Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Page 11
UV FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1998 enning Jóhann Hjálmarsson skáld hefur verið langdvölum á Spáni. Þegar hann var þar i þýðendamiðstöð fyrir tveimur árum komst hann að því að þýðandinn Jose Antonio Femandez Romero hafði þýtt eftir hann ljóð og birt þau í safnriti sem kom út í tilefni af norrænni menningarhátíð. Nú bætir Romero um betur og hefur ásamt áhugamönnum um bókmenntir í Saragossa á Spáni gefið út safnritið Antologia sem í eru einungis ljóð Jóhanns. Jóhann segist í sam- tali við DV hafa sent þeim teikningar úr bók- unum sínum sem voru margar myndskreytt- ar af Alfreð Flóka. „Þeir eru miklir áhugamenn um framúr- stefnulist og völdu sjálfir þær teikningar sem birtast í bókinni. Ég hef mjög gaman af því að þetta skuli lika vera kynning á Flóka,“ segir Jóhann. Þýðandinn Romero er dósent við háskóla á Spáni. Hann kynntist ljóðskáldinu Jó- hanni Hjálmarssyni þegar hann var við nám hér í háskólanum, enda talar hann reiprennandi íslensku og les mikið af verk- um íslenskra höfunda. Romero valdi sjálfur ljóðin sem hann tók upp í þetta safn og skrifaði formála um skáldið. Aðspurður um það hvernig honum lítist á verkið segir Jóhann að honum lítist vel á það í heild sinni: Jóhann Hjálmarsson meö augum Alfreðs Flóka. Nunnur í lútersku landi Áttahundruð síðna bók um nunnur á Is- landi? Eflaust eru þeir til sem þætti þetta hljóma eins og uppskrift að leiðinlegustu bók sem skrifuð hefur verið. En saga St. Jósefs- systra á íslandi í eina öld eftir Ólaf H. Torfa- son er allt annað en það. Þvert á móti er þetta prýðilega vel skrifað og vel upp byggt verk; að vísu er bókin alllöng en Ólafur heldur þannig á efninu að það er þess virði að lesa allar átta- hundruð síðurnar. Eins og höfundur gerir sér skýra grein fyr- ir er honum nokkur vandi á höndum. Verk- efni hans telst á sviði stofnanasögu, hann á allt í senn að rekja sögu starfsemi St. Jósefs- systra á íslandi, segja stuttlega frá ævi þeirra helstu og útskýra fyrir hinum íslenska les- anda hvað St. Jósefsreglan er. Allt þetta gerir hann líka mætavel en stoftianasögur teljast al- mennt ekki til tíðinda í íslenskri sagnfræði - enda enginn skortur á þeim. En metnaður Ólafs er meiri en þetta. Hann reynir að nýta tækifærið sem hann hefur til þess að auka við þjóðarsöguna. Með því að taka sér stöðu með þessum erlendu gestum getur hann horft á þjóðina eins og í gegnum skráargat og það gestsauga getur verið býsna glöggt. Lesandinn fær einstakt tækifæri til að koma með útlenskum nunnum í fjögurþús- undmannabæinn Reykjavik fyrir hundrað árum og síðan til enn þá minni Hafnarfjarðar. Meðal þess sem Ólafur færir sér í nyt í við- Bókmenntir Ármann Jakobsson leitni sinni til að semja sagnfræðirit sem hef- ur almennt gildi er að saga St. Jósefssystra á íslandi er auðvitað nátengd íslenskri heil- brigðissögu vegna þeirra spítala sem þær ráku í Reykjavik og Hafnarfirði. Þá koma systurnar og skóli þeirra í Landakoti við ís- lenska menntunarsögu. Ólafur nemur iðulega staðar og lætur hið smáa varpa ljósi á hið stóra, samfélagið allt, dregur saman helstu þræði og reynir að meta áhrif systranna í samfélaginu. Annað markmið hans er að meta hvernig íslendingar tóku á móti þessum brúð- um Krists og um leið er brugðið nokkurri birtu á viðhorf hinnar lúterskustu allra þjóða til kaþólikka og jafnvel útlendinga almennt. Mér virðist íslensk heilbrigðissaga öllu auð- ugri eftir lestur þessarar bókar. Spítalar St. Jósefssystra skiptu höfuðmáli á sinum tíma; sá fyrri markaði tímamót í ís- lenskri spítalasögu. Ólafur rek- ur þá sögu alla eins og