Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Síða 6
6 Neytendur FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 f ?í y* t; y V c t 1M V f;, fóé»* HAt-l \1AV Htfuiliú fengið biómiðaiin ? qu FJOLVARP Áskriftarsími 515 6100 DV Jónas Þór Jónasson, 1948-1998: íslenskt í fyrirrúmi Jónas Þór Jónasson kjötverk- andi lést á heimili sínu í byrjun þessarar viku. Jónas Þór var sjálf- menntaður kjötverkandi og rak m.a. Kjöt- og matvælavinnslu Jónasar Þórs, Kjöt hf„ og Gallerí Kjöt. Jónas Þór er lesendum DV og neytendum almennt vel kunnur fyrir ýmis hollráð sín varðandi kjötvinnslu og matreiðslu. Hann var mikill áhugamaður um land- búnaðar- og neytendamál og þá sér í lagi um íslenska nautakjötið. Jónas Þór hafði ákveðnar skoð- anir á íslenskum landbúnaði og var með fyrstu mönnum til að halda því fram að ræktun á Gall- oway-kyni hérlendis væri mistök. Hann taldi að leggja ætti rækt við íslenska nautastofninn því við góð- ar aðstæður skilaði hann næstum jafnmiklum fallþunga og Galloway- gripirnir. Hann taldi jafnframt að íslenska kjötið væri mun fmna en Galloway-kjötið og að ekkert nautakyn stæði því íslenska á sporði. Gæöin í fitunni Jónas Þór átti líka stóran þátt í að breyta venjum landsmanna við val á nautakjöti. Áður fyrr hafði nautakjöt verið þeim mun dýrara sem það var magurra. Jónas Þór benti hins vegar á að kjötið væri safaríkara og betra ef í því væri fita, þ.e. að gæði kjötsins fælust í fitunni. Jónas Þór taldi einnig að of lítill hluti af íslensku nautakjöti væri nýttur i góðar steikur. Hann taldi að standa yrði vörð um íslenskan landbúnað og bregðast við erlendri samkeppni með því að hvetja bændur til að framleiða gott nauta- kjöt þannig að stærri hluti af hverjum skrokki færi í úrvalsflokk og ekki þyrfti því að leita á erlenda markaði eftir góðu nautakjöti. Jonas Þór var einn af þeim fyrstu hérlendis til aö benda á aö gæði nauta- kjöts fælust m.a. í fitunni. Er móðan vandamál? Hagnýt ráö frá fagmönnum „Að láta eyða móðu sem myndast á milli glera er eins og að pissa í skóinn sinn,“ segir Ágúst Hálfdáns- son hjá Glertækni hf. „Ég framleiði einangrunargler og er að sjálfsögðu hinum megin við með minn rekstur en ég veit að það vill brenna við að gripið sé seint inn í og rúðan er oft orðin varanlega skemmd. Það verð- ur samt að bæta því við að einangr- unargildið er eiginlega það sama þó að rakt loft sé á milli. Það er fagur- fræðin sem rekur fólk af stað í að- gerðir. Glerið er ekki svo dýrt og ég ráð- legði fólki aðeins að nota þau ráð að eyða móðu ef rúðan er mjög stór.“ Jón Ásgeir Blöndal hjá Móðu- þjónustunni er skiljanlega á öðru máli en Ágúst. Hann segist hafa stundað það í tólf ár að eyða móðu sem hefur tilhneigingu til þess að safnast milli glera. „Húseigendur sjá sér hag í því að þurfa ekki að fá mannskap á staðinn, ekki að taka glerið úr og ekki að mála karminn á eftir. Þetta er allt gert utan frá. Tvö lítil göt eru boruð í glerið og síðan lokað með loftventlum eftir að rúð- an hefur verið spúluð að innan. Loftventlarnir eru með flugnarist, þeir dreifa loftinu, og Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins telur varmatapið einungis verða 1%.“ Jón Ásgeir segir að meðalverð fyrir hreinsun á einni rúðu sé 2500 krónur. Hann vill þó að það komi skýrt fram að hreinsun verður að framkvæma á réttum tíma. Ef fólk bíður þar til kísilútfellingin er kom- in, sem lýsir sér þannig að hvítar rákir myndast innan á glerinu, þá er það einfaldlega ónýtt. -þhs. Hefðbundnar múffur í múffurnar þarf: 1/2 bolla af smjöri eða smjörlíki, 1/4 bolla sykur, 2 msk. púðursykur, 2 hrærð egg, 1 1/2 bolla hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 1/2 bolla mjólk, 1 bolla súkkulaðispæni. Aðferð: Hitið ofninn í 190° C. Hrærið sam- an í hrærivél eða með handþeytara smjörið, sykurinn og púðursykur- inn þar til þetta verður létt og loft- kennt. Bætið við eggjunum einu í einu. Bætið við örlitlu hveiti ef blandan hleypur 1 kekki. Hrærið saman hveitið og lyfti- duftið í aðra skál. Hellið því smátt og smátt út í hina blönduna og bæt- Múffur eöa „muffins" meö súkkulaöibitum eru hreinasta hnossgæti. ið mjólkinni smám saman saman við. Hellið helmingnum af deiginu í tíu pappírsform fyrir múffur og stráið súkkulaðispónunum yfir. Hellið síðan afganginum af deiginu yflr. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til múffurnar hafa lyft sér. Ananas- og apríkósubrauð: Smjörið vantaði í uppskrift að ananas- og apríkósubrauði sem birt var hér á síðunni fyrr í vikunni féll nið- ur lína þar sem stóð að í upp- skriftinni ættu að vera 175 g af smjöri. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.