Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 Fréttir Georg Kr. Lárusson, settur lögreglustjóri í Reykjavík, í DV-yfirheyrslu: Tökum harðar á smámálum Þú ert settur lögreglustjóri í Reykja- vík. Er þörf á aó breyta löggœsl- unni í höfuóborginni? „Það er vissulega margt sem ég vil breyta en ég geri mér grein fyrir því að hjá embættinu þurfa allar breytingar að eiga sér stað í sam- starfi viö þá sem vinna við það. Hér eigum við góðan kjama og fullt af öflugu fólki. Það þarf að breyta skipulaginu þannig að það skili betri árangri í löggæslu.“ Veröa áherslubreytingar á löggœslunni? „Já, það verða ákveðnar áherslu- breytingar og sumar eru þegar fam- ar að líta dagsins ljós. Ég reikna með því að þær verði enn sýnilegri þegar líður á sumarið. Við höfum nú lagt áherslu á breytingar hér innanhúss sem búið var að undir- búa mjög vel sl. vetur. Það gengur út á breytt vinnufyrirkomulag og vaktakerfi. Það á að skila mun skil- virkari, sýnilegri og betri löggæslu hér í borginni en verið hefur. Þetta á líka að vera þægilegra og hag- kvæmara fyrir lögreglumennina sjálfa. Ég tel þetta vera nokkurra ára áætlun en það þarf að huga vel en jafnframt alvarlega að framtíð- inni.“ Hvaö áttu viö meö betri löggæslu en áöur? „Það að lögreglan verði sýnilegri og nær borgurunum en áður. Ég tel aö fram undan séu ákveðnar áhersl- ur sem ekki hafa verið áður í lög- gæslu hér í borginni. Við emm þá fyrst og fremst að horfa á rótina. Við hyggjumst taka harðar á þeim málum sem kölluð hafa verið smá- mál. Þar á ég við t.d. útivistartíma barna, almenn agamál unglinga og fullorðinna, áfengisneyslu úti á göt- um og fikniefnaneyslu á vínveit- ingahúsum. Einnig á þetta við um almenna háttvísi í umferðinni. Það þarf að auka virðingu borgaranna fyrir lögum og löggæslu. Það þarf að taka smærri brotin alvarlega. Það hefur viðgengist of lengi að menn kæmust upp með ýmiss konar hátt- semi sem varðar við lög. Nú verður breyting þar á og menn verða hik- laust teknir og kærðir ef þeir eru staðnir að smærri lögbrotum sem stærri. Þessar lögregluaðgerðir sem beinast gegn smáafbrotum komu fyrst fram í Ástralíu. Lögreglan í New York tók þær síðan upp með frábærum árangri. Borgin var ein mesta glæpaborg heims en þar hef- ur glæpum nú stórfækkað. Þessar aðferðir hafa reyndar alls staðar gefið góða raun þar sem þær hafa verið reyndar." Velkomin ö Alltaf fenkt... Select an njóti velvilja og eigi tiltrú almennings í land- inu þrátt fyrir að þessi mál hafi komið upp. Ég tel að með því að efla metnað okkar í að vinna fyrir almenning þá verði það létt verk að endurheimta þá tiltrú sem við kunnum að hafa glatað." Teluröu aö hœgt veröi aö komast aö því hvaö raunverulega geróist í þessum málum? „Þar sem ég er ný- kominn hingað til emb- ættisins þá þekki ég þessi mál ekki nógu vel til að tjá mig um þau.