Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1998, Síða 30
58
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1998
Messur
Árbæjarkirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Félagar úr íþróttafé-
laginu Fylki taka þátt í guðs-
þjónustunni. Léttir söngvar.
Kafii og djús eftir messu. Prest-
arnir.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl.
14. Ámi Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson messar. Gisli Jónas-
son.
Bústaðakirkja: Göngumessa
kl. 11. Farið verður frá kirkj-
unni ásamt presti, kór og org-
anista, gengið um Elliðaárdal-
inn. Prédikun verður flutt í
ijóðrinu í Elliðaárhólma.
Digraneskirkja: Messa kl.
11.
Dómkirkjan: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur sr. Jakob Á.
Hjálmarsson. Messa Miðbæjar-
starfs KFUM-K kl. 14. Prestur sr.
Jakob Á. Hjálmarsson.
Elliheimilið Grund: Guðs-
þjónusta kl. 10.15. Sr. Gylíi Jóns-
son.
Fella- og Hólakirkja: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Prest-
arnir.
Fríkirkjan í Reykjavík:
Guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
ustan verður að hluta helguð
minningu þeirra sem látist hafa
af völdum alnæmis. Komið verð-
ur saman í Safnaðarheimilinu
við Laufásveg 13, að lokinni
guðsþjónustu. Allir hjartanlega
velkomnir. Hjörtur Magni Jó-
hannsson safnaðarprestur.
Grafarvogskirkja: Guðs-
þjónustur kl. 11. Sr. Sigurður
Amarson prédikar og þjónar
fyrir altari. Prestarnir.
Grensáskirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11 í umsjá Arnar Bárðar
Jónssonar. Sr. Ólafur Jóhanns-
son.
Hallgrímskirkja: Messa og
bamasamkoma kl. 11. Sr. Sig-
urður Pálsson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11.
Sr. Helga Soðia Konráðsdóttir.
Hjallakirkja: Poppmessa kl.
11. Sr. íris Kristjánsdóttir þjón-
ar. Poppband Hjallakirkju leik-
ur létta og skemmtilega tónlist.
Prestamir.
Kópavogskirkja: Messa kl.
11. Fermd verður Þórann Magn-
úsdóttir, Ránargötu 33, Reykja-
vík. Sr. Jónína Elísabet Þor-
steinsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt sóknarpresti.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
Langholtskirkja, Kirkja
Guðbrands biskups: Messa kl.
11. Prestur sr. Jón Helgi Þórar-
insson. Hestamenn ríða til
messu. Kjötsúpa eftir messu.
Laugarneskirkja: Messa kl.
11. Prestur sr. Halldór S. Grön-
dal.
Neskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Frank M. Halldórsson.
Óháði söfnuðurinn: Næsta
guösþjónusta hvítasunnudag,
31. maí, kl. 14.
Seljakirkja: Guðsþjónusta kl.
14. Messa í G-dúr eftir Franz
Schubert. Sr. Valgeir Ástráös-
son prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Sóknarprestur.
Seltjamameskirkja: Messa
kl. 11. Prestur sr. Sigurður Grét-
ar Helgason.
Afmæli
Arnar Björnsson
Arnar Bjömsson, íþróttafrétta-
maður á Stöð 2, Þinghólsbraut 41,
Kópavogi, er fertugur í dag.
Starfsferill
Amar fæddist á Húsavík og ólst
upp á bökkum Búðarár. Hann
stundaði nám við Barnaskóla og
síðar Gagnfræðaskóla Húsavíkur,
við MA 1976 þaðan sem hann lauk
stúdentsprófi 1979, og síðar við HÍ
þar sem hann lagði stund á ís-
lensku, bókmenntir og uppeldis-
fræði.
Á námsárunum vann Arnar
verkamannavinnu hjá Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur, hann var einn af
stofnendum Víkurblaðsins á Húsa-
vík 1979, og fyrsti ritstjóri þess, en
eftir nám í HÍ vann hann á skrif-
stofu Verkalýðsfélags Húsavíkur og
Lífeyrissjóðsins Bjargar á Húsavík.
Amar rak um tíma framköllunar-
fyrirtækið Mynd hf., hann var
kennari við Gagnfræðaskóla Húsa-
víkur, og síðar starfsmaður hjá
svæðisútvarpinu á Ak-
ureyri 1986-7. Hann var
íþróttafréttamaður Rík-
isútvarpsins 1987-97, en
hefur verið íþróttafrétta-
maður á Stöð 2 frá því í
maí 1997.
Amar hefur tekið
mikinn þátt í félagsstörf-
um en hann var formað-
ur skólafélags MA og
formaður Bridgefélags
Húsavíkur um tíma. Þá
lék hann með Leikfélagi
MA og Leikfélagi Húsa-
víkur, en hann hefur einnig setið í
knattspyrnuráði Völsungs á Húsa-
vík og verið í stjóm Félags frétta-
manna og í Samtökum íþróttafrétta-
manna.
