Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Page 10
10
wnmng
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 JL^’^
SANYLÞAKRENNUR
Fást (flestum byggingavöruverslunum lan
ííAUFABORG?
" KNARRARVOGI 4 • * 568 6755
Gormar í flestar
gerðir bíla.
Straumar, straumar
Straumar mættust í margvíslegum
skilningi í Iðnó stundu fyrir miðnætti
síðastliðið miðvikudagskvöld. Yfir-
skriftin visaði auðvitað sterkast til
þeirrar fjölbreytni í verkefnavali sem
einkenndi dagskrána, safn dúóa og
tríóa sem upprunnin voru frá ýmsum
heimshornum.
En fjölbreytnin rikti á fleiri sviðum.
Þeir sem í Iðnó komu þetta kvöld voru
ýmist að fara á tónleika eða njóta ann-
arra listisemda í veitingasal hússins.
Ilmvötn kepptu við matarlyktina í hin-
um nýja tónleikasal. Umgangur ann-
arra sala keppti við tónlistina. Hitinn
í ekki alltof vel loftræstum salnum
mætti svalanum við Tjörnina í hléi og
umhverfið allt andaði enn um þau
átök sem stóðu um nýtingu hússins.
Straumar voru því viðeigandi yfir-
skrift fyrir þetta kvöld.
Borgarstjóri ávarpaði gesti og af-
henti húsinu formlega flygil að gjöf.
Hún kvaðst vona að slíkt framlag
styddi enn frekar við tónlistarflutning
í húsinu. Og víst er að svo verður þeg-
ar þau vandamál sem drepið hefur
verið á verða leyst. Salurinn er ágæt-
lega hljómandi og fallegur. Sex dúmk-
ur eftir Dvorak í píanótríói hans op. 90 hljómuðu
fyrstar. Þau Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar
Kvaran og Peter Máté léku af öryggi og oft mjög
næmri tilfinningu í ljóðrænni hlutunum.
Martial Nardeau og Peter Máté léku Dúó fyrir
flautu og píanó eftir Aaron Copland. Verkið er
verulega krefjandi i flutningi og var hljóðfæra-
leikurinn framúrskarandi. En verkið var aftur á
móti ekki nógu áhugavert frá hendi höfundar.
Laube enchanté, sem byggt er á indversku
morgunraga, er eftir Ravi Shankar. Verkið er
skrifað fyrir flautu og hörpu og það voru þau
Martial Nardeau og Elísabet Waage sem léku.
Verkið hélt athyglinni ótrúlega vel og vakti and-
4
a* ''
Tríó Reykjavíkur frumflutti verk eftir Jón Nordal.
ann á yfirvegaðan hátt. Það ruddi þannig braut
fyrir skemmtilega fyrstu tvo kaflana í sögu
tangósins eftir Piazzolla sem fylgdu í kjölfarið.
Það voru þeir Mcirtial Nar-
deau og Pétur Jónasson gítar-
leikari sem léku.
Yoshihisa Taira samdi sitt
sérkennilega Synkronie fyrir
tvær flautur árið 1986, sem er
alltof seint fyrir þann stíl
sem einkennir verkið og þau
Tónlist
Sigfnður Bjömsdóttir
viðhorf til tónlistar sem að baki virðast búa.
Martial og Guðrún Birgisdóttir léku með þeirri
reisn sem ein getur haldið uppi verki sem þessu.
Andað á sofinn streng er verk í einum hægum
þætti eftir Jón Nordal og var það frumflutt þetta
kvöld. Það er samið fyrir fiðlu, selló og píanó og
- Tríó Reykjavíkur flutti. Andi
verksins er hógvær og óá-
gengur. Heildin hljómaði
ljóðræn og sterk. Æskilegt
væri að heyra verkið flutt
aftur við sanngjarnari að-
stæður. Það hlýtur að teljast
fullkrefjandi fyrir flesta að
hlusta á tónlist eftir klukkan eitt að nóttu þegar
langur vinnudagur er að baki.
Aukin
þiónusta
Opið:
Mán.-fös. 8-21
Lau. 8-19
Sun. 10-19
Húsasmiðjan
Fossaleyni 2
Gralurvogi
S: 586 2000
HUSASMIÐJAN
Auglýsing frá ÁTVR |
Athygli er vakin á að samkvæmt áfengislögum skulu áfengis-
verslanir vera lokaðar þá daga er almennar kosningar til
sveitarstjórna fara fram. Verslanir ÁTVR verða því lokaðar
laugardaginn 23. maí 1998.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins|
„Superkitsch"
Einari Má Guðmundssyni er sýnd
sú virðing í nýjasta hefti þýska tíma-
ritsins Der Spiegel að þar er birtur ít-
arlegur ritdómur um bók hans Engla
alheimsins. Timaritiö lætur skrifa rit-
dóma um fáar bækur en auk þess eru
birtar örstuttar umsagnir um fáeinar
bækur.
