Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1998, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1998 Bill Gates- „aðdáendur" Sumu fólkier ekki viö bjargandi. Þaðeru virkilega til menn og komr úti i hinum stóra heimi sen hafa ekkert betra við tímasinn að gera en að hata Bill Gates. Á einni slóðinni er hsegt að sjá hið vægast sagt vaidræðalega at- vik þegar Winiows 98 var kynnt - og hnindi: http: //www.ihatebllgates.com Anti-Miciosoft Samtök anditæðinga stórfyr- irtækisins, í fílustu alvöru. Þessi félagsskípur teygir anga sína út í stjórrmál. Hér er að finna allan grcfasta og stærsta skítinn á Bill íates og Mi- crosoft en samleiksgildið er hvergi nærri staðfest: http://i-want-i-webs- ite.com/about-microsoft/amsn. html Skóreimar Mörgum firnst leiðinlegt að reima skóna sina. Mörgum finnst líka hallærislegt að um. Þegar alltþetta fer saman er fátt annað £ð gera en að fletta upp á þessari heimasíðu: http: //www.oilers.com./ Veggfóður Það hefur reynst mörgum þrautin þyngr: að fjarlægja veggfóður. Línklessur og slitur loðir við veggha og það finnst snyrtipinnum lítt fýsilegt. Á þessari heimasíðu er að finna hjálplegar ráðieggingar fyrir heimilsfeður s:m ekki eru handlagnir: hfp:// www.wall- bear.com/PapcrStripping.html Ljót borg Glasgow á ær sína snöggu bletti eins og festar borgir og hafa nokkrir \el meinandi aðil- ar með fegurðirskynið í lagi tekið saman digott safn mynda og texta um ljotustu byggingar borgarinnar. /ð þeirra sögn er af nógu að taka en það allra helsta, eða ölii heldur það sísta, er á slóðinni http: //www.dcs.glaac.uk./gallachm /glasgow/maii.html Ljótir lampar Lampar eru líka ljótir, en hver er ljótastir? Á þessari síðu er hægt ai skoða nokkra forljóta lampaog kjósa þann ljótasta. Það ei til mikils að vinna: Einn hepp- hin gestur fær að Isunum stutterma- bil meö mynd af sigurvegaranum, þe. ljótasta lamp- aaum. Allir þang- aö! Slóðin er: lttp://findgr- eatstuff.simple net.com/uglykmp.html Félag dauðarokkara Félag um vóxt og viðgang dauðarokksins, opið öilum vel- unnurum góðtar tónlistar! Fé- lagar fá sérstact skírteini með mynd af tveimor hauskúpum og merki félagúns. Sitt hár er ekki skilyrði. ilóðin er http://blackplagu- e.org/dmma.dnma2.html Kynlíf á Netinu orðin tóm - Bandaríkjamenn stunda netkynlíf sem einfalda afþreyingu en ekki af alvöru w File Edit Uieui Go Bookmarks Options Oirectory Help í könnun, sem gerð var í Banda- ríkjunum nýveriö um kynlíf á Net- inu, eða svokallað „cybersex", kom fram að hið æsispennandi, dul- arfulla og, hingað til talið, mikið stundaða fyrirbæri er í raun bara hálfgert frat. Þeir sem töldu framtíð mannkyns í hættu vegna útbreiðslu Netsins geta nú andað léttar. Hinir svart- sýnustu sáu fyrir sér draugaleg, svitastorkin andlit í daufri skímu litaskjáa, horfandi á dýrðina í stað þess að handleika hana. En sem bet- ur fer virðist sem fólk taki enn þá gömlu góðu aðferðina fram yfir há- tæknina. Að minnsta kosti bendir bandaríska könnunin eindregið til þess að fólk líti frekar á þetta tölvutjútt sem afþreyingu - saklaust gaman og skemmtilega tilbreytingu við hið venjulega kráardaður. Að sögn höfundar könnunarinnar, A1 Cooper: „líkt og aö horfa á Strand- verði. Frekar einfóld skemmtun en virk kynlífshegðun." í könnuninni svöruðu tæplega 14 þúsund manns og voru um 9 þúsund svaranna talin nothæf. Þetta er því stærsta könnun sem gerð hefur ver- ið á þessum umdeilda fylgifiski ai- netsins. Samkvæmt tölum frá fyrir- tæki, sem kannar umferð um Netið, komu 9,6 milljón notendur við á 10 vinsælustu kynlífsstöðunum í apríl. Það eru u.