Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 Fréttir Félagsbústaðir hf. flokka viðskiptavini sina: „Félagslegur stimpill“ og félagsleg íbúamengun - viðmiðunarmörkin eru ein félagsleg íbúð af 10-15 íbúðum í sambýlishúsi Félagsbústaöir hf. hafa óskað eft- ir því við stjóm Húsnæðisstofnunar að fá að selja aðra af tveimur félags- legum íbúðum í fjölbýlishúsi í vest- urbænum og flytja áhvílandi lán á íbúðinni yfir á aðra eign sem keypt verði í staðinn. Ástæðan sem upp er gefin í bréfi Sigurðar Kr. Friðriks- sonar, framkvæmdastjóra Félagsbú- staöa hf., er sú að húsiö, sem íbúöin er í, sé búið aö fá á sig félagslegan stimpil, aðrir íbúar hússins telji sér ekki lengur vært í návist íbúanna í íbúðinni umræddu og verulegt verð- fall sé orðið á íbúðum í einkaeign. Þess hafi því jafnvel verið óskað að Félagsbústaðir hf. kaupi allar hinar íbúðimar í húsinu af þessum sök- um. „Mengunarmörk" 1:10-15 „í ljósi þessarar reynslu teljum við hins vegar að ekki sé æskilegt, að félagið eigi fleiri en eina íbúö í stigagangi þar sem ekki era fleiri en samtals 10-15 íbúðir," segir orörétt í bréfi framkvæmdastjóra Félagsbú- staða til stjómar Húsnæðisstofnun- ar. Hann segir síðan aö Félagsbú- staðir eigi tvær íbúðir í sama stia- gangi og um er að ræða þar sem samtals séu átta íbúðir. I þessum stigagangi hafi því miður komið upp vandamál af því tagi sem áður var lýst. Síðan segir: „Það gefúr að skilja, aö auðvitað á þetta ekki við, þar sem félagið á allar íbúðimar í viðkomandi stigagangi eða fjölbýlishúsi, sbr. fjölbýlishús félagsins í Breiðholti, við Kleppsveg, Austurbrún, Skúlagötu og Meistaravelli." „Hvort ein eða örfáar eða alla ibúðimar í fjölbýlishúsi em á vegum húsnæöisnefndar Reykjavíkurborgar ætti varla að breyta kröfum um almenna umgengnishætti og velsæmi," sagði Ámi Sigfússon, borgcir- fúlltrúi D-listans, þegar DV bar undir hann þá skoðun sem fram kemur í bréfi fram- kvæmdastjóra Félagsbústaða um að umgengnisvandamál séu ekki fyrir hendi þegar all- ar íbúðimar í fjölbýlishúsi eða stigagangi em félagslegar. Hætta á ónæöi Siguröur Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og for- maður Húseigendafélagsins, sagði viö DV aö í fjölbýlishús- um væri alltaf viss hætta á ónæði og að ónæði fiá ein- hverjum íbúanna færi út fyrir öll mörk. „Sú hætta er almenn og ekkert frekar bundin við íbúa í félagslegu húsnæði en aðra. í lögum um fjöleignahús em úrræði í mál- um af þessu tagi. Ef menn brjóta gróflega eða ítrekað af sér geta aðr- ir íbúar krafist þess að viðkomandi flytji út. Ég hef aldrei áöur heyrt iSXt FÉLAGSBÚSTAÐIR HF Reykjavlk. IS. mal 1991 HiuaKðUmiUstjirn b.L formaniu, Hikonar Hikonarsonar, Suðurlandibraat 24 10S Rtykjavík. Varfiar iðlu 4 ftlagtltgrí Itigulbúð: A þeirn tíma fri 1. aeptetnber al.. sem Félagsbústaðir hf. bafa itaríið hafa komið upp marghittuð atvik. aem við teljum að fiera megi til bctri vegar 1 rcfcnri félagilegra leiguibúða. Eitt þessaia atvfla er flaðsetning íbúða þar icm eiu 2-3 flakar ibúðir 1 ttígagöngQm minni Öðlbýliibúsa. Eiai og fengur og gerifl við letgu 4 ibúðarhÚMKÖi geta komið upp meðal letgjeoda Clagileg vandamil, tan geta orðið tilefiii alvariegra kvartaaa fri öðrum íbúumhúuini. Afþessu tiiefhihafajafnvel komið fram krðfúr um að Félagsbústaðir hf. kaupi aðrar íbúðir í hiísinu. þar scm þar lé ekid lecgur vatrt. oe eaofremur að um ygrulegt wðfajl té að xasða, þar sem húsið lé búiðað fáiríg“félagileganitimpil” Ihveríinu. Þettaeru tembeturfer undantekiiingartílvik, þar tcm leigjendur Félagsbúflaða eru upp til hðpa hið bctta fólk og i engu fribrugðið öðrum leigjendum. f ljósi þetsarar reynilu teljum við hins vegar ekki Kskilegt, að íélagið cigi fleiri en eina fbúð i fligagangi þar aem ddá cru fleiri cn samtali 10-1$ (búðir. Félagsbústaðir eiga tvxr (búðir (tama fligagangi að Hrisgbnut 10$, þar tem tamtali ciu S (búðir. 1 þcasum stígagangi hafa þvi miður kotnið upp vaadamil af þvi tagi tcm iður heftir verið lýst. Það geftrr að tkiljt, að auðvitað i þetta ekki við, þar sem félagið á allar tbúötmar i viðkomandi ttigagangi eða fjðlbýlishúsi tbr. fjölbýlishú; félagsins i Breiðholli, við Klepptveg. Austurhrún, Skúiagötu og Meistaravelli. Hér cr þvi fárið fram i, að leyíi fiist til þess að selja aðra (búðina að Hringbraut 105 og kaupa 1 staðinn tamhrrilega íbúö. Axtlað sðluverð (búðarinnar er 4.5 mkr. Á (búðinni hvllir lin Byggingarsjóðs verkamanna fri nðv. 1986, upphaflega lcr. 920.265- nú að eftiutöðvum kr. 1.49S.938. Farið er jafhfiamt fram 4, aö ihvilandi lán B yggmgtrsj óðsins fiist yfirfxrt á þi ibúö sem kcypt verður 1 flaötnn. Hér verður þvi ekki um að rxða nýtt lin né lengingu i linstima. Meðvon VirðingarfyUit, Sigurður Kr. Friöriktson, framkvmdastjóri. Afril sent til Sigurðar C. Guömunduonar. framkvonndastjón Húsrueðisuofnunar Bréfið til Húsnæðismálastofnunar þar sem því er lýst að félagslegur stimpill á fjölbýlishúsi geti þýtt verðfall. um nein viðmiðunarmörk um hlut- fall félagslegra íbúða í fjölbýlishús- um og það er óneitanlega einkenni- legt að fá hér eins konar óumbeöna staðfestingu úr þessari átt á þeim orörómi um að ónæöi sé meira af völdum fólks sem býr í félagslegu húsnæði en í öðru húsnæði,“ án þess að það hafi verið rann- sakað sérstaklega,“ sagði Sig- urður Helgi Guðjónsson. Hann kvaðst ekki vita til þess að þetta hefði nokkru sinni verið rannsakað. „Að sjálfsögðu ætti ekki að vera hægt að flokka fólk eftir eignarformi húsnæðis og þau vandræði sem hér er verið að lýsa eru síður en svo háð eign- arformi húsnæðisins," sagði Jón Kjartansson frá Pálm- holti, formaður Leigjendasam- takanna. „Það er Félagsmálastofnun sem úthlutar húsnæðinu. Það er ekki Félagsbústaða að gera það. Við höfum haft þá stefnu að kaupa íbúðir hingað og þangað, tvær til þrjár í stiga- gangi eftir því sem hentar. Ástæðan er sú að við teljum það ekki góða stefnu að reka heilu fjölbýlishúsin sem fé- lagslegar leiguíbúðir. íbúar fé- lagslegra leiguíbúða eru bara venjulegt fólk, upp og ofan eins og gengur. Það er því eðli- legt að það sé innan um aðra borgara, en ekki á einhverjum af- mörkuðum svæðum," sagði Guðrún Ögmundsdóttir, fráfarandi borgar- fúiltrúi R-listans og formaður fé- lagsmálaráðs Reykjavíkurborgar. -SÁ Frjálsir menn og saklausir Þá hefur stóridómur i Landsbanka- málinu verið kveðinn upp. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur sent frá sér skýrslu sina og niðurstöður um meint saknæmi bankastjóranna þriggja og i framhaldi af þeirri skýrslu hefur bankaráð Landsbankans ákveðið að hafast ekki frekar að. Lætur allar kröf- ur niður falla og telur ekki ástæðu til frekari aðgerða. Þar með eru bankastjóramir þrír lausir allra mála og ekki nóg með það. Skýrsla lögfræðingsins sýnir það svart á hvítu að bankastjóramir hafa í engu brotið af sér og vora látnir fara frá bankanum á röngum forsendum. Voru reknir fyrir misskilning! Þeir veiddu kannske meira en góðu hófi gegndi og þeir fóra oftar utan en góðu hófi gegndi og þeir notuðu eitt- hvert smáræði í risnu, umfram það sem maklegt þótti. En þetta voru við- teknar venjur og uppáskrifað af for- manni bankaráðs og auðvitað þótti við hæfi að bankastjórar Landsbankans hefðu nokkuð umleikis og ferðuðust og veiddu og drykkju eins og bankastjór- um einum sæmir og Landsbankinn gat verið stoltur af þessum bankstjórum sínum og það var ekki fyrr en Alþingi og Ríkisendurskoðun og rík- isstjórnin fóru að skipta sér af innri málum bank- ans sem bankaráðið og ráðherrarnir fóru á taug- um og hugsanlega bankastjóramir líka og þá sögðu þeir upp vegna þess að annars hefðu þeir verið reknir. Þannig að þeir voru eiginlega látn- ir fara, gegn sínum eigin vilja og í trássi við hags- muni bankans og án þess að þeir hefðu gert nokk- uð það af sér sem réttlæti uppsagnirnar. Niðurstaðan er sem sagt sú að bankinn lætur