Willi Winkler skrifar ritdóminn í
Spiegel undir fyrirsögninni „Friður sé
með hinum geðveiku frá Kleppi" og
segir í undirfyrirsögn: „íslendingur-
inn Einar Már Guðmundsson sendir í
skáldsögunni Wjv
Englar alheimsins
hóp af geðsjúku
og rugluðu fólki
út í veröld hinna venjulegu". Svo kall-
ar hann bókina „sjaldgæfan happa-
feng.“
Winkler er upptekinn af frásögn
skáldsögunnar af aukapersónunni
Viktori sem ímyndar sér að hann sé
Adolf Hitler, og Winkler spyr að lok-
inni endursögn á sögu hans hvort
Hitler geti virkilega verið fyndinn. Sér
til furðu hlýtur hann að svara játandi:
Þegar Einar Már sýnir Viktor
sfjörnugalinn yfir rauðvínsglasi að
ræða brýn verkefni við vin sinn
Himmler þá er ekki hægt annaö en
brosa að honum.
„Einar Már býöur upp á alit í Engl-
um alheimsins sem annars er strang-
lega bannað í nútímabókmenntum,"
segir gagnrýnandinn. Þar talar sögu-
maður upp úr gröf sinni; þar glitrar ís-
land eins og skandinaviskir álfheimar
og svo er allt morandi í geðsjúkling-
um: „Superkitsch." En þrátt fyrir ör-
væntinguna sem rekur nokkrar per-
sónur til sjálfsmorðs er þetta bijálæð-
islega skemmtileg bók, að mati gagn-
rýnanda Spiegels.
Frá sýningunni Hlið sunnanvindsins f Ráðhúsi Reykjavíkur.
Afríku
ísleifur frá Mósambík
í fáfræði minni ímyndaði ég mér
að „afrískir" listamenn hlytu að
mála landslagsmyndir. Eru ekki alls
staðar málaðar landslagsmyndir? En
svo er mér sagt að listamenn í þess-
ari miklu álfu hafi takmarkaðan
áhuga á sínu stórbrotna landslagi og
að Estevao Mucavele, sem sýnir hér
yndislegar landslagsstemmur sem
minna á ísleif Konráðsson, sé þar al-
gjör undantekning. Landslagsmynd-
ir hans eru aukinheldur ímyndanir
fremur en tilraunir til að gera til
góða þekktum stöðum, svo ef til vill
er það ekki að marka.
Feginn vildi ég geta hælt tréskurð-
armyndum Albertos Chissano, sem
fluttar hafa verið hingað með ærn
mn tilkostnaði og fyrirhöfn. En þv:
miður, jafnvel þótt ég virði lífs
reynslu hans, þá þykja mér myndir
hans standa langt að baki eldri tréskurði ýmissa
ættbálka í næsta nágrenni við Mósambík, bæði
hvað vinnubrögð og hugmyndaauðgi snertir.
Verði hún til þess að velta upp spumingum varð-
andi þá menningarlegu víxlverkun sem áður var
nefhd, hefur þessi sýning gert í blóðið sitt. Vonandi
heldur Þróunarstofnun áfram að lóðsa hingað mynd-
list eftir skjólstæðinga sína meðal fiarlægra þjóða.
Sýningin Hlið sunnanvindsins í Ráðhúsi Reykja-
víkur stendur til 7. júní og er opin kl. 9-19 virka
daga en kl. 12-18 um helgar.
Tll og frá
Það er sama hvað sýnt er i al-
menningnum i Ráðhúsinu; allt fer
það halloka fyrir grámóskunni og
þunglamalegri steypunni þar inni.
Jafnvel afrísk list, ólgandi af lífsafli
og flæðandi í litum, ber ekki sitt
barr við þessar aðstæður.
Sem breytir ekki því að það var
gott framtak og virðingarvert af Þró-
unarstofnun og Listahátíð að reyna
að koma þar fyrir listaverkum eftir
þrjá listamenn frá Mósambik, þá
Malangatana, Alberto Chissano og
Estevao Mucavele. Og nú ætti að gef-
ast tækifæri til að ígrunda margþætt
og sérkennileg tengsl afrískrar listar
og evrópskrar i stóru samhengi, því
í Listasafni íslands er að finna verk
eftir evrópskan listamann, Max
Ernst sem eru að hluta sprottin upp
úr afrískri list.
Einu sinni voru þessi tengsl mest-
megnis einhliða og ekki ýkja flókin.
Picasso, Emst og fleiri evrópskir listamenn leit-
uðu fanga í afrískri list, sem í þeirra huga hafði
til aö bera kynngi, formræna dirfsku og hug-
myndaauðgi sem evrópska list vantaði. Síðan
snerist dæmið við, afrískir listamenn fóru að
líkja eftir list evrópskra herraþjóða sinna sem
tryggði þeim brautargengi þeirra á meðal.
í dag má æ oftar sjá myndlist eftir afríska lista-
menn sem eru undir áhrifum evrópskra lista-
manna sem eru undir áhrifum afrískrar listar.
Og hefur þessi vixlverkun þannig bitið i skottið á
sér. Þetta á einmitt við um Mósambik-
manninn Malangatana sem gæti hæg-
lega hafa sótt innblástur í sín litríku
og erótísku verk til Kóbralistamanna,
þar á meðal Svavars Guðnasonar. Sem
er auðvitað undarleg tilhugsun.
Annars vitum við mest lítið um þró-
un afrískrar listar á undanfómum ámm og ára-
tugum. Ætli sé ekki goðgá að tala um „afríska
list“ yfirleitt þegar við vitum að í álfunni era þús-
undir þjóða og ættbálka, hver með sitt eigið tján-
ingarform?
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson