Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 29
dS
37
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Verkefnið internet 2 komið á fullan skrið:
Nýja verkefniö mun auka samskiptahraöa rannsóknarstofnana gríöarlega.
Intemet 2 er verk-
efni sem bandarísk
stjómvöld hafa sett af
stað í þeim tilgangi að
hraða allri þróun í
tengslum við Netið.
Takmarkið er að menn
geti ekki lengur með
réttu kallað veraldar-
vefinn The World Wide
Wait (Veraldarbiðin).
Nú hefur þetta verk-
efni fengið sinn mesta
meðbyr hingað til. Þrjú
stórfyrirtæki á sviði
hátækni hafa samein-
ast um að leggja alls
500 milljónir Banda-
ríkjadala í þetta verk-
efni. Þetta var gert við
hátíðlega athöfn í síð-
ustu viku og tók A1
Gore, varaforseti
Bandaríkjanna, við
peningunum formlega.
í fyrra talaði Bill
Clinton Bandaríkjafor-
seti í stefnuræðu sinni
um net næstu kynslóð-
ar. Slíkt net yrði til
ómetanlegs gagns fyrir
háskóla og rannsóknar-
stofnanir. Þær gætu átt
netsamskipti sín á
milli þúsund sinnum hraðar en
hægt væri í dag. Nú virðist þetta
takmark vera innan seilingar.
Hvað er Internet 2?
Það hafa margir vísindamenn
kvartað yfir því að Netið eins og við
þekkjum það í dag sé of hægvirkt og
yfirfullt til að hægt sé að nota það í
flóknar rannsóknir og aðgerðir.
Sem dæmi má nefna að menn vilja
hafa það svo háþróaö að læknir í
New York gæti fylgst með
hjartslætti sjúklings sem býr í hin-
um enda landsins og jafnvel sjúk-
dómsgreint hann.
Internet 2 verkefnið á að gera
slíka hluti mögulega. En þá á ekki
að reyna að gera Netið, sem almenn-
ingur þekkir, öflugra. I staðinn á að
búa hreinlega til annað net sem
virkar á svipaðan hátt og Netið.
Þetta net verður ekki aðgengilegt
fyrir almenning en mun í staðinn
tengja saman ríkisrekna skóla,
stofnanir og stjómsýslufyrirtæki.
Hraðinn margfaldast
Unnið hefur verið að þessu verk-
efni í tvö ár og árangurinn hefur
verið ágætur. Netið mun nota ljós-
leiðara til að flytja gögnin og verður
hann tengdur milli einstakra stofn-
ana. Þannig hefur verið ákveðið að
leggja slíkan streng frá New York til
Los Angeles. Strengur þessi, sem
yrði um 25.000 km langur, mun
tengja saman um 125 borgir og þetta
allt saman á að mynda net sem kall-
ast Project Abiline. Áætlað er að
það verði komið í gagnið næsta vor.
Á sama hátt á að tengja háskóla í
Bandaríkjunum við net National
Science Foundation sem ber nafhið
vBNS (Very high speed Backbone
Network Service). Þetta net getur
flutt 622 milljón bæti á sekúndu
samanborið við 56 þúsund bæti hjá
hraðvirkustu mótöldunum. Áætlað
er að áður en langt um líður geti
þetta net flutt 2.400 milljón bæti á
sekúndu.
Stjórnvöld segja að takmarkið
með þessu verkefni sé að gera verk-
efni sem treysta á Netið og reyndar
tölvunet almennt áreiðanlegri. Það
mun sjást best í því að öll gögn,
Símamynd Reuter.
hvort sem það er einfaldur tölvu-
póstur eða beint útsending af
hjartslætti barns, munu koma nán-
ast á sama hraða.
Svindl?
Það eru þó ekki allir sem eru jafn
ánægðir með þetta verkefni. Til eru
menn sem halda því fram að þetta
sé allt eitt stórt svindl. Þá eru þeir
einkum að tala um þátt stjórnvalda
í þessu máli. Það sjónarmið hefur
komið fram að stjómvöld eigi hrein-
lega ekkert að leggja neitt af pening-
um skattborgaranna í þetta verk-
efni heldur láta fyrirtækin alfarið
um það. Óljóst er hversu víðtækt
þetta sjónarmið er meðal netfröm-
uða. -HI/Reuter
Nýtt net til rannsókna
Þýskar álfelgur á
erðir bíla.
naust
Sími
535 9000
www.visir.is
FYRSTUIi WCÍ' fP,£TTi«tvAf:
Fræðslumiðstöðin
kaupir 325 tölvur
Frá vinstri: Guöbjörg Andrea Jónsdóttir, Pétur
Ragnarsson, Jón Ingvar Valdimarsson, Jökull
M. Steinarsson og Stefán Þór Hreinsson.
Fræðslumiðstöð
Reykjavíkurborgar hef-
ur staðfest kaup á 325
IBM og Tulip einmenn-
ingstölvum frá Nýherja.
Þessar tölvur koma að
mestu leyti sem hrein
viðbót við þann tölvu-
kost sem fyrir er hjá
miðstöðinni og er mikil-
vægur liður í tölvuvæð-
ingu þeirra, segir í
fréttatilkynningu.
Fræðslumiðstöðin
hefur undanfarið verið
með þjónustusamning
við Nýherja þar sem síð-
amefnda fyrirtækið hef-
ur bæði sinnt stofnun-
inni sjálfri og skólunum.
Ákveðið var að ganga til
samninga um tölvukaup
við Nýherja einkum
vegna ánægju með þá
þjónustu sem fyrirtækið
hefúr veitt hingað til. ífréttatil-
kynningu frá Nýherja segir að það
hafi verið grundvallaratriði að al-
þjóðlegt viðurkennt vörumerki
yrði fyrir valinu en með því yrði
bilanatíðni lágmörkuð. Þannig
megi gera ráð fyrir alltaf 50%
minni viðhaldskostnaði á þessum
tölvum en öðrum kostum sem í
boði vora.
-HI
Skráning í sumarbúðirnar Kaldárseli, Vindáshlid, Ölveri og Hólavatni
hefst miövikudaginn 22. apríl k1. 8:00.
KFUM
^jKFUK
Frísk félög
fyrir hressa krakka!
Sumarbúðir
KFUM
Flokkaskrá sumararins mun birtast
í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Hana er einnig að finna á bls. 629
í textavarpi sjónvarpsins og á heimasíðu
KFUM og KFUK, www.kfum.is.
Skráning í
sumarbúðirnar
í Vatnaskógi hefst
dag 20. apríl
kl. 8:00 í húsi KFUM
og KFUK við Holtaveg.
Einnig er tekið við skráningum
í símum 588-8899 og 588-1999.