Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1998, Blaðsíða 11
DV . FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998
enning
Menningartengsl
hluti af ímyndinni
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis ver
á ári hverju ijármunum í að styrkja íslenska
listamenn. Það þykir ef til vill ekki tíðind-
um sæta nema styrkfjárhæðin mun vera
sérlega há og skipta verulegu máli fyrir
þann sem styrkinn hlýtur. Ég grennslaðist
fyrir um málið á Skólavörðustígnum hjá
Guðmundi Haukssyni sparisjóðsstjóra.
Guðmundur tók mér glaðlega. Ég byrjaði
á því að spyrja hann hvenær virðuleg
bankastofnun eins og SPRON hefði byrjað
að púkka upp á listamenn.
„Allt frá 1982 hefur Sparisjóður Reykja-
víkur látið fé af hendi rakna til lista- og
menningarmála," segir Guðmundur, „en
ekki var formlega tekið á hlutunum fyrr en
árið 1994 þegar Menningar- og styrktarsjóð-
urinn var stofnaður. Síðan þá höfum við
varið til þessara mála átta milljónum króna
á ári og við fáum fjölda beiðna í hverri viku.
Þessar beiðnir er reynt að vega og meta með
tilliti til þeirrar steftiu sem sjóðurinn hefur.
Fyrir skömmu var svo ákveðið að veita
nokkrum listamönnunum á ári hverju
hærri styrki þannig að þeir kæmu viðkom-
andi listamanni eða málaflokki að verulegu
gagni. Hæstu styrkimir eru ein milljón
króna.“
- En umsóknarfresturinn? Hvemig sækir
maður um?
„Við höfum engan umsóknarfrest enda er
það svo að við byggjum okkar styrkveiting-
ar ekki einungis á umsóknum heldur eigum við
líka frumkvæði að því að styrkja málefni sem
okkur finnst ástæða til að njóti aðstoðar okkar.
Stjómin heldur nokkra fundi á ári og ræðir sam-
an, tekur ákvarðanir og veitir styrki."
- Hverjir hafa verið að hljóta þessa styrki? Er
einn hópur listamanna í meira uppáhaldi en ann-
ar? Til dæmis tónlist á kostnað myndlistar?
„Nei, það hefur verið reynt að skipta þessu
nokkum veginn jafnt og við leitum ráða hjá ýms-
um aðilum áður en endanlég ákvörðun er tekin.
segja að við lítum á styrkina sem hluta af
okkar ímynd og að þetta sé okkar aðferð til
þess að þakka viðskiptavinunum vaxandi
traust. Sparisjóðnum hefur vegnað mjög vel
og við viljum láta eitthvað af hendi rakna til
þess að hluti hagnaðarins fari beint aftur til
fólksins.
Núna veitir Sparisjóðurinn ellefu lista-
mönnum styrk. Tveir fá eina milljón hvor,
fjórir hálfa milljón og fimm fjögur hundruð
þúsund. Sum þessara mála, sem við erum að
styðja, styrkjum við jafnvel árlega. Við höf-
um svo dæmi séu tekin styrkt Ópemna um
nokkurra ára skeið, Kammersveit Reykjavík-
ur og Sumartónleikana í Skálholti. “
Góður rekstur er grunnurinn
- Þegar styrkir era veittir renna þeir oft til
fólks sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð
og er jafnvel farið að græða svolítið á sinni
list meðan nýliðarnir, hinir efnilegu sem
engan pening eiga, sitja á hakanum. Finnst
þér þetta ekkert öfugsnúið?
„í okkar tilviki gerum við hvort tveggja.
Annars vegar styðjum viö ungt fólk á upp-
leið, fólk sem við höfum trú á og verkefni
sem það er að leysa, og hins vegar
þekktalistamenn sem þegar hafa náð miklum
árangri. Það era engar fastar eða ósveigjan-
legar reglur hjá okkur og með því móti telj-
um við okkur einnig stuðla að nýsköpun."
Ég held að þið hafið svo sannarlega sýnt að
þiö hugsið um fleira en peninga.
