Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Sflórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centnjm.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Einstakt tækifæri íslendinga
íslendingar hafa nú sérstakt tækifæri til að taka
forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn mengun
hafanna. Það opnaðist í samtölum Kofis Annans,
aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta íslands, í New York í síðustu viku.
Kofi Annan tjáði forsetanum að Sameinðu þjóðirnar
teldu æskilegt að íslendingar tækju að sér alþjóðlega
forystu um mótun skynsamlegrar stefnu varðandi
nýtingu á auðlindum hafsins. íslensk stjómvöld eiga að
stökkva á þetta tækifæri.
Slík stefna verður ekki mótuð nema varnir gegn
mengun hafsins séu efst á baugi. Öðmvísi stendur hún
ekki til framtíðar. Það skilja íslendingar sem fyrstir
vöktu máls á hinni miklu hættu af völdum lífrænna
þrávirkra efna. Elu heilli skilja það alltof fáir aðrir.
Kofi Annan hefur á stuttum ferli í núverandi embætti
sýnt að hann er framsýnn stjórnandi sem lætur verkin
tala. Þess vegna má ekki afgreiða ósk hans sem hvert
annað kurteisishjal erlends fyrirmanns. Hann þekkir til
íslands og veit hvað við höfum að bjóða.
Vamir gegn mengun hafsins njóta allt of lítillar
athygli alþjóðastofnana sem þar að auki beita rangri
forgangsröðun. Taki íslendingar að sér verkefnið sem
Kofi Annan hefur nú boðið geta þeir komið nýjum og
brýnni viðhorfum fremst á forgangslistann.
Utanríkisþjónustan á því að gera það að sérstöku
verkefni að þróa þetta einstæða tækifæri. Hún þarf þegar
í stað að taka upp viðræður gegnum sendiráð okkar við
Sameinuðu þjóðimar um hvemig íslendingar geti sinnt
þessu nýja hlutverki sínu.
Þær eiga að snúast um hvaða stöðu íslandi verði
sköpuð innan þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem
fara með umhverfismál. Það þarf að vera ljóst með
hvaða hætti hugmyndir okkar verði ofnar inn í stefnu
þeirra og hvemig þeim verður hrint í framkvæmd.
Orðstír okkar varðandi uppbyggingu viðkvæmra fiski-
stofna fer vaxandi. í þeim efnum stendur enginn okkur á
sporði. Þegar velferð hafsins er annars vegar er hlustað
á ísland. Þessa stöðu getum við notfært okkur til að
breyta áherslum um mengunarvarnir gagnvart hafinu.
Sameinuðu Þjóðimar em í sífelldum flárkröggum.
Þess vegna munu möguleikar okkar til að nýta
tækifærið sem Kofi Annan býður helgast nokkuð af því
fjármagni sem við erum sjálf reiðubúin til að verja til
verksins. Það má ekki verða að farartálma.
Nýlega kynnti ríkisstjómin hugmyndir um verulega
aukningu á utanríkisþjónustunni, með nýjum sendi-
ráðum og auknum fjölda starfsfólks. Kostnaðaraukinn af
breytingunni er metinn á 300 milljónir króna árlega.
Engum fannst það sérstakt áhorfsmál.
Sú forysta sem íslandi býðst að taka um vemd
auðlinda hafsins og þar með um varnir gegn frekari
mengun þess er líkleg til að kosta margfalt minna árlega.
Hún mun hins vegar skila margfalt meiru, ekki síst
þegar horft er til lengri framtíðar.
Röng forgangsröðun í vörnum gegn mengun hafsins
birtist meðal annars í eftirfarandi: Þrátt fyrir marga
alþjóðlega samninga, sem miða að takmörkun á losun
efna sem menga hafið, þá fjallar enginn um verulega
takmörkun á losun lífrænna þrávirkra efna.
í þeim felst þó gríðarleg hætta fyrir norðurhöfm.
