Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Qupperneq 39
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
47
Fréttir
íslenska magnesiumfélagið:
Astralir keyptu hluta-
bréf fyrir 174 milljónir
DV, Suöurnesjum:
„Með kaupunum hafa líkur auk-
ist á því að magnesíumverksmiðjan
rísi hér. Þetta er stórt skref fram á
við en mörg eftir. Það er engin
spurning um áform þeirra. Þeir
vilja byggja verksmiðjuna á íslandi
ásamt því að byggja verksmiðju í
Ástralíu," sagði Júlíus Jónsson, for-
stjóri Hitaveitu Suðurnesja og
stjórnarformaður í ísl. magnesíum-
félaginu hf., við DV
Ástralskt fyrirtæki, Australian
Magnesium Investment, hefur
ákveðið að kaupa hlutabréf í ísl.
magnesíumfyrirtækinu fyrir 174
millj. króna. Gerast 40% hluthafi í
IMF með rétti til að auka hlut sinn í
51% síðar. Fyrirtækin á hak við
hlutabréfakaup ástralska fyrirtækis-
ins eru Queensland Metals Corpor-
ation Ltd. og Commercial Minerals
Limited, sem er 100% í eigu Nor-
mandy Mining Ltd. Það er námufyr-
irtæki í Ástralíu, aðallega í eigu
heimamanna. Stærstu gullframleið-
endur í Ástralíu og 4. í heimi. Lækk-
andi heimsmarkaðsverð á gulli hefur
Júlíus Jónsson. DV-mynd ÆMK
leitt til þess að Normandy hyggst nú
leggja megináherslu á magnesíum.
Júlíus segir að dótturfyrirtæki
AMI, Austrian Magnesium Corpor-
ation, vinni nú að því að ljúka hag-
kvæmniathugun á byggingu mag-
nesíumverksmiðju í Queensland í
Ástraliu. Hluti af athuguninni felst
í byggingu 1.500 tonna verksmiðju
til að sannreyna nýja tækni við
magnesíumframleiðslu með lægsta
framleiðslukostnað í heiminum.
Verksmiðja er að stórum hluta til-
búin. Áætlað er að hagkvæmniat-
huguninni ljúki í desember 1998. Ef
hún verður jákvæð verður ráðist í
að ljúka einnig hagkvæmniathugun
fyrir verksmiðju hér á landi.
Júlíus segir að nýju hluthafarnir
leggi mikla áherslu á magnesíum
iðnaðinn og líti á þessa fjárfestingu
sem tækifæri til að auka aðild sina
að vaxandi iðnaði. Byggingartími
magnesíumverksmiðju hér á landi
er áætlaður 1999-2002 og að fram-
leiðsla hefjist um mitt ár 2002. Áætl-
að að verksmiðjan framleiði 90.000
tonn á ári af magnesíum. Samning-
ar hafa tekist um að Ford-verk-
smiðjurnar kaupi 45.000 tonn á ári
frá 2003.
„Miðað við samninga, sem við
höfum gert, eigum við að fá svar
fyrir mitt næsta ár. Þá verður tekin
ákvörðun um framhaldið," sagði
Júlíus. -ÆMK
Færeyska skútan sem fyrirhugað er að sigli á Eyjafirði meö ferðamenn í sumar.
Skútusigling á Eyjafirði
DV, Akureyri:
„Þetta er ekki endanlega afráðið en
ég vona að það takist að koma þess-
um siglingum á í sumar,“ segir Níels
J. Erlingsson á Akureyri en hann hef-
ur í hyggju að hefja siglingar með
ferðamenn á færeyskri skútu á Eyja-
flrði í sumar.
Níels segir að ætlunin sé að gera
færeysku skútuna út í daglegar ferðir
með ferðamenn frá Akureyri og geti
verið um að ræða útsýnisferðir,
stangaveiðiferðir, hvalaskoðunarferð-
ir og miðnætursólarferðir svo að eitt-
hvað sé nefnt. Skipið sem um ræðir
getur tekið um 50 manns í styttri ferð-
ir en svefnpláss er í þvi fyrir 21 far-
þega sé um lengri ferðir að ræða.
Skútan hefur verið gerð upp og
innréttuð neðan þilja þar sem eru
vistarverur, hreinlætisaðstaða, sturt-
ur, eldhús, setustofa, lúkar og káeta.
-gk
Kennarar
Verzlunarskóli íslands óskar að ráða
kennara næsta haust í eftirtaldar náms-
greinar:
Enska • Stærðfræði-raungreinar •
Bókfærsla • Hagfræði • Lögfræði
Um er að ræða bæði fullar stöður og stunda-
kennslu í einstökum námsgreinum.
Skólastjóri og deildarstjórar viðkomandi deilda veita nánari
upplýsingar um starfið og taka á móti umsóknum.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
VINNUSKÓLI
REYKJAVÍKUR
Höfumflutt
staifseminal
Mytt hemtílisfang:
SN0RRABRAUT 60
(Skátahúsið)
Nvtt súttaitúmer;
5112590
Nvttfaxnúmer
mmw ww Ws!mm% .
5112599
VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR
Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík
Sími: 511 2590 • Fax: 511 2599
Netfang: vinnuskoli@rvk.is
ALLIR
SUZUKI BlLAR
ERU MED 2 ÓRYGGIS-
LOFTPÚÐUM.
/*......
SUZUKl
AI:L OG
ÖRVGGl
..:....^
CT T7T TX^'T
^ vJ JLá vJ 1V.A
Góður í ferða
Baleno Wagon er
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra
BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Baleno Wagon GLX 4X4:
1.595.000 kr.
Baleno Wagon GLX:
1.445.000 kr.
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hí, Laufásgötu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bilagarður ehf.,
Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00.