Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Side 3
wmmmmmmmmwmmmwmmm MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 Vestmannaeyjar: Saga Eyjanna írskir þrælar Hjörleifs land- námsmanns eiga að hafa flúið til Eyjanna eftir að hafa vegið húsbónda sinn. Þá kom Lngólf- ur Arnarson á vettvang, felldi þrælana og bjargaði konum og börnum. írar nefndust Vest- menn og Ingólfur nefndi eyjarn- ar því Vestmannaeyjar. Eyjarn- ar eru 15 auk 30 dranga og skerja. Heimaey er langstærst og eina eyjan sem er byggð. íbúar eru um 5000 og eru sjósókn og fiskvinnsla helstu atvinnuveg- Eldgos í Eyjum Þann 23. janúar 1973 voru Vestmannaeyingar illþyrmilega minntir á hversu kröftug móðir náttúra getur verið. Þá nótt byrjaði að gjósa í Heimaey og þurftu íbúarnir að yfirgefa heimili sín og voru flestir flutt- ir til lands sömu nótt. Gosið stóð í rúma fimm mánuði og þegar yfir lauk hafði Heimaey stækkað um 20 prósent og nýtt fell, Eldfell 225 m á hæð, hafði myndast. Börnin í bænum vita hvaö gera þarf þegar pysjan kemur úr holunnl. Stór hluti bæjarins fór und- ir hraun og ösku en alls eyðilögðust um 360 hús og enn fleiri skemmdust. Það tók rúm tvö ár að grafa upp hús og hreinsa ösku og gjall sem féll á bæinn. Fjölskrúðugt fuglalíf Að jafnaði verpa um 30 fuglategundir í Vestmannaeyj- um og árlega staldra þar við milljónir fugla. Á sumrin fara menn í úteyjar og dvelja þar dögum saman við veiðar og eggjatöku. Lundinn er konungur fugla í Vestmannaeyjum enda er hvergi í heiminum eins mikið af honum. í ágústmánuði fer pysjan (ungi lundans) úr holu sinni. Ljósin í kaupstaðnum freista og hundruðum saman fljúga þær á vit ljósanna. Hvar- vetna eru hjálpfúsar hendur barna sem fara um bæinn og safna þeim saman og fara meö þær niður að sjó þar sem þeim er sleppt. SKATABUÐIN -SMWK fWMtiR Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2030 • Fax 511 2031 www. itn.islskatabudin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.