Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Síða 10
26 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 %rðir Upplýsingttþjónustcm Kirkjubæjarklaustri sími 487 4620 !• LANDMÆLINGAR^*: T-W- ÍSLANDS ...varða þér leið ** ugavegi 17ö • 105 Reykjavík • Sími: 553 4000 http://www.lmi.is Lvkilliiiit rio landhtu Góð landakort eru nauðsynleg þeim sem vilja þekkja ísland. Þegar ekið er um vegi landsins eða haldið til fjalla eru kortin það veganesti sem allir ættu að hafa meðferðis. Hjá söludeild Landmælinga íslands eru fáanlegir yfir 700 kortatitlar auk loftmynda af öllu landinu. Þaö tekur þrjá daga aö ganga upp á Grímsfjall og á leiöinni er gist í tjöidum. Mynd Sigurður Sigurðsson Vatnajökull: A skíðum um hásumar Vatnajökull hefur heillaö marga enda er hann eitt víðáttumesta jök- ulhvel jarðar utan heimskautaland- anna. Að austanverðu hvílir jökull- inn á blágrýtisfjöllum og að norðan og vestanverðu á móbergi innhá- lendisins. Undanfarin ár hefur færst mjög í vöxt að ferðast sé um jökulinn og hefur Útivist staðið fyr- ir gönguskíðaferðum um jökulinn undanfarin 7 ár. í ár stendur ferðin frá 5.-12. júlí. Lagt af stað Ferðin hefst með flugi til Egils- staða og bilferð að Snæfelli þar sem gist er. Daginn eftir er geng- ið á Snæfell sem er hæsta fjall landsins utan jökla og í góðu skyggni er útsýni þaðan ægifag- urt. Næsta dag er haldið inn að jöklinum við Maríutungur á milli Eyjabakkajökuls og Brúarjökuls. Eftir að hafa skoðað athyglisverð- an íshelli, sem er í Eyjabakka- jökli, er lagt á jökulinn. Þrír dag- ar fara í að ganga upp á Gríms- fjall og á leiðinni verður gist í tjöldum. Þegar upp er komið er gist tvær nætur í skála Jökla- rannsóknafélagsins á Eystri-Svía- hnjúk. Grímsvatnasvæðið er merkilegt náttúruundur sem er vel þess virði að skoða. Þar má finna glæsta íshella og fleiri lista- verk sem móðir náttúra hefur skapað. Á kvöldin geta skíða- göngumenn slappað af í góðu yfir- læti í gufubaði. Hæsta bungan Næst er gengið að Bárðarbungu og gist í tjaldi sunnan hennar. Bárð- arbunga er hæsta bunga jökulsins, 2.009 m.y.s, og ef veður leyfir er gengið upp á hana. Þá fer ferðin að styttast heldur í annan endann og er nú haldið niður af jöklinum. Gengið er að Nýjadal en á leiðinni er gist sunnan Tungnafellsjökuls. Frá Nýjadal er farið með rútu í bæ- inn. Jöklaferðir af þessum toga eru bæði spennandi og krefjast reynslu og góðrar ætingar. Fyrir ferðina eru haldnir undirbúningsfundir með fararstjóra þar sem farið er yfir út- búnað og þjálfun þátttakenda. -me Á baki í Þórsmörk „Við bjóðum upp á hestaferð í Þórs- mörk um hverja helgi í allt sumar,“ segir Einar Bollason hjá ís-hestum. „Lagt er af stað á laugardegi frá bæn- um Eyvindarmúla í Fljótshlíð, riðið er með fram Markarfljóti, yfir Krossá og inn í Mörkina. Þar er gist í skála Aust- urleiðar í Húsadal, farið í gufu og slappað af í fögru umhverfi. Á sunnu- deginum er riðið um í Þórsmörkinni og endist ekki dagurinn til að skoða allt það sem Mörkin hefur upp á að bjóða. Síðla dags kemur rúta og keyrir fólkið í bæinn.“ Á öllum aldri „Þetta er sú ferð sem hefur verið langvinsælust meðal íslendinga. Með- alstærð hópanna er um 15 manns og eru bæði ungir og gamlir, byrjendur og vanir hestamenn sem fara. Sá yngsti sem hefur farið í ferðina hjá okkur var 7 ára og sá elsti 78 ára. Auðvitað er betra ef fólk hefur einhverja reynslu af hestum en við förum rólega af stað svo að enginn þarf að vera hræddur við að koma með og allir fá hesta við sitt hæfi.“ -me Hestaferö Is-hesta í Þórsmörk hefur notiö mikilla vinsælda enda ekkert sem jafnast á viö góöan reiðtúr í fallegu umhverfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.