Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 42
50
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Fólk í fréttum
Geir H. Haarde
Geir Hilmar Haarde, hagfræðing-
ur, alþm. og formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, til heimilis að
Granaskjóli 20, Reykjavík, tók við
embætti fjármálaráðherra af Frið-
riki Sophussyni á fimmtudaginn var.
Starfsferill
Geir fæddist í Reykjavík þann 8.4.
1951 og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1971, BA-prófi
í hagfræði við Brandeis University í
Waltham í Massachusetts i Banda-
ríkjunum 1973, MA-prófi í alþjóða-
stjórnmálum við Johns Hopkins
University, School of Advanced
International Studies í Washington
DC i Bandaríkjunum 1975 og MA-
prófi í þjóðhagfræði við University
of Minnesota í Minneapolis í Banda-
ríkjunum 1977.
Geir var blaðamaður við Morgun-
blaðið á sumrin 1972-77, hagfræð-
ingur í alþjóðadeild Seðlabanka ís-
lands 1977-83, aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra 1983-87, varaþm.
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá
1983, er alþm. frá 1987 og formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins frá
1991.
Geir var formaður SUS 1981-85,
forseti Norðurlandaráðs 1995, for-
maður þingmannahóps vestrænna
ríkja innan Alþjóðaþingmannasam-
bandsins 1992-94, í framkvæmda-
stjórn sambandsins frá 1994 og vara-
forseti þess frá 1995-97,
formaður flokkahóps
íhaldsmanna innan Norð-
urlandaráðs 1995-97 og
formaður utanríksmála-
nefndar alþingis frá 1995.
Fjölskylda
Eiginkona Geirs er
Inga Jóna Þórðardóttir, f.
24.9. 1951, viðskiptafræð-
ingur og borgarfulltrúi.
Hún er dóttir Þórðar Guð-
jónssonar, skipstjóra og
útgerðarmanns á Akranesi, og k.h.,
Marselíu Guðjónsdóttur húsmóður.
Böm Geirs og Ingu Jónu eru
Borgar Þór Einarsson, f. 4.5. 1975
(stjúpsonur Geirs); Helga Lára, f.
27.1. 1984; Hildur María, f. 15.11.
1989.
Dætur Geirs frá fyrra hjónabandi
og Patriciu Mistrettu Guðmundsson
eru Ilia Anna, f. 28.7.1977, og Sylvía,
f. 9.6. 1981.
Bræður Geirs: Bernhard Haarde,
f. 31.1.1938, d. 2.3.1962, bankamaður
í Reykjavík; Steindór Helgi Haarde,
f. 12.9. 1940, byggingaverkfræðingur
og lektor við Tækniskóla íslands,
búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur
Jórunni Hönnu Bergmundsdóttur,
húsmóður og tækniteiknara, og eiga
þau þrjú böm.
Foreldrar Geirs: Tomas Haarde, f.
í Sandeid í Rogalandi í Noregi 14.12.
1901, d. 18.5. 1962, síma-
fræðingur í Reykjavík,
og k.h., Anna Steindórs-
dóttir, f. 3.5. 1914, hús-
móðir.
Ætt
Anna er dóttir Steindórs
Helga, forstjóra Bifreiða-
stöðvar Steindórs Einars-
sonar, b. í Ráðagerði,
bróður Elínar, ömmu
Björns R. Einarssonar
hljóðfæraleikara. Einar
var sonur Björns, b. á Litla-Hálsi,
bróður Kristínar, langömmu Giss-
urar, fóður Hannesar Hólmsteins.
Bjöm var sonur Odds, b. á Þúfu í
Ölfusi, Björnssonar, bróður Katrín-
ar, langömmu Vals leikara, föður
Vals bankastjóra, og langömmu
Garðars, foður Guðmundar H.,
fyrrv. alþm.. Móðir Bjöms á Litla-
Hálsi var Jórunn, systir Magnúsar
á Hrauni, langafa Aldísar, móður
Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ. Jór-
unn var dóttir Magnúsar ríka,
hreppstjóra í Þorlákshöfn, Bein-
teinssonar, b. í Þorlákshöfn, Ingi-
mundarsonar, b. á Hólum, Bergs-
sonar, ættföður Bergsættar Stur-
laugssonar.
Móðir Steindórs Helga var Guð-
rún Steindórsdóttir, b. í Landakoti í
Reykjavík, bróður Jóns í Gröf, afa
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöf-
undar, fóður Ólafs Jóhanns, rithöf-
undar og forstjóra. Steindór var
sonur Matthíasar, kaupmanns i
Hafnarfirði, bróður Páls, langafa
Ólafs Bjömssonar, hagfræðiprófess-
ors og fyrrv. alþm, og Guðrúnar,
móður Vilmundar ráðherra og Þor-
valds hagfræðiprófessors Gylfasona.