þ.b. 15% notenda Netsins þannig að vinsældir þessarar af- þreyingar eru gífurlegar. Hlutfall kynjanna er fimm karlmenn á móti hverri einni konu sem heimsækir staðina, en konum fer fjölgandi þó þær leiti ekki eftir því sama og karl- amir. Karlmenn eru grófari í sínum netráfi, vilja sjá klámmyndir og annað þess háttar en konur vilja, eins og konum er tamt (!), frekar tala. Þær sækja meira í dónatal eða erótík og daður en karlarnir og hef- ur orðið mikil aukning í þeim geira. í þessari könnun, sem aðstand- endur segja hafa mest verið gerða til gamans en ekki til söfhunar vís- indalegra staðreynda, sýndi það sig að einn af hverjum fimm stundar netkynlíf í vinnunni og fólk fer al- mennt frjálslega með sannleikann þegar það skráir sig til leiks. Þannig ljúga 60% til um aldur og 40% um kynþátt. Meira að segja áttu sumir erfitt með að viðurkenna kyn sitt en 5% lugu til um það. Þetta væri hægt að flokka annars vegar sem nettan öfuguggahátt en svo er aftur á móti augljóst að það er miklu auðveldara að koma út úr skápnum með pikki á lyklaborð heldur en að segja sín- um nánustu í eigin persónu. Það skyldi þó aldrei vera að „baldna unglingsstúlkan sem sæti einmana við tölvuna á efnislitlum nærföt- um“, og forstjóri stórfyrirtækisins léti sig dreyma um uppi á skrifstofu sinni á fimmtándu hæð, væri í raun framkvæmdastjórinn á skrifstof- unni við hliðina? -fin Fljúgandi furðuhlutur staðfestur af breska hernum - Uri Geller kannar hið yfirskilvitlega á Netinu Litlir grænir karlar - hver veit? í Interface, tölvublaði dagblaðs- ins Times, hefur Uri Geller umsjón með dálki sem fjallar um hið yfir- náttúrulega á Netinu. Maðurinn sem áður beygði skeiðar og gaffla í gríð og erg leitar nú uppi slóðir á Netinu sem tileinkaðar eru fljúg- andi furðuhlutum og þess háttar fyrirbærum. Nýverið sagði Uri frá fljúgandi furðuhlut sem jafnvel varnarmála- ráðuneytið breska kunni engar eðlileg- ar skýringar á. Möppudýrin sem venjulega afgreiða slíkar fregnir sem veðurathugunarloft- belgi eða plánetuna Venus hafa nefni- lega alltaf haft tröllatrú á mjög fullkomnum píra- mídaradar í eigu flughersins og hafa sagt óhjákvæmilegt að það sem á annað borð væri á lofti í námunda við Bretlandseyjar sæist á þessum rad- ar. Og hvað gerðist? Jú, þetta ann- ars óútskýrða fyrirbæri sást nefni- lega skýrt og greinilega á téðum radar. Furðuhlutavari: herðatré, segull og dyrabjalla Að sögn ráðuneytisins var greini- leg stjórn á ferðum hlutarins af loft- fimleikum hans að dæma. Hann var þríhyrndur í laginu og á stærð við orrustuskip, eða um 300 metra langur. Uri segir ekki frekari sannana þurfa við og bendir um leið á netslóð þar sem hægt er að læra að búa til sinn eigin „furðu- hlutavara“ úr gömlu herðatré, segli og dyrabjöllu. Hug- myndin byggist á breytingum í segul- sviöinu - öruggt merki þess að fljúg- andi furðuhlutir séu í grenndinni, segir Uri. Slóðin er: www.thealienz.com/parazone /pageunderscorl.htm -fin Uri Geller beygöí áöur skeiðar en beygir nú breska varnarmálaráöuneytiö. Beygir hann líka sannleik- ann? Timi !SE A I? mrn 'mm * w&m mi* m ■ : " . te oðaat. :»S8I zmasrn. l mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.