Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Straumar mætast
Menningarleg veisla stendur yfir þessa vordaga í
Reykjavík. Listahátíð var sett í höfuðborginni um síð-
ustu helgi og stendur fram á sjómannadag. Ýmsar sýn-
ingar ná lengra fram á sumarið. Listahátíð í Reykjavík
hefur verið haldin annað hvert ár síðastliðna þrjá ára-
tugi. Hver listahátíð er mikill viðburður í menningar-
lífinu enda hafa þar, eins og segir í ávarpi borgarstjóra,
jafnan komið fram margir af þeim listamönnum sem
fremstir og framsæknastir eru í heiminum, hver í sinni
grein, og jafnframt hafa listahátíðir gefið íslenskum
listamönnum tækifæri til þess að koma list sinni á
framfæri í alþjóðlegu sviðsljósi.
Að þessu sinni er Listahátíð í Reykjavík afar Qöl-
breytt og listamenn koma víða að. Menningarstraumar
berast frá fjarlægum þjóðum, Kína, Mexíkó, Indlandi og
Afríku auk þjóða sem nær okkur liggja landfræði- og
menningarlega. í þessu alþjóðlega umhverfi fá íslensk-
ir listamenn tækifæri til þess að kynna sig og list sína.
Listunnendur allir fá og samanburð við það sem er að
gerast annars staðar. Þetta er í anda kjörorðs Listahá-
tíðar í Reykjavík, „Þar sem straumar mætast“.
Straumarnir mætast í Reykjavík og fjölbreytnin í
menningarlífinu auðgar andann. Aldrei í sögu þjóðar-
innar hefur menningarlífið verið jafn gróskumikið, seg-
ir menntamálaráðherra í listahátíðarávarpi sínu. Ráð-
herra leggur áherslu á gildi þess fyrir fámenna þjóð að
leggja í senn rækt við menningarleg sérkenni sín og
taka fagnandi á móti straumum frá öðrum.
Listsköpun er meðal undirstöðuþátta í hverju samfé-
lagi. Hún leitar sér útrásar og skilar einstaklingum og
samfélagi því meira sem betur er að henni búið. Yfir-
völd, hvort heldur er ríki eða sveitarfélög, átta sig á
þessu þótt eilíflega verði deilt um það fjármagn sem
eyrnamerkt er menningu og listum. Þótt ekki verði
lagður beinn þjóðhagslegur mælikvarði á afraksturinn
skila þeir fjármunir sér bæði beint og óbeint.
Það er meðal annars hlutverk stjómvalda að skapa
listamönnum umgjörð svo þeir geti komið list sinni á
framfæri og almenningur notið. Því er það ánægjulegt
að heyra að rykið kunni að verða dustað af teikningum
tónlistarhúss í Reykjavík. Um það hefur verið rætt
ámm saman og til vansæmdar er hversu hægt hefur
gengið. Borgarstjóri sagði á beinni línu DV að litið væri
á tónlistarhús sem brýnasta fjárfestingarverkefni í
borginni. Það væri Reykjavík jafnmikilvægt nú og höfn-
in var árið 1917.
Nágrannar Reykvíkinga í Kópavogi töluðu minna.
Þeir framkvæmdu. Forsætisráðherra lagði fyrr í vik-
unni homstein að tónlistarhúsi í Kópavogi. Fullyrða
má að samstaða sé um byggingu þessa húss í Kópavogi,
innan bæjarstjórnar og meðal almennings. Húsið rís
við hlið Gerðarsafns, menningarmiðstöðvar bæjarins.
Forsætisráðherra sagði að auk þess að húsið yrði
framtíðarmusteri tónlistarinnar í Kópavogi myndi það
verða þjóðarhús og þjóðarstolt. Gert er ráð fyrir að taka
húsið í notkun á haustmánuðum næsta árs. Ráðherra
sagði með réttu að hið nýja tónlistarhús bætti úr
brýnni þörf og þangað myndu sækja tónlistarmenn og
gestir þeirra alls staðar að.
Um leið og menn njóta þess sem nú er fram borið á
Listahátíð í Reykjavík er full ástæða til þess að horfa
með bjartsýni fram á veginn. Mikil gerjun á sér stað og
stutt er í það að Reykjavík verði ein af menningarborg-
um Evrópu, árið 2000.
Jónas Haraldsson
„Málþófið er Ijótt og tímaskekkja sem skaðar Alþingi," segir Guðni m.a. í grein sinni. - Jóhanna Sigurðardóttir
talar í 10 klst. á Alþingi.
Málþóf er
rökþrot
með þingið í herkví.
Gamlir leiðtogar Sov-
étríkjanna hefðu ekki
gert betur í ræðu-
lengdinni 3-5 klst. í
senn, burtséð frá því
hvort viðkomandi er
ræðumaður eða ekki.
Svo eru íslandsmet
slegin, Jóhanna Sig-
urðardóttir talar í 10
klukkustundir, safnar
að sér efni en flestir
ræða um viðbótar-
borðið sem hún fékk
undir gögnin, en fæst-
ir hafa hugmynd um
hvert var innihald
ræðunnar. Annar
þingmaður úr sama
„Ekkert afhinum umdettdu mál•
um sem nú er dettt um kom
seint fram. Meirihlutinn hefur
komist að niðurstöðu og þar
með tilbúinn að taka pólitískum
afleiðingum gerða sinna.u
Kjallarinn
Guðni Ágústsson
alþingismaður
Að halda langa
ræðu er fyrir löngu
úrelt og þegar ég
horfi til baka voru
það leiðtogar Sovét-
ríkjanna í gamla
daga sem oft töluðu
við upphaf setningar
aðalfundar komm-
únistaflokksins í
svona 2-3 klukku-
stundir. Þetta þótti
mér sem barni mik-
ið ævintýri og afrek.
