Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
33
DV
Fréttir
Ólafsfjörður:
Þormóður rammi-Sæberg
í nýjar höfuðstöðvar
DV, Ólaísfirði:
Sjávarútvegsfyrirtækið Þormóð-
ur rammi-Sæberg hf. hefur flutt í
nýjar höfuðstöðvar á Ólafsfirði.
Skrifstofur fyrirtækisins voru á efri
hæð Valbergs hf. og þóttu frekar
litlar. Eftir að Magnús Gamalíels-
son hf. sameinaðist fyrirtækinu var
húsnæði þess að Hombrekkuvegi
gert að höfuðstöðvum Þormóðs
ramma-Sæbergs í Ólafsfirði.
Húsið gengur daglega undir heit-
inu Bjarg hér í bæ. Það var útgerð-
armaðurinn og frumkvöðullinn
Magnús Gamalíelsson sem byggði
húsið árið 1944.
Framkvæmdastjóri Þormóðs
ramma-Sæbergs á Ólafsfirði er
Gunnar Sigvaldason en skrifstofu-
stjóri er Þorvaldur Jónsson. -HJ
Bjarg - skrifstofuhús útgeröarfélagsins.
DV-mynd Helgi
Dalabyggð:
Vínlandssafn í Búðardal
DV, Vesturlandi:
Á fundi sveitarstjórnar Dala-
byggðar nýverið var samþykkt að
hefja undirbúning að framkvæmd-
um á Eiríksstöðum í Haukadal til
minningar um landafundi Leifs
heppna Eiríkssonar árið 2000.
Einnig var ákveðið að undirbúa
byggingu menningarhúss, Vínlands-
safns í Búðardal. Til verkefnanna
verður varið 9 millj. króna í ár.
Þá var fjárhagsáætlun Dalabyggð-
ar samþykkt, að sögn Marteins
Valdimarssonar, sveitarstjóra í
Dalabyggð. Skatttekjur em áætlaðar
118 milljónir eða um 160 þúsund
krónur á íbúa. Fasteignaskattur er
0,4% á íbúðarhús, sumarbústaði og
mannvirki til landbúnaðarnota en
1,20% á aðrar eignir. Heildargjöld
sveitarsjóðs em 162 milljónir en
tekjur einstakra málaflokka eru 41
milljón.
Fræðslumál eru langdýrasti
málaflokkurinn. 60 milljónir, eða
rúmlega 50% skatttekna. Næst kem-
ur félagsþjónusta með 14 milljónir
eða um 12% skatttekna. Ýmsar áætl-
anir eru um að fegra og bæta um-
hverfi íbúanna. Ákveðið er að ljúka
frágangi lóðar grunnskólans í Búð-
ardal og stjómsýsluhússins og verja
til þess um 6 milljónum. Til lagning-
ar reið- og gönguleiða verður varið
um 1,2 milljónum. Þá er áætlað að
tyrfa íþróttavöllinn og leggja
hlaupabrautir. Tfl þess verður varið
5,5 milljónum. -DVÓ
V illinganes virkj un:
Enn stofnað félag
DV, Fljótum:
Stofnað hefur verið á Sauðár-
króki fyrirtækið Norðlensk orka hf.
Tilgangur þess er að vinna að und-
irbúningi þess að reisa og reka raf-
orkuver við Villinganes í Skaga-
firði.
Rafmagnsveitur ríkisins eiga 75%
hlutafjár en heimaaðilar skipta með
sér 25% hlut á móti RARIK. Ljóst er
að Rafveita Sauðárkróks mun verða
hluthafi í Norðlenskri orku. Einnig
Skagfirsk orka sem Kaupfélag Skag-
firðinga, Akra- og Lýtingsstaða-
hreppar stofnuðu á dögunum. Þá
hafa bæði Siglfirðingar og Húnvetn-
ingar lýst áhuga á að verða aðilar í
félagi sem stofnað verði sem Raf-
orkuver í Skagafirði.
Þetta er þriðja hlutafélagið sem
stofnað er á skömmum tíma í
Skagafirði vegna Villinganesvirkj-
unar. Auk Skagfirskrar orku stofn-
uðu einstaklingar og fyrirtæki á
Sauðárkróki félagið Árvirki ehf.
-ÖÞ
GeriÖ cjajc)cT-
ocj verðsamanburð
BFCoodnch
All-Terrain T/AI/erð stgr
225/75R-16 11.679,-
30x9,5-15 12.191,-
245/75R-16 13.392,-
31x/10,50-15 13.627,-
33x/12,50-15 14.984,-
35x/12,50-15 17.834,-
mmmmmmmm dekk
Jeppadekk
SUÐURSTRÖND 4
S: 561 4110
mmm
Ný sending
Stultar og
sfðar kápur,
sumarhattar
Tilboð fyrir sumardaginn fyrsta:
Stuttkapur kr. 7.900.
Sumarjakkar kr. 7.900.
opið loug. 10-16.
Þjónustusíml 55D 5DDD
www.visir.is
NÝR HEIMUR Á NETINU