grein- andi sagnfræðingur. Hann leggur fram athyglisverðar skýringar á því hvers vegna viðtökur systranna urðu eins og raun bar vitni en forðast einfaldanir. Það er þessi við- leitni til að setja veru og verk systranna á íslandi í samhengi sem gerir það að verkum að fengur er að ritinu. Saga St. Jósefssystra er ekki einvörðungu skýr og haganlega gerð skýrsla um ævi og verk sérstæðra innflytjenda í fram- andi landi heldur framlag sem munar um til íslandssögu þessarar aldar. Ólafur H. Torfason: St. Jósefssystur á Islandi 1896-1996. St. Jósefssystrareglan af Chambéry 1997. Antologia Jóhanns Hjálmarssonar Aukasýning á Ormstungu Vegna íjölda áskorana verður ein auka- 1 sýning á leikritinu Ormstunga - ástarsaga á morgun kl. 17.00 i Skemmtihúsinu, Laufás- vegi 22. Það eru leikaramir Halldóra Geir- harðsdóttir og Benedikt Erlingsson sem flytja eigin túlkun á Gunnlaugs sögu orms- tungu. Gerður var góð- ur rómur að verkinu . þegar það var sýmt sumarið 1996 og - ónefndur gagnrýnandi : sagði m.a. að þar væri : : um að ræða „mestu frumsköpun í íslensku ' leikhúsi til margra jjj ára". Sýningin er upphit- ■ un fyrir væntanlega leikferð á heimssýninguna í Portúgal, en í >: ágúst munu þau Benedikt og Halldóra, eða Gunnlaugur og Helga fagra, halda til l| Tampere í Finnlandi og sýna leikinn þar ásamt táknmálstúlkum. Miðasala er hjá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, sími 552 4600. Doktorsvöm Á morgun kl. 14 fer fram doktorsvöm við heimspekideild Háskóla íslands. Einar G. Pétursson, cand. mag., ver rit sitt, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, þættir úr ■ fræðasögu 17. aldar, sem dómnefnd skipuð af heimspekideild hefúr metið hæft til dokt- orsprófs. Andmælendur af hálfú heimspekideildar verða dr. Anthony Faulkes, prófessor frá 1 Háskólanum í Birmingham, og dr. Már L Jónsson. Deildarfbrseti heimspekideildar, Helga Kress prófessor, stjómar athöfninni sem fer fram í hátíðarsal háskólans. Ristingar og skrifelsi Doktorsrit Einars er komið út hjá Áma- stofnun. Bókin skiptist í tvö bindi og hefur fyrra bindið að geyma inngang og fræðilega umfjöllun um þau rit Jóns lærða Guð- mundssonar sem birt em í síðara bindinu. Edduritin sem um ræðir em tvö og hefur |l hvoragt þeirra verið gefið út áður. Fyrra rit- ið nefhist Samantektir um skilning á Eddu og er uppskrift á köflum úr Snorra-Eddu eft- ir glötuðu handriti hennar. Síðara ritið, sem útgefandi nefnir eftir upphafsorðum þess, Að fomu í þeirri gömlu norrænu köll- uðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi, heíúr að geyma skýringar Jóns lærða á Brynhildarljóðum eftir Völsunga sögu. í inngangi bókarinnar er gerð grein fyrir tilurð Edduritanna, en þau voru samin að beiðni Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups upp úr 1640. Brynjólfur, sem var kallaður lærðastur maður á íslandi mn sína daga og þótti búa yflr einkar liðugum gáfum, hafði þá sjálfur í hyggju að semja rit um foman norrænan átrún- að. Hann hafði því samband við lærða menn innan lands og utan sem fengust viö fom fræði og leitaði fanga hjá þeim. Fjallaö er um varöveislu Edduritanna og | leitað heimilda að viðbótum Jóns lærða við texta þeirra. Sýnir Einar fram á að Jón lærði hefur þekkt ýmis rit sem nú era glöt- I uð, þar á meðal einhverja texta af eddu- kvæðum. Loks er í ritinu sýnt fram á upp- rana og gildi margra rita frá 17. öld og merkilega fræðastarfsemi sem fram fór á þeirri tíð. Brúðubíllinn kominn á götuna sérstaklega fyrir sýninguna og svo líka gömlu góðu lög- in sem allir þekkja, því Brúðubílinn leggur áherslu á að virkja börnin. Þau bera kennsl á vísur eins og Hafið bláa hafið og Litlu