Síðar sá ég að þetta
var siðblinda valda-
mannsins og lítils-
virðing við þann
sem mátti sitja undir
ósköpunum.
Þegar ég þroskað-
ist örlítið meira og
fór að velta fyrir mér
ræðulistinni óx virð-
ing mín fyrir hinni
stuttu og snörpu
ræðu sem byggðist á
upphafsorðum,
kjama og lokaorð-
um. Það var Winston
Churchill sem sagði:
„Það tekur mig 5
klst. að semja 5 mín-
útna ræðu en ég er í 5 mínútur að
búa mig undir 5 klukkustunda
ræðu.“
Alþingi hertekið
Nú gerist það á Alþingi Islend-
inga að þar bresta á langar ræður
og utanaðkomandi fólki finnst að
þar ríki stríðsástand. Fámenn
stjórnarandstaða, einn þriðji
þingsins, talar dag og nótt og er
flokki talar í öðru máli í hátt í 6
klukkustundir. Það merkilegasta
er þó það að flokkur þessa fólks er
ekki til, aflagður þar sem fylgi við
flokkinn hafði um langt skeið ver-
ið við núllið.
Þingræðið og málþófið
„Landsmenn kjósa alþingis-
menn á 4ra ára fresti. ísland er
lýðveldi með þingbundinni
stjóm,“ segir í fyrstu grein stjóm-
arskrárinnar. Stjórnarandstaðan
er mikilvæg og gegnir í öllum lýð-
ræðisríkjum jafnmikilvægu hlut-
verki og meirihlutinn, öllum er
hollt að búa við aðhald og snarpa
gagnrýni. Hitt liggur svo fyrir að
minnihlutinn er hvorki þingið né
þjóðin. Hann verður að sætta sig
við að meirihluti þingsins afgreið-
ir flest þau mál sem hann telur
fullþroska.
Eitt skal þó gagnrýnt hér - að
ríkisstjórnir koma allt of oft seint
fram með umdeild mál. Ekkert af
hinum umdeildu málum sem nú
er deilt um kom seint fram. Meiri-
hlutinn hefur komist að niður-
stöðu og þar með tilbúinn að taka
pólitískum afleiðingum gerða
sinna.
Ljótur svipur
Málþófið er ljótt og tímaskekkja
sem skaðar Alþingi. Fólkið í
sundlauginni segir að svona
vinnubrögð yrðu ekki liðin á
neinum vinnustað. Því er nú
brýnt fyrir Alþingi og alþingis-
mönnum að endurskoða þing-
sköpin, stytta ræðutímann og
innleiða það besta úr þingum
nágrannaríkjanna, sem hafa
aflagt lönguvitleysu fyrir mörgum
árum.
Hér mætti nefna óskráðar regl-
ur úr finnska þinginu. Þar er heið-
ursmannasamkomulag milli þing-
flokka að enginn heldur lengri
ræðu en 15 mínútur í senn. Mér
flnnst að þingið hafi nú á ný fallið
í gamalt far sem ég hélt að enginn
vildi upplifa á ný.
Guðni Ágústsson
Skoðanir annarra
Upp með agaleysiö
„Það hefur ætíð verið vinsæl íþrótt meðal þeirra
sem eldri eru að óskapast yfir orðum og gjörðum
yngra fólks. ...Sá sem þetta ritar efast ekki um að
fólki gengur gott eitt til með því að boða aukinn aga
á ungdóminn. Hann er hins vegar á þeiri skoðun að
agaleysið sé jákvæöasta einkenni íslenskrar þjóðar-
sálar. Agi er þvinguð virðing fyrir yfirvaldi. Þving-
un setur ekki einungis hömlur á hegðun fólks held-
ur jafnframt hugsun þess. Frjáls og skapandi hugs-
un íslenskrar æsku er vafalaust mikilvægasta auð-
lind sem við eigum."
Stefán Broddi Guðjónsson í Viðskiptabl. 20. maí.
Sumir siöspilltari en aðrir
„Oft er tuggin upp sú þula úr Dýragarði Orwells,
að allir séu jafnir, en sumir jafnari en aðrir. Þetta
má allt eins herma upp á siðferðið og segja að allir
séu siðprúðir en sumir siðprúðari en aðrir. Eða þá
hitt, að allir eru spilltir en sumir siðspilltari en aðr-
ir. ...Stjórnmálaskoðanir ráða gjaman siðferðis-
kenndinni og þá fer að verða stutt í að skoðanir og
fordómar verða eitt og hið sama.“
Oddur Ólafsson í Degi 20. maí.
Söguleg rök
„Það er liðin tíð að úrslit borgarstjómarkosninga
í Reykjavík geti ráðið örlögum íslensku þjóðarinnar
eins og auðveldlega gat gerst á dögum kalda stríðs-
ins. ...Nú em auðvitað ákveðin söguleg rök fyrir því,
að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag renni saman í
eitt eftir 60 ára klofning eða næi 70 ára klofning, ef
miðað er við stofnun Kommúnistaflokks íslands áriö
1930. En það er jafnframt staðreynd, að á þessum
áratugum heftn mikill fiöldi fólks kosið Alþýðu-
flokkinn, sem hefur verið i og er í hatrammri and-
stöðu við Alþýðubandalagið og forvera þess, Sósía-
listaflokkinn."
Úr forystugrein Mbl. 20 maí.