Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
13
Lífið er dásamlegt
Oft er sagt að okkur
líði eins vel og við
viljum sjálf. Ef við
barasta erum jákvæð
og þakklát fyrir það
sem er og munum að
allt gæti verið miklu
verra, þá verði lífið
unaðslegt og sælan
vís. Því er oft bætt við
að við íslendingar höf-
um alveg sérstaklega
mikið að þakka okkur
sjálfum og öllum til-
veruaðstæðum okkar,
enda erum við mjög
hamingjusamt fólk í
skoðanakönnunum.
Víst er þetta notaleg
kenning. Auðvelt að "..........
nota hana í einkalífi,
fjármálum, pólitík og reyndar á
öllum sviðum. Möguleikarnir á
því að hrósa happi í lífinu eru
reyndar óteljandi. Tökum nokkur
dæmi.
Einkalíf og annaö.
Einkalíf: Ef unglingurinn í hús-
inu drekkur eins og svín þá segir
það sig sjálft að foreldrarnir hljóta
að þakka fyrir að hann er ekki
kominn í dóp. Ef þú ert sjálfur
grúttimbraður og ælandi átt þú í
rauninni gott af því þú hefur þó
verið fullur. Ef geta þín og löngun
til kvenna er horfin skaltu ekki
hengja haus heldur fagna því að
þú átt ekki lengur á hættu það slys
að feðra börn í þennan heimska
heim. Og (svo vitnað sé i hollráð
frá Anton Tsjekhov) - ef konan þín
heldur fram hjá þér þá skaltu
gleðjast yfir því að hún er bara að
svíkja þig en ekki ættjörðina.
Náttúruvernd: Ef þig sker í
augu og hjarta hvernig jeppa-
skrattar hafa rist sundur heiðina
sem þú gengur á, þá skaltu þakka
fyrir að ekki er Guðni Ágústsson
búinn að leggja veg upp á Heklu.
Embættisrekstur: Hafðu ekki
áhyggjur yfir dópinu sem lögregl-
an í Reykjavík týndi, heldur fagn-
aðu því að hún þarf ekki að vesen-
ast í því að geyma geislavirkt úran
eins og þeir í Skotlandi.
Fjármálasukk: Við önsum því
ekki þótt einhver ergi sig yfir því
að laxar gleypi peninga hans í
Landsbankanum, sá sem ekki er
búinn að færa sig yflr á einka-
banka er áreiðanlega masókisti
sem ekki vill vera glaður. Og ef
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
eitthvert sukk kemur
upp í einkabankan-
um þínum, þá er
áreiðanlega ekki ver-
ið að eyða þinum
peningum heldur
bara hluthafanna. Ef
þér finnst slælega
haldið á málum
Lindar og fram-
kvæmdastjóra þess
skrýtna fyrirtækis
þá skaltu heldur vera
feginn því að þú ert á
íslandi en ekki í
Rússlandi: þar eru
öll mál Lindarmál í
öðru veldi og allir
fallít framkvæmda-
stjórar löngu komnir
í ríkisstjórnina.
Kvótahugganir
Fiskveiðistjórn: Hér er úr
vöndu að ráða, því kvótakerfið er
heldur lítill gleðigjafi, frómt frá
sagt. Þó skal enginn fá okkur til að
trúa því að ekki megi finna á því
smugur til að hleypa inn gleði,
þakklæti og samanburðarvellíðan.
Ef að þig nagar að innan gremja
yfir því að útgerðarsukkarar sem
alltaf voru á hausnum með þessa
koppa sína skuli hafa fengið fisk-
inn í sjónum gefins og þar með
milljarða, þá getur þú byrjað á að
fagna því að þetta hreina og tæra
loft á íslandi er þó ókeypis og
vatnið eiginlega líka.
„Efgeta þín og löngun til kvenna
er horfin skaltu ekki hengja haus
heldur fagna því að þú átt ekki
lengur á hættu það slys að feðra
börn í þennan heimska heim.“
Það er og sígilt fagnaðarefni,
enda mikið notað í bókmenntum
heimsins, að sá sem ekkert á (í
okkar dæmi; engan kvóta) hlýtur
að vera sælli en sá sem á mikið.
Hann gengur sæll og kvótalaus til
náða á hverju kvöldi og þarf ekki
að bylta sér sveittur og angistar-
fullur af ótta við að þjófar brjótist
inn og steli, eða - í okkar dæmi -
að fiskifræðingar, ótímabærir
hjónaskilnaðir eða byltingarhreyf-
ing Sverris Hermannssonar steyp-
ist yfir hann og hirði af honum
kvótann, allan í einu eða í áföng-
um.
Og enn eitt: ef þér finnst kvóta-
brask ósiðlegt, þá skaltu fagna því,
að þar eru bara
einhverjir karl-
skrattar að selja
hver öðrum
heimska þorska
og kannski orma-
fulla - það er
ekki eins og þeir
séu að selja dótt-
ur þína í vændis-
hús í Hamborg
eða Japan.
Og ef þér stendur ógn af því hve
reiður Davíð Oddsson er ríkissjón-
varpinu nú á kosningaári, þá
skaltu þakka þínum sæla að í
rauninni er hann reiðastur Morg-
unblaðinu - og altént ekki þeim
friðsæla smáborgara sem þú ert
sjálfur.
Árni Bergmann
„Möguleikarnir á því að hrósa happi í lífinu eru reyndar óteljandi,'
einu lukkutröllinu í mannfélaginu fylgja meö.
segir Arni m.a. í grein sinni og lætur mynd af
Kynjaða veröld
Að reykingar skuli vera að
aukast meðal ungs fólks er vax-
andi áhyggjuefni bæði foreldra og
heilbrigðisyfirvalda. Þetta er því
sárari staðreynd að nánast
ómældu fjármagni og tíma hefur
verið varið til forvarnastarfs;
starfs sem virðist ekki skila til-
ætluðum árangri.
Hvaö er aö?
Hvað veldur? Eru aðferðimar
hallærislegar í augum unga fólks-
ins? Eða vantar enn meiri fjár-
muni? Eða þarf að herða enn frek-
ar aðgengi ungs fólks að tóbaks-
vörnum? Eða eru þetta e.t.v. am-
erísku hollywoodstjörnurnar og
bresku poppgoðin sem spilla
æskulýðnum með dulbúnum tó-
baksauglýsingum? Eða vantar
einfaldlega enn fleiri boð og enn
fleiri bönn gegn reykingum?
Rannsóknir benda til að reyk-
ingar séu aðallega að aukast með-
al ungra stúlkna. Ungt fólk er
m.ö.o. ekki að reykja meira en
áður, heldur til-
tekinn hópur
meðal þess. Sé
þetta rétt segir
það okkur býsna
margt! Til dæm-
is að þetta sé
enn eitt dæmið
um þá „kynj-
uðu“ veröld sem
við búum í, þ.e.
að kynin séu
býsna ólík, ekki bara í líkamlegu
tilliti heldur á fjölmörgum öðrum
sviðum, e.t.v. fleiri sviðum en við
höfum verið reiðubúin að viður-
kenna til þessa.
Kynjuö greining tryggir
árangur
Þetta segir okkur jafnframt að
ef við viljum draga úr reykingum
meðal ungs fólks þarf að beina
forvörnum að ungum stúlkum
sérstaklega, á forsendum sem
„Athuganir hafa m.a. leitt í Ijós að
hækkað lyfjaverð til sjúklinga hef-
ur bitnað mun verr á eldri konum
en körlum. Þær virðast einfald-
lega hafa úr minna að spila..."
höfða til þeirra og þær
skilja. Líklegt er að
einhver hluti skýring-
arinnar felist í þörf
þeirra tU að uppfyUa
granna fegurðar-
ímynd okkar Vestur-
landabúa.
Ef rétt er þarf að
skoða þetta samspil
náið og skipuleggja
forvarnir þeim til
handa með hliðsjón af
því. Með þessu móti
getum við aukið ár-
angur forvarnastarfs-
ins án þess að þurfa
að kosta til frekari
fjármunum eða boð-
um eða bönnum.
Snertir flest sviö
Reykingar ungs
fólks eru langt frá því
eina dæmið um mikilvægi þess að
viðurkenna ólíkar þarfir, viðhorf
og aðstæður kynjanna áður en
mikilvægar samfélagslegar
ákvarðanir eru teknar. Athuganir
hafa m.a. leitt í ljós að hækkað
lyfjaverð til sjúklinga hefur bitn-
að mun verr á eldri konum en
Kjallarinn
körlum. Þær virðast
einfaldlega hafa úr
mun minna að spila
en karlarnir. Staða
drengja innan skóla-
kerfisins er annað
dæmi. í þvi sam-
bandi hefur verið
velt upp hvort um-
hverfi grunnskólans
sé um of „stúlku-
vænt“.
Þannig er að koma
betur og betur í ljós
að nám, íþróttir,
sjúkdómar, lækn-
ingar, skattlagning,
möguleikar á at-
vinnumarkaðnum
og margt, margt
fleira er að ein-
hverju leyti kyn-
bundið. Af þeim
sökum verður að at-
huga hvort ákvarðanir sem
snerta slík kynbundin svið hafi
svipuð eða sambærileg áhrif á
bæði kyn eða (eins og er alltof al-
gengt) hvort aðeins annað kynið
njóti góðs af?
Helga Guðrún Jónasdóttir
Helga Guörún
Jónasdóttir
sérfræöingur á Skrif-
stofu jafnréttismála
Með og
á móti
Útsendingar á RÚV frá
heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu
Frábært
sjónvarps-
„Heimsmeistarakeppnin i fót-
bolta er auðvitað algjör veisla í
sjónvarpi. Þama koma fram allar
helstu stjörnur knattspymunnar
sem fótboltaáhugamenn líta upp
til og vilja sjá.
Það er enginn
vafi að fótbolt-
inn er vin-
sælasta íþrótta-
grein heims.
Það þarf ekki
annað en horfa
til þess áhorf-
endafjölda sem
sækir keppnina
auk þeirra
mörgu milljóna
manna sem
horfa á leikina
ekki sé talað um þann gríðarlega
fjölda sem annaðhvort stundar
boltann og sækir aðra leiki. Ég
veit að það eru til antisportistar
sem vilja sjá eitthvað annað í
sjónvarpinu en þeir verða bara
að bíða. Þetta er nú einu sinni
bara einn mánuður og þetta fólk
hlýtur að geta fundið sér eitthvað
að dunda við. Ég mæli með garð-
yrkju fýrir þá sem ekki þola fót-
boltann. Það er bara ekki hægt að
vorkenna þessu fólki, vitandi
hversu margir njóta þess að horfa
á boltann. Sumir hafa haft
áhyggjur af áhorfendafjölda í
Landssímadeildinni á meðan á
þessu stendur en það er mín
skoðun að því meiri fótbolti, því
meiri áhugi. Áhugi á fótbolta er
örugglega meiri en margur held-
ur enda afskaplega göfug og
skemmtileg íþrótt. Þess vegna er
það mikið gleðiefni að sjónvarpið
skuli gera merkustu keppni inn-
an fótboltans, sjálfu heimsmeist-
aramótinu, jafngóð skil og raun
ber vitni. Yfir því ætti enginn að
agnúast og menn ættu miklu
fremur að reyna að njóta þessa
frábæra sjónvarpsefnis á meðan
það er í boði.“
Jóhannos Ólafs*
son, formaður
knattspyrnudeildar
ÍBV.
í sjónvarpi, svo
Óttalega
leiðinlegt
Guðrún Helgadóttir
rithöfundur.
„Ef ég á að tala fyrir sjálfa mig
þá verð ég nú að viðurkenna að
mér finnst þetta óttalega leiðin-
legt sjónvarpsefni. Ég geri mér
samt vel grein fyrir því að það er
mikill áhugi á
þessu sjón-
varpsefni en
það er samt
ansi mikið á þá
lagt sem engan
áhuga hafa á
fótbolta. Ég sé
vel fyrir mér að
þeir sem þurfa
að vera mikið
heima við, til
dæmis aldraðir og sjúkir, verði
nú ósköp leiðir á þessum gaura-
gangi í heilan mánuð. Ég get
heldur ekki séð að öðrum iþrótta-
greinum sé gert svo hátt undir
höfði. Mér þætti fróðlegt að vita
hvað fólki fyndist ef eitthvert
annað efhi væri sent út í sama
magni; til dæmis menningarefni
á borð við tónlist eða leiklist. Það
virðist vera sem fótboltinn sé
allsráðandi og ég dreg ekki vin-
sældir hans í efa. Ég hef heldur
ekki amast við þessum útsending-
um í útvarpsráði þar sem ég á
sæti. Það væri auðvitað langsam-
lega besta lausnin ef sjónvarpið
gæti sent efni eins og heimsmeist-
aramótið í knattspyrnu út á sér-
stakri íþróttarás.“ -aþ