Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 Spurningin Hvað langar þig mest til að eignast? (Spurt á leikskólanum Skerjakoti.) Alexandra Maria ívarsdóttir, 6 ára: Kisu. Diana Rut Kristinsdóttir, 6 ára: Kanínu. Bryndis Torfadóttir, 6 ára: Kettl- ing. Þorsteinn Gunnar Jónsson, 5 ára: Bíl. Jóhanna Björk Jóhannsdóttir, 5 ára: Bíl. Lesendur Zetan setur svip Konráð Friðfmnsson skrifar: íslenskan er fagurt og fjölskrúð- ugt mál. Ekki er samt öllum gefið að fara með hana svo vel sé. Allir geta þó lært að beita henni. Hæfi- leikinn er til staðar hjá flestum en allt spurning um vilja hvers og eins. Ritmálið er sem sagt fagurt og frítt eins og það birtist mönnum í dag. Flest íslensk blöð og tímarit, sem koma út, leggja enda metnað sinn í að hafa hlutina í lagi að þessu leyti. Fyrir nokkrum árum stóð Sverr- ir Hermannsson, þá menntamála- ráðherra, fyrir því að afnema z-una úr ritmálinu. Nokkrar deilur spruttu á sínum tima um málið. Lyktir urðu þó þær að þessi bók- stafur var látinn víkja. Fyrir þær sakir er z-an ekki lengur „lögleg“ í ástkæra ylhýra móðurmálinu. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, notar oft þennan bókstaf í greinum sinum. Ég var einmitt að lesa einn pistla hans á dögunum og tók þá eftir að heilmikil prýði er að zet- unni í rituðu máli. Og má segja að hún t.d. lífgi upp á blaðsíðuna og gefi efninu fagran blæ. Og þá fór maður líka að hugleiða hvort ekki hefði verið skandall á sínum tíma að vísa z-unni á dyr. Það hefur líka verið rætt um að afnema ypsilonið (stafinn y). Allt slíkt ber mönnum að gaumgæfa afar vel áður en ákvörðun er tekin. Ekki sist vegna þess að raunveru- lega er um skemmdarverk að ræða á ritmálið Heilmikil prýöi er aö z-unni í rituöu máli, segir m.a. í bréfi Konráös. sem gerir textann á blaðinu leiðin- legri. Öll þau fjölmörgu tákn sem sjá má í þessu formi tjáningarinnar eru ekki einvörðungu sett þar til skrauts. Þau hjálpa mönnum að skilja textann betur. En menn verða þá að kunna að lesa úr þeim. Margir beita stílvopninu af hreinni snilld, hafa ágætt vald á íslensku máli og kunna góð skil á stafsetn- ingu og öðru sem tilheyrir fögrum og vönduðum skrifum. Aö hcifa gott vald á móðurmáli sínu er engum áskapað við fæð- ingu. Menn verða að læra að beita tungu og stUvopni. Og það gerum við með þeirri aðferð að hlýða á aðra, lesa og tala og skrifa sjálf. Síð- an kemur þetta smátt og smátt. - Það er því spuming hvort ekki beri að innleiða z á ný í ritmál okkar. Pósttöskur á vergangi Ásdis Sigurðard. skrifar: ' Ég vU gjaman tjá mig um ábyrgð þeirra sem bera út póstinn. Ég furða mig á því að útburðarfólk póstsins skuli komast upp með að skilja póst- töskur sínar eftir á vergangi þegar það er að skUa póstinum í húsin. Maður hefði haldið að þegar búið er að greiða uppsett burðargjald undir póstinn sinn og annaðhvort koma honum á pósthús eða í póstkassa þá gæti maður verið ömggur með að pósturinn færi ekki úr umsjá póst- dreifingaraðilans fyrr en komið væri að póstkassa eða póstlúgu við- komandi. Nýlegt dæmi um hvað það getur haft í för með sér þegar pósturinn er skUinn eftir eftirlitslaus er úr Álftamýrinni í Reykjavík þar sem kveikt var í tösku póstberans þar sem taskan stóð eftirlitslaus við enda á blokk sem viðkomandi var að bera póst í, hefur sjálfsagt ekki nennt að dröslast með þunga tösk- una inn með blokkinni. - En þetta er aUt of algeng sjón; að pósttöskur standa einar á götuhornum. í Hafnarflrði sá ég einnig nýlega hvar póstberinn hafði skUið tösku sína eftir neðst í Klukkubergi, þar sem hann átti þá eftir góðan spotta aftur að tösku sinni. Pósturinn virð- ist sem sé ekki nægUega öruggur i höndum póstsins. Þetta verður að laga. Pósturinn getur verið okkur dýrmætur, hvort heldur er það sem við erum aö senda öðrum eða eigum von á. Flugfreyjur - öryggisverðir eða gengilbeinur? Sigurður Ólafsson skrifar: Ai' ummælum tveggja flugfreyja í dagblaði fyrir nokkru sýnist mér að keppikefli sé að gera lýðum ljóst að mikUvægi þeirra í háloftunum snú- ist ekki aðaUega um það sem þær eru umfram allt ráðnar til - og sinna lungann úr flugferðinni - að þjóna farþegum til borðs og sætis, heldur séu þær/þeir fyrst og fremst öryggisverðir. Hitt sé fremur lítUs virði og megi hvíla á „altari hé- gómans". Ekki fer ég oft í flugferðir, og aldrei hef ég á Sagaklass komið. Hitt sýnist mér, eftir að hafa fylgst grannt með starfi