Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 23
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
23
Fréttir
Hringhurðir í Leifsstöð
- og bílastæðum Qölgað mjög
DV, Suðurnesjum:
Farþegar, sem eiga leið um Leifs-
stöð á Keflavíkurflugvelli, munu ef-
laust kunna vel að meta þær fram-
kvæmdir sem nú standa yfir í og
fyrir utan flugstöðina.
Hafrn er vinna við bílastæði fyrir
langferðabíla sem verða báðum
megin við flugstöðina - við komu og
brottfór. Þau verða þar sem lista-
verkið Eggið er og verða fyrir 16
bíla.
Þá eru framkvæmdir við flölgun
langtímabílastæða um 150 og verða
þau þá rúmlega 500 talsins. Bíla-
stæðin eru löngu fullnýtt enda hefur
umferð um flugvöllinn stóraukist.
Um framkvæmdina sjá íslenskir að-
alverktakar eftir útboð hjá Ríkis-
kaupum. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum verði lokið i júni.
Keflavíkurverktakar eru að hefja
undirbúning á að skipta á útgöngu-
hurðum. Settar verða í staðinn
hringhurðir. Þá verða einnig settar
upp neyðarhurðir. Starfsmenn
kunna vel að meta þetta og það
verður einnig til mikilla bóta fyrir
farþega. Mikil blástur hefur verið í
flugstöðinni á veturna og oft þurft
að loka öðrum megin í flugstöðinni
vegna veðurs. Farþegar hafa lent í
basli og komið að lokuðum dyrum
en með tilkomu þeirra nýju ætti það
að heyra sögunni til.
Gert er ráö fyrir að þessu verði
lokið fyrir haustið. Langur af-
greiðslufrestur er á hurðunum frá
framleiðendum. Kostnaðurer talinn
40-50 milljónir króna.
-ÆMK
Unniö við Leifsstöö að byggingu stæöa fyrir langferöabíla.
DV-mynd Ægir Már
Atvinnuleysistölur á Húsavík:
Bæjarmálapólitík Alþýðubandalagsins
- segir Sigurjón Benediktsson
Gódir hlutir
taka tíma
Ef |ni þarft cið létta á þcr,
komdu |iá til Gauja litla.
Það eru til ýmsar kenningar og leiðir til léttara lífs
en aðeins fáar skila árangri. Ein af þeim er
„Leið til léttara lífs"
sem við höfum öll prófað með góðum árangri.
Núna stendur yfir skráning á námskeið sem hefjast
20. apríl og standa til 6. júni.
Námskeiðin eru opin öllum sem vilja losna við aukakílóin
í eitt skipti fyrir öll. Við bjóðum uppá morgun- og kvöldnámskeið.
/œum
7 vikna aðhaldsnámskeið - þar sem feitir kenna feitum!
Þjálfun 3 til 5 sinnum í viku • Frreðsludagur • Vigtun og fitumælingar • Ytarleg kennslugögn
Matardagbækur • Mataruppskriftir • Æfingabolur og vatnsbrúsi • Feikna mikið aðhald •
Kennsla i tækjasal • Hvetjandi verðlaun • Naeringarráðgjafi á staðnum • Otakmarkaður aðgangu
að World Class í 7 vikur »Vaxtamótun með íþróttakennara • Kínversk orkuleikfimi
^asics
^asic
Skranmg i sima 896 I 298
DV, Akureyri:
„Það hafa verið uppi deilur milli
mín og formanns verkalýösfélagsins
um atvinnuleysisskráninguna, og
þaö hafa komið í ljós gallar á skrán-
ingunni og hvernig hún er kynnt.
Ég er mjög ósáttur við það að verka-
lýðsfélagið sé sífellt að gera sér ein-
hvern mat úr einhverju atvinnu-
leysi sem er svo ekki fyrir hendi,“
segir Sigurjón Benediktsson, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Húsa-
vík.
Sigurjón og Aðalsteinn Baldurs-
son, formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur, hafa deilt um það
hvernig tölur um atvinnuleysi á
Húsavík eru settar fram, en verka-
lýðsfélagið gefur upp í einu lagi
heildartölur atvinnulausra á Húsa-
vik og á svæði félagsins í S-Þingeyj-
arsýslu. Við þetta er Sigurjón mjög
ósáttur.
„Sveitarfélög geta ekki borið
ábyrgð á atvinnu manna út fyrir
sitt stjómsýslusvæði. Á þeim tíma
sem uppgefin tala atvinnulausra
var um 120 var tala atvinnulausra á
Húsavík 50. Á sama tima eru fleiri á
launaskrá Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur en voru fyrir þá miklu útgerð-
arbreytingu sem menn eru að tala
um, en hún var gerð I lok ársins
1996,“ segir Sigurjón og liggur ekki
á þeirri skoðun sinni hvað veldur
aðferð verkaiýðsfélagsins um kynn-
ingu á atvinnuleysi.
„Þetta er pólitík. Atvinnuleysi á
Húsavík hefur verið mjög lítið, en
þarna endurspeglast bæjarmála-
pólitík Alþýðubandalagsins," segir
Siguijón. -gk
Verð á götuna: 2.285.000,- með abs
Sjálfskipting kostar 80.000,-
BJ
HONDA
Sími: 520 1100
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður
v' 2.01 4 strokka 16 ventla Léttmálmsvél
v' Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
v' Rafdrifnar rúður og speglar
v' ABS bremsukerfi
v Veghæð: 20,5 cm
v' Fjórhjóladrif
s Samlæsingar
v' Ryðvörn og skráning
v' Útvarp og kassettutæki
v' Hjólhaf: 2.62 m
v' Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011