Fjölskylda
Eiginkona Arnars er Kristjana
Helgadóttir, meinatæknir og mark-
aðsstjóri hjá Lyfjaverslun íslands.
Hún er dóttir Helga Bjamasonar
fi'á Húsavík og Jóhönnu
Aðalsteinsdóttur frá Vað-
brekku í Jökuldal. Þau
búa á Húsavík.
Dóttir Amars og Krist-
jönu er Kristjana, nem-
andi við Kársnesskóla i
Kópavogi, en fyrir átti
Amar soninn Egil, nema
við MA. Böm Kristjönu
era Jóhanna Pálsdóttir,
framkvæmdastjóri
Skokka á Húsavík, og
Unnar Friðrik Pálsson,
íþróttafréttamaður á RÚV
og nemandi í viðskiptafræði við HÍ.
Bræður Arnars era Þórhallur,
fasteignasali hjá Ársölum í Reykja-
vík og Þorkell, heilbrigðisfulltrúi á
Húsavík.
Foreldrar Arnars era Bjöm Frið-
geir Þorkelsson frá Grímsey (lát-
inn), og Kristjana Þórhallsdóttir frá
Litlu-Brekku í Skagafirði.
Amar er erlendis á afmælisdag-
inn.
Arnar Björnsson.
Anna Magnea Hreinsdóttir
Anna Magnea Hreinsdóttir tóm-
stundaleiöbeinandi, Rjúpnahæð 1,
Garðabæ, varð fertug í gær 21.5.
Starfsferill
Anna Magnea fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hún stundaði nám
við Göteborgs Folkhögskola 1978-80,
en er nú í fjarnámi við Kennarahá-
skóla íslands.
Anna Magnea vann við Unglinga-
heimili ríkisins 1980-83, hjá Sam-
tökum um kvennaathvarf 1982-86,
við meðferðarheimilið Von Veritas
á Lálandi í Danmörku 1986-89, og á
leikskólunum Holtaborg og Skerja-
koti 1989-91. Frá 1992 hefur Anna
Magnea rekið leikskólann Kjarrið í
Garðabæ.
Anna Magnea hefur
starfað í Alþýðuflokksfé-
lagi Garðabæjar og er nú
gjaldkeri þess, auk þess
sem hún er í stjóm Bæjar-
málafélags Garðabæjar og
í 6. sæti Garðabæjarlist-
ans.
Fjölskylda
Anna Magnea giftist
29.9. 1990 Arnari Óskars-
syni, f. 13.2. 1956, málarameistara.
Hann er sonur Bjargar Rögnvalds-
dóttur og Óskars Brynjólfssonar
(látinn).
Anna Magnea og Arnar eiga 2
dætur, þær Söra
Magneu og Nínu Björgu,
en fyrir átti Arnar Aron
Þór og Bimu Rún.
Frændi Arnars, Óskar
Brynjólfsson, bjó hjá
þeim Önnu Magneu og
Arnari í 5 ár.
Systur Önnu Magneu
eru G. Ása Andersen
(hálfsystir, samfeðra), og
býr hún í Reykjavík,
Ágústa Hreinsdóttir sem
býr í Garðabæ, og Guð-
ný Hreinsdóttir sem býr
á Seltjamarnesi.
Foreldrar Önnu Magneu eru
Hreinn M. Jóhannsson gullsmiður
og Elma Nína Þórðardóttir húsmóð-
ir, og búa þau í Reykjavík.
Anna Magnea
Hreinsdóttir.
Oddný Þórisdóttir
Oddný Þórisdóttir,
nuddari hjá
Heilsuræktinni Toscu, til
heimilis að Norðurvangi
26, Hafnarfirði, verður
fimmtug á morgun,
laugardaginn 23. maí.
Starfsferill
Oddný fæddist í
Reykjavík og ólst upp í
Kópavogi og vestur-
bænum í Reykjavík.
Oddný lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1965,
námi í tækniteiknun frá
Iðnskólanum í Hafnarfirði 1980, og
skrifstofutækninámi frá Tölvuskóla
Reykjavíkur, en frá 1996 hefur hún
verið nemandi í Nuddskóla
Guðmundar.
Eftir gagnfræðapróf vann Oddný
við afgreiðslustörf, á auglýsinga-
deild Morgunblaðsins og á
skrifstofu Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Frá 1971-80 var hún að
mestu heimavinnandi en síðan
hefur hún unnið sem tækniteiknari
Oddný Þórisdóttir.
hjá Rafha í Hafnarfirði,
við afgreiðslu hjá ÁTVR í
Hafnarfirði, við
tímapantanir hjá
Bifreiðaskoðun íslands og
hjá H og M Rowells í
Reykjavík. Hin síðari ár
hefur Oddný starfað sem
nuddari.