„Já, en grannurinn er engu að síður sá að
reksturinn gangi vel. Ef það er ekki hagnaður og
einhver afgangur þá er auðvitað ekki í neitt að
grípa," segir Guðmundur. „Undanfarin ár hefur
reksturinn gengið mjög vel, það hefur verið góð-
ur hagnaður og þetta er eðlilegt framlag okkar til
þess jarðvegs sem við erum sprottnir úr.“
-þhs
Guömundur Hauksson sparisjóösstjóri - eölilegt að hluti hagn-
aöarins gangi aftur til fólksins. DV-mynd ÞÖK
Tónlist hefúr ævinlega haft sinn sess í þessum
hópi líkt og myndlist. Einnig höfum við stutt við
kvikmyndagerð og ýmsa leikhópa og leikfélög, til
dæmis fékk Leikfélag Reykjavíkur styrk hjá okk-
ur í fyrra. En auðvitað getur líka breyst frá ári til
árs hvar áherslumar liggja."
- Era aðrir bankar svona góðir við listamenn?
„Það er fjöldi fyrirtækja sem styrkt hefur
menningu og listir. Mér er hins vegar ekki kunn-
ugt um að neitt þeirra verji til þess jafn háum
fjárhæðum og við höfum gert. En það má kannski
Opið á
laugar-
dögum
Aðalsafn Borgarbókasafns
Reykjavíkur er til húsa í einu
fallegasta húsi Þingholtanna
viö Þingholtsstræti 29a.
Starfsmenn þess ætla að
bjóða borgarbúum upp á sér-
staka þjónustu í sumar, í júní
og júlí. Safnið er
að venju opið
mánudaga til
fimmtudaga frá
9-21 og
fostudaga kl.
9-19 en í sum-
ar verður
bætt við af-
greiðslu-
tíma kl.
13-15 á
laugar-
dögum.
Aðal-
safnið
er
stein-
snar frá Tjörn-
inni og Laugaveginum og
upplagt er að skreppa þangaö
þegar búið er að gefa öndun-
um og borða ísinn. Þar er
boöið upp á margs konar efni
fyrir alla aldurshópa, til út-
láns eða til að skoða á staðn-
um, bækur, tímarit, mynd-
bönd, hljóðbækur og aðgang
að Netinu.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
m
„Karlmenn" eftir Finn Arnar Arnarson á sýningunni Flögð og fögur skinn.
Listahátíð lýkur
Nú um helgina lýkur Listahátíð í Reykjavík sem stað-
ið hefur frá 16. maí. í kvöld era glæsilegir tónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands sem Yan Pascal Tortelier
stjómar og siðari sýning íslenska dansflokksins. Um
helgina er Seiður Indlands i Iðnó og stóreflis popphátíð
með íslenskum dægurlistamönnum í Loftkastalanum -
og þar með er sleginn botn í hátiðina að þessu sinni.
Myndlistarsýningarnar standa þó margar lengur.
Konur Errós verða til sýnis í Hafnarhúsinu til 23. ágúst
en vasamyndasýningunni hans í Galleríi Sævars Karls
lýkur 10. júní. Max Emst verður uppi í Listasafhinu til
28. júní; Odella og Maya-indíánamir verða í Gerðubergi
til 20. júní; Grænmetisleikur Ingu Svölu Þórsdóttur í
Ingólfsstræti 8 - þar sem hún er að gera þá uppgötvun
að íslenskt grænmeti rotnar talsvert hraðar en samsvar-
andi erlent, sem bendir til að færri rotvarnarefni séu í
því heimaræktaða - stendur til 21. júní; Skjáir veraleik-
ans, samsýning tíu evrópskra listmálara í Norræna hús-
inu, stendur til 28. júni og mannamyndir Ágústs Peter-
sens verða 1 Ásmundarsal til 5. júlí.
Nokkrum sýningum lýkur nú um helgina og verða
menn að hafa hraðann á sem ekki vilja missa af þeim.
Flögð og fógur skinn er ein best sótta myndlistarsýning
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg frá upphafi enda forvitni-
leg og spennandi. Á laugardagskvöldið verður tískusýn-
ing þar kl. 21 og á sunnudagskvöldið á sama tíma verð-
ur málþing - þar með lýkur Flögðunum.
Sýningunni frá Mósambík, Hliði sunnanvindsins, í
Ráðhúsinu lýkur á sunnudaginn, einnig sýningu á
Akvarellum Hafsteins Austmanns í Stöðlakoti og
kirkjuklæðum Margrétar Danadrottningar í Þjóðminja-
safninu. Aftur á móti verður ein sýning á vegum Lista-
hátíðar opnuð þann dag, 7. júní. Hún heitir Strandlengj-
an og er á útilistaverkum eftir íslenska myndhöggvara
sem sett era upp meðfram suðurströnd Reykjavíkur.