flugfreyja um borð í einni flugferð tU annarrar, að þjónusta allan sólarhrinetinn - eða hringið í síma W^ZÍ&SO 5000 mílli kl. 14 og 16 „Fljótt, fljótt, sagöi fuglinn." - Álag, hraöi og öryggi í fyrirrúmi. þegar sýnikennslu á öryggisbúnaði flugfarsins lýkur með tilheyrandi spjaldauppréttingu, sem tekur fljótt af (öUu lokið fyrir flugtak), þá séu störf gengilbeinunnar í námunda við 95 prósentin hjá þessum starfs- kröftum beggja kynja. Flugfreyju- starfið sýnist mér erfitt og krefj- andi, álag og hraði uppistaðan. Hér eiga vel við einkunnarorðin „fljótt, fljótt, sagði fuglinn" (sem er raunar titill á bók eftir Thor Vilhjálmsson. Að öUu samanlögðu tel ég mikUvægt fyr- ir flugfreyjur/þjóna að halda vel utan um starfssvið sitt, gera ekki minna úr því en efni standa tU, 'og viðurkenna með því að þjón- ustustörfln sem innt eru af hendi um borð i flugvélum eru oft hápunktur ferða- lags hins venjulega flugfarþega. Þjónustustörf eiga ekki vel við íslend- inga, en starfsþjálf- un og undirstöðu- þekking flugfeyja/flugþjóna í fram- reiðslu og umönnun farþega í far- þegarými hefur frá upphafi þótt skara fram úr öðrum starfsgrein- um, sem falla undir þjónustu. Því þarf ekki að flagga öryggisþættinum til aö halda í horfinu varðandi ábyrgð og skyldur flugfreyja/þjóna. Enska starfsheitið, „cabin attend- ants“ segir allt sem þarf um starfs- sviðið. Reynsla úr viðskiptalífinu Karen Gestsdóttir skrifar: Ég vildi gjarnan upplýsa reynslu mína af viðskiptum mín- um við Sjóvá-Almennar og Visa- ísland. - Við athugun á Visa- reikningi mínum kom í ljós greiðsla til Sjóvár-Almennra að upphæð kr. 9.099. Þessi upphæð var vegna bíls sem ekki er lengur tryggður hjá félaginu og er hvorki á nafni né kennitölu minni. Þegar tryggingafélagið gerði sér grein fyrir mistökunum sendi það ávís- un til eiganda bílsins!! Þetta er í annað sinn sem þetta gerist í við- skiptum mínum við Sjóvá-Al- mennar. Þegar ég bar mig upp við Visa-ísland var svarið að þetta væri „bara slys“, og engin lög vemduðu korthafa fyrir svona uppákomum. Ég spyr því: Þorum við að nota kortin okkar? Sakna Þjóðar- sálarþáttanna Ingibjöig skrifar: Lélegar eru skýringar RÚV vegna niðurfellingar Þjóðarsál- arþáttanna yflr sumartímann. Sagt að gott sé að „hvíla" hlust- endur á þættinum yfir sumarið! Hvemig vita forráðamenn RÚV að hlustendur vilji „hvílast“ frá þættinum? Iiefur verið gerð könn- un á þvi? Auðvitað ekki. Þetta er einfaldlega geðþóttaákvörðun RÚV. En almenningur, sem ekki á í mörg hús að venda, hefur þó enn aðgang að lesendadálkum tveggja blaða. Ríkið skammtar okkur hins vegar eins og hverjum öðr- um „húsdýrum" sínum. Milljarður í Vatnsmýrina Einar Gíslason hringdi: Maður trúir ekki að enn einu sinni eigi að púkka undir Reykja- víkurflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Milljarður skal það vera. Hvað er orðið af öllu púkkinu sem búið er að setja í völlinn? Auðvitað löngu sokkið í mýrina, fenið sem þarna er endalaust í jarðveginum. En það á ekki að leggja milljarð í völlinn strax, heldur í áföngum. Skammtímalækning á kolólögleg- um flugvelli til farþegaflugs er því til einskis. - Best væri að loka veflinum að fuUu strax áður en frekar er aðhafst. Hrannar í at- vinnumálanefnd Steinar skrifar: Það er ljóst að þegar nýkjömir borgarfuUtrúar verða skipaðir í nefndir og ráð er brýnt að Hrann- ar Björn fari í atvinnumálanefnd. Þátttaka hans í atvinnulífinu sl. áratug hefur veriö ákaflega dýr menntun öUum sem að henni hafa komið. Ber þá ekki að nýta þá menntun á réttu sviði? Sjálfur hefur Hrannar Bjöm sagt að þessi reynsla hans muni koma Reyk- víkingum tU góða. Hvar er hann þá betur staddur en einmitt í at- vinnumálanefnd borgarinnar? Ofurkrónan okkar Gunnlaugur hringdi: Á minni löngu ævi minnist ég þess ekki að styrkleiki íslensku krónunnar hafi orðið slíkur að jafnvel horfi til vandræða. Krón- an hefur lengst verið vesæl og einskis nýt og hún hefur verið feUd oftar en menn muna. Nú er öldin önnur. - En þá heyrist hljóð úr horni: Krónuna verður að vængstýfa með einhverjum hætti, annars kemur verðbólgan og étur ykkur. Vexti skal því hækka frek- ar en ekkert. Ég veit ekki hvar við íslendingar eram staddir í kramarhúsi efnahagslífisins, en getum við ekki einfaldlega tekið upp annan gjaldmiðfl tU að losna við hið króníska vandamál sem krónunni fylgir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.