Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 Fréttir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaöur og stjórnarmaður Byggðastofnunar: Neitaði aö undir- rita ársreikninginn - ósáttur við að endurskoðandi með 3 milljónir í laun taki ekki ábyrgð Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður, sem er einn sjö stjómar- manna í Byggðastofnun, hefur neit- að að skrifa undir ársreikning stofn- unarinnar. Ástæðan er sú, segir Kristinn, að löggiltur endurskoð- andi sem fór yfir bókhald Byggða- stofnunar, gegn hátt í 3ja milljóna króna greiðslu, „neitar" að taka ábyrgð á ársreikningnum. Kristinn ætlar að skrifa Ríkis- endurskoðun bréf þar sem hann mun óska eftir því að gerð verði grein fyrir því hvað felast eigi í starfi löggilts endurskoðanda. Hann ætlar einnig í ljósi þessa að varpa því fram hvort það teljist þá ekki sami hluturinn - að ef stjórn Byggðastofnunar ber ein ábyrgð á ársreikningi sínum hvort bankaráð og bankaráðherra beri þá ekki ein ábyrgð á endurskoðun bókhalds fyrir bankastofn- anir. „Þetta er ekki vegna þess að ég sé ósáttur við ákveðið atriði heldur við afstöðu endurskoðandans," sagði Kristinn. „Ríkisendurskoðun fær skrifstofu úti í bæ til að vinna verkið. Síðan er lögð rík áhersla á það af hálfu endurskoðandans að hann beri ekki ábyrgð á ársreikningnum - ábyrgðin sé einvörðungu stjórnarinnar. Bókhald Byggðastofnunar er unnið af starfsmönnum sjálfrar stofnunarinnar. Síð- an eru endurskoðendur fengnir til að fara yfir. Ég spyr: Ef endurskoðendurnir vilja ekki gefa það út að árs- reikningurinn sé í lagi, hvernig eiga þá óbreyttir stjómarmenn, sem alls ekki eru í þessum verkum, að taka ábyrgð- ina? Það er verið að greiða þessum aðilum stórfé, hátt í 3 milljónir króna, fyrir að endurskoða bók- haldið og þeir eru ekki einu sinni tilbúnir til að gefa út ábyrgð," seg- ir Kristinn. í áritun endurskoðandans vegna Byggðastofnunar segir m.a. að árs- reikningurinn sé lagður fram af stjórnendum og á ábyrgð þeirra. Síðan segir endurskoðandinn: „Ábyrgð mín felst í því áliti sem ég læt í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar.“ Kristinn segir að endurskoðendur séu í raun orðin „dýrasta starfsstétt á íslandi". Þeir hafi skapað verklag - „löggiltir endurskoðendur þrói og varpi ábyrgð á stjómendur fyrir- tækja og stofnana“. -Ótt Kristinn H. Gunnarsson. Greining hrossasóttarinnar á lokastigi: Grunur um ákveðna veiru DV, Akureyri: „Við emm á ákveðinni braut og höfum gmn um að hér sé um að ræða ákveðna veirufjölskyldu sem þekkt er erlendis. Reynist þetta rétt er um að ræða sömu veiru og við höfum haft grun um allan tímann að hafi valdið hrossasóttinni hér á landi. Málið er ekki fullunnið en það er hægt að segja að þetta þokist í áttina,“ segir Sigriður Bjömsdótt- ir, dýralæknir á Hólum í Hjaltadal og sérfræðingur í hrossasjúkdóm- um. Svo virðist sem stutt geti verið í að niðurstaða fáist varðandi það hvað veldur hrossasóttinni sem stakk sér niður hér á landi í vetur. Sigríður segir að veiran sem um ræðir sé þekkt í Evrópu en hafi þrátt fyrir það lítið verið rannsökuð i hrossum. Hún er ekki talin valda sjúkdómum í hrossum nema e.t.v. hjá folöldum og sérstaklega næmum hrossum. Veiran er sem sagt ekki Frá fundinum á Akureyri í gær þar sem rætt var um skipulagsmál á landsmótssvæðinu á Melgerðismelum. Frá vinstri: Sigríður Björnsdóttir dýralæknir, Gísli Haraldsson í mótsstjórn og Jón Ólafur Sigfússon, framkvæmdastjóri landsmótsins. DV-mynd gk Heimsþing INMA: Auglýsingaherferð DV margverölaunuð Auglýsingaherferð DV sópaöi til sín verðlaunum í alþjóðlegri aug- lýsingasamkeppni sem haldin er á vegum tímaritsins Editor and Publ- isher og Intemational News- paper Marketing Associ- ation. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega at- höfn á heimsþingi INMA ’98 í Amster- dam í Hollandi í gær. Þingið sóttu 350 manns frá um 40 löndum. Auglýsingar DV fengu 1. verðlaun í flokki aug- lýsingaherferða, 1. verölaun í flokki sjónvarpsauglýsinga og sér- stök verðlaun í flokki dagblaðaaug- lýsinga í sínum upplagsflokki. Aug- lýsingar DV voru meðal ríflega 1800 auglýsinga frá 27 löndum sem sendar voru i keppnina. Að mati dómnefndar þóttu aug- lýsingar DV fela í sér öflug skila- boð um styrkleika blaðsins. Aug- lýsingaherferðin í heild var talin myndræn og sterk og útfærsla hug- myndar frábær. INMA eru helstu hagsmunasamtök dagblaða á mark- aðssviði og stóðu nú að keppni þessari í 63ja skipti. Dagblaðaauglýsingarnar verða síöar gefnar út í bók með bestu auglýsingunum sem birtust á prenti. Þá verður gefin út myndbandsspóla með bestu sjónvarpsauglýsing- unum. Auglýsingaherferðin „DV segir allt sem segja þarf’ var búin til af auglýs- ingastofunni Hvíta hús- inu og Skrípó. Halldór Guð- mundsson framkvæmdastjóri og Sverrir Björnsson hönnunarstjóri stýrðu verkinu fyrir hönd Hvíta hússins. Starfshópur á vegum DV vann náið með auglýsingastofunni við undirbúning, mótun og skipu- lag herferðarinnar. Markmið auglýsingaherferðar- innar var að skerpa ásýnd DV með því að undirstrika það hlutverk sem DV gegnir í íslensku samfélagi sem frjáls og óháður fjölmiðill og hvemig blaðið sinnir því hlutverki sínu. -hlh talin vera sjúkdómsvaldur hjá „venjulegum“ hrossum erlendis. „Það hefur lítið verið unnið með þessa veiru og ónæmispróf fyrir hana er ekki tiltækt, en það er ver- ið að vinna í því að koma því á,“ segir Sigríður. Hún segir ástæðuna fyrir því aö hross veikist af þessari veiru hér á landi en ekki erlendis vera þá að ís- lensku hrossin hafi ekki kynnst veirunni á unga aldri og því ekki getað byggt upp ónæmi gegn henni. „Þetta er sú kenning sem við höfum haft uppi allan tímann, en nú teljum við okkur vera komin með meira kjöt á beinin en við höfum haft lengi vel,“ segir Sigríður. Sigriður fundaði með forsvars- mönnum landsmótsins í gær um að- skilnað hrossa á landsmótssvæðinu á Melgerðismelum. „Við komumst að niðurstöðu og munum skipu- leggja svæðiö þannig að hross frá svæðum þar sem sóttarinnar hefur orðið vart verði aðskilin frá öðrum hrossum, nema rétt á meðan þau eru í keppni. Þetta er ekkert vanda- mál og liggur vel við landfræði- lega,“ sagði Jón Ólafur Sigfússon, framkvæmdastjóri landsmótsins, að loknum fundinum í gær. -gk Lindar- og Landsbankamál: Finnur dreifir athygli - segir Ásta R. Jóhannesdóttir „Viðskiptaráðherra er að reyna að dreifa athyglinni frá kjarna máls- ins með fullyrðingu sinni i DV. Kjarni málsins snýst um trúverðug- leika ráðherra í ríkisstjóminni og um ráðherra sem nýtur ekki trausts," segir Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir alþingismaður í tilefni af ummælum Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra. Finnur sagði í yfirheyrslu DV að Ásta Ragnheiður og Sverrir Hermannsson stæðu fyr- ir aðfór að sér og