Matthías var sonur Jóns, pr. í Arn-
arbæli, Matthíassonar, stúdents á
Eyri, bróður Markúsar, langafa Ás-
geirs forseta. Matthías var sonur
Þórðar, ættföður Vigurættar, Ólafs-
sonar, ættföður Eyrarættar, Jóns-
sonar, langafa Jóns forseta.
Móðir Önnu var Ásrún Sigurðar-
dóttir, b. í Sigluvik á Svalbarðs-
strönd, Jónssonar, bróður Ásmund-
ar á Auðbjargarstöðum, afa Guð-
mundar Benediktssonar ráðuneytis-
stjóra. Móðir Ásrúnar var Anna,
systir Guðnýjar, ömmu Halldórs
Laxdal í Radíóbúðinni. Anna var
dóttir Gríms, b. i Garðsvík, og Sæ-
unnar Jónsdóttir frá Látram. Móðir
Sæunnar var Jóhanna Jóhannes-
dóttir, b. í Grenivík, Árnasonar.
Móðir Jóhannesar var Sigríður Sör-
ensdóttir frá Ljósavatni. Móðir Sig-
ríðar var Guðrún Þorvaldsdóttir,
pr. á Hofi, Stefánssonar, skálds í
Vallanesi, Ólafssonar, prófasts og
skálds ,á Kirkjubæ, Einarssonar,
prófasts og skálds í Heydölum, Sig-
urðssonar.
Geir H. Haarde.
Afmæli
Kristján Arinbjörn Hjartarson
Kristján Arinbjöm Hjartarson
iðnverkamaður, til heimilis að
Grand á Skagaströnd, verður sjö-
tugur á morgun.
Starfsferill
Kristján fæddist á Blönduósi en
ólst upp hjá foreldrum sínum á
Skagaströnd og að hluta til á Finns-
stöðum. Hann var hjá Gísla Pálma-
syni á Bergsstöðum í Svartárdal
1939-41 og Þorsteini Jónssyni á Gili
í Svartárdal 1941-43.
Kristján stundaði nám við
Héraðsskólann að Reykjum 1944-46
og sótti síðan námskeið í orgelleik
og kórstjórn. Hann var verkamaður
á Skagaströnd 1946-48 og vann þá
m.a. við smíðar hjá Sveini Sveins-
syni, móðurbróður sínum, var sjó-
maður á Akranesi 1951-52 en hefur
síðan verið búsettur á Skagaströnd.
Kristján reri skamma hríð með
Þórarni, bróður sínum, var lengst af
beitningamaður á Skagaströnd
1948-51 og 1952-64, starfaði á Véla-
verkstæði Karls og Þórarins 1964-74
og 1976-85, var húsvörður í félags-
heimilinu Fellsborg 1973-76, verka-
maður hjá Rækjuvinnslunni hf., síð-
ar Hólmanesi hf. 1986-92 og hefur
verið iðnverkamaður hjá skóverk-
smiðjunni Skrefinu hf. frá 1992. Þá
starfrækti hann Skagastrandarbíó
um árabil ásamt bræðrum sínum,
Hallbirni og Hirti, og fleirum. Hann
er harmónikuleikari og lék um ára-
hil á dansleikjum og samkomum, er
organisti í Hofskirkju og Höskulds-
staðakirkju og var áður organisti og
kórstjóri á Skagaströnd í átján ár.
Kristján sat í hreppsnefnd Höfða-
hrepps 1970-74 og í fyrstu stjóm
Skagstrendings hf. frá stofnun 1968.
Hann sendi frá sér ljóðabókina Við
brimsins gný árið 1995.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 27.12. 1954 Sig-
urbjörgu Bjömsdóttur, f. 17.6. 1930,
d. 3.4.1981, húsmóður. Hún var dótt-
ir Björns Jóhannessonar, f. 23.9.
1906, d. 5.11. 1993, bónda á Sigríðar-
stöðum og Litlu-Borg í Vesturhópi
og á Snælandi á Hvammstanga, sjó-
manns og verkamanns á Skaga-
strönd og loks byggingarverka-
manns í Reykjavík, og k.h., Ragn-
heiðar Jónsdóttur, f. 20.2. 1907, d.
13.10.1994, húsfreyju.
