Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 19
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 19 Fréttir Á Húsavík er uppi krafa um að leikskólagjöld verði lækkuð. Verslunarmannafélag Húsavíkur: Leikskólagjöld verði lækkuð DV, Akureyri: Verslunarmannafélag Húsavikur hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun bæjarstjórnar Húsavikur að lækka ekki leikskóla- gjöld eins og félagið hefur lagt til. Stjórn félagsins væntir þess að gjald- skrár leikskóla verði leiðréttar við endurskoðun fjárhagsáætlunar bæj- arins í haust þannig að foreldrar á Húsavík séu ekki að greiða hærra gjald en foreldrar í öðrum sambæri- legum sveitarfélögum. í bréfi verslunarmannafélagsins til bæjarstjórnar segir að í könnun á gjaldskrám leikskóla sem gerð var í febrúar hafi komið í ljós að leik- skólagjöld væru einna hæst á Húsa- vík af öllum sveitarfélögum og hafi þessi niðurstaða komið á óvart. Stjórn verslunarmannafélagsins fór í framhaldi af því þess á leit við bæjarstjórn að gjaldskráin yrði lækkuð til samræmis við það sem al- mennt gerist í öðrum sambærilegum sveitarfélögum og var gerð tillaga um 10% lækkun auk upptöku gjalds fyrir 8 klukkustunda vistun. „Fyrstu viðbrögð fulltrúa Húsa- víkurkaupstaðar voru að tortryggja könnunina og gefa sér að betri þjón- usta væri veitt í leikskólum á Húsa- vík en í öðrum sveitarfélögum. Stjórn Verslunarmannafélags Húsa- víkur er kunnugt um að mjög góð þjónusta er á leikskólunum á Húsa- vík en það er hún einnig hjá öðrum sveitarfélögum þannig að yfirlýsing- ar frá fagnefnd Húsavíkurkaupstað- ar (leikskólanefnd) um að börn ann- ars staðar fái ekki jafngott fæði og á Húsavík eru í meira lagi undarlegar og alrangar miðað við kannanir sem félagið hefur gert,“ segir í bréfi Verslunarmannafélagsins. Þar segir einnig að í komandi bæj- arstjórnarkosningum munu málefni Qölskyldunnar verða í öndvegi. Því beini félagið þeim eindregnu tilmæl- um til frambjóðenda að huga sér- staklega að málefnum þeirrá lág- launaforeldra sem nýta sér þjónustu leikskólanna á Húsavík. -gk Frá undirritun. Gtsli Gíslason aö skrifa undir, Guðbjartur Hannesson og Guömundur Páll Jónsson frá Akraneskaupstaö, Sigríöur Stephensen, Agatha Þorleifsdóttir, Ingibjörg Sölvadóttir, Jenný Franklínsdóttir og Þórdís Björnsdóttir, formaður Kvenfélags Akraness. DV-mynd Daníel Akranes: Bærinn og kvenfélagið semja DV Akranesi: Undirritaður hefur verið samn- ingur á milli Kvenfélags Akraness og Akraneskaupstaðar vegna Skóla- brautar 11 og annar samningur um afsal vegna lóðar og húseignar að Akurgerði 7. Einnig var gengið formlega frá afsali kvenfélagsins á leikskólanum við Akurgerði til Akraneskaupstaðar. „Að forminu til hefur þetta verið eign sjóðs sem heitir Dagheimilið Vorboðinn. Nú þegar við erum að fara í nýbyggingu á lóðinni þá breyta menn þinglýsingunni. Það er nauðsynlegt formsatriði eftir mjög langa og merkilega sögu fyrsta leik- skólans á Akranesi. Kvenfélagið átti stærstan þátt í stofnun hans og stóð meðal annars að rekstrinum fyrstu árin. Síðan fór þetta yfir til bæjar- ins en það hefur aldrei verið gengið frá formlegu afsali til bæjarins þar til nú,“ sagði Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, við DV. Framleiöum brettakanta, sólskyggni og boddýhluti á flestar geröir jeppa, einnig boddýhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíöi og viögeröir. _ ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 CE) ^'l£RSUfC. BYGGINGAVÖRUTILBOÐ MÁNAÐARINS Aprí 1 I Ariston eme 145 1 Kæliskápur D Metabo - Slípirokkur E3EZ 25.650,- 13.799,- Aöur: 17.300,- Huffy Storm - 26" fjallahjól 15.900,- Aður: 34.200,- BYKO - Grunnviðarvörn (5 Itr.) 1.820,- Áöur: 2.275,- Wolf 22 - Greinaklippur 1.995,-sk \!& | Áður: 2.5227 Doll - Loftastigi 11.189,- I Áður: 13.987,-1 590,- 5.347,- Bjálkaklæöning - Greni (10,5x300) 154, — pr. meter EITT MESTA URVAL RAFMAGNSHANDVERKFÆRA A ISLANDI BOSCH #Metabo TfiakitcL AEG AFGREIÐSLUTIMI I BYKO Komdu og skoðaðu nýjar og glæsilegar deildir meö rafmagnshandverkfæri í öllum verslunum BYKO. Vönduð verkfæri frá þekktum framleiöendum. Virkir dagar Laugard. Sunnud. Breiddin 8-18 Sími: 515 4001 10-16 Hólf&Gólf 8-18 Simi: 515 4001 10-16 13-17 Hringbraut 8-18 Sími: 562 9400 10-16 11-15 Hafnarfj. 8-18 Sími: 555 4411 9-13 Suöurnes 8-18 Sími: 421 7000 9-13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.