Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Síða 9
DV MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998
Skaftárhreppur:
Á göngu
um hálendið
Áhugi íslendinga á gönguferöum
um landið hefur aukist stórlega
undanfarin ár. Annar hver íslend-
ingur hefur nú þrammaö Laugaveg-
inn, Fimmvörðuháls og Hornstrand-
ir og þannig kynnst landinu á nýjan
og skemmtilegan hátt.
Síöastliðin þrjú ár hefur Útivist
lagt sérstaka áherslu á ferðir um ný
og spennandi göngusvæði sem býð-
ur upp á fjölbreytta möguleika til
útivistar og gönguferða. Hér er um
að ræða ferðir um hálendi Skaftár-
hrepps. „Landsvæðið er gríðarstórt,
frá Mýrdalsjökli vestri og Tungnaá í
norðri að Skeiðarársandi í austri,"
segir Guðfmnur Pálsson hjá Útivist.
„Landslagið er fjölbreytt og nátt-
úruperlur víða að finna. Þar má af
mörgum fogrum svæðum nefna
Lakagíga, Núpsstaðarskóga, Eldgjá,
Langasjó og Fögrufjöll. Af einstök-
jafnframt geta greint Eiríksjökul
yfir slakkann í Langjökli. Útsýni
yfir 25 km langan Langasjó og
græna og svarta tinda Fögrufjalla
lætur engan ósnortinn. Þetta eru
fáfamar slóðir."
Fyrstu menn sem vitað er að hafi
farið um þetta svæði voru bændur í
leit að haga 1884. Þeir fundu þá
Langasjó og kölluðu Skaftárvatn.
Eitt ömefni hefur varðveist úr ferð
þeirra, Hellnafiall. Þorvaldur
Thoroddsen gaf Sveinstindi, Langa-
sjó og Fagrafialli nafn er hann var í
landkönnunarleiðangri á þessum
slóðum fáeinum ámm síðar og hafa
þau öll varðveist.
Áfram gakk
„Frá Sveinstindi er gengið með
Skaftá, um Hvanngil, og mikið gljúf-
Landslagiö á þessum slóðum svíkur engan.
um stöðum má nefna perlur eins og
Rauðabotn, Ófærufoss, Dverghamra
og Tröllshyl. Enn er ónefndur mjög
sérstæður staður, Skælingar undir
Gjátindi, þar sem Útivist, í sam-
vinnu við Skaftárhrepp, er að ljúka
endumýjun gamals fallega hlaðins
gangnamannakofa, þannig að hann
geti nýst sem nútíma sæluhús fyrir
ferðamenn."
Ný gönguleið
Ný og vinsæl gönguleið í Skaftár-
hreppi er frá Langasjó og
Sveinstindi, með Skaftá í Skælinga
og Eldgjá. „Ekið er upp Skaftár-
tungu, um Fjallahak og norður fyrir
Eldgjá, þar sem stefhan er tekin að
Langasjó og Sveinstindi. Við
Sveinstind er tjaldað. Sveinstindur
er 1090 m yfir sjávarmáli og ganga á
hann ætti ekki að vera neinum of-
viða. Frá Sveinstindi er útsýni og
fiallasýn einstök. í góðu skyggni
sést til Öræfajökuls í austri og
Heklu í vestri. Haukfránir telja sig
ur milli Uxatinda og Grettis," segir
Guðfinnur. „Skælingar em afar sér-
stakur staður á bökkum Skaftár.
Þar em einstakar hraunmyndanir
úr Skaftáreldum sem minna á lysti-
garð. Fallegur gamall gangna-
mannakofi, hlaðinn úr hraungrýti,
er gististaður Útivistar, en við gagn-
gerar endurbætur á húsinu var þess
gætt að varðveita hleðslur og ein-
faldleika þess. Úr Skælingum er
gengið á Gjátind og í Eldgjá. Ófæm-
foss er sérstakur og fallegur foss og
skemmtilega óvænt sjónarhom að
sjá hann ofan af gjárbarminum. Úr
Eldgjá er falleg gönguleið með
Ófæm og Skaftá að sæluhúsinu og
tjaldstæðinu í Lambaskarðshólum. í
Lambaskarðshólum er vel þess
virði að eyða nokkram tíma. Ganga
upp hraunið með Syðri-Ófæru,
skoða fossinn sem sumir kalla Litla-
Gullfoss, eða jafnvel í Álftarvötn. Úr
Lambaskarðshólum er síðan haldið
heim um Fjallabak nyrðra, eða
Landmannaleið eins og hún einnig
var kölluð áður fyrr.“ -me
*Merðir »
*★ ★
Útivistarhópur á Sveinstindi við Langasjó.
SIERRA HIKER
SALOMOIM
AUTH.7
Léttir gönguskór úr
leðri. Sterkur qúmmísóli
með grófum botni.
Vandaðir alhliða
lönguskór úr leðri.
vHentugirtil bæði
j styttri og lengri
ferða.
Haglöfs
WILDRIVER GTX
Léttir skór úr leðri og
Irúskinni. Vatnsvarðir
með Core Tex.
Sterkir skór úr
vönduðu leðri.
Mjúkur og
k goðursóli.
|L Henta í allar
ftgönguferðir.
MONTAFON
Léttir alhliða
^ qönguskór. Vatns-
varðir með Aquamax
öndunarfilmu.
MclNLEY PEAK
■É| . Léttir oq liprir göngu- I 1.CvVfC£l C-1 I I fjl^TfU
Kjjk skór úr leðri og nylon.
■k Vatnsvarðir með ^V Á
■W Aduamax. Góðir skór á * IVk 1 11 11 A J
góðu verði. .Vi
HjiL H j á Jbkkur^ ■ f^lfcSnférglii'
s em iþ.-W þ é kkx r ráflíý.e r ð i
sem : Í»í*lcSÉI^i1ðSPr
f 7-780:- /v ^
gffmíB salomon' scahpa Cj 'xtmon
Gönguferðin byrjar hjá okkur
VINTERSPORT
N FRISTUND - OKKAR FAG
BlLDSHÖFÐA - Bíldshöfða 20 - Sími: 510 8020
Hjá okkur færðu upplýsingar um ferðamöguleika á íslandi, hestaferðir, gönguferðir, sjókajakaferðir, bátsferðir,
jökla- og snjósleðaferðir, veiðiferðir, gistingu, söfn, samgöngur, áhugaverða staði og náttúruperlur.
Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík • Bankastræti 2 • 101 Reykjavík • Sími: 562 3045 • Fax: 562 3057 • Opið alla daga kl. 8.30 - 19.00.