Fjölskylda
Oddný giftist 30.12. 1966,
Ragnari Karlssyni, f. 2.7.
1946, flugvirkja hjá Flugleiðum.
Hann er sonur Karls Pálssonar, f.
20.10. 1908, d. 25.7. 1987, sjómanns á
Flatey og á Húsavík, og Helgu
Guðmundsdóttur, f. 2.9. 1914,
húsfreyju.
Böm Oddnýjar og Ragnars eru
Þóra, f. 30.8. 1968, fatahönnuður hjá
French connections og býr hún í
London; Karl, f. 24.12.1971, flugvirki
hjá Flugleiðum en unnusta hans er
Bryndís Ásta Reynisdóttir, f. 3.1.
1970, og er dóttir hennar Viktoría
Hrund Kjartandsóttir, f. 16.4. 1991;
Trausti, f. 22.6. 1978, nemi í
Verzlunarskóla íslands.
Systkini Oddnýjar era
Metúsalem, f. 17.8. 1946, ráðgjafi en
hann var kvæntur Halldóra
Jónsdóttur og eiga þau 2 dætur;
Snorri, f. 20.5. 1949, kvikmynda-
gerðarmaður en hann er kvæntur
Erlu Friðriksdóttur, grafiskum
hönnuði, og eiga þau 3 böm; Sofiia
Jakobína, f. 9.12. 1953, skrifstofú-
maður en hún er gift Baldri
Dagbjartssyni kaupmanni og eiga
þau 2 dætur; Ragna Björg, f. 10.6.
1957, leikskólakennari og er hún gift
Gylfa Kristinssyni kennara og eiga
þau 2 dætur.
Foreldrar Oddnýjar vora Þórir
Guðmundsson, f. 9.5. 1919,
innkaupastjóri hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna í Reykjavik, og
Amfríður Snorradóttir, f. 26.2. 1925,
húsfreyja. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Oddný og Ragnar ætla að taka á
móti gestum í morgunkaffi, eftir kl.
11 á afmælisdaginn, laugardaginn
23. maí, á heimili sínu að
Norðurvangi 26 í Hafnarfirði.
DV
Tll hamingju
með afmælið
22. maí
85 ára
Theódóra Hjartardóttir,
Spítalastíg 2, Hvammstanga.
75 ára
Baldur Sigurðsson,
Tunguvegi 32, Reykjavík.
Hjörtur Elíasson,
Laxakvísl 8, Reykjavík.
70 ára
Guðrún Jónsdóttir,
Móeiðarhvoli 2, Hvolsvelli.
Hulda Þorsteinsdóttir,
Norðurgötu 49, Akureyri.
Sveinn Rafn Eiðsson,
Búðavegi 18, Fáskrúðsfirði.
60 ára
Arnar S. Guðmundsson,
Áiagranda 22, Reykjavík.
Emil Vilmundarson,
Laxagötu 7, Akureyri.
Guðbrandur Ámason,
Hjaliavegi 28, Reykjavík.
Jósefína Friðriksdóttir,
Hraunbæ 48, Reykjavík.
Magnús Vilmundarson,
Ægissíðu 20, Grenivík.
Ólöf Hulda Karlsdóttir,
Ljósheimum 2, Reykjavik.
50 ára
Hólmfríður Árnadóttir,
Norðurbraut 37, Hafnarfirði.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Dvergabakka 34, Reykjavík.
Jóna Björnsdóttir,
Mímisvegi 13, Daivík.
Lilja Gunnarsdóttir,
Akurgeröi 33, Reykjavik.
Margrét Aðalsteinsdóttir,
Heiðargerði 4, Vogum.
Ólafur Árnason,
Bakkagerði 3, Reykjavík.
Sigfús Jóhannesson,
Vogi, Grímsey.
Svava Ámadóttir,
Flúðaseli 61, Reykjavik.
Vilborg Gautadóttir,
Heiðarlundi 8g, Akureyri.
Þórður Steindórsson,
Þrihyrningi 1, Akureyri.
40 ára
Anna Guðmundsdóttir,
Borg, Borgarnesi.
Dagbjört Sigríður
Bjamadóttir,
Vagnbrekku, Reykjahlíð.
Helgi Sigurðsson,
Háteigi, Vopnafirði.
Jóhann Jónsson,
Háaleitisbraut 115, Reykjavík.
Jón Ólafsson,
Laugateigi 8, Reykjavík.
Ólafur Geir Emilsson,
Stórhóli 4, Húsavík.
Ólafur Njáll Sigurðsson,
Funafold 95, Reykjavík.
Steinunn Ósk Guðmunds-
dóttir,
Selbraut 34, Seltjarnamesi.
Viðar Birgisson,
Skriðustekk 31, Reykjavík.
Vilhjálmur S. Reynisson,
Ægisgötu 2, Dalvík.