Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998 49 Fréttir Kanadísku gestirnir ásamt bæjarstjórnarmönnum á Hornafirði og Sigfúsi Jónssyni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. DV-mynd Júlía Hornafjörður: Kanadamenn í heimsókn DV, Hö£n: Hópur sveitarstjómarmanna frá Prince Edwards-eyju í Kanada heimsótti á dögunum sveitarstjóm- armenn á Homafirði. Með heim- sókninni em þeir að endurgjalda heimsókn fulltrúa íslenskra sveitar- félaga sem fóru til Princ Edwards- eyju að kynna sveitarstjómarmál á Islandi. „Þeirra sveitarstjórnarsvið eru miklu vanþróaðri en okkar og þeir hafa áhuga á að sjá hvernig samein- að sveitarfélag er. Hér á Hornafirði höfum við yfirtekið verkefni frá rík- inu, reynsluverkefni, og hér er veitt margs konar þjónusta sem sveitar- félagið sér um og hefur tekist vel. Kanadamönnunum fannst athygl- isverðast að svona fyrirkomulag skyldi geta gengið í ekki fjölmenn- ara sveitarfélagi og hægt væri að veita svona fjölbreytta þjónustu, sérstaklega í heilbrigðis- og skóla- málum,“ sagði Anna Sigurðardóttir á Höfn. Farið var í heimsóknir í skóla og heiibrigðisstofnanir á staðnum og í siglingu með Birni Lóðs út fyrir Hornafjarðarós. -JI Starfsmenn Línuhönnunar við jarðmælingar á rústasvæði á Kirkjubæjar- klaustri. -EAV Hvar stóð klaustrið? DV, Kirkjubæjarklaustri: Fyrir skömmu hélt verkfræðistof- an Línuhönnun áfram rannsóknum á rústasvæðum á Kirkjubæjar- klaustri. Rannsóknir hófust árið 1995 með framlagi Skaftárhrepps, Þjóðhá- tíðarsjóðs og Línuhönnunar hf. Kirkjubæjarklaustur er merkur sögustaður. Þar var höfðingjasetur til forna og nunnuklaustur hátt á fjórðu öld. Mörg örnefni á staðnum eru tengd klaustrinu, eins og Systrafoss og Systrastapi. Bæjar- stæðið hið foma og umhverfi þess hefur verið friðlýst siðan 1931. Þar leynast eflaust merkjar minjar í jörðu. En stóra spumingin er: Hvar stóð kiaustrið? Er það von heima- manna að starfsmönnum Línuhönn- unar muni takast með jarðmæling- um að fínna hinar fomu rústir, því vissulega yrði gaman að geta sýnt hinum fjölmörgu ferðamönnum, sem heimskja staðinn, nákvæmlega hvar klaustrið stóð. Fundur klaust- urrústanna myndi síðan skapa forn- leifafræðingum ærin verkefni. Hvalfjarðarganga- safn á Skaganum DV, Akranesi: Nú er unnið að því að koma upp safni þar sem sögu og framkvæmd við gerð Hvalíjarðarganga er gerð skil. Safnið mun verða til húsa á Kalmannsvöllum 3 á Akranesi. Akraneskaupstaður hefur farið þess á leit við stjómendur fyrirtækja sem em eigendur Spalar hf. og verk- taka ganganna að þeir komi að und- irbúningi safnsins til að gera það sem veglegast. Mjög vel hefur verið tekið í þær hugmyndir en um er að ræða einn mesta viðburð í sögu samgangna á íslandi. Gert er ráð fyrir að í safninu verði líkan af göngunum sem sýnir afstöðu þeirra og reynt verður að svara ýmsum forvitnilegum spumingum varðandi göngin. -DVÓ ^íKSLA 4 V 1 Blómaker úr plasti. (Hvítt, 1 ummál 38 cm) 4 Bosch hleðsluborvél. (Með tösku og 2 rafhlöðum, 12 v.) 11 290,- Aður: 340,- 12.900,- Greni panill. (12x95) 72," pr. Im. Pallaefni gagnvarið, b-flokkur (22x95) 73,- pr. Im. f i!i Áður: EITT MESTA URVAL RAFMAGNSHANDVERKFÆRA Á ÍSLANDI AFGREIÐSLUTÍMI í BYKO BOSCH (jÍDMelabo ThakitíL AEG Komdu og skoðaðu nýjar og glæsilegar deildir með rafmagnshandverkfæri í öllum verslunum BYKO. Vönduö verkfæri frá þekktum framleiðendum. Virklrdagar laugard. Sunnud. Broiddin - Verslun Slmi: 515 4001 8-18 10-16 12-16 Brolddln - Timbursala 8 -18 i 10-14 Síml: 515 4100 (Lokað 12-13) Hólf&Gólf Sími: 515 4030 8-18 10-16 12-16 Hringbraut Slmi: 562 9400 8-18 10-16 11-15 Hafnarfjöróur 8-18 9-13 Slmi: 555 4411 Suðurnes 8-18 9-13 Slmi: 421 7000 Akureyri Sfmi: 461 2780 8-18 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.