íslendingar vöktu fyrstir eftirtekt heimsins á því. Nú
eiga þeir að fylgja því eftir gegnum það tækifæri sem
bauðst í samtölum Ólafs Ragnars Grímssonar og Kofis
Annans. Össur Skarphéðinsson
Um miöjan áttunda áratug haföi sú hégiija gengiö sér til húöar meöal íslendinga, aö bandaríski herinn væri á
Keflavíkurflugvelli til aö tryggja varnir og öryggi íslands, enda kom haldleysi þeirrar bábilju berlega í Ijós í
þorskastríöunum viö Breta.
Spurt um
sjálfsvlrðingu
arðar króna runnið
frá setuliðinu beint
inní efnahagskerfið,
og geta menn þá gert
sér í hugarlund hver
muni hafa verið ágóð-
inn af herstöðinni á
árunum 1951-81, ágóði
sem fyrst og fremst
rann í vasa þeirra
gæðinga helminga-
skiptaflokkanna, Sjálf-
stæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, sem
komust á spenann í
öndverðu og tryggðu
sér einokunaraðstöðu
til að „mjólka helvítis
Kanann", einsog einn
af formælendum Al-
þýðusambands íslands
„íslendingar hafa aldrei verið
annað en peð í valdatafli stór*
veldanna, en öfugt við margar
aðrar þjóðir hins vestræna
heims, sem státað geta af ofur■
lítilli sjálfsvirðingu, ganga full-
trúar íslensku þjóðarinnar með
betlistaf fyrir valdsherrana í
Washington.”
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
Sú ógnvænlega fregn flaug fyrir
snemma í mars, að bandarísk
stjómvöld hygðust draga úr hem-
aðarumsvifum á Keflavíkurflug-
velli. Fregnin var strax borin til
baka af talsmanni utanríkisráðu-
neytisins sem fullvissaði lands-
menn um, að allt mundi sitja við
sama frammyfir aldamót. Væntan-
lega andaði allur þorri þjóðarinn-
ar léttar!
Sú var tíð að formælendur her-
setunnar báru kinnroða fyrir und-
irlægjuháttinn sem lýsti sér í þeim
algera viðsnúningi sem varð frá-
þvi i mars 1949, þegar lýst var yfír
afdráttarlaust að hér yrði aldrei
erlendur herafli á friðartímum,
þartil í júní 1951 þegar erlendum
her var laumað inní landið, að Al-
þingi fomspurðu, og stjómarskrá
lýðveldisins þarmeð þverbrotin.
Reynt var að berja i bresti fátæk-
legrar röksemdafærslu með þeirri
staðhæfingu, að aðstaðan á Kefla-
víkurflugvelli væri lágmarksfram-
lag íslendinga til sameiginlegra
vama lýðræðisþjóðanna, en vand-
lega þagaö um fríðindin sem Loft-
leiðir, Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og Samband íslenskra sam-
vinnufélaga fengu vestanhafs í
skiptum fyrir þjónkun íslenskra
stjómvalda við bandaríska hags-
muni.
Sérkennilegt framlag
Þegar frá leið reyndist erfitt að
veifa framlagi íslendinga, meðþví
spillingin kringum herstöðina
varð fljótlega uppvís. Sú spilling
hefur nú grassérað i samfleytt
hálfan fimmta áratug með afleið-
ingum sem landslýð ættu að liggja
í augum uppi. Þegar spillingarfor-
kólfar fslenskra aðalverktaka
skiptu fyrir fimm ámm með sér
skattlausum 900 milljónum króna,
sem vitaskuld vora bara toppur-
inn á ísjakanum, vora menn löngu
hættir að tala um framlag fslend-
inga til sameiginiegra vama. Um
svipað leyti kom á daginn að á ár-
unum 1981-93 hefðu tæpir 40 millj-
orðaði það, þegar hann hóf að pré-
dika aronskuna á fundum uppúr
1970.