“ Hver eru aö þínu áliti alvarlegustu vandamál- in í afbrotáheiminum í dag? „Fíkmefnm og glæpir tengdir þeim eru líkleg- ast stærsta vandamálið sem við eigum við að etja í dag. Því miður sýna rannsóknir að sá vandi er vaxandi frekar en hitt. Við eygjum þó von um að okkur takist að snúa þessari þróun við. Það er búið að byggja hér upp öfluga fíkniefnadeild. Hún er orðin miklu ríkari og stærri partur af lög- gæslu í borginni en áður var. Við bindum enn fremur vonir við áform ríkisstjómarinn- Georg Kr. Lárusson, settur lögreglustjóri í Reykjavík. DV-mynd ÞÖK ar um vímuefnalaust ís- Ofbeldi hefur veriö mikiö í miöborg- inni og oftast tilefnislausar líkamsárásir. Þarf ekki aö auka löggœslu þar? „Jú, alveg hiklaust. Þetta kerfi okkar miðar að því að efla löggæsl- una alls staðar í borginni. Miðborg- in er vissulega i brennidepli hjá okkur. Þar verður tekið fast og ákveðið á þessum smámálum sem ég minntist á. Það er algerlega ólíð- andi að menn komist upp með það aö míga á Alþingishúsið óáreittir. Fyrir svoleiðis verða menn nú tekn- ir og kærðir. Við ætlum okkur og höfum reyndar þegar hafið hertar lögregluaðgeröir í miðborginni, m.a. með því aö nýta þann mann- skap betur sem við eigum og breyta um áherslur. Viö munum hugsan- lega beita meiri hörku en áður. Þetta eru aðgerðir sem verður beitt, það er alveg klárt mál. Viö höfum átt í viðræðum við borgaryfirvöld um þessi mál og það er sameiginleg- ur vilji að breyta þessu ástandi í miðborginni." Þarf aö breyta afgreiöslutíma vín- veitingahúsa í miöborginni þannig aö allur fjöldinn komi ekki út á göturnar á sama tíma? „Ég tel það vel koma til greina að það verði gerðar breytingar á opn- unartíma þessara vínveitingahúsa. Ég hef ekki nægilega þekkingu á þessari stundu um þessi mál. Þetta er mál sem þarf að taka til gaum- gæfilegrar skoðunar." Nú hefur veriö tekin upp ný reglu- gerö um sektarinnheimtu gegn um- feröarlagabrotum. í kjölfariö hefur lögregla sektaö og svipt fjölmarga ökumenn ökuleyfi aó undanförnu. Eru þetta kannski of haróar aögerð- ir og áttu von á aö almenningsálitiö vinni gegn ykkur í þeim efnum? VHRHEVBSlft Róbert Róbertsson „Með þessu er auðveldað til muna að innheimta sektir. Gamla viðhorf- iö, að menn komist hugsanlega upp með að komast hjá því aö greiða sektir, á ekki lengur við. Almenn- ingm- má ekki hugsa þetta sem svo að ætlunin sé að koma á einhverju lögregluriki. Það er alls ekki mein- ingin heldur að framfylgja þeim lög- um sem Alþingi hefur sett. Ég tel að með aukinni löggæslu í umferðinni verði öryggi borgaranna þar aukið. Við höfúm ekki efni á því að tapa mannslifum í umferðinni." Nú hafa komiö upp aö undanförnu hneykslismál hjá embœttinu. „Furu- grundarmáliö" gufaöi upp og fikni- efni og sektir hurfu. Teluröu aö þessi mál hafi minnkaö trú og traust almennings á lögreglunni? „Því er ekki að neita að lögreglan hefur beðið vissa álitshnekki vegna þessara mála. Ég held þó að lögregl- land 2002 og erum í við- ræðum við forsvarsmenn þess átaks. Fíkniefnamál verður aö líta mjög alvarlegum augum. Það er engin spurning að við verðum að beita aukinni ákveðni og hörku í þessum málum til að ná árangri.“ Þarf ekki að auka fjárframlög til löggœslu ef árangur á aö nást? „Embættið hefur átt við ákveðna fjárhagsörðugleika að etja. Dóms- málaráðuneytiö hefur hlaupið undir bagga með okkur í þeim málum. Viö horfum fram á betri og bjartari framtíð í þeim efnum. Það er ljóst að þessar breytingar sem við erum að gera kosta peninga. Við erum að auglýsa eftir auknum fjárframlög- um til að koma af stað þessari breyttu starfsemi lögreglunnar. Ég er sannfærður um það að ef við náum þessum breytingum í gegn þá mun það koma margfalt til baka í nánustu framtíð. Ég hef fulla trú á að stjórnmálamenn okkar sjái mik- ilvægi þess og geri sér grein fyrir þörfinni." Þú ert settur lögreglustjóri í sex mánuöi. Hefuröu hug á því aö veröa lögreglustjóri áfram aö þeim tíma liönum? „Ég hef hugsað þessar áætlanir og aðgerðir til nokkurra ára. En ég hef alveg haldið því aðgreindu frá minni persónu. Ég hef ekki hugsað um mína stöðu lengra en þessa sex mánuði sem ég er settur hér. Að þeim tíma loknum verður það tekið til endurskoðunar.