kyrrt liggja. Nú er það hins vegar spumingin hvort bankastjóramir láti kyrrt liggja. Hvers vegna ættu þeir ekki að sækja bankann til saka um að hafa bolað þeim ranglega í burtu? Næst ætti Jón Steinar að taka saman skýrslu fyrir bankastjórana þrjá og athuga hvort þeir eigi ekki kröfur á hendur bankanum fyrir ærumeiðandi athafnir í þeirra garð og tilhæfulausar aðgerðir sem leiddu til uppsagnanna. Bankastjórarnir koma til með að missa af veiðinni í sumar, þeir hafa glatað rétti sínum til að ferðast frítt til útlanda og þeir hafa ekki fengið nema átta mán- uði greidda i laun eftir að þeir létu af störfum. Það er búið að fara illa með þá í aug- um almennings og Sverrir hefur jafnvel þurft að hóta framboði og bæði Sverrir og Björgvin hafa þurft að borga til baka einhverja peninga sem þeir höfðu tekið úr bankanum en áttu í raun fullan rétt á að taka ef ekki hefði komið til þessa furðulega og fjarstæðukennda upp- hlaups sem var alls ekki þeim að kenna. Þeir meira segja reyndu að ljúga bank- ann út úr þessum misskilningi. Langsamlega skynsamlegasta sam- komulagið sem gera má milli fyrrver- andi bankastjóra og Landsbankans er að ráða þá alla aftur því þetta mál allt og upphlaup er byggt á hræðilegum og ómannúðlegum misskilningi. Það var ekkert að, ekkert saknæmt, ekkert út á framferði bankastjóranna að setja. Það er lögfræðilega sannað. Dagfari Stuttar fréttir i>v Er Halim Al aö bogna? í gærmorgun var réttað í saka- dómi í Istanbul yfir Halim A1 vegna brota hans á um- gengnisrétti Sophiu Hansen við dætur sín- ar. Dómsupp- kvaöningu var frestað til 15. júlí en þá sagði dómarinn að ljóst ætti að vera orðið hvort Halim stæði við mn- gengnisrétt Sophiu við dætumar í sumar. Halim var ásamt föður sínum og bróður látinn staðfesta fyrir dómi að staðið yröi við um- gengnisréttinn. Lyf gegn alzheimer Lyfið, Aricept, sem sýnt hefur virkni gegn aizheimer hlýtur skráningu Lyfjanefndar ríkisins næsta haust. Virkni lyfsins kem- ur fram í því að þaö bætir ástand sjúklingsins og hægir á þróun sjúkdómsins. Ásbjöm forseti Á fyrsta fundi bæjarstjómar í SnæfeUsbæ, hinn 11. júní, var Ásbjöm Óttarsson, D-lista, kos- inn forseti bæjarstjómar. Ólína B, Kristinsdóttir, D-lista, var kos- in 1. varaforseti og Sveinn Þ. El- ínbergsson, S- lista, 2. varafor- seti. í bæjarráð vom kjörnir Jón Þ. Lúðvíksson, D-lista, sem verð- ur formaður bæjarráös, Ólafur Rögnvaldsson, D-lista, og Sveinn Þ. Elínbergsson, S-lista. Reglugerö um hjöt Umhverfisráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð um kjöt og kjöt- vömr þar sem skilgreindar em leyfilegar merk- ingar á kjötvör- um og settar reglur um mark- aössetningu þeirra og um eftirlit og rannsókn- ir. Reglur era settar um skilgrein- ingu á vöruflokkum og gæðamerk- ingum og einnig skulu innihalds- lýsingar veita nákvæmar upplýs- ingar um samsetningu vörunnar. OZ í Finnlandi OZ er um þessar mundir í viöamiklu samstarfi við Helsinki Telephone Company í Finnlandi. Tækni frá OZ er notuð í verkefn- inu Helsinki Arena 2000 sem er eitt metnaöarfyllsta Internet- verkefhið i Evrópu í dag og nem- ur heildarkostnaður tugum miilj- arða íslenskra króna. Nýr konsertmeistari Sigrúnu Eðvaldsdóttur var boð- in staða 1. konsertmeistara Sinfóniuhljóm- sveitar Islands eftir hæfnispróf sem fór fram 12. júní. Hún þáöi boðið og mun hún heija störf 1. september. Guönýju Guömunds- dóttur, sem áöur gegndi stöðunni, hefur veriö veitt starfslaun lista- manna í tvö ár. Há skattgreiösla Samkvæmt aðalsamningi milli ríkisstjómar Islands og Alusuisse Lonza Group Ltd greiðir Isal fram- leiðslugjald í stað tekju- og eign- arskatts og fasteignagjalda. 1997 greiddi Isal framleiðslugjald að fjárhæð 640 milljónum króna. Þetta er líklega hæsta skattgreiðsla sem einkafyrirtæki hefur greitt vegna eins rekstrarárs hér á landi. -me Grillborgarar 4 stk. m/ brauði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.