Böm Kristjáns og Sigurbjargar
eru Guðmundur Rúnar Kristjáns-
son, f. 15.11. 1951, húsasmíðameist-
ari og skáld á Skagaströnd, kvæntur
Guðrúnu Hrólfsdóttur, húsmóður
og leikskólastarfsmanni, og eiga
þau þrjú börn; Ragnheiður Linda
Kristjánsdóttir, f. 22.6. 1954, skrif-
stofumaður og húsmóðir á Skaga-
strönd, gift Þorláki Rúnari Lofts-
syni vöruflutningabíl-
stjóra og eiga þau tvær
dætur; Sigurlaug Díana
Kristjánsdóttir, f. 21.4.
1958, húsmóðir, verka-
kona og dagskrárgerðar-
maður á Skagaströnd, gift
Grétari Haraldssyni verk-
stjóra og eiga þau þrjá
syni; Sveinn Hjörtur
Kristjánsson, f. 11.11.
1964, iðnverkamaður á
Hvammstanga, kvæntur
Hrafnhildi Katrínu Pét-
ursdóttur, húsmóður og
ræstitækni, og eiga þau fjögur böm;
Sæbjörg Drífa Kristjánsdóttir, f.
26.2. 1966, húsmóðir á Skagaströnd,
gift Guðmundi Sigurbimi Óskars-
syni verkamanni og eiga þau tvö
börn auk þess sem hún á dóttur frá
fyrra hjónabandi með Konráði Jóns-
syni.
Systkini Kristjáns: Hólmfríður
Hjartardóttir, f. 31.12. 1909, d. 15.12.
1991, húsmóðir á Skagaströnd; Bær-
ing Júní Hjartarson, f. 27.6. 1911, d.
30.12. 1991, verkamaður, síðast í
Lundi í Varmahlíð; Ólína Guðlaug
Hjartardóttir, f. 16.8. 1912, d. 27.7.
1983, húsmóðir í Dagsbrún á Skaga-
strönd; Sigurður Hjartarson, f. 28.9.
1913, d. 8.5. 1914 úr lungnabólgu;
Viktoría Margrét Hjartardóttir, f.
25.1. 1915, fyrrv. starfs-stúlka við
heimilishjálp, búsett í
Reykjavík; Sigurbjörg
Kristín Guðmunda Hjart-
ardóttir, f. 26.9. 1916, d.
14.7. 1985, húsmóðir í Vík
á Skagaströnd; Guðný Ein-
arsína Hjartardóttir, f.
28.6. 1918, lengst af hús-
móðir í Blálandi á Skaga-
strönd; Þórarinn Þorvald-
ur Hjartarson, f. 12.1.1920,
d. 28.1. 1991, formaður á
Skagaströnd; Sveinn Guð-
varður Hjartarson, f. 17.4.
1921, d. 22.11. 1961, vél-
stjóri og útgerðaramaður á Skaga-
strönd; Georg Rafn Hjartarson, f. 27.5.
1923, múrari í Reykjavík; Hjörtur Ást-
flnnur Hjartarson, f. 22.3. 1925, d.
22.11. 1961, formaður á Skagaströnd;
óskírður drengur Hjartarson, f. 7.8.
1926, d. 13.9. 1926; Sigurður Hjartar-
son, f. 7.2. 1930, bóndi og umsjónar-
maður á Staðarbakka í Helgafells-
sveit; óskírður drengur, f. 13.9. 1931,
d. 24.10.1931; Hallbjörn Jóhann Hjart-
arson, f. 5.6. 1935, , tónlistarmaður,
veitingamaður og útvarpsstjóri í
Brimnesi á Skagaströnd.
Foreldrar Kristjáns voru Hjörtur
Jónas Klemensson, f. 15.2. 1887, d.
6.2. 1965, formaður í Vík á Skaga-
strönd, og k.h., Ásta Þórann Sveins-
dóttir, f. 21.7. 1891, d. 30.12. 1960,
húsfreyja.
Kristján Arinbjörn
Hjartarson.
Véiðivon
800 fískar hafa veiðsf
Sjóbirtingsveiðin hefur gengið vonum framar
og eru líklega komnir um 800 fiskar á land af
öllum svæðunum þar sem veitt er núna. Frekar
kalt hefur verið á veiðimenn kringum Klaustur
en veðurfarið hefur hlýnað. Stærstu sjóbirting-
amir era um 13 pund. Stutt er í Minnivallalæk-
ur í Landssveit opni og þar hafa sést stærri
fiskar en 13 pund. En lækurinn verður opnaður
1. maí eins og Elliðavatnið. 15-16 punda fiskar
hafa sést synda um lækinn.