“ Stuttar fréttir i>v Fertug virkjun Grímsárvirkjun á Völlum er fer- tug um þessar mundir. Fram- kvæmdir hófust árið 1954 við virkj- unina en hún var tekin í notkun flórum árum síðar. Fréttabréf RARIK sagði frá. Verkstæöiö selt Rafmagnsveitur ríkisins hafa selt rafmagnsverkstæði stofnunar- innar. Verkstæðið annast m.a. við- hald og viðgerðir á spennum og rafbúnaði RARK. Búið er að gera kaupsamning við Tiltak hf. sem átti hagstæðasta tilboðið og tók það við rekstrinum 1. júní. Fréttabréf RARJK sagði frá. Ný raflína Verið er að ljúka við að leggja nýja 8,2 km langa háspennulínu til Fáskrúðsfjarðar af Ups á Stuðla- heiði. Verktaki er Þröstur Stefáns- son og vinnur hann verkið fyrir 74% af kostnaðaráætlun að sögn fréttabréfs RARIK. Haukdal styöur Sverri Eggert Hauk- dal, fyrrum al- þingismaður Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi, lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Sverris Hermannssonar í samtali við DV. Hann vill ekki svara því að sinni hvort hann verði sjálfur í framboði í Suðurlandskjördæmi. Ríkisbankarnir réðu Kristján Pálsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, sagði við eldhús- dagsumræður á þingi í gærkvöld aö þrýstingur frá ríkisviðskipta- bönkunum hefði ráðiö miklu mn að ekki tókst að stöðva afgreiðslu laga um veðsetningu kvóta sem treyst hafa kvótakerfið í sessi. Fiskistofa sýknuö Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Fiskistofú af 23 milljóna króna endurgreiðslukröfu fisk- verkanda. Fiskistofa hafði gert fiskverkandanum aö greiöa sömu upphæð vegna meðferðar á ólögleg- um afla. RÚV sagði frá. Leggja íslandi lið Paavo Lipponen, forsæt- isráðherra Finn- lands, heitir ís- lendingum lið- sinni Finna við að ná samningum við Evrópusam- bandiö um Schengen-samkomulag- ið um vegabréfafrelsi innan Evr- ópu. RÚV sagði frá. Engir íslendingar Ekki er vitað til að neinn íslend- ingur hafi verið meðal farþega í hraölestinni sem fór út af sporinu í Eschede í N-Þýskalandi með hörmulegum afleiðingum. RÚV sagði frá. Stýrir Borgarbyggð Óli Jón Gunnarsson, oddviti D- listans, verður bæjarstjóri Borgar- byggðar fyrst \im sinn ef sjálfstæð- ismenn og framsóknarmenn ná saman um meirihlutasamstarf. Ætlunin er að auglýsa starfið síð- ar. RÚV sagði frá. Síðustu fundirnir Fráfarandi borgarstjóm held- ur síðasta fúnd sinn í dag. Jóna Gróa Sigurðar- dóttir boðar til fyrsta fundar ný- kjörinnar borgar- stjómar, samkvæmt þeirri venju að aldursforseti borgarfulltrúanna geri það. Á honum verður kosið í nefndir borgarinnar og ráð. Síöasti fúndur fráfarandi borgarráðs var í gær. Dansflokkurinn 25 ára íslenski dansflokkurinn er 25 ára um þessar mundir. Hann hélt upp á afmæliö í gærkvöld með því að frumsýna þrjú dansverk í Borg- arleikhúsinu auk þess fjórða sem var á dagskrá flokksins í vetur. Katrín Hall er listdansstjóri flokks- ins. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.