Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 12
12 MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 Spurningin Var rétt af MH-ingum að kæra úrslit Gettu betur? Árni Heimir Ingimtmdarson nemi: Já, það var rétt. Svanborg Kjartansdóttir nemi: Nei, þeir eru bara tapsárir. Eva Brá Hallgrímsdóttir nemi: Ég er alveg hlutlaus. Steingrímur Finnsson nemi: Já, mér fannst þetta svindl. Sigurjón Egilsson ritstjóri: Já, að sjálfsögðu. Kristborg Hákonardóttir sjúkra- liði: Já, mér fannst á þeim brotið. Lesendur___________ Á biðlista „Pað er nú því miöur svo að þeir sem eru utangarðs (-gótta) eru sjaldnast uppi á borði í umræðunni nema þegar þarf á þeim að haida, eins og t.d. er kosningar eru í nánd, því í öllum slíkum hópum leynast jú atkvæði." Jóhann skrifar: Ekkert yljar manni eins vel um hjartarætur og þegar yfirlýsingar koma frá frú borgarstjóranum, líkt og sú er hún nú nýverið gaf út. Þar var boðað að lagt yrði til við borgarráð að Félagsbústaðir hf. keyptu um hundrað íbúðir svo hægt yrði að útvega hinum fátæku íbúð- ar- leysingjum einhvern samastað á því verði sem þeir ef til vill réðu við fjárhagslega. Ég er einn þeirra fátæku sem hvergi eiga öruggan samastað og nafn mitt er að finna á hinum langa biðlista. Þar eru þeir sem ekkert hefur verið hægt að gera fyrir nema safna nöfnum þeirra á listana. Ég lét skrásetja mig þar árið 1993 og síðan þá, allan þann tíma, hef ég aldrei fengið neitt svar frá þeim sem varðveita listann en ávallt verið brýnt fyrir mér að ítreka stöðu mina sem ég hef svo gert allan þann tíma. En nú eru jú að nálgast kosning- ar og framboðslistar birtast með nöfnum þeirra er allt vilja fyrir mig og þig gera en höfða um leið til þín að kjósa nú rétt! Það er nú því miður svo að þeir sem eru utangarðs (-gátta) eru sjaldnast uppi á borði í umræðunni nema þegar þarf á þeim að halda, eins og t.d. er kosningar eru í nánd, því í öllum slíkum hópum leynast jú atkvæði! Ég hef það svona á tilfínningunni að biðlisti hinna húsnæðislausu hafi áður verið dreginn fram í dags- ljósið og inn í umræðuna við slík tækifæri en eftir það horfið aftur inn í gleymskuna í einhverri möppu sem síðan er ekki opnuð fyrr en að fjórum árum liðnum! Kannski ættum við, hinir hús- næðislausu, að birta okkar lista og fara í framboð? Við gætum þá alla- vega unnið í okkar málum ef við kæmum manni að! En mitt gamla verkamannshjarta tók kipp við fregnina og sjálfsagt hafa þeir verið fleiri sem fundu fyr- ir kipp í hjarta, þó vonandi hafi það nú ekki stöðvast i neinum! Og kannski verð ég svo hólpinn að vera búinn að fá húsnæði fyrir kosningar og frú borgarstjóri þá að sama skapi hólpin að fá þá mitt at- kvæði. Hver man nú Sturlu? Ingvar skrifar: Þegar Sverrir Hermannsson varð menntamálaráðherra stóð talsverð- ur styr um tilnefningu hans sem ekki minnkaði eftir að hann tók við embættinu. Námsstjórinn á Norðurlandi eystra, Sturla Kristjánsson, hafði orðið fyrir Jæim hremmingum al- mættisins að vetur varð mjög snjó- þungur, svo aö fé það sem mennta- málaráðherrann hafði talið nægjan- legt til aksturs barna úr skóla og í nægði ekki. Samt lét Sturla bömin áfram skrönglast með skólabílnum yfir snjóskaflana en hefði betur lát- ið þau sitja heima. Sömuleiðis reyndist það fé, sem ráðherrann ákvað nægjanlegt til sérkennslu, allt of lítið. Samt lét Sturla bömin fá áfram lögboðna kennslu sam- kvæmt fræðslulögum. Sturla rekinn Af því að Sturla fræðslustjóri vildi fremur halda fræðslulögin, sem vom á hans könnu, en ekki fjárveitinguna, sem ráðherrann átti að sjá um, fór hann um 2 millj. króna fram úr áætlun. Vora það smámunir miðað við það sem ýmsir aðrir fóru fram úr fjárveitingum, t.d. sjálft menntamálaráðuneytið, en á það var ekki minnst. Ráðherrann hafði snör handtök og rak Sturlu umsvifalaust úr starfi. Ekki hafði Sturla dregið sér fé, hann hafði ekki einu sinni sinnu á því að draga lax úr á (á kostnað almennings). Glæp- ur hans var sá að hafa látið bömin njóta fræðslulaganna. Björk sker sig úr fjöldanum Konráð skrifar: Margir íslenskir tónlistarmenn hafa reynt fyrir sér á erlendum vett- vangi, með heimsfrægð í huga, en ekki tekist. Stór nöfn síns tíma, Hljómar, Trúbrot, Chance, sem gagngert vora stofnaðar til að „slá í gegn“ í útlöndum, náðu ekki nein- um eftirtektarverðum árangri. Síðan líða árin. Þá gerist það, eins og hvítur stormsveipur, að smágerð kona, sem lengi er búin að vera í bransanum, rýfur múrinn og skýtur öllum gömlu köppunum aft- ur fyrir sig og hreppir „þann stóra“ á heimsvísu. Ekki bara það að þessi „lottóvinningur" lendi i höndum konu heldur hefur hún líka sópað að sér verðlaunum og viðurkenn- ingum i hinum ýmsu löndum. MilÆ þjónusta allan sólarhringii i sima 5000 kl. 14 og 16 Munum aö Björk er fyrsti íslending- urinn sem nær langt með tónlist sinni á erlendum vettvangi í geysi- hörðum dægurlagabransanum. Já, ég er hér að fjalla um Björk Guðmundsdóttur. Stúlkuna sem í það minnsta ég átti ekki von á að næði langt með tónlist sinni en hef- ur í dag lagt heiminn að fótum sér. Á Björk sannaðist þetta máltæki: Enginn er maður spámaöur í sínu fóðurlandi. Munum að Björk er fyrsti íslend- ingurinn sem nær langt með tónlist sinni á erlendum vettvangi í geysi- hörðum dægurlagabransanum. Ein á stalli Ég tel að frægð Bjarkar sanni fyr- ir mönnum að fólk er orðið þreytt á iðnaðartónlistinni sem hefur tröll- riðið flestum útvarpsstöðvum á Vesturlöndum hin síðari ár. Þar sem maður er í raun að hlusta á sama taktinn daginn út og inn sem einhverjir menn á bak við skrifborð hafa fyrirfram ákveðið að svona skuli vera. Hin afar sérkennilega hljómlist Bjarkar segir mér að hlustendur hafa ekki snúið baki við þeim höf- undum sem koma hreint fram og gefa út efni sem þeim sjálfum líkar og hafa mætur á. Þvert á móti virð- ir fólk hina sem til að byrja með virðast ætla að synda gegn gildandi lögmálum. Nákvæmlega þetta hefur þessi kona gert með list sinni. Og sigrað. Menn sjá glöggt að Björk Guð- mundsdóttir sker sig algerlega úr fjöldanum. Hún er í raun á stalli sem fáir munu komast á. Hví hækka lánin? Guðrún hringdi: Þannig er mál meö vexti að lán að upphæð 130.000 kr. var tekið 1982 til 25 ára hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og er það í dag orðið 400.000 kr. Afborgun er 5.000 kr. árlega, vextir og verð- bætur 75.000 kr. Eftir era 10 ár. Hvort lántakandi er þá laus úr prísundinni veit ég ekki eða hvort hann heldur áfram að borga sí- vaxandi höfuöstól plús vexti og vaxtavexti til eilífðamóns. Þetta er ekki stór fjárhæð hjá þeim sem hafa tekjur umfram venjulegan launþega í erfiðis- vinnustörfum, sér í lagi í heil- brigðisgeiranum, sem margir hverjir eru orðnir öryrkjar á miðjum aldri, fyrir utan þá sem oltnir era upp fyrir tjaldið, sem ábyrgðarmenn á „skuldum“ ann- arra. Nú spyr ég einu sinni enn: Af hverju hækka lán lífeyrissjóð- anna en lækka ekki þegar greitt er af þeim? Hvaða toppar bera ábyrgð á þessari „talnaspeki" í gegnum tíð- ina? Ekki þýðir að snúa sér til millil- iðanna, þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð en vísa bara hver á annan. Bændagisting Guðrún hringdi: Ég bý úti á landi, nánar tiltekið er ég bóndi, og undanfarin ár hef ég rekið bændagistingu í gamla bænum. Ferðamenn, bæði ís- lenskir og útlenskir, hafa notað bændagistingar úti um allt land undanfarin ár. Þaö er ekki ein- göngu ódýrt að velja bændagist- ingu heldur geta ferðamenn varla verið nærri náttúrunni í sumar- leyfunum - nema ef þeir skyldu sofa í tjaldi. Nú fer sumarið í hönd og ég veit að margur ferða- maðurinn mun velja bændagist- ingu í sumarfríinu. Ég veit lika að bændur taka þeim vel. Náttúr- an er líka eitthvað sem flestir vilja njóta í fríunum. Gleðilegt sumar. Frúarverslanir F.B. hringdi: Síðastliðinn miðvikudag birtist bréf í lesendadálki DV merktu J.F. sem sagði aö svo virtist sem ekki væri hægt að fá fót í stærð- arflokki J.F. úti á landsbyggðinni. F.B. hafði samband við blaðið og benti á að Stórar stelpur eru með útibú í Krónunni á Akureyri og Gríma á Egilsstöðum er með um- boð fyrir Stóra listann. A.A hafði líka samband og benti á að Meyj- amar í Austurveri sendu fatnað út á land auk þess sem fariö væri á vegum verslunarinnar út á landsbyggðina og fót sýnd. Þeir stóru sleppa Svava hringdi: Mig langar að lýsa hneykslun minni á laxveiöimáli bankastjóra Landsbankans og braðlinu með almannafé. Það stóð í DV sl. þriðjudag að lögsókn væri mögu- leg. Mér finnst að það eigi tví- mælalaust að draga þessa menn fyrir dóm og dæma þá í fangelsi. Sonur minn er í fangelsi fyrir tryggingasvik og því var slegið upp í DV á sínum tíma með fyrir- sögninni: „Svikahrappur". Þessir menn era engu aö síður svika- hrappar en ég þykist viss um að þeir verða ekki settir í fangelsi - þeir era í of háum stöðum til þess. Aðrir era hins vegar látnir svara til saka fyrfr sín svik. Mér finnst kominn tími til aö láta þessa menn svara til saka fyrir sínar gjörðir. Mér finnst ekki vera hægt að láta það viðgangast í þessu þjóðfélagi að þeir sem era í háum stöðum sleppa alltaf en litlu jónarnir séu dæmdir í margra ára fangelsi. En ég veit að það verður ekki því þetta þjóöfé- lag er svo rotið. Þeir stóra sleppa alltaf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.