„Veðurfarið hefur verið heldur leiðinlegt.
Það var kalt þegar ég var þar en við fengum
fiska og það var það sem við vorum að leita að,“
sagði Óskar Færseth i Keflavík er við spurðum
hann um veiðiskapinn í gær.
„Við fengum sjö fiska í Vatnamótunum og sá
stærsti var 6 punda. Við lentum í isreki. Ég
frétti af veiðimönnum á eftir okkur sem hefðu
veitt 28 fiska en þá hafði hlýnað verulega.
Veiddi líka í Geirlandsá og þar fengum við 14
fiska, sá stærsti var 7 punda. Veiðin hefur ver-
ið frekar róleg en það er allt í lagi,“ sagði Ósk-
ar ennfremur.
„Hróarslækurinn hefur verið að gefa eitt-
hvað af fiski en við vitum ekki hve mikið. Á
Hrauninu er þetta rétt að byrja,“ sagði Ingólfur
Kolbeinsson er við spurðum frétta af sjóbirting-
um.
„Varmáin er alltaf góð og margir hafa fengið
fina veiði þar síðustu daga,“ sagði Ingólfur sem
ætlaði í Hróarslækinn næstu daga.
„Ég held að veiðin sé að glæðast hérna fyrir
austan, alla vega hefur hlýnað og fiskurinn ætti
að fara að gefa sig meira,“ sagði veiðimaður við
veiðar við Klaustur í gær.
„Við höfum fengið nokkra en þeir eru ekki
stórir," sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Veiöiskapurinn gengur rólega þessa dagana en lík-
lega hafa veiöst um 800 fiskar og þá mest í Varmá
sem hefur gefiö á milli 400 og 500 fiska. Þessir tóku
það rólega viö Vatnamótin. DV-mynd G.B.
Tll hamingju með afmælið 20. apríl
85 ára
Katrín Jónsdóttir, Firði 7, Seyðisfirði.
80 ára
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Flúðabakka 1, Blönduósi. Jóna S. Kristófersdóttir, Kleppsvegi 120, Reykjavík.
75 ára
Grétar Símonarson, Goðdölum, Lýtingsstaðahreppi.
70 ára
Birna Friðgeirsdóttir, Gunnólfsgötu 18, Ólafsfirði. Gxmnar B. Sigurðsson, Fífuseli 7, Reykjavík. Ingibjörg Gísladóttir, Unufefli 4, Reykjavík. Óskar Halldórsson, Syðri-Úlfsstöðum, Austur-Landeyjahreppi. Svava Pálsdóttir, Hrafnkelsstöðum III, Hrunamannahreppi.
60 ára
Gissur Þór Sigurðsson, Langholtsvegi 174, Reykjavík. Guðríður Helga Magnúsdóttir, Túngötu 36, Reykjavík. Hólmfríður Snorradóttir, Holtsgötu 1, Njarðvík. Karl Magnús Gunnarsson, Hamrabergi 30, Reykjavík. Sigfús J. Árnsson, Hofi, Vopnafirði. Sigurður Ingólfsson, Bleikjukvísl 16, Reykjavík.
50 ára
Jón Ragnarsson, Reynivöllum 4, Akureyri. Sigrún Gerður Bogadóttir, Sunnuvegi 3, Selfossi. Steingrímur Ólafur Ellingsen, Nesbala 126, Seltjamamesi. Sveinn Arason, Holtsbúð 38, Garðabæ.
40 ára
Arnar Bjarnason, Skaftahlíð 16, Reykjavík. Halldór Árnason, Furulundi 2 G, Akureyri. Halldóra Guðbjörg Ottósdóttir, Efstahjafla 17, Kópavogi. HaUur Sigurðsson, Vesturbraut 13, Höfn. Ingvar Teitsson, Furuhjalla 1, Kópavogi. Kristinn Kristinsson, Dofrabergi 15, Hafnarfirði. Lóa Sigurðardóttir, Efstahjalla 2, Reykjavík. Sigmundur Einar Ófeigsson, Hjallalundi 2, Akureyri. Steinunn Björnsdóttir, Mávahlíð 29, Reykjavík.
UPPBOÐ
Framhald uppboös á eftirfarandi
eign verður háð á henni sjálfri
_______sem hér segir:____
Seljaland 5, 1. hæð t.h., þingl. eig. Auð-
unn Ófeigur Helgason, gerðarbeiðendur
Kristján G. Jóhannsson og Stefán Jóns-
son, föstudaginn 24. apríl 1998 kl. 14.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK