Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. Sparnaður eða verðbólga íslendingar eru eyðsluklær sem hvorki kunna né vilja spara. Sagan sýnir að í góðæri bresta öll bönd. Einka- neysla eykst umfram hagvöxt, viðskiptahalli verður meiri og loks brestur á fárviðri verðbólgu. Gamalkunnur vítahringur er í uppsiglingu. Því miður eru íslendingar líka meistarar í að horfa fram hjá því sem þeir vilja ekki sjá. Þeir óttast verðbólg- una. Þess vegna setja þeir kíkinn fyrir blinda augað og neita að horfast í augu við að hún er um það bil að kom- ast á fleygiferð. Mælingar á innlendum neysluþáttum sýna nú þegar 4% verðbólgu. Verðhjöðnun á innfluttum vörum hefur hins vegar vegið upp stóran hluta af verðhækkunum inn- anlands. í heildina mælist hún því ekki nema 2,4%. Það er þó meira en í flestum iðnríkjanna. Launakostnaður innanlands hefur hækkað um það bil tvisvar sinnum meira en í Evrópu. Það er eðlilegt. Á tím- um kreppu tóku landsmenn á sig auknar byrðar í formi lágra launa. En það er ólíklegt að á kosningaári dragi úr þeirri þróun. Á síðustu árum hefur mikil hagræðing orðið í at- vinnulífinu og framleiðni stóraukist. Þannig hafa fyrir- tæki getað mætt hækkunum án þess að velta þeim út í verðlagið. Samkeppnisstaðan gagnvart útlöndum hefur því ekki versnað. Innstæðuna, sem við áttum í möguleikum til að auka framleiðni gegnum hagræðingu, höfum við hins vegar að mestu tekið út. Vítahringur verðbólgunnar, þar sem hækkun á einum stað kallar fram hækkun annars stað- ar, er því farinn af stað. Hefðbundið ráð til að draga úr þenslu er að hækka vexti. En dugar það á okkar tímum? Efnahagsumhverfið er orðið miklu alþjóðlegra en áður. í dag geta íslensk fyr- irtæki einfaldlega leitað heiminn á enda að bestu lána- kjörum sem bjóðast. Vaxtahækkanir, sem þar að auki eru í besta falli um- deilanlegar, eru því úrræði liðinna tíma. Besta ráð stjómvalda til að draga úr þenslunni, sem er að glóðhita gangvirki efnahagslífsins, er að hefja skiþulegar aðgerð- ir sem hvetja fólk til spamaðar. Stjómvöld geta í fyrsta lagi aukið eigin sparnað. í bull- andi góðæri er það vitanlega forgangsverk að greiða nið- ur skuldir í sama mæli og þær söfnuðust upp á tímum kreppu. í öðm lagi búa þau yfir stjómtækjum til að örva spamað almennings. Það er réttlætanlegt að ríkið noti hluta af auknum tekj- um sínum til að bjóða ívilnanir sem hvetja til aukins sparnaðar af hálfu ahnennings. Spamaður hans, sér í lagi aukinn lífeyrissparnaður, sparar ríkinu þar að auki útgjöld síðar. Skattaívilnanir og sérkjör á kaupum almennings á hlutabréfum í ríkisfyrirtækjum, sem verða sett á mark- að, geta í senn tryggt ákjósanlega dreifmgu á eignarhaldi og stóraukið sparnað. ívilnanir vegna annarra hluta- bréfakaupa ætti einnig að auka. Sömuleiðis þarf almenningur skattalegan hvata til að leggja í sjóði fyrir framtíð barna sinna. Með skattaaf- slætti gæti ríkið stýrt foreldrum til að safna í bundna sjóði sem einungis yrðu leystir vegna húsnæðiskaupa og framhaldsnáms barna þeirra. íslendingar verða að læra að spara. Ríkið hefur stjórn- tæki til að örva þá þróun. Það er besta vömin við verð- bólgunni. Össur Skarphéðinsson Virðingarlaus umgengni mennskra viö æðri máttarvöld. „Slóttug alþýðukona leikur á sjálfan Lykla-Pétur.“ (At- riöi úr leikritinu Gullna hliðinu) - Sammerkt með raunsæjum, klókum og bragðvísum íslendingum frá önd- verðu? Agirnd og oflæti Þjóðsögurnar eru til vitnis um þá sterku þörf að slíta margvísleg höft mannlífsins, gera draumsýnir að veru- leik, sigrast á þungbær- um lögmálum hvunn- dagsins. Einstæö siövenja Ein íslensk siðvenja, sem ekki verður rakin til þjóðsagna og á sér enga hliðstæðu í öðrum löndum, virðist benda til hins sama. Eins og kunnugt er, var óskírð- um börnum ekki huguð paradísarvist í kaþólsk- um sið og raunar miklu lengur. Þetta gátu íslend- „Þjóðsögurnar eru til vitnis um þá sterku þörf að slíta margvís- leg höft mannlífsins, gera draumsýnir að veruleik, sigrast á þungbærum lögmálum hvunn- dagsins.“ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Eitt af minnum íslenskra þjóð- sagna, sem ekki ku eiga sér margar hliðstæður með öðrum þjóðum, er útsmogin og virð- ingarlaus um- gengni mennskra manna við æðri máttarvöld, hvort heldur þau ráða fyrir himnaríki eða helvíti. Þekktastar slíkra sagna eru sennilega „Sálin hans Jóns míns“ og „Sæmundur á seln- um“. í annarri þeirra leikur slóttug alþýðukona á sjálfan Lykla- Pét- ur og fær laumað sál syndugs og for- herts bónda sins inní himnaríki. í hinni semur Sæ- mundur fróði við Kölska um sál sína, en prettar hann þegar til kastanna kemur og sleppur við elda vítis. Þessar sagnir og margar fleiri gætu bent til þess, að íslendingar hafi frá öndverðu ver- ið jarðbundnir, raunsæir, klókir og bragðvísir. Kannski er það eng- in tilviljun að við eigum á þriöja tug orða yfir slægð, en einungis hálfan tug yfir heiðarleik. Hvað sem um það er, þá virðist lands- mönnum jafnan hafa verið hug- leikið að rjúfa skorðurnar sem ómilt umhverfi setti þeim, hafa betur í viðureigninni við fjand- samleg öfl þessa heims og annars. ingar augljóslega ekki sætt sig við, enda ungbarnadauði almennur. Þeir brugðu því á það ráð að „pretta" Almættið og staögengla þess með þvi að fá líkum óskírðra barna komið fyrir í kistum þeirra sem skírðir höfðu verið áðuren þeir burtkölluðust. Með því móti gerðu þeir sér vonir um að lauma mætti óskírðum börnum inní himnaríki svo lítið bæri á. Semsé skóladæmi um útsmogna bragðvísi. Sú siðvenja að koma líkum kombama fyrir í kistum fullorð- inna, jafnvel þó óskyldir séu og stundum alls ókunnugir, hefur haldist frammá okkar daga. Kunn- ur danskur mannfræðingur, sem kannað hefur greftrunarsiði viða um heim, tjáði mér að siðurinn væri einstæður og ætti sér hvergi í heiminum hliðstæðu, svo hann vissi til. Þótti honum fróðlegt að heyra sögurnar um sálina hans Jóns míns og Sæmund á selnum, meðþví hann fór ekki í grafgötur um að greftrun ungbarna með full- orðnum væri til marks um alþýð- lega slægð sem leitaðist við að fara kringum lögmálin sem kristni og kirkja hefðu þröngvað uppá auð- trúa áhangendur. Barnaleg prettvísi Ef það sem hér hefur verið stutt- lega rakið er vísbending um ákveðna þætti í þjóðarþeli íslend- inga, þá er kannski engin fjar- stæða að sjá í framferði sjálftöku- manna í háum embættum sams- konar barnalega prettvísi - ekki gagnvart Almættinu, heldur Al- menningi. Þeir hafa til skamms tíma talið sér trú um að þeir geti að vild og án athugasemda gengið í sameiginlega sjóði landsmanna til eigin afnota, í þeirri trú að al- mennum borgurum sjáist yfir sið- laust athæfl þeirra. Þar skjöplaðist þeim hrapallega. Almenningur fór að dæmi kirkj- unnar, vissi um þessi frávik frá góðum siðum og settum reglum, en lét þau átölulaus þartil mælir græðgi og gróðafíknar var fullur og ekki var framar hægt að láta gott heita. Einsog endranær urðu oflæti og hófleysi stórbokkunum að falli. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Landsbankamálið „Landsbankamálið sem slíkt mun (hins vegar) hafa víðtækari afleiðingar. í fyrsta lagi er ljóst að kostnaður vegna veiðiferða og risnu hefur verið kominn úr böndum innan Landsbankans. Mál þetta mun verða til þess, að í öllum fjármálastofnunum í eigu ríkisins og sjálfsagt einnig í einkageiranum verða teknar upp mun strangari reglur varðandi lax- veiðiferðir með viðskiptavini og risnukostnað al- mennt.“ Úr forystugrein Mbl. 12. júní. Sverrir hæfileikamaður „Um Sverri Hermannsson vil ég segja, að hann er um margt hæfileikamaður og prýðilega ritfær, ólíkt hinum rígmontna ritstjóra Dags. Hefði ég viljað, að Sverrir hefði notað hæfileika sína til annars en til- gangslausra hefnda á mönnum, sem gerðu honum ekkert illt og óska honum einskis ills, þótt þeir telji hann verða að taka ábyrgð á eigin verkum og sitji ekki heldur undir svívirðingum frá honum.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Degi 12. júní. íslenskur hlutabréfamarkaður „Fjárfestingar á erlendum mörkuðum hafa aukist og samanburður við kjör á þeim er nú orðinn raun- hæfari.... Grundvöllur fyrir verulega auknum vexti á íslenskum hlutabréfamarkaöi hlýtur að vera frek- ari einkavæðing ríkisfyrirtækja. I Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem lítil velta hlutabréfa er varla áhyggjuefni, eru fyrirferðarmikil fyrirtæki á hluta- bréfamarkaði í geirum sem hér eru ríkisreknir. Þar má nefna orkusvið; virkjanir og dreifingu orku, hita- veitu, rekstur flugvalla og hafna og jafnvel heil- brigðiskerfið, þótt allt tal um aukna þátttöku einka- aðila í rekstri þess sé forboðið nú sem endranær hér á landi.“ ÍPJ í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 11. júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.