Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 $erðir y Vestfirðir: Utivera og kvrrð Ferðir í Vigur eru afar vinsælar. Á myndinni sést elsti árabátur á íslandi sem enn er í notkun en hann hefur verið notaður í yfir 200 ár. Vestfírðir eru heil veröld út af fyrir sig. Afskekktir firðir milli hárra fjalla sem á vetrum einangr- ast oft á tíðum nær alveg. Hver fjörður hefur sitt sérstaka yfir- bragð, fjöllin eru hver með sinu móti. Lítil sjávarþorp kúra undir bröttum hlíðum og draga flest nafn sitt af eyrinni, Þingeyri, Suðureyri, Flateyri. Fjöllin, sem speglast í fjörðunum, heilnæmt loftslag, skemmtilegar gönguleiðir og stór- kostlegar siglingar eru aðalaðdrátt- arafl ferðamannsins, að ógleymdri kyrrðinni sem liggur yfir öllu. „Það er ýmislegt í boði fyrir ferðamenn sem koma í heimsókn til Vestfjaröa," segir Sigríður Krist- jánsdóttir hjá Vesturferðum á fsa- firði. „Við bjóðum upp á ýmsar skemmtilegar bátsferðir, t.d. er siglt daglega út í Vigur.“ Vigur er ásamt Hótel Reynihlíð 660 Reykjahltð • Mývatnssveit Sími: 464 4170 • Fax: 464 4371 Netfang: rhlid@mmedia.is http://www. mmedia is/reynihlid Æðey stærsta eyjan í ísafjarðar- djúpi og eru þær einnig þær einu sem eru í byggð. Fjölskyldan í Vig- ur hefur búið þar síðan seint á 19. öld og nú búa þar um 10 manns af þremur kynslóðum. „Þessar ferðir njóta mikilla vinsælda, sérstaklega meðal íslendinga og er eiginlega „skylda" fyrir fólk sem kemur hing- að vestur að skreppa út í Vigur. Fuglalífið þar er mjög fjölskrúðugt, stór lundabyggð, æðarvarp og nátt- úran er engu lík. Fjórum sinnum í viku er farið á Hesteyri sem er við Hesteyrarfjörð og lagðist í eyði 1952. Við bjóðum upp á skoðunarferðir um ísafjörð og Bolungarvík þar sem við skoðum merka staði bæjarins og í leiðinni er saga bæjanna rifjuð upp. Frá ísafirði er einnig farið í reglulegar skoðunarferðir í Amar- fjörð og í Flókalundi, sem er gisti- Haltu fundinn í friði og ró hjá okkur. Hótel Reynihlíð býður frábæra námskeiðs- og fundaraðstöðu í hjarta byggðarinnar við Mývatn. og veitingastaður fyrir botni Vatns- fjarðar, er kajakaleiga. Látrabjarg er vinsæll viðkomustaður hjá ferða- mönnum og eru famar ferðir þang- að bæði með áætlunarbílum frá ísa- firði og Bíldudalsflugvelli og þá í tengslum við flug íslandsflugs. Ábaki Fyrirtækið Strandahestar er með hestaferðir á Ströndum frá Hólma- vik, bæði dagsferðir og svo lengri ferðir rnn nágrennið. Einnig er fyr- irtæki inni í ísafjarðardjúpi sem fer í lengri hestaferðir, 4-5 daga ferðir, í kringum Drangajökul. Þessar ferð- ir hafa verið vinsælar, sérstaklega meðal útlendinga. Nýjung sumars- ins er skútusiglingar hér á ísafjarð- ardjúpi og er vonandi að þær eigi eftir að falla í kramið." Undanfarin ár hafa Vestfirðir notið sífellt vax- andi vinsælda meðal göngufólks. „Við erum með áætlunarsiglingar á Hornstrandir, Hesteyri og í Veiðileysufjörð frá ísafirði fyrir fólk sem er annaðhvort að byrja eða ljúka gönguferð. Við erum ekki með Feijan Fagranes’98 er með fasta bíla- og farþegaflutninga alla daga nema laugardaga í sumar milli ísa- fjarðar og Amgerðareyrar við ísa- fjarðardjúp. Ökumenn geta þannig sloppið við að aka veginn um ísa- fjarðardjúpið og sjá í stað þess undur ísafjarðardjúps í öðm ljósi. Ferjan neinn fastan leiðsögumann fyrir þessi svæði en við setjum saman ferðir fyrir hópa sem þess óska og einnig bjóðum við upp á dagsgöngu- ferðir þar sem gengið er frá Aðalvík til Hesteyrar. Það er búið að merkja ýmsar gönguleiðir héma á svæðinu og búið er að prenta út fjögur kort af gönguleiðum í nágrenni Bolung- arvíkur, Barðastrandar, Reykhóla og Stranda. Hjá Landmælingum er einnig til kort þar sem em merktar allar þær gönguleiðir á Vestíjörðum sem eru færar en það inniheldur ekki eins nákvæmar upplýsingar og þessi fjögur kort sem við höfum gef- ið út.“ Mannlíf Að koma til Vestfiarða er eins og að stiga inn í nýjan heim. Lítil þorp innilokuð milli hafsins og hárra Qalla. Hvergi á íslandi er sjórinn jafntengdur mannlífinu og á Vest- fjörðum, hann er lífæð kaupstað- anna og undirstaða. I aldanna rás hefur sjórinn verið helsta sam- gönguleið Vestfirðinga og enn em stór svæði þar sem auðveldast er að komast sjóleiðina. Mannlífið hefur mótast af þessum sérstöku aðstæð- um sem ferðamaðurinn fær smjör- þefinn af þegar hann kemur til Vest- fjarða. „Á ísafirði og í Ósvör í Bol- ungarvík eru sjóminjasöfn sem nauð- synlegt er að skoða til að komast í snertingu við menninguna og stað- hættina á Vestfjörðum. Nýtt náttúm- gripasafn hefur einnig verið opnað í Ósvör. í nánast öllum þorpum héma eru sundlaugar og fyrir golfiðkendur era góðir golfvellir á ísafirði og Pat- reksfirði og í Bolungarvík og á Þing- eyri eru ágætis vellir. Vestfirðir eru fyrst og fremst fyr- tekur um 170 farþega og 20 einkabíla. Ferjan er einnig með fastar ferðir á Homstrandir frá 2. júlí til 15. ágúst og á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum fer skipið frá ísafirði til Aðalvíkur. Fagranes býður jafn- framt ýmsar áhugaveröar aukaferðir í sumar um Ísafjarðardjúpiö. ir þá sem vilja njóta útiveru og slappa af í ró og friöi burt frá ys og þys.“ -me Gönguferðir á Vestfjörðum 5 Fáir kynnast landinu betur en þeir sem reima á sig skóna, axla bakpokann og ganga af stað yfir fjöll og fimindi. Um vestfirsku íjöllin má velja nær óendanlega margar gönguleiðir, jafnt stuttar * sem langar, erfiðar sem auðveld- j ar og alltaf nóg að skoða. Vatnsdalur og nágrenni Vatnsdalur gengur inn af ’ Vatnsfirði innst 'á Barðaströnd. | Landið er mjög skemmtilegt I gönguland, dalurinn er skógi vaxinn og úr Vatnsdalsvatni j rennur Vatnsdalsá um 1 km til sjávar. Skammt er til Brjáns- ií lækjar sem er fornt höfuðból í mynni Vatnsfjaröar. Innanvert j við Brjánslæk, niöri við sjó, eru s Flókatóttir. Þar sér fyrir rústum og herma munnmæli að þar hafi | Hrafna-Flóki búið. Upplagt er að j ganga upp á Lónfell og skoða út- j sýnið en þangað er taiið að j Hrafna-Flóki hafi gengið er hann gaf landinu nafnið ísland. Látrabjarg j Akvegur liggur frá Patreks- j firði yfir að Hvallátram og að Bjargtöngum, vestasta hluta j Látrabjargs og um leið vestasta odda landsins. Margir möguleik- ar eru á stuttum og lengri \ gönguferðum um þetta 14 km j langa klettabarð sem er einstætt í sinni röð. Oft hafa skip strand- j að og mannskaðar orðið við a Látrabjarg, siðast 1947 er breski j togarinn Dhoon strandaði þar. :j Áhöfhinni var bjargaö á fræki- j legan hátt er sigið var niður 200 m háan hamravegginn eftir skipbrotsmönnmn. j Tálknafjörður j 14 nafngreindir vegir úr j Tálknafirði og til næstu byggð- arlaga em nú kunnir. Leiðin : um Selársdalsheiði milli Kross- I dals og Selárdals er auðveld og j skemmtilegt að ganga. Leiðin er vörðuð og tekur um 4 klst. Einnig má nefha leiðina um Tunguheiði milli Tálknafjarðar- | kauptúns og Bíldudals en hún ! er vörðuð og tekur 2-3 klst. að í ganga hana á milli byggða. Mjög skemmtileg leið liggur j einnig um Miðvörðuheiði úr ; Norður-Botni í Tálknafiröi og j að Haga á Barðaströnd. í Nágrenni Isafjarðar ! Fjölmargir skemmtilegir | möguleikar era á gönguferðum j út frá ísafirði. í skógarreitnum j fyrir ofan bæinn er mjög fagurt um að litast og gaman er að J ganga upp á Gleiðhjalla en það- ! an er mjög víðsýnt. Gönguferð á í Kubba svíkur engan því afar j gott útsýni er þaðan yfir dalina ! þrjá fyrir botni fjarðarins. Um þrjár klukkustundir tekur aö 3 ganga þangað úr Engidal og þaö- ;i an er enn fremur hægt að ganga j inn með Fossá. Krakkar á ísafiröi bera börur meö sólþurrkuöum saltfiski upp á gamla mátann. Feröamenn fylgjast meö. Veriö er aö ferja fólk í land á Stekkeyri í Hesteyrarfiröi á Hornströndum. Áhugaverðar ferðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.