andarungana og geta sung- ið með. Börnin eru því ekki einungis áhorfendur heldur einnig þátttakendur. Þeim er líka æ ofan í æ veitt sú ánægja að vita betur en brúðurnar og fullorðna fólkið. Þau sem kunna lit- ina geta leiðrétt þegar lit- skrúðugur kolkrabbi fer með rangt mál og bömin vita líka að úlfar lifa ekki í sjó og láta sko ekki plata sig með því. Að fá einhvern tíma að vita betur þegar líf- ið gengur annars út á að taka við leiðbeiningum og leiðréttingum fullorðinna hlýtur að vera mikils virði. Börn á leikskólaaldri þola ekki langar setur. Sýn- ingin stendur yfir i u.þ.b. 40 mínútur og liggja áreiðan- lega miklar rannsóknir að- standenda Brúðubílsins þar að baki. Hálfri mínútu áður en sýningu lauk mátti finna að börn voru farin að ókyrrast, en alls ekki fyrr. Brúðubíllinn fær hrós fyrir góðar tímasetningar og ljörmikla og litskrúðuga sýningu. í Húsdýragarðinum í síð- ustu viku var fyrsta sýning Brúðubílsins á þessu sumri. Þetta er átjánda árið í röð sem Helga Steffensen leik- stýrir brúðum og fólki með það fyrir augum að skemmta börnum. Nú nýtur hún full- tíngis Sigrúnar Eddu Björns- dóttur sem ásamt henni sem- ur handrit og leikstýrir. Landsþekktir leikarar á borð við Pálma Gestsson og Júlíus Brjánsson ljá síðan brúðun- um raddir sínar. Lilli api sem allir aðdáend- ur brúðubílsins þekkja og trúðarnir Dúskur og Blúnda eru i stórum hlutverkum. Undirdjúpin eru heimsótt í líflegum atriðum sem gera hvort tveggja í senn, að fræða börnin og skemmta þeim. Þar kynnast þau Robba rostungi, ýmsum marglitum fiskum og kynjaverum. Ný sýn á söguna um geit- urnar þrjár er einkar áhuga- verð. Þríraddaður geitasöngur er kostulegur og með því betra sem Brúðubíllinn býður upp á. Tröllið er blekkt með þeim rökum að það krumpi kjól geitamömmu ef það éti hana og það endar á því að borða bara ber og þau verða vinir í staðinn. Söngurinn skipar mikil- vægan sess í sýningunni. Bæði eru flutt þar lög samin Tröllið Ijóta reynir sem fyrr að hindra að geiturnar komist yfir brúna. í sýningu Brúðubilsins fer þó allt vel að lokum. DV-mynd Teitur. „Ég er ánægður með þýðingarnar og valið á ljóðunum og sérstaklega það að Romero velur töluvert úr fyrstu bókunum mínum. Formálinn er líka vel unninn og jákvæður." Þegar spáð er í framtíðina nefnir Jóhann í framhjáhlaupi bók sem er nýkomin út i Lit- háen. Þar var haldin ljóðahátíð á dögun- um og i bókinni birt- ast ljóð höfunda frá ýmsum löndum og þar á meðal þrettán ljóð eftir hann. Á ljóðahátíðinni las Jó- hann þau upp ásamt þýðanda sínum og fengu ljóðin sérstak- lega góða dóma. Jó- hann var m.a. hvatt- ur af þekktum skáldum og bókmenntamönn- um til þess að gefa út eigið safn ljóða í Lithá- en. Jóhann hefur enn ekki ákveðið hvort hann gerir það og þegar hann er spurður hvort hann hafi alveg haldið ró sinni þrátt fyrir þessa óvæntu upphefð, þá segir hann svo vera: „Ég hefði ekki getað staðið í þessu í öll þessi ár hefði ég ekki haldið ró minni.“ Þýðandinn Laxness A áranum 1940-1943 gerðist Halldór Lax- ness feikilega afkastamikill þýðandi. Hann þýddi meðal annars Vopnin kvödd eftir Ernest Hemingway, Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar og Birting eftir Voltaire. Á sunnu- daginn klukkan 14 sér Pétur Gunnarsson rithöf- undur um þáttinn Þýð- andinn Halldór Laxness á rás 1. Fjallað er um þýð- ingar Halldórs, höf- undana sem hann fékkst við að þýða og viðtökur sem verkin fengu. Leikar- amir Jakob Þór Einars- son og Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir lesa valda kafla mUli þess sem umsjónarmaður bregður upp samhengi verkanna. Umsion Þóninn Hnefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.