Framsóknar- flokknum. „Ég á ekkert sökótt við Finn Ing- ólfsson né Framsóknarflokkinn. Ég á í flokknum marga góða vini og góða félaga. Málið snýst ekkert um það. Rétt skal vera rétt og ráðherra ber að svara því sem hann veit þeg- ar þingmaður spyr hann. Það gerði viðskiptaráðherra ekki þegar hann var spurður 3. júní 1996. Hann svar- aði ekki því sem hann vissi og hélt upplýsingum frá þinginu um mál sem menn töldu þá að væri ef til vill sakamál. Og nú tveimur árum síðar er talin ástæða til að rannsaka það sem slíkt,“ segir Ásta Ragnheiður. -SÁ Stuttar fréttir i>v Árni hættir Ámi Sigfússon ætlar að leggja til í dag að Inga Jóna Þórðardótt- ir verði oddviti borgarstjómar- flokks D-listans í Reykjavík. í við- tali við Morgun- blaðið ségist Árni ætla að hætta af- skiptum af stjórn- málum og full sátt sé um málið í borgarstjómarflokknum. Akraborgin að skóla Akraborgin fær nýtt hlutverk þegar Hvalfjarðargöngin verða opnuð. Þá verður hún skóli til fræðslu og endurmenntunar sjó- manna. Skipinu verður breytt í samræmi við nýtt hlutverk og tekið i notkun 1. október i haust. Bylgjan sagði frá. Vilja Keikó Eskfirðingar em bjartsýnir á að fá háhyminginn Keikó þangað og bæjarstjórinn er bjartsýnn, enda segir hann aðstæður hinar ákjós- anlegustu. Auk Eskifjarðar koma Vestmannaeyjar til greina sem vistunarstaður fyrir tannhvalinn. Vantar fólk Atvinnurekendur vilja fjölga starfsfólki um 147 á landinu öllu samkvæmt atvinnukönnun Þjóð- hagsstofnunar. Þetta er minni eftirspum en var á sama tima í fyrra, þá vantaði 310 manns. Meirihlutasamstarf B-listi ffamsóknarmanna og G- listi Alþýðubandalags, Kvennalista og Alþýðuflokks hafa komið sér saman um málefnasamning um meirihlutasamstarf í Mosfellsbæ og verður Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri. Forseti bæjarstjórnar verður af G-lista fyrstu tvö árin en af B-lista seinni tvö árin. Kári biðst afsökunar Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfða- greiningar, hef- ur beðist afsök- unar á þvi að hafa gengið burt úr miðju fréttaviðtali við Sjónvarpið á miðvikudag. Hann kveðst hafa verið þreyttur. Sjónvarpið sagði frá. Ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum fjölg- aði um 8.800 fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er um 16% fjölgun og hafa erlendir ferðamenn aldrei verið fleiri á fyrstu mánuðum ársins en í ár. Morgunblaðið sagði frá. Stækkun NATO Alþingi hefur samþykkt að heimila ríkisstjórninni að stað- festa fyrir íslands hönd að PóUand, Tékkland og Ungverjaland gangi í NATO. Kristinn H. Gunnarsson greiddi einn atkvæði gegn tUlög- unni, 38 sögðu já og aðrir þing- menn Alþýöubandalagsins auk Kristínar HaUdórsdóttur sátu hjá. Landafundabíó Ríkissfjórnin hefur ákveðið að veita rúmar 49 mUljónir til að gera kvikmyndir um landafundi Islendinga í Vesturheimi. Styrkur- inn verður reiddur af hendi á þeim þremur árum sem eru tU aldamóta. Morgunblaðið sagði frá. Popp í Reykjavík Hljómleikarnir Popp í Reykjavík hófúst í gærkvöld og halda áfram í kvöld og annað kvöld. AUs koma 36 hljómsveitir fram. Erlendar sjón- varpsstöðvar og útgáfufyrirtæki eiga fúUtrúa sem fylgjast með hljómleikunum. Færri bankastjórar Dagur leiðir að því getum að bankastjórum Seðlabankans verði fækkað samhliða því að Steingrímur Hermannsson lætur af störf- um um næstu mánaðamót vegna aldurs. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.