Forgangsskotmark
Um miðjan áttunda áratug hafði
sú hégilja gengið sér til húðar
meðal íslendinga, að bandaríski
herinn væri á Keflavíkurflugvelli
til að tryggja varnir og öryggi ís-
lands, enda kom haldleysi þeirrar
bábilju berlega í ljós í þorskastríð-
unum við Breta. Jafnvel tryggustu
NATO- sinnar voru farnir að við-
urkenna að herstöðin hlyti aö
verða forgangsskotmark í kjam-
orkustríði tröllveld-
anna. En þessir
sömu menn vildu
fyrir hvern mun fá
að deyja með sínum
vesturheimsku hug-
sjónabræðrum. Þá
þegar var orðið dag-
fjóst öllum almenn-
ingi að herstöðin í
Miðnesheiði væri
hlekkur í varnar-
kerfi Bandaríkjanna
og kæmi íslending-
um aðeins óbeint
við. Á þessu hnykkti
Josef Luns fram-
kvæmdastjóri NATO
árið 1975, þegar hann
upplýsti að herstöðin
í Keflavik sparaði
bandarískum skatt-
borgurum 22 millj-
arða dollara árlega,
því án hennar yrðu
Bandaríkin neydd
til að hafa sex til
sjö flugvélamóöur-
skip á Norður-Atl-
antshafi til að
gegna þeim njósna-
og eftirlitsstörfum
sem unnin væru
frá Keflavik.
íslendingar hafa
aldrei verið annað
en peð í valdatafli
stórveldanna, en öf-
ugt við margar aðrar þjóðir hins
vestræna heims, sem státaö geta af
ofurlítilli sjálfsvirðingu, ganga
fulltrúar islensku þjóðarinnar
með betlistaf fyrir valdsherrana í
Washington og sárhæna þá um
aukin hernaðarumsvif á sama
tíma og allar aðstæður og hlutfóll
í alþjóðamálum hafa tekið gagn-
gemm breytingum og horfa til
friðsamlegri framvindu. Hinsveg-
ar er alls óvíst að húsbændurnir í
Washington taki svo blygðunar-
lausum og þýlyndum betlurum
feginsamlega.
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Samkeppnishæfni
atvinnuveganna
Eftir bakslag samdráttaráranna 1986 til 1994 hefur
íslenskt atvinnu- og efnahagslíf þróast til frjálsræð-
is, markaðsbúskapar og samkeppni með tilheyrandi
hagsæld. Ef festa á „góðærið" í sessi fram á nýja öld
þarf að halda áfram á þessari braut - tryggja sam-
keppnishæfni íslenskra atvinnuvega og stöðuglei-
kann í efnahagslífmu til langrar framtíðar.
Úr leiðara MBL 17. apríl.
Lestur dagblaða meiri
Athyglisvert er að lestur dagblaða er mun meiri á
Norðurlöndum en viðast hvar í öðrum Evrópulönd-
um og að þjóðir Evrópu em helmingi meiri blaðales-
endur en íbúar í Bandciríkjunum og Kanada en þar
er að sama skapi meira horft á sjónvarp.
Stefán Ólafsson í Prentaranum.
Hvað er í blýhólknum?
Það þarf að rannsaka fortíðina, bæði víðar en í
Landsbankanum og lengra aftur í tímann en sem
nemur bankastjóratíð Sverris Hermannssonar -
ekki til þess að hefja nornaveiðar, heldur til þess að
við vitum hvar við stöndum og hvar við getum í
raun og veru byrjað að byggja þann siðferðisgrund-
völl sem nú örlar loksins á. Alþingi hefur greinilega
ekki verið tekið ýkja hátíðlega hingað til sem sið-
ferðileg eftirlitsstofnun með ríkinu, enda hefur það
svo sem ekki gefið tilefni til þess fram að þessu.
Illugi Jökulsson í Degi 17. apríl.