Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Síða 27
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998
Fréttir
«6
I
i
I
I
Í
I
(
i
Áfram uppbygging í Kjarnaskógi:
Akureyrarbær og
Skógræktin semja
DV, Akureyri:
Jakob Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, og Vignir Sveinsson, for-
maður Skógræktarfélags Eyjafjarð-
ar, hafa undirritað þjónustusamn-
ing um umsjón með skógræktar- og
útivistarsvæðum á Akureyri.
Samningurinn er sjálfstætt fram-
hald á samstarfi sem verið hefur
milli bæjarins og Skógræktarfélags-
ins og á rætur að rekja allt til ársins
1946 þegar Skógræktarfélagið fékk
fyrst úthlutað erfðafestulandi til
skógræktar þar sem nú er Kjama-
skógur. Enn frekari stækkun varð á
svæðinu ári síðar og aftur 1951 þeg-
ar Skógræktarfélagið fékk meiri-
hluta af eyðibýlinu Kjarna til um-
ráða.
Frekari samningar vom gerðir
milli Akureyrarbæjar og Skógrækt-
arfélagsins 1956 og 1972 en með síð-
ari samningnum afsalaði Skógrækt-
arfélagið Kjarnaskógi til Akureyrar-
bæjar, að undanskildu landi Gróðr-
arstöðvarinnar, með því skilyrði að
þar yrði skipulagt útivistarsvæði
fyrir almenning.
Samningurinn sem nú hefur verið
gerður er þjónustusamningur sem fel-
ur i sér að Skógræktarfélagið tekur að
sér í verktöku skipulagningu tiltek-
inna skógræktar- og útivistarsvæða og
umsjón með nýframkvæmdum og við-
haldi á þessum svæðum. -gk
I Kjarnaskógi, útivistarsvæði Akureyringa í útjaðri bæjarins. DV-mynd gk
i
i
i
I
<
i
i
i
i
i
Hólmavík:
Þrír listar
DV, Hólmavik:
Þrír listar verða í kjöri á
Hólmavík við sveitarstjórnar-
kosningarnar 23. maí.
B-listi Framsóknarflokks.
Fimm efstu sætin skipa:
Haraldur V.A. Jónsson, Elfa
Björk Bragadóttir, Höskuldur
Birkir Erlingsson, Hlíf Hrólfs-
dóttir og Sigfús Ólafsson.
H-listi almennra borgara.
Þar skipa fimm efstu sætin:
Eysteinn Gunnarsson, Jón-
ína G. Gunnarsdóttir, Már
Ólafsson, Indriði Aðalsteins-
son og Rósmundur Númason.
S-listi sameinaðra borgara.
Fimm efstu sæti þess lista
skipa:
Birna S. Richardsdóttir,
Daði Guðjónsson, Kristinn
Skúlason, Karl Þór Björnsson
og Dagný Júlíusdóttir.
-Guðfinnur
Helgi Baldursson, stjórnunarkennari við Verzlunarskólann, opnaði í vikunni vef ásamt nemendum si'num, Frank
Magnúsi Michelsen og Guðjóni Elmari Guðjónssyni. Markmiðið með vefnum er að gera þeim sem stofna vilja fyrir-
tæki upplýsingaöflun auðveldari. DV-mynd ÞÖK
Músagangur í yfirgefnum söluturni:
Dauðar mýs
í sælgætinu
„Fólk hefur séð dauðar mýs í sæl-
gætisborðinu í gegnum glugga á sölu-
tuminum. íbúar hér í hverfinu eru að
sjálfsögðu langt frá því að vera
ánægðir með þetta ástand," segir
Anna Jónsdóttir, íbúi í Laugarásnum.
íbúar í hverfmu eru óhressir með
að dauðar mýs hafa fundist í
söluturni á horni Laugarásvegar og
Sundlaugavegar. Allri starfsemi í
söluturninum var hætt fyrir um
tveimur mánuðum. Enn eru þó ýms-
ar vörur í sölutuminum, m.a. sæl-
gæti og virðast mýsnar sækja í það.
„Starfsmenn mengunardeildar
hringdu í fyrrum eiganda sölutums-
ins í vikunni og hann ætlaði að
hreinsa þegar í stað allar vörur úr
húsnæöinu. Mýs eru vandamál víða
og það er ekkert óeðlilegt þó þær
hafi sótt í matvæli þarna inni,“ seg-
ir Árný Sigurðardóttir hjá Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur, að-
spurð um málið. -RR
Verra atvinnuástand
DV.Vesturlandi:
Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjar-
stjóri í Stykkishólmi, kynnti ástand
í atvinnumálum í Stykkishólmi á
fundi atvinnumálanefndar bæjarins
nýlega. Þá voru 24 á atvinnuleysis-
skrá en sl. haust var skortur á
vinnuafli og útlendingar í vinnu í
Stykkishólmi.
Rætt var um tímabundna
vinnslustöðvun hjá Sigurði Ágústs-
syni hf. Vinnsla liggur niðri hjá
rækjuvinnslu fyrirtækisins þessa
dagana því verið er skipta út vigt-
unarbúnaði og taka í notkun full-
komna samvalsvog. Ekkert er því
unnið i húsinu, meðal annars vegna
þess að skelvinnslunni er lokið, en
vonast er til þess að rækjuvinnslan
hefjist fljótlega á nýjan leik.
Á atvmnumálanefndarfundinum
var einníg rætt um það að auka at-
vinnuöryggi þeirra íbúa sem vinna
í fiskvinnslu í stað þess að fá útlend-
inga til tímabundinna starfa. -DVÓ
Vesturfararnir af Austurlandi, talið frá vinstri: Grétar Geirsson, Fáskrúðs-
firði, Óskar Þór Guðmundsson, Fáskrúðsfirði, og Vigdís Agnarsdóttir,
Vopnafirði. DV-mynd H.l.
Á skyndihjálparnám-
skeið til Baltimore
Þrír skyndihjálparkennarar af
Austurlandi fóru í mars sl. til
Baltimore í Bandaríkjunum á
skyndihjálparráðstefnuna EMS
today, og á námskeið hjúkrunar-
fólks fjarri byggð.
Einnig tóku þeir þátt í verkþjálfun
á sjúkrabilum í tveim sýslum þar
vestra. Þeir telja sig hafa haft mikið
gagn af ferðinni því kollegarnir úti
vinna við svipaðar aðstæður og eru
hér á landi, t.d. við ofkælingu, þyrlu-
björgun og meðferð á slysstað. íslend-
ingamir gátu þó kennt þeim íslensku
aðferðina við að bera fólk í gullstól,
drumbaveltu o.fl.
Björgunarsveitir á Austurlandi og
SVFÍ veittu styrki til ferðarinnar.
FtLAQ
OAIIÐPLðNTU'
rniiMLSiiofiiisA