiða hærri laun ef
unga fólkið hefur áhuga á að ger-
ast hjúkrunarfræðingar, kennar-
ar og fulltrúar.
Komandi árgangar ungs fólks
eru mjög fámennir og eftir aðeins
fimm til átta ár verður meiri eft-
irspum eftir ungu fólki til starfa
en framboðið er. Þetta kemur
fram í könnun sem danska blaðið
Jyllands-Posten hefur gert.
Leiðtogar Sinn
Fein fylgjandi
friðarsamningi
Sinn Fein, pólitískur armur
írska lýðveldishersins (IRA),
frestaði atkvæðagreiðslu um ný-
gert friðarsamkomulag. Helstu leið-
togar flokksins lýstu hins vegar yf-
ir stuðningi sinum við samkomu-
lagið á þingi Sinn Fein í Dyflinni.
Gerry Adams, leiðtogi flokks-
ins, visaði í baráttu Nelsons
Mandela, for-
’ seta Suður-Afr-
íku, fyrir því að
græða sár kyn-
þáttaaðskilnað-
arstefnunnar
þegar hann
reyndi að fá
kaþólska lýð-
veldissinna til að fylkja sér að
baki friöarsamkomulaginu.
David Trimble, leiðtoga stærsta
flokks mótmælenda sem vilja
áframhaldandi tengsl við Bret-
land, tókst að fá flokksráð sitt til
að lýsa yflr stuðningi sínum við
samkomulag á laugardag. Stuðn-
ingur Sinn Fein er þó nauösynleg-
ar ef takast á að binda enda á
þriggja áratuga vigaferli á Norð-
ur-írlandi sem hafa kostað 3.200
mannslíf.
Clinton hafnaði
Kama Sutra
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
skilaði umsvifalaust eintaki af
hinni fomu indversku kynlifsbók
Kama Sutra sem argentískur
blaðamaður rétti honum í Chile
um helgina. Clinton þótti greini-
lega nóg um kápumyndina á bók-
inni, af pari í innilegum faðmlög-
um. Blaðamaðurinn er þekktur
fyrir að reyna að koma stjóm-
málamönnum í klemmu.